Tíminn - 24.12.1969, Side 41

Tíminn - 24.12.1969, Side 41
I TÍMINN JÓLABLAÐ 41 og eitt hross, var bústofn flestra. I>ó voru þarna talsverð umsvif. í næsta nágrenni var nbkkur byggð: Garðar, Þver- daiur, Lækur og svo prestssetr- ið Staður. Frá flestum þessum býluan fóru menn til sjóróðra og útræðið var frá Sæbóli. Á suimrin var stutt að sækja á íiskislóð, en á veturna oig vor- in var oft róið á haf út. Á uppvaxtarárum Sigurðar Finnbogasonar, rerru fjórir bát ar frá Sæbóii. Lending þar var erfið, brattur malarkambur og ekkert hié, standi vindur á land, enda brutu menn stund- um báta sína í brimlendingu. Næst liggjandi verzlunarstað ur var Hesteyri. Þangað var iwi þriggja stunda gangur og að vetri til þungfært og ó- tryggt yfir fjöll að fara. AMir aðdrættir voru því erfiðir og spörúðu mer.n sér þær ferðir eftir því sem við varð komið. Byggðaflakk án erindis, var ekki háttur þar um slóðir. En í ná.býli hafði fólkið mikil sam- skipti og ta'ldi það fullnægja sinni félagshyggju án þess lengra þyrfti að leita. Væri fólkið Iheiibrigt og hefði nóg að bíta oig brenna, þá voru leiðindi, sprottin af staðhátt- um byggðarinnar — einangrun inni — óþekkt fyrirbæri. Þeir voru ekki háreistir torfbæirnir í Aðalvíkinni á fyrstu tugum aldarinnar. í ein um slikum fetaði Sigurður Finnbogason fyrstu sporin. Það gerðu einnig faðir hans og móðir. Sjá'lfsagt hefur þetta fólk lifað við svipuð kjör og feður þess og mæður aftan úr ötdurn og átt hamingju sína undir eigin þrótti og meðlæti móður náttúru á hverjum tíma. Veturinn 1918 komst frost- ið yfir 30 stig. Víbur og firði lagði, en hafísinn gnéri útnes og fiúðir. Nepjan var bitur þeim, sem þurftu að vinna ut- an dyra, en gömlu torfbæirn- ir Skýldu vel, þegar inn var komið. Fæstir þeirra báru burstirnar hærra en svo, að þær einar voru ofan fanna og smjúgandi næðingurinn komst bvergi að. Þótt svona viðraði var þó fæstum nokburs vant umfram það, sem í öllum ár um gat að borið. Baráttan við harðæri og erfiðar samgöngur varð fólkinu í útbyggðunum sá skóli, að éhgum kom til hug-ir að mæta vetri án þess að hafa dregið að heimili sínu eldivið, fóður handa búpeningi og mat föng, sem duga mundu fram að næsta sólmánuði. Væru ein- hverjir, sem skorti fonsjá eða getu til að búast svo um að / Dagana 4.—5. maí 1923 var hið versta veður úti fyrir Vest t’jörðum. norðaustan ham- hleypu garður. Daginn. sem upp blés. voru þeir Hafnar- bræðut fjórit ^aman á sjó ú' uhdir Bríkum og á Stapamiði Þeir höfðu laat línuna en tókst að ná henni op komast land áður en ófært varð. Pegar á Á sandinum í Hornvík var gamalt skipsflak. Þar hafði skyttan stundum bækistöð sína og Ieit eftir ferðum rebba. Þegar legufærin hrukku í sundur, renndu skipverjar skútunni upp í fjöru. dygði, bjargaðist heimili þeirra af birgðum hinna, sem aflögu færir voru og fúsir að veita samjhjálp Á Höín í Hornvík bjuggu Betúel Betúelsson og Anna Jóna Guðmundsdóttir Þau óiu upp þar ellefu börn sín. Einn sonurinn, Sumarliði, yfirgaf síðastur ættleifð sína og hafði þá búið þar einn í nokkur ar. Annar sonur, Sölvi Betúelsson. fór síðastur allra burt frá Hornströndum, en hann bjó á Hesteyri. Sú jörð er árið 1706 talin 24 hundruð að dýrleika og sagt um hana meðal annars, „að skógur til kolagerðar og eldiviðar sé þar ennþá bjargleg ur“. Um vegi þar í byggð segir í sörnu heimild, að þeir séu hættusamir og að „innbyggj- ar líði margvíslega þörnun á sínu -bjangræði vegna vondra vega“. Þá segir einnig, að Bjarnarnes það, sem um getur hér að framan, sé eyðijörð og „brúka menn úr Strandasýslu