Tíminn - 24.12.1969, Side 30

Tíminn - 24.12.1969, Side 30
30 TÍMINN - JÖLABLAÐ ) Ólafur E. Einarsson, fyrrverandi bóndi og hreppstjórj á Þóru- stöðum í Bitru, og kona hans, Friðmey Guðmundsdóttir. Senn munu liðin ellefu hundruð ár, síðan Þorbjörn bitra leitaði landa með skyldu- lið sitt í einum af innfjörðum Húnaflóa, sem eftir þáð hét Bitrufjörður, og reisti þar bú. Ekki ber Landnáma víkingi þessum vel sögu, enda tæpast von, þegar litið er á viðtökur þær, sem hann veitti Guðlaugi þeim, er skip sitt braut við höfðann milli Bitrufjarðar og Hrútafjarðar, og síðan ber nafnið Guðlaugshöfði: . . . Að norðan takmarkast fjörðurinn af Ennishöfða, og er þar yzti bær Skriðnesenni, gagnsöm jörð. Var þar fyrrum, og er ef til vill ennþá, tals- verður trjáreki, og þaðan stundað heimræði. Á Enni hafa jafnan setið búhöldar góð ir og áhrifamenn í sinu héraði. Að fornu mati er Óspaks- eyri dýrasta jörð í Bitru, 24 hundrúð. Þar sat um skeið Marinó Hafstein, sýslumaður Strandamanna. Árið 1877 bjó þar Einar Jochumsson frá Skóg um í ÞorSkafirði, bróðir þjóð- skáldsins og prestahöfðingjans Matthiasar Jochumssonar, var Einar þá, þriðji hæstur að tí- und, bænda í Broddaneshreppi. En þá taldist Kollafjörður og Bitra einn hreppur. Sam'kvæmt manntali 1703 var byggðin í báðum þessum fjörðum kölluð Bitruhreppur og taldi þá Bitran 60—70 manns á byggðum býlum. f jarðabók Árna Magnússon- ar og Páls Vídalín, sem skráð er um þetta hérað að Felli 1 Kollafirði árið 1709, er getið tíu eyðibýla í Bitru. Virðist því auðsætt, að þar hafi, í góð- æri á fyrri öldum, verið marg- menni, enda er þess getið í sömu heimild, að heimræði er þar frá flestum bæjum er við ströndina liggja. Árið 1870 eru heimilisfastir í Bitrufirði 125 íbúar, og stund uðu þeir alla þá útvegi, sem byggð bauð bæði til sjós og lands. Á síðasta manntali 1. sept- ember 1968 eru íbúar Óspaks- eyrarhrepps — Bitrungar — aðeins 56. — Fimmtíu og sex menn og konur nytja nú þau gæði lands og sjávar, sem Bitrufjörður býður. Þórustaðir í Bitru XVI hundraða jörð; Árið 1876 hóía þar búskap Ólafur Einarsson og Elísabet Einarsdóttir. Jörð- ina hafði hún erft eftir for- elxlra sína, Einar Þórðarson og Guðrúnu Bjarnadóttur Bjarna- sonar frá Hjvítuhlið, Ólafur var vel metinn mað- ur og völdu Bitringar hann til trúnaðarstarfa, rneðal annarra, að sitja sýslufund Strandasýslu sem fulltrúi þeirra. Sagt var, að ekki hefði hann haft það skap, sem styrjöld fylgdi, en tekizt þó að koma fram sínu máli og laða til fylgis við sig menn, sem þó höfðu andstæð ar skoðanir. Lét hann þá það sama í móti koma, án þess þó að sleppa úr hendi sér nokkru þvi er hamn taldi byggð sinni að góðu gagni verða. Þegar Ólafur lét af búskap tók við jörðinni sonur hans Einar og tengdadóttir Ingunn Gísiadóttir. Ekki var gull lagt í lófa þeirra fyrstu fótmálin, eða hvað finnst yikkur nútíma- menn? — bústofninn var sex ær — þó þurftu þau aldrei til annarra að leita en gátu mörgum miðláð. Ég minnist sérstaklega tveggja svipmynda úr liðinni ævi, þar sem fundum okkar Einars Ólafssonar bar saman. í fyrra skiptið var ég tólf ára snáði, kominn heiman frá Kaldrananesi, ásamt foreldr- um mínum til fundar við frændlfólkið í Bitru. Auðvitað þótti þá sjálfsagt að heim- sækja vini og venzlafólk á Þórustöðum. Ef til vill hefur snemma beygzt sá krókur í eðli mínu, a® hafa auga fyrir fögrum kon um, ©n mór er það minnisstætt hvað mér fannst allar þær kon- ur, sem ég sá þarna óvenju- lega fallegar og þó kannski sérstaklega húsfreyjan Ing- unn Gísladóttir. Auk þess fékk ég á henni þá matarást, sem aðeins böm á því reki, sem ég var þá, geta skilið. Öðru sinni kom ég að Þórustöðum, þá löngu fullorðinn maður. Einar hafði látið af búskap og Ólafur sonur hans tekið við. Þar hafði í engu förlazt gest- risni eða glatt