Morgunblaðið - 02.04.2004, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 02.04.2004, Qupperneq 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. TR og lyfjaverðsnefnd hafa gripið til í þeim tilgangi að lækka lyfjakostnað á þessu ári um 450 milljónir króna. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra kynnti aðgerðirnar á blaða- mannafundi í gær. Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar- innar, sagði í samtali við Morgun- blaðið að aðgerðirnar fælu í sér að vald væri tekið af læknum. „Það er klárt að það er verið að taka verulegt vald af læknum. Þeir hafa miklu ÁKVEÐIÐ hefur verið að taka upp viðmiðunarverð lyfja, sem hafa sam- bærileg meðferðaráhrif, í þremur kostnaðarsömustu lyfjaflokkunum, þ.e. sýrubindandi og blóðfitulækk- andi lyfjum og þunglyndislyfjum. Kostnaðarhlutdeild Trygginga- stofnunar ríkisins (TR) miðast við ódýrasta lyfið og mun stofnunin hætta greiðsluþátttöku vegna svo- kallaðra Coxib bólgueyðandi lyfja og örvandi lyfja m.a. rítalíns, nema að gefnum ákveðnum forsendum. Þessar aðgerðir eru hluti af ráð- stöfunum sem heilbrigðisráðuneytið, minna um það að segja en áður hvaða lyf sjúklingur þeirra er að taka.“ Hann benti á að lengi hefði verið vitað að það stæði til að ná fram þess- um sparnaði í lyfjakostnaði en að í þessum tillögum virtist líka felast neyslustýring. Ekki kynntar fyrir læknum Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands, sagði að tillög- ur heilbrigðisráðherra hefðu ekki verið kynntar fyrir læknum og þeir ekki haft hugmynd um að breytingar af þessu tagi væru í aðsigi. Heilbrigðisráðherra sagði á fund- inum að á næstunni myndi lyfjaverðsnefnd kynna breytingar á álagningu og verðlækkun á ein- stökum lyfjum. Viðmiðunarverð lyfja í lyfjaflokkunum þremur yrði tekið upp 1. maí nk. Á næstu misserum væri ætlunin að endurmeta alla helstu þætti í lyfjamálum og heildarstefnu í mála- flokknum. Greiðslur Tryggingastofnun- ar miðast við ódýrasta lyfið „Verið að taka verulegt vald af læknum“  Stefnt/11 TÓNLIST Sigur Rósar við verk Merce Cunningham, Split Sides, er nýkomin út í Bandaríkjunum sem platan Ba Ba Ti Ki Di Do. Platan hefur farið geysivel af stað í sölu og er í sjötta sæti bandaríska smáskífu- listans. „Ég er bara mjög hissa,“ segir Orri Páll Dýrason, trommari sveit- arinnar, þegar honum eru sagðar fréttirnar. „Þetta er alveg magnað. Enda tónlistin ekki beint söluvæn!“ Orri hlær þegar honum er sagt að þeir ásamt Hanso-bræðrunum eigi besta árangurinn þessa vikuna á list- anum. „Ég kann engar skýringar á þessu,“ segir hann. „Þetta er svona „ambient“ tónlist (sveim). Fólk virð- ist greinilega kunna að meta þetta og það er bara hið besta mál.“ Balletttónlist Sigur Rósar slær í gegn Sigur Rós við æfingar á verkinu.  