Tíminn - 24.12.1969, Síða 35

Tíminn - 24.12.1969, Síða 35
TÍMINN - JÓLABLAÐ 35 legt. Maður veit þó nokkurn veginn, hvernig maður á að kjósa í Þýzkalandi, bvað mað- ur kýs. En hér . . .maður sér ekki út úr augunum.“ Þessi inaður talar þó íslenzku eins og innfæddur, ef ekki betur en allur almenningur, ekki er því atm »3 Scenna. En hann kunni reyndar aö hiusta á menn, þeir þurftu alls e'kki að vera með beljandi slagorð um ár og síð. Þetta er allt um það einn liður, sem menning getur ekki verið án, sinhver heiðarleiki og traust á milli manna. Raun- ar má segja, að hér verði uipp- haf allrar menningar, án greiðni þessara kosta engin menning. En Þjóðverjar eru mú einu sinni þannig gerðir, að þeir vilja endilega menn- ingu. Meir sagt heimspeki! Við tölum stundum nokkuð digurbarkalega um bókmennt- ir okkar, og það kemur kannski til af því að við stöndum okk- ur hvað bezt á sviði bók- mennta. Við getum raunar ekki hælt okkur af her okkar, sem betur fer, heimspeki né vísind- um. Við höfum raunar ekkert annað, sem við gætum dirfzt að hælast af, nema þá þorski. Þar sem nokkrum fátæklegum listum slep >ir, er svo að segja tóm. Ekkert nema pólitík, slag- orð. Hversu skiljanlegt! Hversu frumstætt! Þvílík huggun að hafa þó pólitík og hasafengin slagorð, þar sem við á annað borð höltrum alls staðar á eft- ir, 30 til 100 árum að baki Mið- Evrópuiþjóðum. Að visu er þetta ekki nema skiljanlegt, vegna sumra greina, sem of viðamiklar eru og kostnaðar- samar fyrir smáþjóð, en jafn- vel þar sem við ættum að geta staðið öðrum jafnfætis, virðist ástandið ekkert betra. Þá kem- ur bara drep því grimmari alfturhaldisskoðana. Við kunn um jafnivel ekki að elda hinn gamla fræga meistara — þorsk- imn. VIII Stjórnmál okkar eru ekki að eins óábyggileg, þau eru hrein og bein geggjun, og eru þau þó hinn eini liður menningar o'kkar, sem við metum, því þar kemur vilji og skilningur til greina — og enginn maður með viti skilur þau, allir verða stórlega svikndr nema hin leið- inlegasta alvara og rífcasta skopskyn. Bókmenntirnar, önnur höf- uðgreinin, er þó einhver stór lega haltrandi vesalingur. Ef bókmenntamaður heima dúllar ekki í anda aldamótanna, er einfaldlega þagað um það, eins og um eitthverc vorkunnarmál væri að ræða. Sem sagt, hver sá maður, sem er sjálfum sér trúr í. tímanum, verður ekki aðeins árum saman að reyna að drösla landinu eitthvað upp á þurrt, heldur að því Loknu að mæta þögn hins óþokandi jafnaðargeðs landans, og jafn- aðargeð okkar hefur ekki orð- ið frægt að ástæðuiausu. Hér er auðvitað mest um að kenna þessum þrotlausu stjórnmála- legu bókmenntakörlum, sem einatt eru að snudda utan í málum listamanna, ritdómur- um flokksblaðanna og úthlut- unarnefndum flokkanna. Þeim er til daemis að kenna sú furðu- lega þögn, sem ríkt hefur um fyrsta nútímann okkar í Ijóða- gerð, Jónas Svafár. Þeir miunu sjálfsagt hafa reynt annað eins við Guðberg Bergsson, ef al- menningsálitið hefði ekki kom ið honum til hjálpar með því að verða á undan þeim, þving- að þá til að taka undir. Eg get áð vísu ekki neitað því, að mér finnst þjóðin í mörgu Lagi nókkuð frjáls og heilbrigð. Verst af öllu er, að jafnvel þótt einhver þessara karla drepist, taka jafnan við af þeim kai'lar. Karlar með ís- lenzka menningu í blóðinu, hina hnausþyikku pólitísku bil- un. IX Diisseldorf er leiðinlegasta borg í heimi, átti ég til að hugsa, ekki sízt eftir að hafa skroppið til Amsterdam í viku lok, því viðbrigðin voru mikil. En þó er ég farinn að efast um það í seinni tíð Kannski hataði ég hana of innilega í byrjun? Ég veit ekki, bvað rétt er. Það er víst enginn sann- leikur, þegar um slíkt er að ræða, ekki nema þá að manni takist að búa til svo góðar lygá sögur í frásögninni, að lýsing- in verði sönn, en ég nenni jafnvel ekki að hjálpa til með lygasögum. Nenni heldur ekki að andstyggjast öllu meir. Það væri til einskis, hivort sem er. Alia