og Grunnavík’Ursveit þar ver- stöðu á vorin.. Það brást aldrei matbjiirg í búi þeirra Hafnarhjóna, Önnu og Betúels, þótt marga þyrf'.i að seðja. Þaðan var líka stutt til fanga vor og sumar og þá ötullega að því unnið að safna forða til vetrariqs. Fiskur var venjulega nógur skammt uud an landi og gnægð af fugli o? eggjum í bjarginu. Sauðfé vai gagnsamt og því ætíð lagt mik ið af afurðum þess til heimilis. Það var ekki einhæf tæða, sem borin var á matborðið í Höfn á uppvaxtarárum Sumar liða Betúelssonar. Þeirra hluta vegna gat runnið mergur í bein systkinanna, þótt alin væru upp á útströndum. Ekki urðu umsvifin niinni eða tilburðir til öflunar þess. er heimilið þurfti með, þegar börnin komust á legg og gátu farið að taka virkan þátt í lífs- leiknum. Glíman við björgin, bratta fjallvegi og úfið úthaf, gair þeim lítinn kost á slæpings- hætti eða undanlátssemi. Ann að hvort var að duga og mæta án hiks því, sem yfir bygeð- ina gekk, hvort sem við.’aðt hlítt eða str'tt, ellegar þá láta hlut sinn og vera sfskiptur Einhverju smni á úthðandi vetri höfðu þrír bræður fra Höfn, Sumarliði, Vernharðut og Jón, farið út í Fljótavik að huga eftir tófu. Á leiðinni til þaka, slógiist í för mcð^. þeiih Jósef Hermannsson eg Jón Ó. Júlíusson frá Attastöð- um, Stefán Pétursson frá Pteka vík bak Höfn og Kristinn Grímsson fra Horni. Veðri var þannig háttað, að á var útsynningur, hvass með dimmum hríðaréljum, • stóð fannstrokan fram af brúnun- um og kyngdi niður í hlíðina, sem er mjög brött þarna. Harð- fenni var undir. Á þessum ilóð um er snjóflóðahætt, þegar fannir setur í brúnir og hilíð- ina ofarlega eins og nú var. Undir hlíðarfæti er hj®lli og eru brúnir hans þverhníftar i sjó fram en hallar inn að land inu. Þeir félagar, sjö saman, hálda út hlíðina eins ofarleg; og þeirn er unt, í því augna miði helzt að grafast síður und ir fönn ef snjóskriða félli, en það óttuðust þeir, því á bak við sig sáu þeir alftaf meiri og minni framh'.aup. Þeir bræð ur, Sumarliði og Jón, gengu fremstir og sóttu á brattann eftir því sem kostur var. Allt einu missir Sumarliði fót- anna, steypist á ftöfúðið og rennur undan brekkunni án þess að hann fái við neitt ráð- ið. Niðri í hrvo'lfinu ofan við hjallabrúnina stöðvast flóðið og var hann þá á kafi í fönn og mátti sig hvergi hræra. Hann hafði enniþá tak á göngu stafnum og byssan var bund- in upp á bakið. Suimartliði reynir nú að brjót ast um og tekst að lokum að brölta sivo, að sprunga kemur í snjódyngjuna og heppnaðist honum þá að rífa sig upp. Þeg- ar hann fer að svipast eftir félögum sínum, sér hann að eins einn þeirra uppistandandi efst í blíðinni og horfir yfir valinn. Skömmu síðar brýst Jón Betúelsson upp úr flóðinu og eru þeir bræður báðir ómeidd- ir. Sjá þeir þar nærri brodd á fótajárni standa upp úr fönn inni og grófu þar upp einn fé- laga sinna. hafði hann fengið blóðnasir en var að óðru leyti óskaddaður. Hinir, sem snjó- S'kriðan hafði fallið á, voru nokkru ot'ar og því minni fönn hlaðizt yfir þá, voru þeir því tiltölulega íítið dasaðir þegat þeir náðu sér upp. Þeir félag ar ráða nú ráðum sínum un hvað gera skuli. Jose‘ leggur til, að þeir tkri undan brekk unni og reyni að haida ferð inni áfram meðfram hlíðar fæti. Þessu andmælij Sumai liði, kveðst hann fús til að ganga á undan upp brekkuna og skuli hinir fylgja honum eftir. Þessum kosti hlita þeir Að nokkrum tíma liðnum komast þeir upp í Jörundar- skarð, er þar blár himinn og bezta veður. Ferðir sem þessi, voru at- gengar á Ströndum og hættur af skriðuföllum og snjóflóðum