Morgunblaðið - 02.04.2004, Side 72
72 FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
GULLDRENGIRNIR í Sigur Rós eru
með gríðarlega góðan meðbyr um
þessar mundir og virðast ekki geta
gert neitt rangt, eins og Engilsaxar
orða það. Hvernig er annars hægt að
útskýra það að nýjasta stuttskífa
sveitarinnar, Ba Ba Ti Ki Di Do, fer
beint í sjötta sæti bandaríska sölulist-
ans í Bandaríkjunum! Ósungin tónlist
við nútímaballett!?
Þessa vikuna var smáskífusalan
þar í landi þannig að Stjörnuleit-
arhetjan Clay Aiken hélt fyrsta sæt-
inu með „Solitaire/The Way“ og voru
46.000 eintök seld. Í öðru sæti eru
Hanson bræður með „Penny & Me“,
sem var hástökkvari þessarar viku.
Næst Hanson í stökkfimi kemur svo
Sigur Rós, með stuttskífu sem inni-
heldur tónlist þeirra við dansverk
Merce Cunningham, sem frumflutt
var í fyrra.
Umræddur listi tekur aðeins mið af
beinni sölu á smáskífum en hinn frægi
Billboardlisti byggist einnig að
stórum hluta á spilun í útvarpi. Af
þeim sökum kemur plata Sigur Rósar
lítið við sögu á þeim lista enda ball-
etttónlist ekki sú allra vinsælasta á
bandarískum tónlistarsíbyljustöðvum!
Í raun sýnir því þessi góða sala á
plötunni vel hvað Sigur Rós er í mikl-
um metum hjá almenningi þarna
vestra.
Listi yfir söluhæstu smáskífur í Bandaríkjunum
Sigur Rós eru engin takmörk sett.
Nú er hún búin að gera ballett-
tónlist vinsæla!
Sigur Rós beint
í sjötta sæti
SÝNINGIN Abba forever verður
sett upp á Broadway í kvöld og á
morgun, en hún kemur hingað frá
Bretlandi þar sem hún hefur notið
mikilla vinsælda síðustu ár. Þar
bregða fjórir breskir listamenn sér
í gervi Svíanna heimsfrægu og má
búast við miklu fjöri.
Jane Ellis fer með hlutverk Agn-
ethu Fältskog og er auk þess aðal-
sprautan í sýningunni. Hún er mik-
ill Abba-aðdáandi og ákvað eftir að
hafa ferðast og tekið þátt í uppsetn-
ingum á söngleikjum víða á Bret-
landi að setja saman sína eigin
hljómsveit fyrir sýningu sem
byggðist á sögu Abba-flokksins
sænska. Þegar Morgunblaðið náði í
hana í gær var hún að slappa af fyr-
ir Íslandsferðina.
Hverju megum við eiga von á, á
föstudags- og laugardagskvöldið?
„Kraftmikilli og líflegri sýningu.
Ég vona að þið njótið hennar. Við
viljum helst fá alla til að syngja og
dansa með okkur, það er skemmti-
legast,“ segir Ellis. Þetta er ekki í
fyrsta skipti sem hún sækir okkur
heim, hún kom hingað 1997 sem
dansari í Tinu Turner sýningu á
Brodway, sem þá hét Hótel Ísland.
Ellis segist hlakka til að koma aft-
ur.
„Ég sá marga skemmtilega staði,
fór til dæmis í Bláa lónið. Ég býst
við að ég fari í það aftur núna því
hinir hljómsveitarmeðlimirnir vilja
örugglega prófa það. Svo langar
mig að smakka einhvern framandi
íslenskan mat.“
Rússarnir kunnu
að meta Abba
Ellis hefur verið forfallinn Abba-
aðdáandi frá því hún var lítil stelpa.
„Ég var líklega sjö ára þegar ég
heyrði Abba fyrst, foreldrar mínir
áttu spólu með þeim. Svo fékk ég
Abba-plötu í jólagjöf og hef verið
mikill aðdáandi síðan.“
Hún hefur sungið í sýningunni í
fimm ár og ferðast víða. Er þetta
alltaf jafn gaman?
„Já, því hver sýning er alltaf frá-
brugðin fyrri sýningum. Við erum
líka alltaf að verða betri og betri.
Abba voru auðvitað frábær svo það
er mjög erfitt að fara í fötin
þeirra.“
Þið voruð í Rússlandi nýlega,
hvernig var ykkur tekið þar? „Mjög
vel, Rússarnir virtust þekkja Abba
vel og tóku strax undir í fyrstu lög-
unum.“
Hafið þið spilað í Svíþjóð? „Nei,
en það væri gaman,“ segir hún og
hlær. „Reyndar spiluðum við einu
sinni fyrir hóp Svía hér í Englandi.
Við vorum frekar stressuð en þeir
tóku okkur mjög vel. Þetta voru
nánast allt karlmenn sem voru voða
hressir og byrjuðu strax að syngja
og dansa með.“
Hvert er uppáhalds Abba-lagið
þitt?
„Ætli það sé ekki „Lay All Your
Love On Me,“ segir hún að lokum.
Abba forever á Broadway í kvöld og á morgun
Jane Ellis lofar kraftmikilli og líf-
legri sýningu.
Að eilífu Abba!
Miðinn kostar 3.000 kr.
og matur 3.900 kr.
bryndis@mbl.is
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 10.10.
KRINGLAN
kl. 8, 10.10 og 12.15 á miðnætti.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 6, 8, og 10.10. Stranglega bönnuð innan 16.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. B.i. 16.
Gamanmynd eins og þær gerast bestar!
Hágæða spennutryllir með
Angelinu Jolie, Ethan Hawke og
Kiefer Sutherland í aðalhlutverki.
Hann mun gera allt
til að verða þú!
Rafmagnaður erótískur tryllir
Frá
framleiðendum
“The Fugitive”
og“Seven”.
B.i. 16 ára
Stranglega
bönnuð innan
16 ára.
Án efa einn besti
spennuhrollur sem
sést hefur í bíó.
Myndin fór beint á
toppinn í Bandaríkj-
unum fyrir tveimur
vikum og hefur slegið
hryllilega í gegn.
AKUREYRI
Sýnd kl. 10.10.
Sýnd kl. 5.45.
Hann mun
gera allt til
að verða þú!
Hágæða spennutryllir með Angelinu Jolie,
Ethan Hawke og Kiefer Sutherland í aðalhlutverki.
FULLT HÚS HJÁ ÖLLUM HELSTU
GAGNRÝNENDUM LANDSINS!
Skonrokk
„Bráðfyndin“
HJ. MBL
Ó.H.T. Rás2
Kaldaljós og
Hestasaga síðustu
sýningar um helgina
Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16. Sýnd kl. 6, 8 og 10.
J.H.H
Kvikmyndir.com
Ó.H.T Rás2
„Stórkostlegt
kvikmyndaverk“
HL. MBL
Sýnd kl. 6 og 8.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.05.
„Hreint út sagt
frábær skemmtun“
„Þetta er besta
myndin í bíó í dag“
Fréttablaðið
Sýnd kl. 10.05.
Bráðfyndin grínmynd sem hefur farið sigurför um heiminn. Vann Óskarinn
sem BESTA ERLENDA MYNDIN og tilnefnd fyrir BESTA HANDRIT. Algjör perla!
Sýnd kl. 8.10. B.i. 16.
Páskam
yndin í
ár
Skemmtilegur leikur á www.sambio.is