Morgunblaðið - 17.04.2004, Síða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 11
FISKAFLI landsmanna í mars
2004 var 264.421 tonn sem er 79
þúsund tonnum meiri afli en í mars
2003. Loðnuaflinn í nýliðnum mars
var 77 þúsund tonnum meiri en í
mars 2003, að því er fram kemur í
tölum frá Fiskistofu. Milli mars-
mánaða 2003 og 2004 jókst verð-
mæti fiskaflans, á föstu verði (SDR)
ársins 2002, um 18,6% og það sem af
er árinu 2004 hefur það aukist um
7,3% miðað við árið 2003, sam-
kvæmt útreikningum Hagstofu Ís-
lands.
Þorskafli innan lögsögu í mars
2004 var 33.042 tonn sem er tæp-
lega fimm þúsund tonnum meiri afli
en í mars í fyrra sem er ríflega 16%
aukning. Afli í ýsu í mars var með
miklum ágætum eða 10.146 tonn en
það er tvöfalt meiri afli en í mars í
fyrra. Afli annarra botnfisktegunda
var áþekkur og í fyrra. Alls var
botnfiskaflinn 65.296 tonn í mars
2004, sem er rúmlega sjö þúsund
tonnum meiri afli en í mars 2003.
Mikill loðnuafli var fyrstu tvær
vikur mars og var það eini tíminn á
vertíðinni sem kallast má „kraft-
veiði“ en venjulega er hámark veið-
anna í þrjár til fjórar vikur frá og
með annarri viku febrúar. Í kjölfar
brælu um miðjan mars dapraðist
veiðin og loðnuveiðum lauk fljótlega
eftir það.
Rækjuafli var slakur í mars og
engin hörpudiskveiði vegna veiði-
banns.
Minni ársafli
Heildaraflinn janúar – mars 2004
var 639 þúsund tonn en var 730 þús-
und tonn á sama tíma í fyrra. Það er
91 þúsund tonna samdráttur í afla
milli ára. Skýrist minni ársafli af
minni loðnuafla janúar – mars sem
dróst saman milli ára um 104 þús-
und tonn.
Vegna mikils afla gengur nú hratt
á aflaheimildir í þorski, ýsu og ufsa,
en aflaheimildir í þessum tegundum
voru auknar verulega frá fyrra fisk-
veiðiári. Eftirstöðvar aflaheimilda í
þorski eru þó enn þá meiri en á
sama tíma í fyrra. Eftirstöðvar afla-
marks flestra annarra botnfiskteg-
unda eru álíka eða minni nú en á
sama tíma í fyrra. Verulegt afla-
mark í loðnu varð eftir á veiðitíma-
bilinu sem var að ljúka eða rúm 160
þúsund tonn. Í fyrra kláraðist afla-
mark í loðnu en það gerist ekki oft.
„Kraft-
veiði“ í
mars-
mánuði
!"
"!
ÚR VERINU
„ÞAÐ er óhætt að segja að byrjun
grásleppuvertíðarinnar sé fjarri
þeim væntingum sem veiðimenn
gerðu sér. Almennt voru menn
nokkuð bjartsýnir um svipaða vertíð
og á síðasta ári og ekki spillti við-
unandi hrognaverð fyrir. Það er
þekkt í grásleppuveiðunum að þær
geta verið mjög misgjöfular milli
svæða, en byrjun þessarar vertíðar
ætlar að slá flestu við í þeim efnum,“
segir á vef Landssambands smábát-
eigenda.
Þar segir að grásleppuvertíðin
við Reykjanesið hafi verið þokkaleg,
þar hafi komið langbestu skotin,
jafnvel upp í ævintýralega veiði dag
og dag. Á hinn bóginn sé Faxaflói
svo steindauður að vart hefur annað
eins sést. „Einn grásleppukarl í
Reykjavík var t.d. búinn að draga
fjórum sinnum fyrir páskana „og
ekki búinn að fá í einn kút.“ Sá man
ekki eftir slíkri ördeyðu í Faxaflóa.
Segir jafnframt á vefnum svipaða
sögu upp eftir ströndinni allt að
norðanverðum Breiðafirði, en þar
hafi veiðin verið þokkaleg. Sama
megi segja um syðsta hluta Vest-
fjarða.
