Morgunblaðið - 17.04.2004, Síða 10
FRÉTTIR
10 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
JÓN Kristinn Haf-
stein tannlæknir lést á
Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi í Fossvogi
þann 16. apríl síðast-
liðinn, 87 ára að aldri.
Jón fæddist 23. janúar
1917 á Akureyri, sonur
hjónanna Jóhannesar
Júlíusar Havsteen,
sýslumanns á Húsa-
vík, og Þórunnar Jóns-
dóttur Havsteen hús-
móður.
Jón varð stúdent frá
Menntaskólanum í
Reykjavík 1939, lauk
tannlæknaprófi frá Tufts Univers-
ity í Boston 1944 og starfaði sem
aðstoðartannlæknir í Massachusett
1944-46. Hann fékk tannlækninga-
leyfi á Íslandi 1946 og rak sína eigin
stofu 1946-91.
Jón gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir tannlækna, hann var
ritari Tannlæknafélags Íslands frá
1953-56, var í taxta-
nefnd Tannlækna-
félags Íslands 1952-59,
í gerðardómi Tann-
læknafélags Íslands
1957-67, varafulltrúi
Tannlæknafélags Ís-
lands hjá Bandalagi
háskólamenntaðra
manna 1959-62 og for-
maður stjórnar Dent-
alíu 1961-73. Hann var
gjaldkeri Lions-
klúbbsins Þórs í
Reykjavík um tíma og
var um tíu ára skeið
styrktarmeðlimur Al-
þjóðasamtaka tannlækna.
Jón kvæntist Ingibjörgu Þor-
láksdóttur Bjarnar 26. nóvember
1944 og áttu þau eina dóttur, Þór-
unni. Ingibjörg lést árið 1959. Jón
giftist Sigrúnu Kristínu Tryggva-
dóttur 14. september 1964, og áttu
þau tvö börn, Tryggva og Kristínu
Ástu.
Andlát
JÓN KRISTINN
HAFSTEIN
„HROKI og vankunnátta hæstvirtra
forsætisráðherra og dómsmálaráð-
herra á jafnréttislögum er hróp-
andi,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir,
þingmaður Samfylkingarinnar, á Al-
þingi í gær, þegar rætt var utan dag-
skrár álit kærunefndar jafnréttis-
mála um skipan hæstaréttardómara
og viðbrögð dómsmálaráðherra,
Björns Bjarnasonar, við því. Vísaði
Jóhanna þarna til orða Björns um að
jafnréttislögin væru barn síns tíma,
en Davíð Oddsson forsætisráðherra
hefur í fjölmiðlum tekið í sama
streng. Þingmenn Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs og Frjáls-
lynda flokksins, auka annarra þing-
manna Samfylkingarinnar, tóku
undir þessa gagnrýni Jóhönnu.
Dómsmálaráðherra vísaði henni hins
vegar á bug. Birkir J. Jónsson, þing-
maður Framsóknarflokksins, tók
ekki beinlínis afstöðu til ummæla
ráðherra í ræðu sinni, en tók þó fram
að nauðsynlegt væri að styðjast við
jafnréttisáætlanir og jafnréttislög.
Tilefni umræddra orða Björns
Bjarnasonar var það álit kærunefnd-
ar jafnréttismála að hann hefði brot-
ið gegn lögum um jafna stöðu og
jafnan rétt kvenna og karla með
skipun Ólafs Barkar Þorvaldssonar
dómstjóra í embætti hæstaréttar-
dómara. Björn vísaði því á bug í um-
ræðunni í gær að hann hefði brotið
jafnréttislögin. „Ég hafna því að ég
hafi brotið jafnréttislögin. Ég byggði
tillögu mína um skipan í embætti
hæstaréttardómara á lögmætum og
málefnalegum sjónarmiðum enda tel
ég þann sem skipaður var hæfastan
umsækjenda til þess að gegna emb-
ættinu með hliðsjón af þeim sjónar-
miðum. Mörg fordæmi eru því til
staðfestingar að ráðherra hafi meira
svigrúm til töku málefnalegra
ákvarðana við stöðuveitingu en
kærunefnd jafnréttismála telur í
þessu máli,“ sagði hann.
Í lok umræðunnar sagði hann að
ekkert nýtt hefði komið fram í henni
annað en upphrópanir og ásakanir í
sinn garð. „Þó að kærunefnd jafn-
réttismála sé lögbundin nefnd eru
orð hennar ekki lög.“
Látnir fjúka í öðrum löndum
Jóhanna var ekki á sama máli og
sagði að hjá öðrum lýðræðisþjóðum
hefði ráðherra verið látinn fjúka sem
bryti svo gróflega lög og reglur. „En
hér á landi er allt leyfilegt hjá ráð-
herrum og þeir komast upp með allt.
