Morgunblaðið - 17.04.2004, Síða 26

Morgunblaðið - 17.04.2004, Síða 26
HAGFRÆÐISTOFNUN Háskóla Íslands hef- ur reiknað út þjóðhagslegan ábata við gerð jarð- ganga milli lands og Vestmannaeyja fyrir Æg- isdyr, áhugafélag um bættar samgöngur milli lands og Eyja. Niðurstaða stofnunarinnar er sú að núvirtur að núvirtur þjóðhagslegur ábati af Vestmannaeyjagöngum, miðað við 5% núvirð- isstuðul, sex ára byggingatíma og 30 ára notkun, sé 26,6 milljarðar króna. Hagfræðistofnun mat ekki kostnað við gerð ganga en verktaka- og ráðgjafafyrirtækið Mott McDonald hefur ásamt Línuhönnun gert kostnaðarmat fyrir Vegagerð- ina og er núvirtur heildarkostnaður við fullbúin göng og tilheyrandi mannvirki talinn vera 32 milljarðar miðað við sex ára framkvæmdatíma. Miðað við þær tölur væri framkvæmdin þjóð- hagslega óhagkvæm um 6,4 milljarða en tals- menn Ægis telja á hinn bóginn að alls ekki liggi fyrir nægar jarðfræðilegar rannsóknir til þess að gera nákvæmt kostnaðarmat. Niðurstaða Hagfræðistofnunar á þjóðhagslegum ábata gefi hins vegar fullt tilefni til þess að farið verði í þær rannsóknir hið fyrsta. Í útreikningum Hagfræðistofnunar er gert ráð fyrir að hið opinbera bæri hitann og þung- ann af fjármögnuninni og legði fram ígildi reikn- aðs notendaábata af göngunum og lokavirðis þeirra, alls 19,1 milljarð króna. Í útreikningum var gert ráð fyrir 2.500 króna veggjaldi fyrir fólksbíla og 7.500 kr. fyrir stærri bíla og að á opnunarári ganganna færu 591 einkabíl, 35 vöruflutninga- og átta fólksflutn- ingabifreiðar um göngin á hverjum degi. Skýrsla Hagfræðistofnunar, sem samin er af Jóni Bjarka Benediktssyni og Axel Hall, er í sex köflum og fjalla þeir um fræðilegan grunn og forsendur, eftirspurn eftir ferðum, rekstur ganganna, ábata neytenda, annan ábata og kostnað og loks er niðurstöðukafli og næmis- greining. Margháttaður ávinningur Vestmannaeyingar eru sem kunnugt er háðir samgöngum á sjó eða í lofti í ferðum sínum milli lands og Eyja enda er bærinn eini kaupstaður landsins sem ekki býr við vegtengingar við aðra landshluta. Í skýrslu Hagfræðistofnunar segir að ljóst sé að margháttaður ávinningur sé að vegtengingu milli lands og Eyja en gangagerð sé dýr og verkið umfangsmikið. Í skýrslunni er gert ráð fyrir göngum sem grafin eru með hefð- bundinni aðferð, svipaðri og beitt var við gerð Hvalfjarðarganga. Norðurmunni ganganna yrði við Kross í Landeyjum, þau yrðu 18 km löng, nærri þrefalt lengri en Hvalfjarðargöng, og framkvæmdatími gæti orðið 6 ár. Yrði hafist handa fljótlega mætti því opna þau fyrir umferð árið 2010. Rekstur ganganna og ábati af notkun þeirra er reiknaður út frá 30 ára notkun. Reiknað er með að á opnunarári ganganna fari 591 einkabíll að meðaltali um þau á dag, 527 með Íslendinga og 64 með erlenda ferðamenn. Þá er gert ráð fyrir um 35 vöruflutningabílum og 8 fólksflutningabílum, tveimur með Íslendingum og 6 með erlenda ferðamenn. Lengstu veggöng undir sjávarmáli Göngin yrðu þau lengstu í heimi sem liggja undir sjó, nálega tvöfalt lengri en lengstu slík göng í dag sem liggja undir Tokýó-flóa og eru um 9,5 km löng. „Ýmsa þætti þarf að hafa í huga þegar um er að ræða göng af þessari stærðargráðu, svo sem langan byggingartíma og sálræn áhrif þess að aka svo langan veg neðansjáv- ar,“ segir m.a. í skýrslunni. Við útreikning á ábata af göngunum kemur fram að nettótekjur af göngunum yrðu rúmir 6 milljarðar króna, ábati notenda nærri 14 milljarðar og sparnaður vegna lagna rúmar 800 milljónir. Á móti kæmu nokkuð aukin útgjöld vegna slysa, um 440 milljónir króna, þar sem vænta má auk- ins þjóðvegaaksturs. Lokavirði ganganna er tal- ið verða rúmir 5 milljarðar. Ábatinn er því talinn í heild um 25,6 milljarðar króna. Í inngangi skýrslu Hagfræðistofnunar segir m.a.: „Á undanförnum árum hafa stöðugar tækniframfarir og kostnaðarlækkun í jarð- gangagerð auk góðrar reynslu af byggingu og rekstri Hvalfjarðarganga hins vegar aukið trú á að hægt sé að tengja Eyjar við land á hagkvæm- an hátt með jarðgöngum. Með Vestmannaeyja- göngum myndi þannig bætast við ný flutnings- leið milli lands og Eyja, jafnt fyrir fólk og vörur, og yrðu íbúar þá óháðir öðrum um tilhögun ferða sinna og flutninga, auk þess sem ávallt mætti komast til og frá Vestmannaeyjum óháð veðri og vindum.