Morgunblaðið - 17.04.2004, Qupperneq 4
FRÉTTIR
4 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Opið í dag frá kl. 12-16 og sunnudag frá kl. 13-16
Netsalan ehf.
„Alltaf með nýjungar!“ Aðeins það besta!
Knarrarvogi 4, 104 Reykjavík - Sími 517 0220 - www.netsalan.com
Legan 251, lágþekja Legan 410, háþekja
Munið Viking fellihýsin - landsins
langbesta verð 695.000
með bremsum.
Landsins mesta úrval af
húsbílum og hjólhýsum
SÝNUM Í DAG OG SUNNUDAG VINSÆLUSTU HÚSBÍLANA Á SÍÐASTA ÁRI
AÐEINS um þriðjungur af þeirri
spennu sem hlaðist hafði upp á Suð-
urlandi, frá jarðskjálftanum árið
1912, losnaði í jarðskjálftunum
tveimur sem riðu yfir í júní árið 2000.
Það er því von á fleiri stórum atburð-
um á svæðinu á næstu árum, ef
marka má sögulegar heimildir um
fyrri skjálftahrinur. Þetta var meðal
þess sem kom fram í erindi Þóru
Árnadóttur jarðeðlisfræðings á Nor-
rænu eldfjallastöðinni, á Raunvís-
indaþingi Háskóla Íslands í gær.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Þóra líklegt að orkan sem enn er í
berginu muni losna í skjálftum af
svipaðri stærðargráðu og þeim sem
urðu árið 2000. „Það sem er erfitt í
þessu er að við getum ekki ennþá
sagt til um hvar eða hvenær þessir
skjálftar verða. Við getum einungis
sagt að það séu ákveðnar líkur á að
þeir verði á einhverjum árafjölda,“
segir Þóra.
Suðurlandsskjálftar hafa yfirleitt
orðið á um 100 ára fresti. Þóra segir
að í skjálftahrinunni árið 1896 hafi
fimm skjálftar orðið á tveimur vikum
og síðan hafi komið skjálfti nokkuð
austar árið 1912. Mismunandi sé
hvort skjálftinn 1912 sé talinn til
1896-hrinunnar eða sem stakur at-
burður.
„Það má segja að á þessu tímabili
hafi losnað nokkurn veginn öll sú
orka sem var fyrir hendi í skorp-
unni,“ segir Þóra. Hún segir erfitt að
meta stærð skjálftanna mörgum ár-
um síðar, en fólk sé almennt sam-
mála um að öll spennan sem hafði
safnast upp hafi losnað úr læðingi,
bæði vegna þess að skjálftarnir voru
það margir og einnig þar sem allt
Suðurlandsbrotabeltið hafi farið af
stað.
Aftur á móti sé líklegt að ekki hafi
öll spennan sem hafði safnast upp í
þau 88 ár sem liðu frá skjálftanum
1912 losnað í skjálftunum tveimur
árið 2000. „Það er því líklegt að þetta
ferli sé ekki búið. Í þessari hrinu
núna urðu bæði færri og minni at-
burðir en á árunum 1896–1912.“
Þóra segir ómögulegt að segja til
um hvenær sú orka sem er í berginu
á Suðurlandi muni leysast úr læð-
ingi. „Orkan er fyrir hendi, en það
sem gerir þetta mjög erfitt er að við
skiljum spennuástandið í berginu
núna ekki nógu vel. Ef við vissum
hvaða misgengi er mjög nálægt því
að brotna væri mun auðveldara að
spá fyrir um hvar skjálftinn yrði,
þótt það yrði kannski erfiðara að
segja fyrir um hvenær. Sú þekking
er bara ekki til staðar enn þá,“ segir
hún.
Náið fylgst með svæðinu
Hún segir að mjög náið sé fylgst
með þessu svæði, m.a. til að reyna að
spá fyrir um skjálftavirkni. Skjálft-
arnir árið 2000 eru fyrstu stóru
skjálftarnir á þessu svæði sem raun-
vísindamenn hafa mælingar um og
segir hún allar þær upplýsingar sem
fengist hafa mjög mikilvægar.
„Strax eftir skjálftana árið 2000 fór-
um við og mældum mjög stórt net
landmælingapunkta á Suðurlandi.
Síðan hefur þetta net verið endur-
mælt á hverju ári, bæði til að fylgjast
með hreyfingum sem urðu í kjölfar
þessara skjálfta og eins til að sjá
hugsanlega einhverja fyrirboða
næstu hrinu eða næstu skjálfta.“ Þá
tekur Veðurstofan, Norræna eld-
fjallastöðin og fleiri þátt í stóru Evr-
ópuverkefni þar sem upplýsingarnar
sem fengust í skjálftunum árið 2000
eru notaðar til að reyna að skilja eðli
skjálftanna betur og reyna að sjá
fyrir skjálftavirkni í framtíðinni.
