Morgunblaðið - 17.04.2004, Page 29
ÚR VESTURHEIMI
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 29
Willie Arnason í Gimli íKanada mætir með liðsitt til Akureyrar ánæstunni til að keppa á
alþjóðlegu móti, þar sem hann mætir
meðal annars lærisveinum sínum.
Steinþór Guðbjartsson fylgdist með
þessum síunga meistara í keppni í
Gimli og ræddi við hann og félaga
hans.
Curling eða krulla er vinsæl íþrótt
í Kanada og Willie, sem varð 70 ára í
liðnum mánuði, hefur stundað íþrótt-
ina í 57 ár. ,,Ég byrjaði þegar ég var
13 ára gamall og held áfram að æfa
og keppa eins lengi og ég get,“ segir
hann, en með honum í liðinu fyrir
norðan verða eiginkonan Donna-
Mae, dóttir þeirra Tracy og Karl
Jakobson, eiginmaður hennar.
Stóra ástin
,,Ég ólst upp í sveit og ekki gafst
tími til að leika sér í íshokkí á daginn
en æfingar í krullu voru á kvöldin og
því varð þessi íþrótt fyrir valinu,“
segir Willie. ,,Þetta er þannig íþrótt
að þegar þú byrjar geturðu ekki
hætt. Þess vegna er ég enn að. Krulla
er mín stóra ást.“ Hér grípur Donna-
Mae fram í. ,,Ég hélt að ég væri stóra
ástin í lífi þínu,“ segir hún. ,,Hvað er
eiginlega í gangi hérna! Þú hefur
sagt mér ósatt í öll þessi ár!“ Karl
Jakobson tekur enga áhættu þegar
hann er spurður hvað hafi valdið því
að hann hafi byrjað að æfa krullu og
fær klapp á bakið frá tengdapabba
fyrir svarið. ,,Ég byrjaði að æfa fyrir
18 árum eða þegar ég kvæntist dótt-
ur Willie.“ Þegar Skautahöllin á Ak-
ureyri var formlega opnuð í mars
2000 komu Alma og Raymond Sig-
urdson færandi hendi frá Gimli og
gáfu heimamönnum ,,Gimli-
bikarinn“ vegna keppni í krullu.
Þeim var boðið á mótið nú en áttu
ekki heimangengt, ekki frekar en
Willie og Donna-Mae fyrir fjórum ár-
um. Ray verður 72 ára í júní og hann
og Willie hafa keppt saman í áratugi
en þeir byrjuðu að æfa saman í
bernsku. ,,Ég er ekki farinn að hugsa
um að hætta enda má leika þessa
íþrótt til æviloka og ég hef hug á að
keppa um Gimli-bikarinn á Ak-
ureyri,“ segir Ray og er greinilega
ekki ánægður með að komast ekki til
Íslands að þessu sinni.
Ekkert gefið innan vallar
Félagarnir hafa verið mjög sig-
ursælir í íþróttinni og unnið til
margra merkra verðlauna. Und-
anfarin tvö ár hefur lið Willies verið
sigursælast allra liða í Gimli en hann
áréttar að þetta sé ekki bara íþrótt
fyrir eldri borgara. ,,Krulla er íþrótt
sem eldra fólk getur leikið en þú
verður ekki betri í íþróttinni með
aldrinum. Yngra fólkið hefur betra
vald á hreyfingunum og nær almennt
betri árangri. En ég fer til Íslands til
að sigra. Við ætlum að vera landi og
þjóð til sóma jafnt utan sem innan
vallar og þó að vinskapurinn skipti
öllu utan vallar kemur ekkert nema
sigur til greina í keppninni sjálfri.“
Morgunblaðið/Steinþór
Þau keppa fyrir hönd Kanada á ICE CUP á Akureyri í lok mánaðarins. F.v.:
Willie Arnason, Donna-Mae Arnason, Karl Jakobson og Tracy Jakobson.
Lærimeistarinn
í Gimli keppir
á Akureyri
Willie Arnason kenndi nokkrum Íslend-
ingum að krulla fyrir átta árum. Hann er
væntanlegur til landsins á næstunni.
Steinþór Guðbjartsson fylgdist með
Willie og félögum hans krulla.