Þaðan í frá og allt að sunnan-
verðu Langanesi hafi aflinn verið
heldur dapur og sumstaðar mjög lé-
legur. „Einhver reytingur er á
Húsavík, en talsvert frá því sem var
á síðasta ári. Þeir sem nýta svæðið
sunnan Langaness láta bærilega af
sér og t.d. er búið að salta í á fimmta
hundrað tunnur á Bakkafirði. Það
segir raunar ekki alla söguna því
fjöldi bátanna er umtalsverður. Á
svæðinu norðan við Nesið er veiðin
mun minni og veiðimönnum á Rauf-
arhöfn og Þórshöfn líst rétt mátu-
lega á blikuna.
Erfitt tíðarfar það sem af er ver-
tíð hefur sett stórt strik í reikning-
inn og á nokkrum stöðum hefur
annar fiskur, aðallega þorskur,
þvælt upp netunum sem þýðir að
ekki veiðist sú gráa á meðan.
Vissulega er ekki öll nótt úti enn
og reyndir grásleppukarlar benda á
að við Faxaflóann geti veiðin dreg-
ist fram í byrjun maí.“
Á vef LS kemur jafnframt fram
að grásleppuveiðin í Danmörku hafi
verið afspyrnuléleg það sem af er og
á Grænlandi séu menn rétt farnir af
stað. Engar fréttir hafa borist frá
Noregi og vertíðin á Nýfundnalandi
er rétt handan hornsins.
Grásleppuvertíðin
blettótt mjög
„EF litið er heilsteypt
á það (frumvarpið) má
segja að það geri ráð
fyrir að innflytjendur
séu einhvers konar
annars flokks Íslend-
ingar þegar kemur að
ákveðnum réttindum.
Þar er gengið út frá
þeirri forsendu að fólk
sem tekur ákvörðun
um að flytjast til Ís-
lands hafi eitthvað að fela – og í raun
er meðferðin á þessum hópi næstum
því eins og um síbrotamenn í gæslu
sé að ræða. Þetta er hugsunarháttur
sem ekki er hægt að samþykkja,“
sagði Andri Óttarsson lögmaður á
hádegisverðarfundi um frumvarp
dómsmálaráðherra til breytinga á
lögum um útlendinga í hádeginu í
gær.
Að fundinum stóðu Fjölmenning-
arráð, Samtök kvenna af erlendum
uppruna, ungliðahreyfingar úr öllum
stjórnmálaflokkum, Frjálshyggju-
félagið og Vaka auk vefritanna
Deiglan.com, Frelsi.is, Múrinn.is,
Pólitík.is, Sellan.is og Skoðun.is, þ.e.
sami hópur og hefur staðið fyrir und-
irskriftasöfnun gegn frumvarpinu á
vef Deiglunnar.
Andri vakti athygli á því að með
breiðri samstöðu áðurtalinna hópa
væru almenningi og stjórnmála-
mönnum send skýr skilaboð um að
þegar grundvallarmál væru annars
vegar vildi ungt fólk ekki málamiðl-
anir. „Það er einlæg von mín að þessi
samstaða sé til marks um þá stefnu
sem íslenskt samfélag muni taka á
næstu árum og áratugum – stefnu
sem felur í sér virðingu fyrir mann-
réttindum og mannhelgi hverrar
manneskju,“ sagði hann.
Andri tók sérstaklega fyrir nokkr-
ar greinar í frumvarpinu.
Ein þeirra felur í sér að erlendir
makar Íslendinga fá ekki dvalarleyfi
á Íslandi á grundvelli fjölskyldusam-
einingar nema hafa náð 24 ára aldri.
Andri nefndi dæmi um hvernig
ákvæðið gæti komið við pör í blönd-
uðum samböndum. Íslendingur flytt-
ist til Afríku, yrði ástfanginn af þar-
lendri konu, giftist og eignaðist
fjögur börn með eiginkonu sinni. Ef
hjónin tækju ákvörðun um að flytja
til Íslands með börnin gæti konan
ekki flust hingað ef hún væri 23 ára
eða yngri nema sem flóttamaður.
„Það er gert ráð fyrir að hjónaband
þeirra sé málamyndahjónaband.
Fjögur börn skipta engu máli,“ bætti
Andri við og vísaði þar til þess að
ekki væri gert ráð fyrir undan-
tekningum í frumvarpinu.