vega verður andstyggð manns á hlutunum ieið á sjálfri sér eftir svo og svo langan tíma og það er afkáralegt að bera svo langa andstyggð til sama staðar, að hún króist inni í sjálfri sér og verði gamal- dags. Ég þykist vita, að Þjóðverj- ar, jafnvel hér í Diisseldorf. séu fremur áreiðanlegt fólk. Maður verður að kynnast þeim með lagi, með reglu. Það er hægt að skrifast á við Þjóð- verja. Þeir anza alla vega bréf- um. Ekki íslendingar. Um það kvarta allir íslandingar erlend is. Það skiptir engu máli, hve rækilega maður biður um greið svör, þótt maður skrifi mörg bréf vegna eins erindis — þeir hreinlega anza ekki, nema þá af einhverri tilviljun, misskiln ingi. Maður hrekkur við ef út af þessu ber, það verður næst- um því móðgandi. Alla vega fær þetta svo á mann, að mað- ur spyr sjálfan sig: Hvað hef- ur komið fyrir! Það er ósköp einfalt máL, að hrópi einhver á hjálp, hang- andi á hengibrún, gæti það fcostað mann ómak að hlaupa til og draga hann upp á brún- ina. Það mundi ekki kosta mann minnstu fyrirhöfn, iafn vel ekki hreyfingu, að bara þegja og standa kyrr þar til náunginn hefur hrapað og skræknum linnir. Hversu em- falt, hvérsu frumstætt! X Þetta eru miklir glæpa- og þvargtímar í pólitískum mál- um, og stórir hiurir gerðust í þeim löndum, sem ég hef djval- izt í á einu og hálfu ári. Fyrst í Portúgal, eftir um það bil hálfs árs dvöl, að Salasar fell- ur frá. Það var eins og ég hafi komið þangað til að ráða hann af dögum. Svo verð- ur Þýzkalandsdvölin til að Kiesinger dettur úr stóli og við fcekur Brandt. Margir ótt- uðust, að n ýnazistar mundu vinna á, en það varð nú al- deilis ekki. Ég sé heldur enga ástæðu til að óttast Þjóðverja á sama hátt og þjóðirnar hafa gert. Þjóðverjar hafa sitt eig- ið lag, og beztu nóturnar sem þeir slá, hljóma fallega, eins og vera ber. Það er bara um að gera að efla skilning og treysta vináttubönd við Þjóðverja, við okkur, og hina, hvað sem þær heita þessar þjóðir. AHt um það gerast slSdr hlutir ekki á íslandi í dag og erum við þó villimenn, sem ég var lengi að prísa hér í Þýzka- landi, villimennskunnar vegna. Þjóðverjar vita hvað þeir kjósa stjórnmál þeirra eru ekki að- hlátursefni, því þau eru ekki firrt meiningu, en kannski vegna þess að þeir eru ekki villimenn? Það er ekki nóg að vera villi maður og hæla sér af því þeg- ar villimennskan hefur sleppt fram af sér beizlinu. Jafnvel þótt landinn hafi nokkra dynti villimenn'skunnar, svo sem þá að svara ekki bréfum, þá er jafnvel ekki hægt að brosa að slíkum dyntum, ekki neipa maður blefcki sjálfan sig því meir og láist að sjá eðli þeirra að þeir eru bara látalætisvilli- mennska. Og það er í raun og veru glæpur, því dyntir ættu að vera heilagt mál. Þeir eru ekki það margir í lífi nútím- ans, að hann hafi efni á að gera þá að einhverjum leiðinda sníkjudýrum. Við þörfnumst duttlunga allt hvað af tekur. í raun og veru er lífinu ekki lifandi án þess að kraumi og sjóði af dyntum og músikölsk- um undarlegheitum. En dynt- ir okkar eru svo úr lagi færð- ir, að manni stekkur ekki bros. Gott og vel, Þjóðverjar eru kannski þurrir af vísindalegri skynsemi (borgarinn er í raun og veru vísindalegur í hinum daglegu háttum, hver athöfn nokkurs konar lykill að lífinu) og gatslitinni menningu. En þeir standa þó langtum nær framtíðinni. Dyrnar standa að sjáLfisögðu opnar og við stönd- um öLl á þröskuLdinum. Þjóð- verjar munu ganga inn hvað úr hverju, en við komumst ekki fyrsta skrefið og verðum að drattast langt á eftir þeim og öðrum eins og vant er. Nútíminn er kannski nokk- uð þurr, kald-ur, ópersónuleg- ur, en hann er sarnt sem áður nútími. Hann leyfir ekkert nema framtíð. Þjóðverjar eru nær framtíðinni en við. XI Ég hef þegar skrifað sextán vélritaðar síður og efcki komizt að annarri niðurstöðu en þeirri, að orð mín eru til einsk- is. Mér hefur að minnsta kosti ekki tekizt að sannfæra sjálf- an mig um að ég hafi