Ef ráðherrar eru ósáttir við lög eiga
lögin bara að víkja en ekki þeir að
þeirra mati,“ sagði hún. „Hæstvirt-
um ráðherra hefur verið tíðrætt um
að verið sé að binda hendur hans
sem veitingarvaldshafa, en hann lifir
í þeim gamla tíma að hann hafi ótak-
markað svigrúm til að velja á milli
umsækjenda að eigin geðþótta.
Hæstvirtur ráðherra lítur gersam-
lega framhjá því að svigrúm hans
takmarkast við ákvæði jafnréttis-
laga, jafnréttisákvæði stjórnarskrár
og stjórnsýslulaga og þá grundvall-
arreglu í stjórnsýslurétti að velja
þann sem hæfastur er á grundvelli
málefnalegra sjónarmiða sem dóms-
venjur byggja á.“ Bætti hún því síð-
ar við að viðhorf dómsmálaráðherra
og forsætisráðherra til jafnréttis-
laga væru áfall fyrir jafnréttisbar-
áttuna og lítilsvirðing við þjóð sem
kenndi sig við jafnrétti og mannrétt-
indi.
Kolbrún Halldórsdóttir, þingmað-
ur Vinstri grænna, tók undir með Jó-
hönnu og sagði jafnframt að tilgang-
ur jafnréttislaganna væri að breyta
þeim veruleika sem við búum við um
þessar mundir.
Birkir J. Jónsson, þingmaður
Framsóknarflokks, sagði að jafn-
réttislögin væru góð og markmið
þeirra göfug. „Og okkur ber að halda
áfram á þeirri braut að auka jafn-
rétti kynjanna.“ Hann sagði að enn
væri nokkuð langt í land að við næð-
um jafnrétti kynjanna. „Við hljótum
öll að vera sammála um að óskandi
væri að ekki væri þörf fyrir sérstak-
ar jafnréttisáætlanir eða jafnréttis-
lög í landinu. Staðreyndirnar tala
hins vegar sínu máli. Við þurfum að
styðjast við jafnréttislög og jafnrétt-
isáætlanir og fara eftir þeim. Já-
kvæð mismunun er mikilvægt verk-
færi til þess að breyta því þjóðfélagi
sem við lifum í í átt til þjóðfélags þar
sem jafnrétti ríkir, þar sem konur og
karlar hafa sömu tækifærin.“
Gunnar Örlygsson, þingmaður
Frjálslynda flokksins, hóf ræðu sína
á þessum orðum: „Herra forseti. Ár-
ið 1999 braut ég lög sem heyra undir
fiskveiðistjórnarlög. Ég var og er
enn algerlega á móti þeim lögum eða
þeim hroðalega lagabálki sem fisk-
veiðistjórnarlögin eru. Engu að síð-
ur gerði ég mér grein fyrir því að ég
væri að brjóta lög og ég viðurkenndi
brotið.“ Hann bætti því við að hann
væri undrandi á því að dómsmála-
ráðherra viðurkenndi ekki sín af-
glöp. Sagði hann ráðherra greinilega
á miklum villigötum. „Enginn er haf-
inn yfir lög í landinu, hvorki hæst-
virtur dómsmálaráðherra né sá sem
hér stendur.“
Ágúst barn síns tíma
Ágúst Ólafur Ágústsson, þing-
maður Samfylkingarinnar, sagði að
viðbrögð dómsmálaráðherra í þessu
máli hefðu verið með ólíkindum.
