Morgunblaðið - 17.04.2004, Side 34
UMRÆÐAN
34 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
NÝLEGA voru tilkynntar breyt-
ingar á greiðsluþátttöku Trygg-
ingastofnunar ríkisins í lyfjakostn-
aði. Þar kom m.a. fram að hætt verði
greiðsluþátttöku fyrir flokk gigt-
arlyfja er nefnast cox-
ib. Sem dæmi um cox-
ib-lyf má nefna lyfin
Arcoxia, Bextra,
Celebra og Vioxx.
Coxib eru bólgueyð-
andi verkjalyf sem eiga
það sameiginlegt að
hemja einungis eitt
þeirra ensíma sem
mynda svonefnd prost-
aglandin, en prostagl-
andin magna bólgu og
sársauka. Verkun cox-
ib-lyfja er því mun af-
markaðri en verkun
eldri bólgueyðandi lyfja sem hafa
áhrif á fleiri ensím sem mynda
prostaglandin og valda þar með mun
víðtækari áhrifum á líkamann, trufla
blóðstorku og valda magasárum.
Með tilkomu coxib-lyfja mátti loks
meðhöndla einkenni gigtsjúkdóma
hjá þeim fjölmörgu sem ekki þoldu
eldri lyf.
Coxib-lyf eru ekki meira bólgu-
eyðandi eða öflugri verkjalyf en
eldri lyf heldur hafa þau færri auka-
verkanir. Eldri lyfin valda oftar
magaverkjum en coxib-lyfin og geta
orsakað magasár. Þau trufla einnig
flest eðlilega storknun blóðsins og er
afleiðingin oft sú að blæðing úr
magasárinu dregur fólk til dauða.
Fyrir tilkomu coxib-lyfja var áætlað
að í Bandaríkjunum dæju álíka
margir af völdum bólgueyðandi lyfja
og af afleiðingum HIV-
sýkingar. Þetta hefur
breyst til batnaðar m.a.
vegna coxib-lyfjanna.
Það má að vísu draga
úr hættu á magasári af
völdum hinna eldri
bólgueyðandi lyfja,
m.a. með magalyfjum
sem stöðva sýrumynd-
un í maganum, en það
eykur kostnaðinn veru-
lega að þurfa að nota
tvö lyf í stað eins. Þessi
magalyf eru einmitt
meðal þeirra dýru lyfja
sem heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytið beinir nú athyglinni
að. Mörg hinna eldri bólgueyðandi
lyfja kosta einnig litlu minna en cox-
ib-lyf og dýrt er að fyrirbyggja
aukaverkanir þeirra með lyfjum,
greina þær og lækna. Ef markmiðið
er að spara er því ólíklegt að minni
notkun coxib-lyfja dragi verulega úr
kostnaði.
Hvenær ber að nota coxib-lyf?
Fyrst skal meta hvort meðhöndla
megi sársaukann eða bólguna án
lyfja eða með einföldum verkjalyfj-
um. Sé bólgueyðandi lyfja þörf skal
gefa coxib-lyf þeim sjúklingum sem
fengið hafa maga-, skeifugarnar- eða
vélindasár eða teljast í mikilli hættu
á að fá slík sár. Óhætt að gefa coxib-
lyf, en ekki eldri bólgueyðandi lyf,
þeim sjúklingum sem taka blóð-
þynningarlyf eða er hætt við blæð-
ingum. Einnig kemur sterklega til
greina að gefa fremur coxib-lyf þeim
gigtsjúklingum sem eru með vél-
indabakflæði eða hafa fengið melt-
ingaróþægindi af eldri lyfjum. Sú
aukning sem varð á notkun bólgu-
eyðandi lyfja með tilkomu coxib-
lyfjanna var því ekki vegna nýjunga-
girni lækna eða þrýstings frá lyfja-
fyrirtækjum heldur var nú loks
óhætt að meðhöndla einkenni
gigtsjúkdóma hjá þeim fjölmörgu
sem fengið höfðu magasár, höfðu
ekki þolað eldri lyf eða voru á
blóðþynningarlyfjum. Coxib-lyfin
eru öruggari en eldri lyf og ef þau
kostuðu svipað mundi ég hiklaust
nota þau einvörðungu og geta þar
með verið öruggur um að lyfin fram-
kalli ekki magasár í sjúklingum mín-
um.