Sigur Rós/72 TEKJULÁGT fólk með litla menntun fer frekar og oftar í ljósabekki heldur en aðrir. Ljósa- bekkjanotkun er meiri á lands- byggðinni en á höfuðborgarsvæð- inu. Af þeim sem fóru í ljós síðustu tólf mánuðina fór fjórði hver oftar en tíu sinnum. Um 24,1% unglinga á aldrinum 12–15 ára fór í ljós á því tímabili. Þetta er meðal niðurstaðna könnunar sem IMG Gallup gerði fyrir Landlæknisembættið, Geislavarnir ríkisins, Krabba- meinsfélagið og Félag íslenskra húðlækna í lok febrúar og byrjun mars. Úrtakið var 1.350 manns á aldrinum 12–75 ára og svarhlut- fallið 65%. Mun algengara er að konur fari í ljós heldur en karlar, 39,3% samanborið við 21,9%. Yngri kon- ur fara frekar í ljós en þær sem eldri eru. Svo virðist sem notkun ljósabekkja sé meiri á Íslandi en í nálægum löndum og áætla má að dag hvern fari um átján hundruð Íslendingar í ljós. Könnunin leiddi einnig í ljós að um 70% kvenna á aldrinum 16–24 ára fóru í ljós síðustu tólf mánuði, um 54% 25–34 ára, um 24% 35–44 ára og 23% á aldrinum 45–75 ára. Um 35% karla á aldrinum 16–24 ára fóru í ljós síðustu tólf mánuði, um 38% 25–34 ára, um 19% 35–44 ára og 9% á aldrinum 45–75 ára. Hafa verður í huga að svonefnd vikmörk eru nokkuð víð þegar hópnum hefur verið skipt upp eft- ir aldri og kynjum, samkvæmt upplýsingum Krabbameinsfélags- ins um niðurstöðurnar. Þegar leitað var álits á því hvort fólk teldi að notkun ljósa- bekkja yki hættu á húðkrabba- meini sögðu um 97% þeirra sem eru 16–75 ára svo vera en 82% á aldrinum 12–15 ára. Sam- anburður við önnur lönd bendir til þess að fleiri Íslendingar en Svíar, Bretar og Kanadamenn fari í ljós. Fyrstu sólbaðsstofurnar hér á landi tóku til starfa fyrir ald- arfjórðungi. Lausleg athugun leiðir í ljós að á höfuðborg- arsvæðinu séu nú um þrjátíu sól- baðsstofur, auk þess sem ljósa- bekkir eru á mörgum líkamsræktarstöðvum og á sund- stöðum. Könnunin var gerð í tengslum við fræðsluátakið „Hættan er ljós“ á vegum þeirra aðila sem könnunin var gerð fyrir, en ný- lega birtist í dagblöðum auglýs- ing þar sem varað var við því að fermingarbörn færu í ljós. Sagt var í auglýsingunni að brúnn húð- litur eftir ljósabekki og sólböð gæti verið merki um skemmdir í húðinni sem leiða til ótímabærrar öldrunar húðarinnar og jafnvel húðkrabbameins. Jafnframt kom fram að Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunin og fleiri hefðu ráðlagt þeim sem eru yngri en 18 ára að fara ekki í ljósabekki. 1.800 Íslendingar í ljós á degi hverjum 9      D   ; =      0    *!  &    2 3 3 0 D   !"") !'E#)  #'E))  )'E,'  *+E!)  -" ," +" '" )" #" !" *" " ( 8 8 STANGAVEIÐIVERTÍÐIN fór afar vel af stað í gær, en þá hófst veiðiskapur í allmörgum ám á sunnan- og vestanverðu landinu og einni á norðan heiða, Litluá í Kelduhverfi. Var veiðiskapur víða með líflegasta móti. Fimm veiðistaðir skáru sig úr í magnveiði, Tungu- lækur í Landbroti, Geirlandsá, Vatnamótin, Varmá við Hveragerði og Litlaá. Víðast var svipaða sögu að segja, milli 50 og 60 úr Tungulæk, um 40 úr Geirlandsá, tæplega 50 úr Varmá, stefndi í 70–80 í Litluá og 45 stykki í Vatnamótunum. Þar veiddist líklega sá stærsti, tröll upp á 85 senti- metra, sem er ávísun á 14 til 16 punda fisk. Fjórir veiddust í Tungufljóti þrátt fyrir vatnavexti. Mikla athygli vakti í Varmá, að allnokkrir mjög væn- ir regnbogasilungar voru í aflanum, 4 til 5 punda fiskar og fjarri því „eldislegir“, þ.e.a.s. uggar þeirra voru heilir og útlit allt hið fallegasta. Regnbogar hafa veiðst í Varmá árvisst í mörg ár, en að sögn Valgeirs veiði- varðar er þetta það langmesta sem menn muna og auk þess er hér um mun stærri fiska að ræða en áður. „Við höfum áhyggjur af þessu og það er leyfilegt að drepa regnbogann,“ sagði Valgeir. Morgunblaðið/Einar Falur Þórarinn Kristinsson glímir við vænan sjóbirting í Tungulæk í Landbroti. 