Morgunblaðið - 17.04.2004, Qupperneq 21
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 21
Mazda3er vel búinn og kraftmikill bíll sem flú ver›ur a› sko›a.
Opi› frá kl. 12-16 laugardaga
Aukahlutir á mynd: álfelgur og vindskei› á afturhlera
B
ÍL
L
ÁR
SIN
S Í EVRÓPU
200
4
H
im
in
n
o
g
h
a
f
Mazda3 T 1,6 l kostar a›eins1.795.000 kr.
Bíll ársins í Danmörku, Finnlandi og Tékklandi.
Anna› sæti› í vali á bíl ársins í Evrópu ásamt V W Golf.
Máta›u
ver›launasæti›!
Seltjarnarnes | Tónlistarskólinn á
Seltjarnarnesi gengst fyrir fjöl-
skyldudegi úti í Gróttu laugardaginn
17. apríl 2004. Þetta er í þriðja sinn
sem slíkur dagur er haldinn en áhugi
á útivist í eyjunni hefur farið vax-
andi frá því að sérstakur Gróttudag-
ur var haldinn í fyrsta sinn árið 2002.
Í tilefni dagsins verða kennarar
og nemendur tónlistarskólans með
fjölbreytta tónlistardagskrá og seld-
ar verða veitingar í Fræðasetrinu.
Ágóði af sölunni rennur í ferðasjóð
Tónlistarskólans en á döfinni er
námsferð kennara. Í Fræðasetrinu
verða einnig til sölu göngukort af
Seltjarnarnesi, myndbandið Lífríki í
náttúru Seltjarnarness og bókin
Náttúrufar á Seltjarnarnesi.
Á Gróttudaginn gefst tækifæri til
að njóta einstakrar náttúrufegurðar
og rannsaka lífríkið í fjörunni. Fjör-
urnar sunnan við Gróttu, Seltjörn og
Bakkavík eru auðugar af lífi sem
vert er að skoða. Fuglalíf á Seltjarn-
arnesi er einnig afar fjölbreytt en
þar hafa sést yfir 100 fuglategundir
og fjölmargar þeirra verpa á vest-
ursvæði Nessins. Í Gróttu er einnig
fjöldi áhugaverðra jarðmyndana
sem gaman er að skoða.
Í tilefni dagsins verður Gróttuvit-
inn opinn og einnig verður hægt að
skoða Læknaminjasafnið í Nesstofu
milli kl. 11 og 14.
Hægt er að komast fótgangandi út
í eyju á fjörunni frá kl. 11–14.
Björgunarsveitin Ársæll verður á
staðnum og ekur þeim sem ekki
treysta sér til að ganga út í eyju.
Gróttudagur
í þriðja sinn
Morgunblaðið/Ásdís
Reykjavík | Íþrótta- og tómstunda-
ráði (ÍTR) hafa á undanförnum mán-
uðum borist beiðnir frá átta íþrótta-
félögum í Reykjavík um styrki til
ráðninga á íþróttafulltrúum, en þrjú
reykvísk íþróttafélög hafa undanfar-
in þrjú ár notið styrkja vegna
íþróttafulltrúa í tilraunaskyni.
Málefni íþróttafulltrúanna voru
rædd á borgarstjórnarfundi í gær,
og voru skiptar skoðanir um þá
ákvörðun að hætta styrkjum til til-
raunaverkefnis þar sem íþrótta-
fulltrúar voru ráðnir til starfa hjá
þremur íþróttafélögum. Að óbreyttu
hættir stuðningur borgarinnar við
verkefnið um næstu mánaðarmót.
Áætlaður rekstrarkostnaður til
stuðnings við fleiri íþróttafélög
vegna íþróttafulltrúa er ekki í fjár-
hagsramma ÍTR fyrir árið í ár né í
áætlun fyrir 2005 í þriggja ára áætl-
un. Þetta kemur fram í svari sem
lagt var fram á fundi borgarráðs í
fyrradag vegna fyrirspurnar fulltrúa
sjálfstæðismanna um málefni
íþróttafulltrúa á fundi borgarráðs
30. mars sl. Þá segir einnig að ljóst
sé að ef tryggja á störf slíkra starfs-
manna þurfi að liggja fyrir að fjár-
veitingar vegna þess verkefnis séu
fyrir hendi að minnsta kosti til næstu
tveggja til þriggja ára.