Willie Arnason einbeittur á ísnum eftir að hafa rennt steininum.
steg@mbl.is
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG Íslendinga
(ÞFÍ) og Snorri Þorfinnsson ehf. –
Vesturfarasetrið á Hofsósi hafa
undirritað samstarfssamning um að
efla samstarf sín á milli til að ná
sameiginlegum markmiðum um
aukin samskipti við íslensku þjóð-
arbrotin í Vesturheimi.
Almar Grímsson, formaður ÞFÍ,
og Valgeir Þorvaldsson, fram-
kvæmdastjóri Vesturfarasetursins,
undirrituðu samninginn á Akureyri
fyrir skömmu, en hann gildir til árs-
loka 2004 og verður þá endurskoð-
aður í ljósi reynslunnar.
Í samningnum er kveðið á um að
kynningar á starfseminni verði
sameiginlegar, jafnt innan lands
sem utan. Stefnt er að því að vinna
að skipulögðum ferðum vestur og
skipuleggja dagskrá hópa að vest-
an. Stefnt er að því að Vesturfara-
setrið afli ferðaskrifstofuleyfis eða
að aðilar semji við tiltekna ferða-
skrifstofu til stuðnings við ferða-
þjónustu aðila og við Snorraverk-
efnið.
Fyrsta sameiginlega kynning
ÞFÍ, Vesturfarasetursins, Snorra-
verkefnisins og Vesturferða fór
fram á Akureyri í tengslum við und-
irskriftina, en að undanförnu hafa
m.a. verið kynningar í Minneapolis,
Seattle, Vancouver og Victoria. Um
næstu helgi verður 85. ársþing
Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vest-
urheimi og fer það fram á hótelinu á
Heclu í Manitoba í Kanada. Almar
Grímsson verður fulltrúi ÞFÍ á
þinginu og kynnir starfsemi félags-
ins.
Vinna
saman að
auknum
samskiptum
ÞORGERÐUR Katrín Gunnars-
dóttir menntamálaráðherra verður
heiðursgestur á 85. ársþingi Þjóð-
ræknisfélags Íslendinga í Vestur-
heimi, sem verður haldið á Heclu-
eyju í Manitoba, Kanada, dagana
23. til 25. apríl næstkomandi.
Fyrir tveimur árum var þingið
haldið í Bandaríkjunum í fyrsta
sinn og var met-
þátttaka í
Minneapolis, um
350 manns. Metið
var slegið í Ed-
monton í Kanada
í fyrra en ekki er
gert ráð fyrir
nærri jafnmörg-
um gestum að
þessu sinni.
Dagskráin
verður með hefð-
bundum hætti en auk fastra liða
verður meðal annars greint frá
ýmsu í starfi félaganna, fjallað um
stöðu blaðsins Lögbergs-Heims-
kringlu, rætt um ferð ungmenna-
kórs Nýja Íslands til Íslands í fyrra
og sagt frá viðburðum á Íslandi í til-
efni þess að 1. febrúar síðastliðinn
voru 100 ár frá því að Íslendingar
fengu heimastjórn, þingræði var
fest í sessi og Stjórnarráð Íslands
stofnað. Fjallað verður um Íslensk-
kanadíska verslunarráðið, hópferð-
ina ,,Heim í átthagana 2004“, fisk-
veiðar á Winnipeg-vatni, Snorra-
verkefnin, íslenska bókasafnið við
Manitoba-háskóla, Safn íslenskrar
menningararfleifðar á Nýja Íslandi
og Íslendingadaginn, svo fátt eitt sé
nefnt.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
hittir meðal annars fyrir starfsbróð-
ur sinn, Peter Bjornson, mennta-
málaráðherra Manitoba, sem flytur
hátíðarræðu.
Ráðherra
heiðurs-
gestur þjóð-
ræknisþings
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
PÁSKASÁLMURINN Christ lag
in Todes Banden (Í dauðans bönd-
um Drottinn lá) var frá 1524 og er
enn einn aðal páskasálmur lúth-
erskra í Þýskalandi og svo var einn-
ig hér á landi fram á 19. öld eða
byrjun þeirrar 20. Lúther samdi
sálminn út frá gömlu páskasekvens-
unni Victimae Paschali laudes.
Hann lét þó sekvensuna halda sér í
messunni og bætti inn í hana viðlagi
fyrir safnaðarsöng, Kristur er upp-
risinn, sem sunginn er nokkrum
sinnum á milli versa sekvensunnar
og heyra má einnig í sálmalaginu.