Búist við fleiri stórum
skjálftum á Suðurlandi
ÞJÓÐHAGSLEGUR ábati af jarð-
göngum milli lands og Vestmanna-
eyja eru rúmir 25 milljarðar að nú-
virði eða 30,3 milljarðar miðað við
sex ára framkvæmdatíma að því er
fram kemur í skýrslu Hagfræði-
stofnunar en hún var unnin fyrir
Ægisdyr, félag áhugafólks um bætt-
ar samgöngur milli lands og Eyja.
Skýrslan var kynnt á fundi með fjöl-
miðlamönnum í gær og segir Ingi
Sigurðsson, formaður samtakanna,
þessa niðurstöðu vera talsvert betri
en hann hafði þorað að vona. Jarð-
göng hljóti því að teljast álitlegur
kostur og því skylt að kanna hann
betur.
Kalla eftir frekari
rannsóknum
Ingi segir tilganginn með skýrsl-
unni ekki vera þann að kalla eftir því
að ráðist verði í jarðgangafram-
kvæmdir. „Það sem við vildum fyrst
og fremst sýna með þessari skýrslu
og annarri vinnu sem við höfum ver-
ið að vinna er það að við þurfum að
fara í frekari rannsóknir til að geta
raunverulega ákvarðað fram-
kvæmdakostnaðinn með meiri vitn-
eskju en við getum með þeirri vitn-
eskju sem við höfum í dag.“
Ingi segir einnig að skoða megi
málið frá öðrum sjónarhóli: ríkið
leggi nú þegar fram 433 milljónir ár-
lega miðað við 16 ára endurnýjunar-
tíma á ferju. Fyrir liggi að ný ferja
myndi kosta fjóra milljarða og rekst-
ur þess skips ásamt afborgunum af
fjárfestingunni yrði 600–700 milljón-
ir. „Við viljum tryggja það að rík-
isvaldið veiti áfram því fjármagni
sem það leggur til samgönguleið-
anna í dag og það fari inn í þessa
framkvæmd, hvort sem það eru 433
eða 600 milljónir, þ.e. að það verði
ekki meiri kostnaðarauki fyrir ríkið
en það er í dag. Ef göngin borga sig
upp á 50 árum er verið að tala um að
ríkið er komast út úr þessum rekstri
að þeim tíma liðnum. Það hlýtur að
vera keppikefli ríkisins að lágmarka
kostnaðinn á þessari samgönguleið,“
segir Ingi.
Aðspurður segist Ingi ekki getað
tjáð sig um kostn-
aðarmat Vega-
gerðarinnar upp
á 38 milljarða við
jarðgöngin þar
sem hann hafi
ekki séð þá
skýrslu enn. „En
auðvitað höfum
við reynt að miða
við það sem menn
þekkja varðandi kostnaðinn. Ef tek-
ið er mið af Hvalfjarðargöngunum,
sem er nærtækasta dæmið, var
kostnaður á kílómetra 800–900 millj-
ónir. Ef við heimfærum það upp á 18
km göng milli lands og Vestmanna-
eyja þá hljóðar það upp á 15 millj-
arða. Það er vitað að uppkoman
landmegin verður dýrari en almennt
gengur og gerist og við höfum sett á
það fimm milljarða og teljum okkur
vel rúma með þá tölu. Þarna erum
við komnir í 20 milljarða og við telj-
um það vera ákveðið viðmiðunar-
gildi. Að teknu tilliti til öryggis-
krafna o.fl. þátta geti þetta numið 25
milljörðum. Þannig að við teljum að
kostnaðurinn liggi einhvers staðar á
þessu bili. En við köllum eftir því að
fagaðilar klári þessar rannsóknir og
síðan kostnaðarmatið. Menn geta
aldrei ákvarðað kostnað nema menn
hafi fulla vitneskju um það sem á að
meta,“ segir Ingi.
Kostnaður vegna rannsókna
40 til 80 milljónir
Ingi Segir kostnað vegna nauð-
synlegra rannsókna í sumar muni
væntanlega vera 40–80 milljónir og
síðan yrðu gerðar áframhaldandi
rannsóknir á næsta ári. „En þær
yrðu ekki að veruleika nema þessar
rannsóknir í sumar myndu leiða það
í ljós að tilefni væri til þess að halda
áfram. Við erum að kalla eftir því að
það verði unninn allur sá faglegi
undirbúningur til þess að geta tekið
ákvörðun um það á árinu 2005 hvort
jarðgöngin séu virkilega raunhæfur
kostur í samanburði við nýja ferju,“
segir Ingi.