„Hæstvirtur dómsmálaráðherra er
skólabókardæmi um valdhroka og
skólabókardæmi um mann sem hef-
ur verið of lengi við völd.“
Halldór Blöndal, þingmaður Sjálf-
stæðisflokks, var næstur í pontu og
sagði: „Herra forseti. Háttvirtur
þingmaður Ágúst Ólafur Ágústsson
er barn síns tíma.“ Síðan sagði hann:
„Skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar
í stöðu dómara við Hæstarétt var
rétt og eðlileg. Við skipan hæstarétt-
ardómara verður jafnan að hafa í
huga hverjir sitja fyrir í réttinum,
hvort rétt sé að styrkja sérstaklega
eitthvert tiltekið svið lögfræðinnar
sem mikið reynir á einmitt nú á
þeirri stundu og í fyrirsjáanlegri
framtíð. Eins og á stendur er ég
sammála hæstvirtum dómsmálaráð-
herra um að það var heppilegast að
inn í Hæstarétt kæmi maður með
meistarapróf í Evrópurétti og í sam-
keppnisrétti eins og Ólafur Börkur
Þorvaldsson hefur. Það þarf ekki að
fletta þingtíðindum eða dagblöðum
lengi til þess að sækja rökstuðning-
inn. Ég minni á mál olíufélaganna og
hringamyndanir á smásölumarkaði
og harma með hvílíkri léttúð hátt-
virtir þingmenn Jóhanna Sigurðar-
dóttir og Birkir J. Jónsson hafa tekið
á þeim þætti málsins.“
Halldór sagði það óheppilegt að
hafa alla hæstaréttardómara úr
sama aldurshópnum. Auk þess
mætti rétturinn ekki eldast um of.
„Nú er meðalaldur hæstaréttardóm-
ara 59 ár en þeir mega hverfa úr
starfi 65 ára á fullum launum. Með
skipan Hjördísar Hákonardóttur í
réttinn hefði meðalaldurinn enn
hækkað en á hinn bóginn er Ólafur
Börkur Þorvaldsson fulltrúi nýrrar
kynslóðar, aðeins 42 ára gamall.“
Steingrímur J. Sigfússon, þing-
maður Vinstri grænna, sagði að það
þyrfti að styrkja jafnréttislögin enn
frekar og Sigurjón Þórðarson, þing-
maður Frjálslynda flokksins, sagði
að stjórnvöld ættu að „vera leiðandi í
jafnréttisþróun,“ eins og hann orðaði
það. „Því er mjög alvarlegt að sjálfur
dómsmálaráðherra landsins vanvirði
jafnréttislög sem hann setti sjálfur.“
Bryndís Hlöðversdóttir, þingmað-
ur Samfylkingarinnar, kvaðst sam-
mála Halldóri Blöndal, um að Hæsti-
réttur ætti ekki að vera klúbbur
einsleitra einstaklinga og bætti við:
„Kannski er kominn tími til að skipa
þar sérfræðing í jafnréttislögum.“
Utandagskrárumræða á Alþingi um álit kærunefndar jafnréttismála
Þingmenn ræddu jafnréttislög á Alþingi
í gær, en tilefnið var ummæli dómsmála-
ráðherra um að þau séu barn síns tíma.
Þingmenn stjórnarandstöðu
gagnrýndu þau ummæli harðlega. Jóhanna
Sigurðardóttir
MARTY Linsky, kennari við Har-
vard háskóla, J.F. Kennedy School
of Government í Bandaríkjunum,
mun halda námskeið í Háskóla Ís-
lands um forystuhlutverk stjórn-
enda í opinberum rekstri. Er það
ætlað stjórnendum í rekstri ríkis
og sveitarfélaga og stjórnmála-
mönnum. Hefur Linsky áður kom-
ið hingað til lands til að halda
námskeið um þetta sama umfjöll-
unarefni.
Námskeiðið er haldið á vegum
Endurmenntunar Háskóla Íslands
í samstarfi við Stofnun stjórn-
sýslufræða og stjórnmála og IMG
Deloitte. Námskeiðið fer fram 3.
og 4. maí og er síðasti skráning-
ardagur 19. apríl hjá Endurmennt-
un HÍ.
Í frétt frá aðstandendum nám-
skeiðsins segir m.a. að stjórnend-
um í opinberum rekstri sé í vax-
andi mæli ætlað að taka forystu á
málasviðum sínum, bæði gagnvart
starfsfólki og almenningi, svo og
hagsmunahópum og fjölmiðlum.
„Þeir verða að hafa sýn á framtíð-
ina, geta miðlað
þeirri sýn og
leitt þær breyt-
ingar á starfs-
háttum sem hún
krefst,“ segir
m.a. og að þessi
þáttur krefjist
annarra vinnu-
bragða en hefð-
bundin embætt-
isstörf kröfðust.
Á námskeiðinu er fjallað um eðli
forystuhlutverksins, hvað geri það
vandasamt og áhættusamt og
hvaða þekking sé skilyrði þess að
ná árangri. Kynntar verða aðferðir
til að greina aðstæður þar sem
reynir á forystuhæfileika og að-
ferðir til að takast á við and-
streymi „en hafa samt áhrif, „lifa
af“ og koma heill úr út slíkum að-
stæðum, sem allir forystumenn
glíma við fyrr eða síðar,“ segir
einnig í fréttatilkynningunni. Síð-
astliðið haust sóttu tæplega sextíu
stjórnendur og stjórnmálamenn
námskeið Linskys.