Coxib-lyfin eru ekki fullkomin og
ekki án aukaverkana frekar en önn-
ur lyf, en þau eru mikil framför um-
fram eldri bólgueyðandi lyf og geta
bætt líðan margra gigtsjúklinga sem
annars þyrftu að þjást. Aukin notk-
un coxib-lyfja umfram eldri bólgu-
eyðandi lyf mun draga verulega úr
sárum í meltingarvegi, minnka þar
með kostnað og fækka dauðsföllum
sem af þeim hlýst.
Það er rangt að nota ekki coxib-
lyfin sem hafa minni aukaverkanir
og eru hættuminni en eldri lyf og því
rangt af Tryggingastofnun að greiða
ekki fyrir þau. Ég hvet heilbrigðis-
og tryggingamálaráðherra til að
endurskoða þessa ákvörðun.
Röng ákvörðun heilbrigðis-
og tryggingamálaráðherra
Jón Atli Árnason ritar um
ákvarðanir í heilbrigðismálum ’Það er rangt að notaekki coxib-lyfin sem
hafa minni aukaverk-
anir og eru hættuminni
en eldri lyf og því rangt
af Tryggingastofnun að
greiða ekki fyrir þau. ‘
Jón Atli Árnason
Höfundur er sérfræðingur í
lyflækningum og gigtlækningum.
Ég hef gert sam-
anburðarrannsókn á
því hvernig þessum
þáttum er háttað, ann-
ars vegar á almennum
vinnumarkaði og hins
vegar hjá hinu op-
inbera. Niðurstöður
þessarar rannsóknar
voru birtar í Tímariti
lögfræðinga, 4. hefti
ársins 2002. Á árinu
2002, þegar rannsóknin
var gerð, var áberandi
munur milli þessara
tveggja vinnumarkaða að því leyti að
það sem mestu virtist skipta á al-
menna markaðinum, að fullnægðum
skilyrðum um menntun og reynslu,
voru persónulegir eiginleikar um-
sækjenda. Hjá hinu opinbera virtist
hins vegar fyrst og fremst horft til
menntunar og reynslu en ekki getið
um persónulega eiginleika. Þegar
kom að því að meta hæfni tveggja eða
fleiri umsækjenda hjá hinu opinbera
virtist oft sem eingöngu væri litið til
þessara tveggja þátta og að þann ætti
að ráða sem lengra mældist á þeirri
mælistiku. Á þann hátt hefur kæru-
nefnd jafnréttismála iðulega úrskurð-
ÞAÐ HEFUR verið áhugavert að
fylgjast með umræðu um nýlegt álit
kærunefndar jafnréttismála vegna
skipunar í stöðu Hæstaréttardómara.
Margir sem kvatt hafa sér hljóðs hafa
verið andstuttir í gleði sinni við útlist-
un á þeirri niðurstöðu kærunefndar
jafnréttismála að dómsmálaráðherra
hafi brotið jafnréttislög. Mælistik-
unni er brugðið á loft og það mælt ná-
kvæmlega hversu mikil menntun og
reynsla þeirra er sem málið snýst um.
Það þarf reyndar ekki að koma á
óvart að svo sé gert þar sem það er
kærunefndin sjálf sem leggur til
mælistikuna. Það sem ég sakna í um-
ræðunni er sá þáttur sem almennt
ræður mestu þegar kemur að ráðn-
ingum á hinum almenna vinnumark-
aði – persónulegir eiginleikar. Hinir
persónulegu eiginleikar eru kjarni
hverrar manneskju. Menntun og
reynsla er eitthvað sem er áunnið
þótt vissulega hafi persónulegu eig-
inleikarnir áhrif á hvernig sú ávinnsla
gengur. Í mínum huga skýtur það því
skökku við þegar í umræðunni er
sleppt þeim þætti sem mestu skiptir.
að þegar hún hefur
fjallað um ráðningar hjá
hinu opinbera. Þetta
sjónarmið er að mínu
mati rangt. Ef umsækj-
endur fullnægja þeim
skilyrðum sem sett eru
um menntun og reynslu
þá á ekki að skipta máli
hvort þeir hafi einhverja
„umfram“ menntun eða
reynslu. Svo gripið sé til
myndlíkinga getur
hreinlega verið til trafala
að hafa fjögurra metra
stiga þegar ekki er þörf á nema 2
metra stiga. Það sem á að skipta meg-
inmáli er hvort umsækjendur hafi til
að bera einhverja persónulega eig-
inleika sem geri annan umsækjand-
ann að fýsilegri kosti en hinn, að full-
nægðum þeim skilyrðum sem sett eru
um menntun og reynslu. Sem betur
fer hafa umboðsmaður Alþingis og
Hæstiréttur ekki fallið í þá gryfju að
líta ekki til persónulegra eiginleika
þegar tveir eða fleiri umsækjendur
eru að öðru leyti hæfir. Hefur Hæsti-
réttur, t.d. í málum leikhússtjórans á
Akureyri og sýslumannsins á Kefla-
víkurflugvelli, sem og umboðsmaður
Alþingis í umfjöllunum sínum bætt
við persónulegum eiginleikum til að
skera úr um hvor af tveimur umsækj-
endum teljist hæfari. Með því að
horfa til þessara þriggja þátta, þ.e.