Árið 2001 voru gerðir samningar
við Fram, Víking og Fylki, vegna til-
raunaverkefna með ráðningu
íþróttafulltrúa hjá félögunum. Hefur
ÍTR undanfarin ár styrkt félögin til
að hafa íþróttafulltrúana innan-
borðs, en samningarnir voru fram-
lengdir til maí 2004. Þetta starf þyk-
ir hafa gengið afar vel og skilað
góðum árangri. Í bókun sinni sögðu
sjálfstæðismenn skynsamlegt að
styðja frjáls félagasamtök til að
sinna slíkum verkefnum, sérstaklega
á sviði íþrótta- og æskulýðsmála.
Telja þeir forgangsmál að tryggt
verði að íþróttafulltrúar starfi hjá
íþróttafélögum borgarinnar.
Samkvæmt svari borgaryfirvalda
á fundi Borgarráðs vinnur ÍTR nú að
stefnumótun vegna málaflokksins í
heild þar sem meðal annars er fjallað
um störf íþróttafulltrúa. Fyrir liggur
þó að tryggja þarf auknar fjárveit-
ingar í fjárhagsramma ársins 2005,
ef hægt á að verða við óskum allra fé-
laganna.
Vilja gæta jafnræðis
Að sögn Önnu Kristinsdóttur, for-
manns ÍTR, var ákveðið að hætta að
styrkja íþróttafélögin þrjú til að hafa
starfandi íþróttafulltrúa fyrir
nokkru. „Það er okkur mikið í mun
að gæta jafnræðis á milli félaganna,
þannig að annaðhvort hafa þau öll
íþróttafulltrúa eða ekkert þeirra,“
segir Anna og bætir við að stefnu-
mótunarvinnunni muni að öllum lík-
indum ljúka í september á þessu ári.
„Þá höfum við reiknað með því að
gera einhvers konar þjónustusamn-
inga við íþróttafélögin, sem fela í sér
að hjá hverju íþróttafélagi í borginni
starfi íþróttafulltrúar sem vinni sam-
kvæmt samræmdum reglum.“
Anna segist finna fyrir auknum
kröfum frá íþróttafélögunum um
aukna aðkomu borgarinnar að
íþróttastarfinu. „Við finnum að þess-
ir þrír íþróttafulltrúar hjá félögun-
um hafa skilað miklu og viljum
gjarnan að það verði framhald á því
starfi og þá jafnframt hjá öllum fé-
lögunum.“
Anna segir samningana við félögin
þrjú hafa verið framlengda til fyrsta
maí, þar sem þá opnist gjarnan aðrar
leiðir fyrir þau til að fá stuðning frá
borginni. „Síðan er gert ráð fyrir því
að einhvern tíma á tímabilinu frá því
í september fram að áramótum get-
um við gengið frá samningum um
íþróttafulltrúa við öll íþróttafélögin
átta í borginni,“ segir Anna.
Vilja fulltrúa í öll félögin
Kjartan Magnússon, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðismanna, segir að
rétt sé að gæta þess að jafnræði sé
með félögunum, en sjálfstæðismenn
vilji frekar gera það með því að kosta
einn fulltrúa í hverju félagi heldur en
að leggja þetta verkefni niður í bili.
„Við höfum óskað eftir því að þessi
þrjú félög haldi sínum íþróttafulltrúa
og fleiri félög bætist við, þannig að á
endanum njóti öll félög þess að hafa
íþróttafulltrúa. Við teljum að það sé
hægt að forgangsraða þannig að það
séu til peningar fyrir því,“ segir
Kjartan.
Mikil samstaða innan borgarinnar um íþróttafulltrúa
Hafa skilað mjög
góðum árangri
MIKIL uppbygging stendur fyrir
dyrum á íþróttamannvirkjum á fé-
lagssvæði Vals á Hlíðarenda á
næstu árum. Nú fyrir helgina var
hafist handa við fyrsta áfanga
framkvæmdanna sem er lagning
nýrrar heimreiðar að Hlíðarenda.
Fyrstu skóflustunguna tók Þórður
Þorkelsson, fyrrum formaður Vals,
heiðursfélagi og velgjörðarmaður
félagsins til áratuga, og markaði
þannig upphafið að þessum miklu
framkvæmdum.
Morgunblaðið/Jim Smart
Uppbygg-
ing hafin á
Hlíðarenda