Umtalsverður ábati af göngum til Eyja
Jarðgöng hljóta
að teljast álit-
legur kostur
Áætlaður/26
Ingi Sigurðsson
„HÉR er stefnt saman besta
raunvísindafólki þessa lands að
bera saman bækur sínar, greina
frá niðurstöðum, leggja þær undir
mæliker annarra fræðimanna og
ræða næstu skref í rannsóknum,“
sagði Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir menntamálaráðherra þegar
hún setti Raunvísindaþing Há-
skóla Íslands í gær. Alls munu 240
manns, þar af um 60 nemendur,
eiga innlegg á þinginu, sem lýkur í
dag. Fyrirlestrar sem fluttir
verða eru 50 talsins og eru rann-
sóknir kynntar á 100 veggspjöld-
um.
„Efni þingsins staðfestir að hér
eru stundaðar öflugar rannsóknir
í raunvísindum, en reyndar einnig
á öðrum sviðum. Þær eru stund-
aðar af fólki sem hefur numið við
helstu menntastofnanir landsins,
lagt land undir fót og bætt við
góða undirstöðu með því að
stunda fræði sín við margar bestu
mennta- og rannsóknarstofnanir
sem völ er á,“ sagði ráðherra enn
fremur.
Að þinginu standa Raunvís-
indadeild HÍ, Líffræðistofnun,
Raunvísindastofnun og Norræna
eldfjallastöðin. Þar er sagt frá
rannsóknum á sviðum raunvísinda
en hliðstæð þing hafa verið haldin
í öðrum deildum Háskólans og er
stefnt að því að þetta þing marki
upphaf að reglulegri kynningu á
raunvísindum innan Háskóla Ís-
lands, að því er fram kemur í
fréttatilkynningu frá skólanum.
Aðgangur að þinginu er öllum
opinn og ókeypis. Fyrirlestrar eru
í Öskju, nýju náttúrufræðahúsi
Háskólans og Norræna húsinu.
Dagskráin hefst klukkan 9 í dag
og stendur til 17.30. Dagskrá
þingsins má finna á háskólavefn-
um www.hi.is.
240 manns eiga innlegg á Raun-
vísindaþingi HÍ sem lýkur í dag
Staðfestir öflugar
rannsóknir í
raunvísindum
LOKIÐ er malbikun nýrrar akrein-
ar Reykjarnesbrautarinnar sem
lögð hefur verið frá bæjarmörkum
Hafnarfjarðar og upp á Strandar-
heiði. Frágangur er eftir og vilja
verktakarnir hraða skilum á verk-
inu þannig að hægt verði að hleypa
umferð á tvíbreiða brautina 1. júlí
næstkomandi sem er talsvert fyrr
en um hefur verið samið.
Malbiksendarnir náðu saman í
gær og af því tilefni mætti Steinþór
Jónsson, formaður áhugahóps um
örugga Reykjanesbraut, á svæðið
til að fanga áfanganum og brýna
stjórnvöld til að halda verkinu
áfram.
Verktakarnir Háfell, Jarðvélar
og Eykt hafa samkvæmt verksamn-
ingi frest til 1. desember til að ljúka
verkinu. Þeir hafa frá upphafi ein-
sett sér að skila veginum 1. október
og fá með því álagsgreiðslur, svo-
kallað flýtifé. Verkið hefur gengið
enn betur en reiknað var með og
eru þeir nú reiðubúnir að skila veg-
inum fullfrágengnum 1. júlí næst-
komandi og hafa gert Vegagerð-
inni tilboð um að það gegn því að fá
um 15 milljóna króna greiðslu til að
standa undir aukakostnaði þess
vegna. Steinþór Jónsson segir að
áhugahópurinn styðji það, enda
hafi þeir staðið sig frábærlega vel,
og hafi fengist jákvæð viðbrögð við
því.
Jafnframt segir Steinþór að það
sé sorglegt að verkið skuli stöðvast
nú þegar það er um það bil hálfnað
þar sem ekki séu fjárveitingar til að
halda áfram með veginn alla leið til
Reykjanesbæjar. Slysahættan sé
áfram mikil, meðal annars vegna
tenginga við nýja veginn. Segist
hann ekki trúa öðru en að stjórn-
völd muni sjá til þess að hægt verði
að fagna vígslu þessa kafla með það
fyrir augum að lok verksins verði í
augsýn.
Ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson
Unnið við frágang á meðan lokið var við að malbika síðustu metra nýrrar Reykjanesbrautar.
Malbikun nýrrar akreinar Reykjanesbrautar lokið
Vilja opna fyrsta júlí