menntunar, reynslu og persónulegra
eiginleika, tel ég að nánast verði úti-
lokað að segja tvo einstaklinga ná-
kvæmlega jafnhæfa. Komi sú staða
hins vegar upp er eðlilegast að mínu
mati að umsækjandi sem telur á sér
brotið snúi sér til umboðsmanns Al-
þingis eða dómstóla til að fá úr því
skorið. Ef þessir þrír hæfnisflokkar
eru teknir inn í matið ætti því tilvera
kærunefndarinnar að vera óþörf. Ég
vil taka fram í þessu samhengi að ég
vil hag dóttur minnar sem mestan en
ég treysti þessum stofnunum sam-
félags okkar fyllilega til að gæta hags
hennar þurfi á því að halda. Ég trúi
því einnig að hún vilji gjarnan að tekið
verði tillit til persónulegra eiginleika
hennar þegar kemur að því að hún
keppi um stöður jafnt við karla sem
konur.
Þegar störf eru auglýst ber að geta
þess í auglýsingum eftir hvaða hæfi-
leikum er verið sækjast. Með því á að
vera tryggt að málefnaleg sjónarmið
ráði þegar valið er úr þeim umsækj-
endum sem sækja um viðkomandi
störf. Þessu til viðbótar hefur Hæsti-
réttur sagt, t.d. í máli leikhússtjórans
á Akureyri, að í eðli starfa geti falist
tilteknar kröfur um eiginleika. Þá hef-
ur umboðsmaður Alþingis sagt í áliti
að sé ekki mælt fyrir um það í lögum
eða stjórnvaldsfyrirmælum velji veit-
ingarvaldshafi hvaða sjónarmið skuli
lögð til grundvallar við mat á starfs-
hæfni umsækjenda og hvert inn-
byrðis vægi þeirra sjónarmiða skuli
vera. Þau sjónarmið verði þó að vera
málefnaleg. Samkvæmt þessu geti því
handhafi veitingarvalds haft veruleg
áhrif á þau atriði sem skipta máli við
mat á starfshæfni umsækjenda meðal
annars með tillit til þarfa viðkomandi
stofnunar og eðlis starfsins. Í þessu
sama áliti umboðsmanns segir:
„Reynist handhafa veitingarvalds erf-
itt að velja milli tveggja umsækjenda
er honum því ávallt unnt … að draga
inn í matið ný málefnaleg sjónarmið
eða leggja meiri áherslu á eitt eða
fleiri sjónarmið fremur en önnur“.
Gunnar Ármannsson skrifar
og ver Björn Bjarnason
Gunnar Ármannsson
’Samkvæmt þessu áliti umboðsmanns Al-
þingis getur hann við
val sitt, þegar fleiri en
einn umsækjandi telst
hæfur, valið sjónarmið
sem hann telur best
þjóna viðkomandi stofn-
un gæti hann þess að
sjónarmiðin séu mál-
efnaleg.‘
Höfundur er héraðsdómslögmaður.
Er kærunefnd jafnréttis-
mála barn síns tíma?
ÞAÐ fór um okkur fé-
lagana ónotatilfinning og
djúpur hrollur þegar
fregnir bárust af því að
um páskana hefði trillu-
karl á handfærum haft
upp úr Þingvallavatni 27
punda urriða og stein-
drepið hann. Jú, vissulega
frásagnarvert að því leyti
að þarna var dreginn
stærsti urriði sem veiðst
hefur á stöng hér á landi
svo vitað sé, en grátlegt að
menn skuli tengja það
sportveiði. Fiskurinn tók
brotajárn og fregnin því varla merki-
legri en þegar hver annar golþorsk-
ur geispar golunni á Íslandsmiðum.
Það er ekkert skrýtið að dorg-
arinn skuli hafa færst undan sjón-
varpsviðtali þegar eftir því var leit-
að, því auðvitað veit hann að aðfarir
sem þessar eru varla veiðimönnum
sæmandi á föstudaginn langa árið
2004 – daginn sem Kristur var á
krossinum.
