Tíminn - 24.12.1969, Qupperneq 58
58
TÍMINN - JÓLABLAÐ
Elías Þórarmsson:
Galdra
Loftur
1. í bernsku ég þótti bóka kær,
| blöðuni gulnuðum hélt mig nær,
J þá aðrir í starli stóðu.
En galdrarnir hugann gripu mest.
því Gottskálk biskup og Sæmund prest,
- óg greindi í myrkri móðu.
! 2. Og foreldrar minir ræddu þau ráð,
; hvað ráðlegast myndi í lengd og bráð
að gjöra við gripinn þann arna.
í Látum hann, sögðu þau, læra til prests,
! Loftur mun vafalaust fallinn til þess
! að gæta á jörðu guðs baima.
3. Ég fagnaði þessu og feginn naut
framtíðin opnaði glæsta braut,
! við Hóla var hugur minn bundinn.
Ég vissi að geyimd var þar gömul bók.
Gráskinna tiihlökkun mina jók,
loks rann upp stóra stundin.
4. Við námið ég skaraði fraun úr um flest
! í fræðunum gömlu, þó langt um mest
; og rúnirnar urðu mér yndi.
Ég naut þess að ráða hin römmu tákn,
sem reynzt höfðu fjöldanum ofurbákn.
Þá fannst mér allt leika í lyndi.
; 5. Svo fannst þeim ég rýninn og einsýnn um of
ég áminning hlaut fyrir daglegt lof,
sem áður við eyrun klingdi.
Og biskupinn sjálfur, hann bannaði þá,
! að bókina gömlu, ég fengi að sjá.
; Margur sig maðurinn signdi.
6. En kringum það bann ég fjölvís fór,
í fræðunum þeim varð minn andi stór
og meiri en margur hugði.
Ég skeytti því ekki um biskups bann,
í blóra við alla þann neista fann,
sem járninu deiga dugði.
! 7. Gráskinnu las ég, langs og þvers,
! lærði hvert einasta galdravers,
er ritað var rúnum á spjöldin.
Það gjörði mér kleift að greina og sjá
hið geigvæna afl, sem bak við lá
og mynnast við myrkravöldin.
8. Þroska ég náði við nám og starf,
sem náttúran hafði mér fært í arf,
! varð rýndur í fornum fræðum.
Nóttin mér fannst orðin nokkuð löng
að norpa við klerkannn messusöng
með ólgandi blóð i æðum.
9. Nóg var af stúlkum á staðnum hér,
stúlkum, sem flestar hugnuðust mér,
til leika á langri nóttu.
Ég ritaði fáeinar rúndr á blað
rúnunum valdi svo góðan stað, .
og til mín þær síðan sóttu.
10. Hver nótt leið í faðmlögum fram yfir jól
fátt gjörðist tíðinda á Hólastól,
vist minni vel þar undi.
Með vorinu skyldi ég vígður til prests,
vert, er að minnast og geta þess,
en yfir mig ólánið dundi.
11. Steinunn um nótf til mín grátin gekk,
svo glaður ég oft hennar notið fékk,
nú var hún niðurdregin.
Hún mælti: „Hvert lið verður, Loftur að þér?
ég lýsi þig föður að barni hjá mér.
Ó! fylgdu mér vinur veginn.“
12. Það var líkt og bjarg félli brjóst mitt á,
í bjarma frá kolunni hana ég sá,
svo umkomulausa og auma.
Nú átti minn frami að enda hér,
því ekkert gat bjargað sjálfum mér —
Hvað þá um djarfa drauma?
13. Heyrðu nú Steinka, ég mælti milt,
mundu það eitt að vera stillt,
og hafa ekki hátt um slysið.
Seinna finnum við sjálfsagt ráð,
sækjum það undir biskups náð,
farðu nú, fólkið er risið.
14. Ég hugleiddi vandann, en fékk ekki frið,
ég fann að hér þurfti ráða við,
sem entust, ef annað þryti.
Ein djöfulleg hug’sun í hugann fló
heimtáði burt mína sálarró,
í'ændi mig vilja og viti.
15. Við eyra mér hvíslaði ögrandi röcfc.
„Illa er sál þín á vegi stödd,
mundu eftir sæmdinni, maður.
Láttu ‘ana hverfa, víst áttu afl,
sem auðveldað getur þetta tafl,
og búinn er stúlkunni staður.“
16. Svo var það eitt kvöld, er burt hún bar
af borðum, þá máltíð lokið var,
en flestir farnir að sofa.
í göngunum opnuðust aðrar dyr,
sem enginn á Hólum þekkti fyrr.
Hún gekk inn í vegginn, sem vofa.
17. Veggurinn seig í sarna lag,
þar sást ekki misfella næsta dag.
Hann luktist um leyndarmálið.
En hafði ég sigrað, sé þess gætt
að sál minni virtist næsta hætt.
í helvíti beið mín bálið.
18. Fylgdi mér eftir það bölvun og böl,
biksvartar nætur, sem liðu í kvöl.
Gatan til glötunar skemmri.
Eitt var þó ráð, sem reyna bar
og réttlæta myndi igerðirnar,
að verða fjandanum fremri.
19. En til þess minn lærdómur lítið hrökk,
ég lengra í foraðið niður sökk,
og það gjörði dagana dimma.
Ég vissi að bókin, sem bjargað gat mér
var byrgð undir gólfinu á kórnum hér,
mð hliðina á Gottskálk grimma.
20. Ef næði ég henni, var unnið allt
uppskerugjaldið þúsundfalt,
hins vegar eilífur eldur.
Fataðist mér yrði fátt um náð
en fjandanum háður í lengd og bráð
og illsku hans ofurseldur.
21. Svo var það eitt kvöld, í kirkju ég gekk
og kúgaðan svein til liðs mér fékk,
í stöplinum bað ég hann bíða.
Næði ég bókinni biskupi f-rá
bendingu mína hann átti að sjá
og hringja án tafar til tíða.