Kantötum Johanns Sebastians
Bach (1685–1750) má skipta í flokka
eftir formgerð. Ein þessara form-
gerða er kóralkantata þar sem einn
ákveðinn sálmur er tekinn fyrir í
heild sinni og öll versin sungin en
öllum hugleiðingararíum sleppt.
Kantata nr. 4 Christ lag in Todes
Banden sem hugsuð er til flutnings
á páskadag er ein þessara kóral-
kantata og spannar öll sjö vers
sálmsins hvers öll enda á Hallelúja.
Sumar heimildir telja að Bach hafi
samið kantötuna fyrir umsóknina
um organistastöðuna við St. Blas-
ius-kirkjuna í Mühlhausen 1707 og
vitað er að hann var í prufu sem
organisti í kirkjunni á páskunum
1707 og möguleiki að hún hafi verið
frumflutt þar og hefur þá án efa
hljómað glæsilega í hinni geysistóru
og hljómmiklu kirkju, allavega var
Bach eina nafnið sem kom til greina
þegar ganga átti frá ráðningunni þá
um vorið og vitað er að kantatan
var samin fyrir 1714. Annað sem
leiðir rök að þessu er að hún er
samin samkvæmt mið-þýskri kant-
ötuhefð þessa tíma. Bach var fræg-
ur fyrir að endurrita og endurnýta
verk sín og án efa hefur hann einnig
nýtt þessa glæsilegu kantötu í
Leipzig því hvert tónverk mátti
helst aðeins heyrast einu sinni í
hverri kirkju og er það skýringin á
hve gífurlega mikið organistar og
kantorar þessa tíma sömdu af mót-
ettum og kantötum. Hákon Leifs-
son tók þá stefnu á tónleikum Há-
skólakórsins og Vox academia að
láta kórinn alfarið sjá um kantötuna
en hefð er einnig fyrir því að ein-
söngvarar syngi allavega hluta af
einrödduðu versunum. Sennilega
eru báðar aðferðirnar réttar og
verður það ekki frekar rætt hér.
Kantatan hefst með sinfóníu eða
forleik sem var kannski aðeins of
þunglamaleg en hrein.
Kórinn fór langt á kraftinum í 1.
versi og notaði kraftinn til að ná
hæstu tónunum. Áherslur voru góð-
ar og flutningurinn sannfærandi.
Sópran og alt sungu 2. versið fal-
lega og vel mótað, hreint og áferð-
arfallega. Sennilega hefði verið
betra að láta einsöngvara syngja 3.,
5. og 6. vers því karlaraddirnar
réðu illa við verkefnið og stífnuðu
upp, enda eru kantötur Bachs ekki
samdar fyrir áhugamannakór held-
ur vel þjálfaðan og vanan kór þar
sem karlarnir voru atvinnusöngv-
arar. Lokakórinn (7. versið) var vel
sunginn og vel mótaður. Fyrir utan
þreytu í herraröddunum var góður
og þéttur heildarhljómur í kórnum
og flutningurinn góður og hefði
sennilega orðið glæsilegur ef
drengjunum hefði verið hlíft við áð-
urnefndum versum.
Verkið Night eftir Báru Gríms-
dóttur (f. 1960) við ljóð Williams
Blake (1757–1827) og frumflutt var
af kórnum 17. mars sl. virkaði á
undirritaðan eins og spennandi
verk sem býður upp á marga mögu-
leika. Kvennaraddirnar voru góðar
en tenórinn var ekki búinn að jafna
sig eftir kantötuna og var oft
óhreinn sem litaði heildarhljóminn.
Leonard Bernstein (1918–1990)
samdi Chichester Psalms árið 1965
fyrir dómkirkjuna í Chichester í
Sussex á Englandi. Verkið er eins
og nafnið bendir til byggt á Davíðs-
sálmum biblíunnar. Þarna var kór-
inn virkilega kominn í gang og skil-
aði sínu af miklum sóma með mikilli
sönggleði.
Aðalstjarna tónleikanna var án
efa drengjasópraninn Ísak Rík-
harðsson (f. 1993) sem söng sig inn í
hug og hjörtu viðstaddra með sinni
björtu og tandurhreinu sópranrödd
og þurfti að endurtaka sönginn.