Slíkur veiðiskapur er auðvitað
feimnismál nú þegar fullorðnir veiði-
menn stunda flestir fluguveiðar og
sleppa gjarnan aftur stórfiskum sem
bera í sér góð gen og geta orðið til að
fjölga hrattvaxandi villtum fiski öðr-
um til ánægju og yndisauka. Það vita
líka allir að 27 punda urriði, líklega
um fermingaraldurinn, er enginn
matfiskur, enda skilst okkur að það
eigi bara að tæta úr honum innyflin,
troða inn í hann frauði, og hengja
upp á vegg.
Nú spyrjum við: Hefði þessi höfð-
ingi ekki verið betur kominn áfram í
grængolandi djúpi Þingvallavatns
þar sem hann hefur undanfarin 12–
13 ár varið sitt óðal eins og konungur
í ríki sínu, og unnið að því sleitulaust
með vinum sínum og vandamönnum
að grisja vatnið með því að háma í sig
smábleikju og murtu? Þetta var
sannarlega glæsilegur fiskur og
fregnir af dauðum 27 punda urriða
úr Þingvallavatni eru okkur því lítið
gleðiefni. Hann brá sér aðeins frá
óðalinu en kom aldrei aftur heim.
Urriðar veiðast helst í vatninu á
vorin eða snemmsumars. Þá skríða
þessir höfðingjar úr holum sínum og
hyggjast fá sér duglega að eta. Þeir
vanda ekki fæðuval sitt og ráðast á
hér um bil allt sem fyrir verður. Því
má líka halda fram að boltinn sem lá
í valnum um páskana hafi verið að
hreinsa til í kringum sig, enda ef-
laust búinn að fá af því fregnir að
stangaveiði er orðin fágaðri á síðari
árum og fólk flest hætt að stunda
handfæraveiðar á stöðuvötnum.
Hann varð því argur þegar hann sá
brotajárnið á enda hnausþykkrar
línunnar. Hann uggði ekki að sér. Í
járnaruslinu hengu banvænar
krækjur sem festust í skolti hans og í
kjölfarið var hann dreginn upp í bát-
inn eftir um það bil 40 mínútna blóð-
uga baráttu upp á líf og dauða. Og í
trillunni var hann skorinn og drep-
inn. Urriðinn uggði ekki að sér en
trillukarlinn skar hann með grimmd
í auga og blóð á tönn. Sveiattan!
Við erum sárreiðir fólki sem drep-
ur þessa stóru fiska með þeim hætti
sem hér var gert. Aðferðirnar eiga
ekkert skylt við sportveiði. Fregnir
af slíkri slátrun eiga ekki heima í
fréttadálkum þar sem skýrt er frá
dásemdum fluguveiða og öðru því
sem sportveiði tengist. Fréttir af að-
förum sem þessum gegn fáliðuðum
stórurriðastofni í þjóðgarði okkar Ís-
lendinga eiga helst ekki að heyrast,
en þegar trillukarlarnir á vatninu
komast í feitt væri réttast að greina
frá því í sjávarútvegsfréttum og
fréttin af drápi stórurriðans úr Þing-
vallavatni hefði sómt sér vel í fylgi-
blaði Moggans, Úr verinu.
Við skorum á fullorðið fólk, sóma-
kæra sportveiðimenn, að tileinka sér
fluguveiðar, ganga vel um náttúruna,
virða allt sem lífsandann dregur, og
sleppa aftur gömlum og lúnum höfð-
ingjum sem eru sjaldséðir og engan
veginn hæfir í veislumat, hvað þá
meira. Verum hófsöm í veiði og
hugsum áður en við drepum.
Bolti tekur brotajárn
Björgvin Halldórsson
og Ragnar Hólm
Ragnarsson fjalla um
stangaveiði
Björgvin Halldórsson og
Ragnar Hólm Ragnarsson
’Urriðar veiðast helst í vatninuá vorin eða snemmsumars. ‘
Höfundar eru áhugamenn um
stangaveiði með flugu.
Laugavegi 63
(Vitastígsmegin)
sími 551 2040
Silkitré og silkiblóm
Ný lína í
gjafavörum
ER NEFIÐ STÍFLAÐ?
Fæst í apótekum
og lyfjaverslunum
STERIMAR
Skemmir ekki slímhimnu
er náttúrulegur
nefúði sem losar stíflur
og léttir öndun.
Fyrir 0-99 ára.