Morgunblaðið - 17.04.2004, Side 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Mikið úrval - Gott verð
10% afsláttur m.v. staðgreiðslu
RAÐGREIÐSLUR
á handhnýttum, austurlenskum gæðateppum
á Grand Hóteli, Sigtúni, Reykjavík
Sölusýning
Í dag, laugardag 17. apríl, kl. 12-19 og
á morgun, sunnudag 18. apríl, kl. 13-19
Sími 861 4883
Töfrateppið
Munið þið svo bara að halda fast í bandið.
Alþjóðlegur dagur ITC er í dag
Sjálfsnám og
sjálfsstyrking
Samtökin ITC, semforðum hétu á Ís-landi Málfreyjur,
eru enn við lýði og vel það
og í dag er alþjóðadagur
ITC og verður haldinn há-
tíðlegur á Íslandi sem
annars staðar. Morgun-
blaðið ræddi við Ingi-
björgu Vigfúsdóttur, for-
mann ITC á Íslandi.
– Segðu okkur fyrst
eitthvað um ITC, sögu
þess, tilgang og áherslur?
„ITC samtökin voru
fyrst stofnuð í Banda-
ríkjunum árið 1938, og
hétu þá International
Toastmistress Clubs. Þau
voru þá eingöngu opin
konum. Árið 1975 var lög-
um samtakanna breytt og
þau gerð opin bæði körl-
um og konum. Nafnið breyttist í
framhaldi af því í International
Training in Communication. Þau
starfa nú í fimm heimsálfum. Til-
gangur ITC-samtakanna er
sjálfsnám og sjálfsstyrking með
áherslu á þjálfun í ræðumennsku,
fundarstörfum, nefndarstörfum
og mannlegum samskiptum.
Stefna samtakanna er að efla
frjálsar og opinskáar umræður
og lögð er áhersla á hlutleysi.“
– Hvað um ITC á Íslandi, sögu
þess, styrk og starfsemi?
„ITC-samtök voru stofnuð á
Íslandi, nánar tiltekið í Keflavík,
fyrir tæpum þrjátíu árum og
hétu þá Málfreyjur. Eftir nafn-
breytinguna erlendis er notað
nafnið ITC – þjálfun í samskipt-
um. Mikill vöxtur var í starfi
samtakanna fyrstu tíu árin, og
voru félagar á sjöunda hundrað
þegar flest var, víðs vegar um
landið. Í dag eru félagar um 150
talsins, og starfa í 10 deildum,
þar af eru 7 á höfuðborgarsvæð-
inu, 2 fyrir austan fjall og ein í
Þingeyjarsýslu, Húsavík og ná-
grenni.
Deildirnar starfa yfir veturinn,
frá september fram í maílok.
Fundir eru haldnir tvisvar í mán-
uði, og miðast dagskrá þeirra við
að sem flestir félaga fái þjálfun í
að flytja mál sitt fyrir framan
hóp og taka þátt í fundarsköpum
á formlegan hátt.“
– Hvað er um alþjóðadag ITC
að segja … tilgangur og áherslur
á þeim degi?
„Alþjóðlegur dagur ITC er að
þessu sinni í dag, hinn 17. apríl.
Þá sameinast ITC-félagar um all-
an heim um að efna til dagskrár
til kynningar á samtökunum. Það
getur verið gert með ýmsu móti,
sums staðar eru settar á fót
ræðukeppnir, en annars staðar
opnir fundir.“
– Hvernig heldur ITC á Ís-
landi upp á slíkan dag?
„ITC-deildin Fífa í Kópavogi
mun halda til í Smáralindinni á
laugardaginn. Þar munu félagar
leitast við að kynna deildarstarfið
og hafa gaman af í leiðinni.“
– Hvað er helst á döfinni hjá
ITC á Íslandi nú um stundir?
„Innan samtakanna
hefur í gegnum tíðina
verið gefið mikið út af
hvers kyns námsefni
sem nýst hefur fé-
lögum til undirbúnings
verkefna. Í vetur hef-
ur landstjórn látið þýða nýtt efni
sem gefið var út síðasta sumar. Í
undirbúningi eru nýjar áherslur í
starfi samtakanna og vonir
standa til að í haust
verði farið af stað með sex
mánaða námskeið. Á því verður
lögð áhersla á ímynd, raddbeit-
ingu og líkamstjáningu.
Það sem ber hæst í starfi ITC
þessa dagana er undirbúningur
árlegs landsþings.“
– Segðu okkur nánar frá
Landsþinginu …
„Landsþingið verður haldið á
Hótel Heklu á Skeiðum. Þar
verður unnið með nýja námsefn-
ið, PowerTalk, eða Eflumst af
orði og farið verður í saumana á
ímynd fólks, hverjar eru hug-
myndir um eigin ímynd og ann-
arra.
Svo verða auðvitað hefðbundin
þingstörf, kosin ný stjórn og síð-
ast en ekki síst ræktuð vináttu-
böndin. Með þátttöku í starfi ITC
fæst ekki aðeins aukinn innri
styrkur hvers einstaklings við
þjálfun, heldur fylgir líka með sá
ávinningur sem fylgir öllu fé-
lagsstarfi, vinsamleg tengsl við
annað fólk.“
– Hvers vegna fækkaði svo
mjög í félaginu, úr 700 í 150?