sifelH yfirvofandi, þega.” fólk lagði leið sína um þessar slóð- ir, ekiki sízt a vetrardegi og í vatnsveðrum haust og vor. Mörg eru dæmi um ai fiðleika og jafnvel aldurtila, en bó miklu sjaldnar en viö hefði mátt búast við þvílíkar aðstæð- ur eða landshætti. Aðvæzla oe varygð var orðin eðlisgróin eigind fólksins, en leitinni eft- ir lífsbjörg fylgdi þó alltaf nokkur áhætta, sem ekki var hægt að sniðganga. leið lcvöldið fóru fiskiskipin, sem verið höfðu að veiðum þar úti fyrir Ströndum að tínast inn á Hornvíkina, vörpuðu þar akkerum og hugðust liggja af' sér garðinn, þvi óf-ært var tal- ið að sigla vestur fyrir. Eftir því sem veðurhæðin óx og hafsjór varð meiri, ókyrrð- ist á höfninni. Legufæri M- kirkjunnar, svo hét ein skút- an, hrukku í sundur og renndu skipsverjar henni þá upp í fjöru. Cristíane frá Siglufirði, hin garníla hákarlaskúta Gránufé- lagsins var nú eign Hinna sam- einuðu íslenzíku verzlana. Hana rak upp í sand og einnig Björn inn frá ísafirði. Fjórða skipið, Róbert frá Akureyri, sökk og fórst af því einn maður, ailir aðrir Skipverjar björguðust. Cristíane og Björninn náð- ust út óskemmd, en Róbert og Fríkirkjan brotnuðu í spón. Nú gæti maður á'lyktað, að ekki hefði verið hægt um vik til mikiMar fyrirgreiðslu handa 40—50 skipbrotsmönnum, sem borizt hafði á við yztu strönd í einangraðri byggð. Þetta reyndist þó á annan veg. Skip- verjar allir voru færðir heitn að Höfn. Eftir að þurrkuð höfðu verið föt áhafnar Fri- kirkjunnar, lögðu þeir menn leið sína a.j Horni en eftir voru- 33 skipbrotsmenn, sem nutu fyrirgreiðsiu og aðhlynn- ingar hjá Hafnarfjölskyildunni. Þar var nóg af öllu svo ang- an þurfti neift að skorta. Heimamenn bjuggust um í hiöðu og léð’t rúm sín þeim skipverjum, sem vosbúðin hafði leifkið harðast. óveður þetta stóð í viku og þann tíma al'lan höfðust aðkomumenntrn ir við í Höfn. Af því sem þarna gerðist má ráða, að vel hefur verið í hag- inn búið á haustnóttum, þar sem á engu er þurrð a vor- dögum, þótt svo óvænt mann- fjölgun yrði á heimilinu. Þarna var ríkulega fyrir allri matbjörg séð, en peniag- ar voru ekki í bvers manas vasa. Verkalaun þeirra Hafnar bræðra voru fyrst og fremst goldin í fötum og fæði, ef beir vildu hafa eitthvað þar fram yfir, urðu þeir að vinna tí] sjálfir og þá helzt á þeim tíma. sem tóm gafst til frá störfum, sem sameiginlegar þarfir heimilisins kröfðu. Refaveiðar urðu þess vegna sú iðja, sem þeir tóku ser helzt fyrir hendur á vaturna begar tóm gafst til og veðrátta og aðrar ástæður leyfðu. Byss- an varð þtiir. því handhægt veiðivopn. rófuskinn voru i góðu verði og gaf þerra því drjúgan síilding. En eKkj var alltaf hlý'égt að liggja úti un. nætur og bíða eftir því, nö lágfóta kæmi niður að sjóntim i aetisleit. Á sandintim í Hornavík var gamalt skipsflak. Þar hafði skyttan stundum bækistóð sína og leit eftir ferðum rebba, einnig voru grafin byrgi í sand inn og hafzt þar við. Þannig lagði útstranda- búinn iðju sína og athafnir i samræmi við þau skilyrði sem byggð hans bauð og tókst i flestum tilfellum að skapa =ér lífsánægju akki minni en aðr- ir nutu þar sem bó sýndust fleiri leiðir til fagnaðar. Þessir fábrotn lífshættir með hægfara þróun frá áraskip um til vélbáta, torfbæjum til timbur eða steinihúsa, ruðn- ingi af verstu torfærum land- leiða og skipulögðum ferðum frá ísafirð: til Aðalvíkur og Hesteyrar. og til austm-stranda a.m.k. vor og haust. Fólkinu tannst nu hag sinum oetur borgið en aður og kveið ekki komandi jesi'.m Framhald á bæ. 43.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.