“ Þá er vitnað til samgönguáætlunar fyrir árin 2003 til 2014 þar sem segir m.a.: „Með bættu aðgengi skal tryggja að fólk komist til staða, svo sem skóla, verslana og vinnustaða, og geti sinnt erindum sínum á ódýran og þægilegan hátt og án teljandi annmarka. Dæmi um bætt aðgengi eru bættar almenningssamgöngur, þar sem gert er ráð fyrir að byggðarlög með yfir tvö hundruð íbúa eigi kost á al- menningssamgöngum á landi. Tvö mikilvægustu markmið samgönguáætlun- arinnar um hreyfanleika eru að gert ráð fyrir að þéttbýlis- kjarnar þar sem búa fleiri en hundrað íbúar tengist grunnnetinu. Þá er í áætlun- inni stefnt að því að skapaðar séu aðstæður fyrir flesta landsmenn til að komast til höfuðborgarsvæð- isins eða frá því til helstu byggðarkjarna á innan við 3,5 klst. ferðatíma. Gott aðgengi stuðlar einnig að hagkvæmri nýtingu auðlinda landsins, svo sem fiskimiðanna, jarðefna og orkulinda og náttúrunnar í þágu ferðamennsku. Það tryggir aðdrætti til atvinnulífsins og flutning vara á markaði bæði innanlands og utanlands, og er mikilvægur þáttur í samkeppni íslensks at- vinnulífs við útlönd.“ (Samgönguráðuneytið, 2001, bls. 10). Bent er á að með jarðgöngum myndi taka um tvo tíma að ferðast með einkabíl milli Reykjavík- ur og Vestmannaeyja sem er tvöfalt skemmri tími en það tekur í dag með Herjólfi. Göng myndu einnig opna fyrir möguleika á reglu- bundnum ferðum rútubíla milli Heimaeyjar og höfuðborgarsvæðisins. Ávinningur af gerð ganganna er talinn margvíslegur, einkum fyrir Vestmannaeyinga sem gætu ferðast á milli óháð vályndum veðrum. Markaðs- og atvinnusvæði Eyja og Suðurlands myndu tengjast og gera megi ráð fyrir jákvæðum áhrifum á ferða- mannastraum. Einnig fengi Suðurland aðgang að fullkominn höfn í Vestmannaeyjum en engin slík höfn er á svæðinu milli Þorlákshafnar og Hafnar í Hornafirði. Einng myndi ríkissjóður spara útgjöld sem nú renna til reksturs Herj- ólfs. „Á móti kemur að mikið fjármagn þarf til byggingar Vestmannaeyjaganga með tilheyr- andi fjármagnskostnaði, reka þarf göngin og viðhalda þeim.“ Samfélagslegar breytingar Í kafla skýrslunnar þar sem fjallað er um ábata með tilkomu ganganna segir að þau muni að öllum líkindum leiða til verulegra samfélags- legra breytinga í atvinnumynstri og lífsgæðum. Fasteignaverð muni að líkindum hækka og störfum fjölga. Spurt er hins vegar hvort eða hvernig eigi að taka tillit til þessara þátta. Segir að Hagfræðistofnun hafi til þessa haft þá vinnu- reglu í skýrslum sínum um kostnaðar- og ábata- greiningar að telja ekki með atvinnuáhrif. Slíkar úttektir séu gerðar á grundvelli heildarinnar og áhrif framkvæmda á einu svæði sem leiði til auk- innar atvinnu séu til þess fallin að minnka þrýst- ing til atvinnusköpunar á öðrum svæðum. Rekstrarkostnaður Vestmannaeyjaganganna er talinn verða um 250 milljónir króna á ári. Stærstur hlutinn, 120 milljónir, er vegna trygg- inga, viðhald og eftirlit kostar um 50 milljónir, kostnaður við starfsmenn og stjórnun 45 millj- ónir og rafmagn um 35 milljónir króna. Sé miðað við Hvalfjarðargöng er talið að viðhaldskostn- aðurinn sé mun meiri þar sem þau eru þrefalt lengri en Hvalfjarðargöngin. Á móti komi þó að umferð um þau verði minni og því ekki þörf á að endurnýja slitlag eins oft. Eins og áður segir er gert ráð fyrir að veggjald fólksbíla verði 2.500 krónur og stórra bíla 7.500 kr. Heildartekjur af umferð fólksbíla eru ráðgerðar um 540 milljónir króna á ári og af stórum bílum er gert ráð fyrir rúmum 117 millj- ónum eða alls um 657 milljóna króna tekjum. Miðað við þessar forsendur eru hreinar rekstr- artekjur á 30 ára notkun ganganna rúmir sex milljarðar króna. Hagfræðistofnun HÍ hefur metið ábata af um 18 km jarðgöngum milli lands og Eyja Morgunblaðið/SigurgeirHér sést til lands frá Eyjum en reiknað er með að göngin opnist við Eiðið. Áætlaður þjóðhagslegur ábati nemur 25,6 milljörðum Ægisdyr er félag þeirra sem vilja bættar samgöngur milli Vestmannaeyja og lands. Ábati af jarðgöngum er talinn margvíslegur, einkum fyrir Eyjamenn, en einnig er nefnt að með göngum tengist ný atvinnusvæði og að Suðurland fái aðgang að fullkominni höfn.     *    +,       -- +   #   $ " + (   * +   .  26 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.