Útlendingar stækka kökuna
Andri sagði að þrengingarákvæði
gagnvart veitingu dvalarleyfa til ná-
inna ættingja útlendinga væri rétt-
lætt með vísun í mýtuna um atvinnu-
þjófnað útlendinga. „Það er búið að
hrekja þetta rugl fyrir löngu,“ sagði
hann. „Breska ríkisstjórnin kannaði
þetta. Hagfræðingurinn Christian
Dustman frá University of London
kannaði þetta, Bandaríkjastjórn
undir forystu prófessora í Harvard
kannaði þetta. Allar þessar rann-
sóknir komust að þeirri niðurstöðu
að erlent vinnuafl auðgar atvinnulífið
og stækkar kökuna en stelur ekki
störfum af heimamönnum. Að erlent
vinnuafl sé þjóðhagslega hagkvæmt
og hafi í för með sér meiri tekjur en
útgjöld. Í stað þess að taka mark á
rannsóknum virtustu fræðimanna
var ákveðið að fara þveröfuga leið og
nota mýtuna sem afsökun til að bein-
línis loka fyrir möguleika náinna að-
standenda til að sameinast fjölskyldu
sinni á grundvelli þeirra tengsla.“
Andri sagði að steininn taki al-
gjörlega úr þegar kæmi að hug-
myndum um eftirlit með hjónabönd-
um og samböndum við útlendinga.
„Frumvarpið gerir ráð fyrir að ef
grunsemd er um að útlendingur sé í
málamyndahjónabandi við Íslending
eða innflytjanda þá hafi lögreglan
heimild til að leita á útlendingnum, á
heimili hans, herbergi eða í hirslum,“
sagði Andri. „Það liggur víst fyrir að
lögreglan hefur verið að rannsaka
nokkur meint málamyndahjónabönd
og vel að merkja þá hefur ekki verið
ákært eða dæmt í einu einasta
þeirra. Ætlum við virkilega að fara
að setja verulega íþyngjandi vald-
heimildir í sérlög til höfuðs öllum
sem eru af erlendu bergi brotnir til
að tækla þetta mál?“
Sumar breytingar jákvæðar
Tatjana Latinovic, varaformaður
Samtaka kvenna af erlendum upp-
runa, tók skýrt fram að Fjölmenn-
ingarráð og Samtök kvenna af er-
lendum uppruna væru ekki á móti
frumvarpinu í heild sinni. „Sumar
breytingar sem lagðar eru til í frum-
varpinu teljum við vera jákvæðar,
þ.á m. breytinguna í 1. grein laganna
sem segir að nægilegt sé að umsókn
um dvalarleyfi hafi verið samþykkt
áður en útlendingur komi til landsins
í stað þess að dvalarleyfið hafi verið
gefið út eins og það er í lögum í dag.
Önnur breytingin sem er til hins
betra er í 13. grein frumvarpsins um
að börn flóttamanna sem fæðst hafa
eftir að foreldrar þeirra fengu stöðu
flóttamanna hér á landi fái sömu
réttarstöðu. Þriðja jákvæða breyt-
ingin er í 14 gr. og segir að flótta-
menn fái dvalarleyfi án takmarkana í
þrjú ár sem myndar grunn búsetu-
leyfis en skv. gildandi lögum er ekki
heimilt að gefa út dvalarleyfi til
lengri tíma en tveggja ára í senn.“
Fram kom í máli Tatjönu að
ákvæði um að erlendir makar Íslend-
inga yrðu að hafa náð 24 ára aldri til
að fá dvalarleyfi á grundvelli hjóna-
bands væri rökstutt með því að verið
væri að koma í veg fyrir nauðung-
arhjónabönd. „Í svari dómsmála-
ráðherra við fyrirspurn á Alþingi um
hversu mörg tilfelli af nauðungar-
hjónaböndum hafa komið fram segir
að Útlendingastofnun sé einvörð-
ungu kunnugt um eitt tilvik hér á
landi. Burtséð frá því þá er sorgleg
staðreynd að þau tíðkast sums stað-
ar í heiminum. Hins vegar verða
konur í samfélögum þar sem nauð-
ungarhjónabönd tíðkast ekki frjáls-
ari með aldrinum. Ég held líka að
það þurfi að skoða önnur úrræði um
hvernig er hægt að vernda konur
sem verða fornarlömb nauðungar-
hjónabanda. Ég sé fyrir mér að
hækkun giftingaraldurs muni auka
hættuna á því að þær verði sendar úr
landi til upprunalands síns til að gift-
ast sem mun gera þær enn varnar-
lausari,“ sagði hún. „Ég er þeirrar
skoðunar að skynsöm og ábyrg
stefna yfirvalda í málefnum aðlög-
unar sé betri leið til að koma í veg
fyrir nauðungarhjónabönd og aðrar
venjur og siði sem stangast á við
jafnrétti og lýðræði í okkar sam-
félagi.“
Tatjana rifjaði upp að frumvarpið
gerði refsivert að afla dvalarleyfis á
grundvelli hjúskapar til málamynda.