rétt fyr- ir mér í einu eða neinu. Það, hvernig maður lítur á menn og borgir, fer að jafnaði eftir persónulegum duttlungum í það og það skiptið, svo að mað ur talar langtum fremur um sjálfan sig en það, sem maður horfir á. Ég hefði auðvitað átt að fara inn á einhverjar borg- arskrifstofur og fá að líta á reikninga, skýrslur og skjöl, því þar felst aííur sannleikur- inn. En sannleikurinn er bara sá, að ég kann það efcki. Ég veit jafnvel ekki, hvort ég mundi svara nokkru, ef ein- hver, sem betur er að sér um Þjóðverja, yrði til að hneyksl- ast. Líklega ekki. En ef eg gerði það, mundi ég fúslega, og af fullri sannfæringu, kom- ast að allt annarri niðurstöðu en áður, hafa á jafnrétitu eða röngu að standa, því mér er ljóst, að orð hafa ósköp litla þýðingu, ef þau ætla sér að segja eitthvað af viti um iif- ið. Þess vegna skyldi enginn taka hið minnsta mark á þess- um orðum að því leyti sem þau fella dóma. Það sem ég hef sagt, er annað hvort sann- leikur eða lygi, en hvort sem heldur er, pá kemur það út á eitt. Það skiptir bókstaflega engu máli, sem maður segir, þvi það er engan sannleika hægt að skrá. Þegar allt kemur til als, er pólitíkusinn hinn eini sem segir sannleikann, og mátt ur orða hans byggist fyrst og fremst á því að hann er at- orkumaður, en það þarf mikla atorku til að flytja ræður (má jafnveL reikna það í hestöfL- um). Hann einn hefur efni á því að tala. Hann er heldur ekki einn á sama hátt og ve- sæll greinarhöfundur eins og ég, heldur hefur hann margs með sér, og þeir flytja allir sama mál, endurtaka orð sín árum saman, án þess þau þynn ist hið minnsta. Orð þeirra eru kröftugur sannleikur. Þau koma mönnum til að greiða at kvœði, og atkvæði eru atkvæða meiri en nokkur sannleikur, ef þau eru ekki hinn eini sann- leikur. Maður gengur þegj- andi að einhverjum kassa og kastar inn í hann miða. Þetta er sannieikurinn. Maður þarf ekki að segja aukatekið orð. Jafnvel í einkalífinu er nóg að segja Ha eða Jæja. Og hvað þýðir fyrir mann að reyna að ' segja eitthvað eftir að hið póli- tiska orð hefur verið sagt. Ég hef ekkert að segja. Ég pára þetta af þörf fyrir at- ' vinnu, hendur mínar finna ' vinnuþörfina og ráða varla við sig fyrir atvinnuhasa. En samt er þetta ekki nógu mikil at- vinna. Þess vegna tekst mér ekki einu sinni að búa til lyga- sögur, nenni þvi ekki. Samt mundu kannski nokkrar lyga- sögur hafa orðið til að hressa svo upp á greinina, að hún yrði lesandi. Þó hefur það tek- ið mig tvo daga að ganga frá þessu, að því leyti göfugt, minnir á atvinnu, og atvinnan göfgar manninn, segja gömlu mennirnir. Ég væri kominn til Noregs, ef Norðmenn hefðu þörf fyrir mig, þvi mig vant-" ar tilfinnanlega atvinnu. Ef þýðir eitthvað fyrir mig að Ijúka við bók mína, skrifa ég ,. bara næsta ár. Það er nógur tíminn, segja gömlu mennirn- ir, og það er satt, sem þeir gömlu segja, maður er alLt sitt líf að reka sig á vizku bless- aðra gömlu mannanna. Ég mundi sökkva mér í atvinnu- lífið um leið og mér gæfist tækifæri. En vonandi verður lukkan með mér. Ef til vill hækkar blý í verði um síðir, ef til vill gefst manni kostur á að vinna í kolanámum Græn lands. Ég mundi vinna tólf til sextán tíma á dag í von um . að verða einhvern tíma sjálf- stæður maður. Maður. Eða þá, fiái ég ekki nema átta tíma • vinnu á dag, setjast að í at- vinnusfcúr fyrir fullt og allt, ef Norðmenn eða Svíar geta ekki notazt við mig. Maður skrifar þá einhvern tíma seinna. Eða hættir. Það er varla hægt að kaila skriftir atvinnu. Að minnsta kosti ekki skáldskap. JÓLIN OG LJÓSIÐ Kertaljósin eru fögur, en þau geta einnig verið hættuleg. — Foreldrar, leiðbeinið börnum yðar um meðferð á óbyrgðu Ijósi. Um leið og vér beinum þessum tilmælum til yðar, óskum vér yður öllum GLEÐILEGRA JÓLA. BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS Laugavegi 103. Sími 24425 I )

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.