50–60 fiskar veiddust þar í gær. Vertíðin fór vel af stað „Húðlæknar hafa á undanförnum árum séð að tíðni húðkrabbameins í yngstu aldurshópunum hefur vaxið ógnvekjandi mikið,“ segir Bárður Sig- urgeirsson húðlæknir. Hjá konum á aldrinum 20–29 ára er aukningin sex- föld ef tímabilið 1982–92 er borið saman við tímabilið 1993–2002. Einnig er mjög mikil aukning í húðkrabbameini hjá fólki í öðrum aldurshópum, bæði konum og körlum. „Við höfum verið að sjá unglinga, sem fæddir eru ’88 og ’87, með krabba- mein í húð, sortuæxli, sem er alvarlegasta tegund húðkrabbameina. Þessar öru breytingar eru nánast óþekktar annars staðar í heiminum.“ Bárður segir að orsökin sé breyttur lífsstíll Íslendinga; aukin sól- og ljósaböð eigi þar stærstan þátt. „Íslendingar eiga heimsmet í ljósabekkj- anotkun. Húðlæknar hafa miklar áhyggjur af þessu.“ Hann bendir á að á aðalfundi Húðlæknafélagsins fyrir tveimur árum hafi verið samþykkt ályktun um að börn yngri en 18 ára þyrftu að fá skriflegt leyfi foreldra til að fara í ljósabekki en segir yfirvöld ekki hafa treyst sér til að setja reglur um þetta, þó þannig sé í mörgum löndum. „Skaðinn er alvarlegastur hjá ungu fólki og notkun verður frekar óhófleg hjá þessum aldurshópi,“ segir Bárður og að geislar í ljósabekkjum fari dýpra í húðina en geislar sólar og geti haft alvarlegri áhrif en áður var talið. 15 og 16 ára með sortuæxli BJARNI Ákason, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri hjá Aco-Tæknivali, mun opna sérhæfða Apple-tölvu- verslun í Kaupmannahöfn í júlí nk. Ef vel gengur áætlar hann að opna níu Apple-verslanir til viðbótar um öll Norðurlöndin. „Ef menn fara alla leið erum við að tala um fjárfestingu upp á 150 millj- ónir. Verslunin í Kaupmannahöfn einni er fjárfesting upp á 25 millj- ónir,“ segir Bjarni Ákason. Opnar Apple- verslun í Danmörku  Opnar/12 ♦♦♦ NEFND menntamálaráðherra um eignarhald á fjölmiðlum, sem upp- haflega var miðað við að skilaði áliti í byrjun marz, mun að líkindum skila niðurstöðu sinni á næstu dögum, þó hugsanlega ekki fyrr en í næstu viku, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins. Störf nefndarinnar eru langt komin Samkvæmt upplýsingum blaðsins eru störf nefndarinnar langt komin, en endanleg niðurstaða liggur ekki fyrir. Heimildarmenn Morgunblaðsins vilja ekki staðfesta frétt Ríkisút- varpsins frá í gærkvöldi um álit nefndarinnar, þar sem nefndin sé enn að störfum og skýrsla hennar hafi því ekki borizt stjórnvöldum. Nefndin var skipuð skömmu fyrir jól til að kanna hvort tilefni væri til að setja lög um eignarhald á fjölmiðl- um og hóf hún störf sín í janúar. Niðurstaða væntanleg bráðlega Nefnd um eignarhald á fjölmiðlum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.