„Samkvæmt greinargerð frumvarps-
ins fá lögregluyfirvöld frelsi til að
leggja huglægt mat á blönduð hjóna-
bönd, en þegar metið er hvort grun-
ur sé á málamyndahjónabandi sé
m.a. litið til þess hvort aðilar hafi bú-
ið saman fyrir stofnun hjúskapar,
aldursmunar, hvort þau tali tungu-
mál hvort annars, þekki til einstakra
atriða eða atvika úr lífi hvort ann-
ars,“ sagði Tatjana. „Að okkar mati
felur þessi lýsing í sér algjöra van-
þekkingu og vanvirðingu við aðra
menningarheima. Víða um heim
tíðkast ekki og varðar jafnvel við lög
að fólk búi saman fyrir hjónaband.
Ekki er heldur hægt að meta á hlut-
lausan hátt hversu mikill aldurs-
munur sé eðlilegur í hjónabandi eða
hvaða tungumál eigi að tala á heim-
ili.“
Tatjana sagði gagnrýnivert að út-
lendingum væri refsað fyrir að vera
ólöglegir í landinu með tilliti til þess
að atvinnurekendur sæju um að út-
vega erlendum starfsmönnum sínum
dvalar- og atvinnuleyfi. Hún minnti á
að frumvarpið veitti yfirvöldum
heimild til rannsóknar á erfðaefni
þegar sótt væri um dvalarleyfi á
grundvelli fjölskyldusameiningar,
þ.e. barna, barnabarna, foreldra, afa
og amma. Lög um lífsýni og persónu-
vernd teldu lífsýni til viðkvæmra
persónuupplýsinga sem bæri að
vernda og hefði Alþingi áður hafnað
viðlíka ákvæði. Að lokum tók Tatj-
ana fram að frumvarpið gerði refsi-
vert að bera fölsuð vegabréf og önn-
ur ferðaskilríki og myndi það m.a.
beinast gegn fórnarlömbum man-
sals.
Ætluðu að giftast
Eyrún Ösp Birgisdóttir nemi var
síðust á mælendaskránni og rakti í
fáum orðum hvernig ákvæðið um að
erlendir makar Íslendinga fengju
ekki dvalarleyfi á grundvelli hjóna-
bands nema hafa náð 24 ára aldri
kæmi niður á henni og bandarískum
kærasta hennar. Parið hefur verið
saman í eitt og hálft ár og er orðið
þreytt á löngum fjarvistum hvort frá
öðru. Þau höfðu ákveðið að gifta sig
til að kærasti Eyrúnar gæti flutt til
Íslands. Með frumvarpinu sjá þau
fram á að þurfa að bíða í tvö ár eftir
að fá tækifæri til að búa saman á Ís-
landi – enda bæði 22 ára gömul.
Frumvarp til breytinga á útlendingalögum gagnrýnt
Eru innflytjendur ann-
ars flokks Íslendingar?
ago@mbl.is
Húsfyllir var á hádegisverðarfundi um
frumvarp dómsmálaráðherra til breytinga
á lögum um útlendinga í Iðnó í gær.
Anna G. Ólafsdóttir fór á fundinn og
varð margs vísari um frumvarpið.
Andri
Óttarsson
Tatjana
Latinovic
Eyrún Ösp
Birgisdóttir
Leiðbeinendanámskeið ÍSÍ
Le
ið
be
in
en
da
n
ám
sk
ei
ð
ÍS
Í
Stafganga
Haldið í samstarfi við Félag íslenskra sjúkraþjálfara.
Laugardaginn 24. apríl kl. 9-17
í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal (3. hæð)
Farið er yfir undirstöðuatriði í stafgöngu s.s. tækni og þjálfunaraðferðir.
Þátttakendur verða myndaðir og tæknin skoðuð nánar.
Leiðbeinendur eru Jóna Hildur Bjarnadóttir og
Ásdís Sigurðardóttir, íþróttakennarar og
INWA Master Trainers.
Námskeiðið er m.a. ætlað íþróttakennurum,
íþróttafræðingum, sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfum,
hjúkrunarfræðingum og læknum.
Skráning er hjá ÍSÍ í síma 514 4000
eða á netfangið helgabj@isisport.is
Þátttökugjald er kr. 7.500,-
Skráningarfrestur er til
21. apríl n.k.
Frekari upplýsingar má finna á www.isisport.is