Námskeið um stjórn
í opinberum rekstri
Marty Linsky
Björn
Bjarnason
Ráðherra sakaður um hroka
og brot á jafnréttislögunum
JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra mælti á Alþingi í gær fyrir
frumvarpi til laga um breytingu á
lyfjalögum, en í frumvarpinu er m.a.
lagt til að lyfjaverðsnefnd og
greiðsluþátttökunefnd verði samein-
aðar í svonefnda lyfjagreiðslunefnd.
„Markmiðið með þessum breyting-
um er að sameina verkefni og fækka
aðilum sem fjalla um verðákvarðanir
lyfja og auka með því samhæfingu
þeirra og skilvirkni með það fyrir
augum að betri heildarsýn fáist í
þessum málaflokki,“ sagði ráðherra.
Lyfjaverðsnefnd hefur hingað til
ákvarðað hámarksverð lyfja en
greiðsluþátttökunefnd hefur ákveðið
greiðsluþátttöku almannatrygginga
í nýjum lyfjum. „Hin nýja nefnd mun
fjalla um verð allra lyfseðilsskyldra
lyfja, greiðsluþátttöku almanna-
trygginga í lyfjakostnaði og
greiðsluþátttökuverð,“ sagði Jón.
Frumvarpið hækki kostnað
Jón Gunnarsson og Ágúst Ólafur
Ágústsson, þingmenn Samfylkingar-
innar, voru einu þingmennirnir sem
þátt tóku í umræðunni eftir fram-
sögu ráðherra. Sögðu þeir báðir mik-
ilvægt að ná niður lyfjakostnaði.
„Hið opinbera verður að finna leiðir
til að ná þeim kostnaði niður,“ sagði
Ágúst. Lyf væru iðulega nauðsynja-
vara sem viðkomandi einstaklingar
þyrftu einfaldlega á að halda. Jón og
Ágúst fóru í ræðum sínum yfir ein-
stök ákvæði frumvarpsins og sögð-
ust þeir hafa áhyggjur af því að
frumvarpið myndi ekki lækka lyfja-
kostnað heldur hækka. Gerðu þeir
ákvæði sem fjalla um samhliða inn-
flutning á lyfjum m.a. að umtalsefni í
því sambandi, en með samhliða inn-
flutningi er átt við innflutning lyfja á
vegum annarra en umboðsaðila.
Ágúst benti m.a. á að í tíundu
grein frumvarpsins segði að þegar
um samhliða innflutt lyf væri að
ræða skyldi lyfjagreiðslunefnd hafa
hliðsjón af verði þess í útflutnings-
landinu við verðákvörðun sína. „Það
er hugsanlegt,“ sagði Ágúst, „að
ávinningur af samhliða innflutningi
geti horfið sé litið á verð í útflutn-
ingslandinu.“
Jón Kristjánsson sagðist ekki
túlka þetta umrædda ákvæði á þenn-
an veg, heldur þannig að innflutn-
ingsaðilar hafi vilja til þess að lækka
lyfjareikning landsmanna og því
hljóti þeir að hafa hvata til þess að
reka samkeppni og selja ódýr lyf.
Mark-
miðið að
lækka
kostnað
KOSTNAÐUR Tryggingamiðstöðv-
arinnar vegna strands fjölveiðiskips-
ins Baldvins Þorsteinssonar EA í
Meðallandsfjörum 9. mars sl. er
áætlaður 180 milljónir króna sam-
kvæmt upplýsingum frá TM.
Að sögn Gunnars Felixsonar, for-
stjóra Tryggingamiðstöðvarinnar,
nemur björgunarkostnaður 90 millj-
ónum og kostnaður vegna tjóns á
skipi, afla og veiðarfærum 90 millj-
ónum.
Tryggingamiðstöðin tryggir rúm-
lega helming fiskiskipaflota lands-
manna,
þar af 5-6 skip af svipaðri stærð og
fjölveiðiskipið Baldvin Þorsteinsson.
Skipið er sem stendur í Noregi og
standa vonir til að viðgerð á því ljúki
í dag.
Strand Baldvins
Þorsteinssonar EA
Áætlaður
kostnaður
180 millj-
ónir króna