Morgunblaðið - 02.04.2004, Page 73
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 73
UNDIR greinilegri uppörvun frá
Thomas Vinterberg hefur verið ráð-
ist í sjónvarpsmyndargerð leikritsins
And Björk of Course, sem Borgar-
leikhúsið frumsýndi fyrir nokkrum
árum við góðar undirtektir áhorf-
enda og gagnrýnenda. Myndgerðin
er í dogmestíl, undir stjórn Lárusar
Ýmis Óskarssonar og leikhúsmanns-
ins Benedikts Erlingssonar, sem
jafnframt stýrði verkinu á sviði.
And Björk of Course segir af sex
manna hópi einstaklinga sem sækja
sjálfskönnunarnámskeið hjá leið-
beinanda (Harpa Arnardóttir) sem
starfar í anda bandarísks tískugúrús
– fer með hópinn sinn í afvikið hús og
þar úti í guðsgrænni náttúrunni á
fólkið að moka sinn andlega flór.
Finna sjálft sig, ráða bót á vanda-
málum sálarinnar, sem reynast ólík
og af misjafnlega alvarlegum toga.
„Programmet“ er tekið upp á mynd-
band sem áhorfandinn síðan nýtur.
Ýmislegt kraumar undir yfirborð-
inu, þátttakendurnir eru flestir orðn-
ir listamenn í að láta sem ekkert sé,
sama á hverju gengur. Halda haus,
fela ósómann undir snyrtilegri
hversdagsímynd.
Þetta er lífið og tilveran í kringum
okkur í ýktri mynd. Það vill brenna
við að því betur sem við kynnumst
kárnar gamanið, á þeim nótum er
framvinda myndarinnar, kaldhæðinn
tónninn breytist smám saman í graf-
alvarlega ádeilu. Niðurstaðan eftir
margvíslegar og óvæntar afhjúpanir
og að lokum náttúruhamfarir er slá-
andi: persónurnar eru á sömu slóð-
um og í upphafi.
Kostirnir við sjónvarpsmyndina
eru frábærir sprettir og undirliggj-
andi ádeilan í texta Þorvaldar Þor-
steinssonar, eins athyglisverðasta
rithöfundar þjóðarinnar. Viðfangs-
efnið stendur af sér storma og hríðir
dogme-tökunnar sem því miður
varpar oftar en ekki athyglinni á
dreif og fjarlægir áhorfandann frá
taugakerfi verksins, deiglu atburð-
anna. Myndin er því tvískipt að gæð-
um. Annars vegar þessi mergjaði
texti, leiftrandi skopskyn, blandað
ádeilu á faríseann í okkur, tillitsleys-
ið og tómlætið sem ríkir í mannleg-
um samskiptum; innantómar patent-
lausnir og frasar stjórnendanna.
Frábær leikur þar sem hópurinn fær
eina heildar ágætiseinkunn og fer
undantekningarlaust á kostum undir
krefjandi stjórn Benedikts Erlings-
sonar.
Á hinn bóginn fær kvikmynda-
gerðin mann til að sakna dramatísks
andrúms leikhússins.Takan (ekki
síst utan dyra), á það til að tvístra
spennunni í loftinu, brjóta upp ein-
beitinguna og hljóðupptakan, hvað
sem öllum dogmereglum viðvíkur,
skilar ekki á köflum talinu nægilega
skýrt.
Látið sem ekkert sé
SJÓNVARP
Sjónvarpið
Íslensk sjónvarpsmynd. Leikstjórar: Lár-
us Ýmir Óskarsson og Benedikt Erlings-
son. Handrit: Lárus Ýmir Óskarsson og
Þorvaldur Þorsteinsson, byggt á sam-
nefndu leikriti þess síðarnefnda. Tónlist:
Barði Jóhannsson, Ludwig van Beethov-
en. Klipping: Lárus Ýmir Óskarsson. Kvik-
myndataka: Páll Reynisson o.fl. Hljóð-
upptaka: Einar Sigurðsson. Hjóðsetning:
Uss ehf. Aðalleikendur: Gunnar Hansson,
Halldór Gylfason, Harpa Arnardóttir,
Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Sigrún
Edda Björnsdóttir, Sóley Elíasdóttir og
Þór Tulinius. Sýningartími um 120 mín.
Borgarleikhúsið. RÚV 28. mars 2004.
…AND BJÖRK OF COURSE „Viðfangsefnið stendur af sér
storma og hríðir dogme-tök-
unnar…“, segir í umsögn um …and
Björk of Course.
Sæbjörn Valdimarsson
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4. Ísl tal.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8 og 10.10.
ÁLFABAKKI
Kl. 4, 6, 8 og 10.10.
KRINGLAN
Sýnd kl. 4. Ísl tal.
Ekki eiga við
hattinn hans.
Kötturinn
með hattinn
MIKE
MAYERS
Frábær mynd fyrir alla fjölskylduna.
Byggð á hinni sígildu bók sem
komið hefur út í íslenskri þýðingu.
Hinn frábæri Mike Myers (Austin
Powersmyndirnar) fer á kostum í
myndinni.
KEFLAVÍK
kl. 6. Með ísl tali.
KEFLAVÍK
Kl. 8 og 10.
AKUREYRI
Kl. 8.
AKUREYRI
Kl. 6. Ísl texti.
KRINGLAN
Sýnd kl. 4, 6, 8, 10 og 12. Með ensku tali
Sýnd kl. 4 og 6. Með íslensku tali
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4 og 6. Með íslensku tali
KRINGLAN
K. 6, 8, 10.10 og Powerhrollur kl. 12.15.
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA
KL. 4, 6, 8 og 10.10.
Besta teiknimyndin
Frábær teiknimynd frá
Disney fyrir alla fjölskylduna með
tónlist eftir Phil Collins!
„Hreint út sagt frábær
skemmtun“
„Þetta er besta myndin
í bíó í dag“
Fréttablaðið
ÁLFABAKKI
Kl. 4 og 6. Ísl texti
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4, 6 og 8.
KEFLAVÍK
Kl. 6. Ísl texti.
Frábær
gamanmynd
frá höfundi Meet
the Parents
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4. Ísl. tal.
Án efa einn besti spennu-
hrollur sem sést hefur í bíó.
Myndin fór beint á toppinn
í Bandaríkjunum fyrir
tveimur vikum og hefur
slegið hryllilega í gegn.
AKUREYRI
Sýnd kl. 6.
Ísl tal
Ævintýrahópurinn Ráðgáta hf er mætt aftur til að leysa
hin undarlegustu mál eins og þeim einum er lagið!
Toppskemmtun fyrir alla fjölskylduna! Nr 1 í USA!
Taktu þátt í Scooby Doo
2 leiknum á
www.sambioin.is
Ævintýrahópurinn Ráðgáta hf er mætt aftur til að leysa
hin undarlegustu mál eins og þeim einum er lagið!
Toppskemmtun fyrir alla fjölskylduna! Nr 1 í USA!
Taktu þátt í Scooby Doo
2 leiknum á
www.sambioin.is
AKUREYRI
Kl. 8 og 10.
Powerhro
llur á
miðnætti
kl. 12.15
Páskafjör í Flash
Laugavegi 54,
sími 552 5201
20% afsláttur
af öðrum vörum.
10 heppnir vinna páskaegg.
Gallabuxur .... áður 5.990 ...... nú 3.990
Peysur .......... áður 5.990 ..... nú 2.990
Bolir ............. áður 1.990 ..... nú 990
Jakkar .......... áður 7.990 ..... nú 2.990