„ITC-samtökin voru stofnuð á
Íslandi á tímabili, þegar umræð-
an í þjóðfélaginu snerist mjög um
aukna menntun kvenna og þátt-
töku þeirra í þjóðfélaginu utan
veggja heimilisins. Jafnréttisbar-
áttan var mjög áberandi í fjöl-
miðlum, minna má á kvennafrí-
daginn sællar minningar, sama
ár og samtökin eru stofnuð. Ekki
er að efa, að ITC-samtökin hafa
náð til sín hluta af þessari bylgju
sem segja má að hafi risið þá.
Nú eru breyttir tímar, þó að
þeir sem starfa innan ITC séu
þess fullvissir að ekki sé minni
þörf fyrir vettvang til eflingar
eigin styrk, jafnvel meiri nú, þeg-
ar atvinnuumhverfið gerir sífellt
meiri kröfur til færni í samskipt-
um.“
– ITC á Íslandi eftir
tíu ár?
„Ég sé fyrir mér
ITC á Íslandi stærri,
öflugri og enn þá
skemmtilegri eftir tíu
ár. Forseti alþjóðasamtaka ITC,
Wilna Wilkinson orðaði þetta
þannig á heimsþingi í Suður-Afr-
íku síðasta sumar: „Innan fárra
ára hrinda Sameinuðu þjóðirnar í
framkvæmd alþjóðlegu sam-
skiptaári. ITC-samtökin verða
fengin til að sjá um framkvæmd-
ina!“ Ég ætla að verða með í
því.“
Ingibjörg Vigfúsdóttir
Ingibjörg Vigfúsdóttir er fædd
í Seljatungu í Gaulverjabæj-
arhreppi árið 1956.
Útgerðartæknir frá Tækniskóla
Íslands árið 1984. Starfaði við
verslun og fiskvinnslu
á Eyrarbakka til ársins 1983,
hefur starfað í bókhaldi hjá
Granda hf. frá árinu 1985. Félagi
í ITC-samtökunum frá 1992 og
gegnir embætti forseta á þessu
starfsári. Á eina dóttur, Höllu,
hún er búsett í Stokkhólmi.
Sífellt meiri
kröfur til
færni í sam-
skiptum
SVEITARSTJÓRNIN í Blá-
skógabyggð og Grímsnes- og
Grafningshreppi leggur til við
ríkið makaskipti á Skjaldbreið og
Kaldárhöfða, og telur sveitar-
stjórnin að með þeim skiptum
muni ríkja sátt um legu Gjá-
bakkavegar.
Á fundi sveitarstjórnarinnar
var samþykkt að óska eftir við-
ræðum við forsætisráðuneyti um
skipti á landi, en undanfarið hef-
ur verið deilt um legu Gjábakka-
vegar. Í þeirri deilu hefur sveit-
arstjórnin lagt áherslu á að
svokölluð leið 12 með tengingu
við Þingvallaveg við Gjábakka
verði fyrir valinu, en Þingvalla-
nefnd hefur hafnað því þar sem
sú leið fer inn fyrir mörk Gjá-
bakkalands, að því er fram kemur
í tilkynningu frá sveitarstjórn-
inni.
Gjábakkaland hefur verið kynnt
sem hluti af Þingvallaþjóðgarði í
umsókn ríkisstjórnarinnar til
UNESCO um upptöku Þingvalla á
heimsminjaskrá. Í þeirri umsókn er
ekki getið um fyrirhugaða fram-
kvæmd Gjábakkavegar, og því telur
Þingvallanefnd að vegur um Gjá-
bakka myndi setja umsóknina í
uppnám.
Í tillögu sveitarstjórnarinnar seg-
ir að ef umrædd makaskipti á landi
verði að veruleika myndi vegur um
Gjábakka ekki valda vandkvæðum,
heldur mætti tilkynna stærri og
glæsilegri þjóðgarð til UNESCO en
núverandi frumvarp gerir ráð fyrir.
Telur sveitarstjórnin að landskiptin
muni verða umsókninni til
UNESCO til framdráttar, auk þess
sem með því næðist samstaða um
hagkvæmara og öruggara vegar-
stæði.
Vilja skipta á landi
við Þingvelli
NÆR allir 10. bekkingar ætla
að þreyta samræmd próf í ís-
lensku, stærðfræði og ensku.
Alls eru rúmlega 4.600 nem-
endur í 10. bekk og að sögn
Finnboga Gunnarssonar hjá
Námsmatsstofnun hafa um
96% 10. bekkinga skráð sig í
samræmd próf í þessum þrem-
ur greinum.
Nemendur þurfa að þreyta
fjögur samræmd próf af sex.
Finnbogi segir í kringum
82% nemenda munu þreyta
próf í dönsku. Hann segir
fæsta vilja taka próf í nátt-
úrufræði og samfélagsfræði en
um 60% nemenda eru skráð í
þau próf.
Flestir í
íslensku,
stærðfræði
og ensku