viðmót, og höfð um við Ólafur unað okkur við samræður þangað til skammt var áð risi dags. Mér var vísað til sængur í herbergi þar sem einnig svaf gamli bóndinn, Einar. Mér var þá ekki lengur morgun- svefn laginn og vaknaði því árla þótt seint væri til hvílu gengið. Þegar ég hafði lifað stutt augnablik milli svefns og vöku, sé ég hvar Einar bóndi stendur við gluggann, horfir á dagsbjarmann móti austri og segir við sjálfan sig, því engra átti hann vökumanna von: „Enginn farinn að hreyfa sig. Þetta unga fólk, ég efast um að það hafi nokkurntíma séð sólarupprás á sumardegi." Ólafur E. Einarsson, sonur hjónanna á Þórustöðum, tók við búi þar 1929. Ungur ólst hann upp í föðui-garði, sjálf- rœðisgjarn stráklingur, en þó ekki óstýrilátur úr hófi. Ferm- ingarundiribúning fékk hann að þeirra tíðar hætti, hefur ef- laust kunnað fræðin óaðfinn- anlega og var tekinn í tölu kristinna manna á eðlilegum tíma. Hann komst sjö vikna tíma til ináms á Heydalsárskóla, síð asta starfsár þess skóla. Þá var skólastjórinn Kristmundur Jónsson, síðar kaupfélagsstjóri á Borðeyri óg eftir það full- trúi í stjórnarráðinu. Á það mætti í þessu sam- bamdi minna, að sá skóli var fyrsti sjálfstæður unglinga- skóli í sveit á fslandi. Árið 1921, þá um haustið, fer Ólafur til náms í bænda- skólann á Hvanneyri, og var þar í tvo vetur — og nú hef- ur ÓLafur orðið. — Sú dvöl varð til þess að skapa mitt lífsviðhorf, og ef ég hef orðið einhvers staðar að liði, þá má rekja slóð þeirra athafna, — þegar frá er tekið það sem uppeldi æskuheimilis veitti mér, — til þeirra áhrifa sem ég varð fyrir í skólanum. Enda held ég áð sá maður hefði hlotið að hafa um sig harða skel, sem ekki hefði vaknað við glaðan gust vor- mannsins, þegar sá ágæti og ógleymanlegi maður, Halldor Vilhjálmsson skólastjóri, flutti mál sitt. — Og ég vil segja það, að samfélagið við nemead ur og kennara, hafði fyrir mig rneira mótunargildi en það sem skráð var á síður þeirra bóka, sem ég þurfti að læra. Til gamans skal ég nefna eitt atvik úr skólalífinu, sem sýnir glöggt, hina sterku mannslund skólastjórans á Hvanneyri. — Einhvern tfima vorum við strákarnir í „tuski“ eða giímu, þá hendir það að einn félagi okkar kemur svo illa niður að hann fóttorotnar. — Á okkur sló miklum óhug út af þessu atviki, og leikurinn var úr sögunni. Þegar skólastjórinn sér sína niðurtorotnu nemend- ur, kallar hann okkur saman, stendur andspænis oklkur þrek vaxinn og virðulegur og ávarp ar með þessum orðum: „Drengir mínir, sem flestir faafið alizt upp við veður öll válynd í íslenzku náttúrufari, fallið þið saman, þótt brotni ein leggpípa — nei, harðara þarf að svenfia að íslendingum tíl þess að þeir tapi gleði sinni. Féliagi ykkar verður jafngóður eftir nokkra daga og þá tiilbúinn í tuskið". Eftir að ég bom frá Hvann- eyri var ég faeima í föðurgarði fram til ársins 1929, þá hætti fáðir minn búskap og ég tók við. Kona min var Friðmey Guðmundsdóttir. Hún ólst upp í Ljárskógaseli hjá foreldrum Jóhannesar skálds úr Kötlum, og er nú látin. „Eins og jörðin sem grær, lifir sál þín í mér, ó, þú systir mín kær“. Búskap minn skulum við svo sem minnst nefna. Konan bjó okkur ágætt heimili, en ég hef nú víst alltaf verið laus við, enda oft haft ýmislegt að sýsla á öðm sviði... Flest þau mál, sem Bitrung- ar hafa látið sig nokkru skipta hafa þeir falið Ólafi á Þóru- stöðum til fyrirgreiðslu, og aldrei verið á því sviknir. í því tilefni hefur aldrei verið talað um flokkapólitík. Hann hefur verið sínum pólitíska andstæðingi jafn trúr um aila fyrirgreiðslu sem hinum, er samherji hans \ar við kjörborð ið. Þrjátíu ár sat Ólafur í sýslunefnd. — Frá árinu 1938 —1968. — Hvað svo? • „Ég hafði sagt, að eftir að ég væri farinn úr héraðinu, Þórustaðir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.