Íslensk kórtónlist
Musica Nova stóð fyrir hátíðar-
tónleikum í Listasafni Íslands laug-
ardaginn 3. apríl sl. Tilefnið var að
stofnaður hefur verið styrktarsjóð-
ur tónskálda sem hefur þann til-
gang að styrkja þau í sköpun sinni
og starfar sjóðurinn innan vébanda
félagsins og nýverið var fyrsti
styrkurinn veittur úr sjóðnum.
Það kom í hlut Hamrahlíðarkórs-
ins að flytja þessa tónleika og á efn-
isskránni var að sjálfsögðu aðeins
að finna íslenska kórtónlist eftir nú-
lifandi tónskáld. Það skal engan
undra að kórinn hafi verið fenginn
til þessa verkefnis því að öllum öðr-
um ólöstuðum hefur kórinn undir
leiðsögn síns síötula söngstjóra
Þorgerðar Ingólfsdóttur sennilega
frumflutt fleiri ný íslensk kórverk
en nokkur annar kór. Mörg tón-
skáld hafa samið verk og gefið
kórnum til flutnings og sennilega
væri flóra íslenskrar kórtónlistar
mun fátæklegri ef Þorgerðar og
unga fólksins hennar hefði ekki not-
ið við. Á fyrri hluta tónleikanna
voru fluttar útsetningar á íslensk-
um þjóðlögum.
Heilagur, heilagur og Einsetu-
maður einu sinni eftir Hróðmar
Inga Sigurbjörnsson (f. 1958),
Hugsa jeg það hvern einn dag eftir
Huga Guðmundsson (f. 1977), Sorg
og gleði eftir Jórunni Viðar (f.
1918), Það var barn í dalnum eftir
Árna Harðarson (f. 1956) og Vera
mátt góður eftir Ríkarð Örn Páls-
son (f. 1946). Öll voru lögin sungin
án hljóðfæra nema það síðasta en
þar tóku nokkrir kórfélagar (núver-
andi og fyrrverandi?) fram hljóð-
færi, klarinett, gítar og slagverk.
Því miður gat efnisskráin aðeins um
nafn Gríms Helgasonar sem lék á
klarinett.
Á síðari hlutanum voru stærri
kórverk. Gekk ég upp á hólinn eftir
Hróðmar Inga, Örvænting eftir
Hauk Tómasson (f. 1960), Scissors
eftir Mist Þorkelsdóttur (f. 1960) og
Við Kínafljót eftir Þorkel Sigur-
björnsson (f. 1938). Nýjustu verkin
voru Ísland eftir Örlyg Benedikts-
son (f. 1976) sem frumflutt var á
kóramóti á Selfossi 13. mars sl.
Glæsilegt, vel samið og kröfuhart
verk og Bak við auga eftir Snorra
Sigfús Birgisson (f. 1954).
Kórvænt verk sem fellur vel að
texta og frumflutt var við þetta
tækifæri.
Hamrahlíðarkórinn er mjög vel
agaður kór sem syngur að venju
tandurhreint og með gífurlegri
dynamík. Það vakti athygli undir-
ritaðs hvað karlaraddirnar voru
góðar, fallegur bassi og hreinn ten-
ór sem hefur lag á að syngja hreint
háa tóna sem eru alveg á getumörk-
um. Á þessum tónleikum gat að
heyra sýnishorn af þeim fjölda
góðra kórverka sem samin hafa
verið í seinni tíð og mættu kórar al-
mennt fara að veita þessum fjársjóð
meiri athygli.
Frá barokk til
nútíma kórverka
TÓNLIST
Langholtskirkja
KÓRTÓNLEIKAR
Háskólakórinn og Vox academica. Jón
Leifs Camerata. Einsöngvari Ísak Rík-
harðsson. Stjórnandi Hákon Leifsson.
Verk eftir J. S. Bach, Báru Grímsdóttur og
L. Bernstein. Miðvikudagurinn 31. mars
kl. 20.
Listasafn Íslands
MUSICA NOVA – KÓRTÓNLEIKAR
Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar
Ingólfsdóttur flutti íslensk kórlög.
Laugardagurinn 3. apríl kl. 17.
Jón Ólafur Sigurðsson
LISTIR
♦♦♦