Morgunblaðið - 17.04.2004, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
S
amvinna við þróunarlöndin er eitt mikilvæg-
asta verkefni okkar Íslendinga í utanrík-
ismálum á komandi árum. Með því upp-
fyllum við skyldur okkar sem ábyrg þjóð í
samfélagi þjóða; minnumst þess hvernig við
höfum á örskömmum tíma unnið okkur upp frá örbirgð
til allsnægta og sýnum um leið að þær framfarir eru
ekki aðeins mælanlegar á mælistiku hinna veraldlegu
gæða, heldur einnig að þeim fylgir nauðsynlegur þroski
til þess að miðla öðrum af þeirri reynslu og láta þannig
gott af sér leiða. Þróunarsamvinna er einnig kjörin leið
til þess að stuðla að virðingu fyrir mannréttindum og
friði í heiminum og það er því sérstakt fagnaðarefni að
utanríkisráðherra tilkynnti í umræðum um utanrík-
ismál á Alþingi í síðustu viku þá stefnumörkun rík-
isstjórnarinnar að auka framlög Íslendinga til þróun-
arsamvinnu á næstu árum úr 0,19% í ár í 0,35% af
þjóðarframleiðslu á árunum 2008 til 2009. Að sama
skapi vekur nokkra furðu að hvorki stjórnmálamenn né
fjölmiðlar hafi gefið þessari stórmerku ákvörðun meiri
gaum en raun ber vitni.
Á undanförnum níu árum hefur framlag Íslands til
fjölþjóðlegrar og tvíhliða þróunarsamvinnu vaxið úr
0,11% í 0,19% af landsframleiðslu en það jafngildir
aukningu úr 489 milljónum króna í 1.645 milljónir króna
á ári. Nú skiptir miklu að þessi jákvæða stígandi haldi
áfram og samþykkt ríkisstjórnarinnar er sannarlega
stór og merkur áfangi á þeirri leið. Þessi meiriháttar
hækkun í umfangi þróunarsamvinnu skipar Íslandi á
bekk með öðrum Evrópuþjóðum og er stórt skref í átt
að takmarki Sameinuðu þjóðanna, sem kveður á um að
iðnríki verji 0,7% af landsframleiðslu sinni til þróun-
armála. Þá er óhætt að segja að hækkun á framlagi Ís-
lands til þróunarsamvinnu endurspegli aukinn skilning
þjóðarinnar á þessum málum og ber að fagna því sér-
staklega.
Margvísleg samvinna
Skipta má helstu verkefnum þróunarsamvinnu okkar
Íslendinga á undanförnum árum í nokkra flokka. Hinn
stærsti hefur verið starfsemi Þróunarsamvinnustofn-
unar Íslands (ÞSSÍ) sem á fjárlögum ársins 2004 hafði
úr 520 milljónum kr. að spila. Starfsemi ÞSSÍ á sér stað
í fjórum löndum í sunnanverðri Afríku, þ.e. Namibíu,
Malawi, Úganda og Mósambík. Aðrir stórir þættir í þró-
unarsamvinnunni eru borgaraleg friðargæsla, uppbygg-
ing í stríðshrjáðum ríkjum, t.d. Írak, starfsemi á vegum
Alþjóðabankans, Jarðhita- og sjávarútvegsskóla Sam-
einuðu þjóðanna á Íslandi, Norræni þróunarsjóðurinn,
átak til niðurfellingar skulda í þróunarríkjunum og ýms-
ar stofnanir og verkefni á vegum Sameinuðu þj
Með auknum framlögum til þróunarmála ver
lendingum unnt að standa enn betur að þróuna
vinnu í löndum Afríku og bæta jafnvel við sams
löndum. Auk þess er sá möguleiki fyrir hendi að
verði í fyrsta sinn að samstarfslöndum utan Afr
undanförnum árum hafa margoft borist óskir fr
um þjóðum þar að lútandi. Könnun á nýju sams
landi er þegar hafin í samvinnu ÞSSÍ og utanrík
neytisins.
Starfsemi ÞSSÍ mun því eflast mjög, en auki
má gera ráð fyrir að borgaraleg friðargæsla og
hita- og Sjávarútvegsskóli Háskóla SÞ á Ísland
mjög í kjölfar stefnumótunar ríkisstjórnarinna
þess sem stuðningur við stofnanir Sameinuðu þ
s.s. hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnuninni, B
hjálpinni, Alþjóðasjóði um þróun landbúnaðar o
unarstofnuninni verður aukinn og verkefni á sv
jafnréttis- og félagsmála áfram efld.
Af nýjum verkefnum í marghliða þróunarsam
sem verið er að skoða má nefna stuðning við sjó
tengslum við loftslagssamning SÞ og stuðning v
stök verkefni í þróunarríkjum í samvinnu við þr
arstofnanir, en þar er m.a. horft til verkefna sem
ast sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda, svo sem
sjávarútvegi og jarðhita.
Einnig er í undirbúningi að skoða sérstakleg
auka megi samstarf við þróunarstofnanir með þ
huga að styðja þær með útlánum á íslenskum s
ingum á ýmsum sviðum til samstarfslandanna.
verður hægt að auka framlög til neyðaraðstoða
vinnu við íslensk félagasamtök sem starfa í þró
unum, en á undanförnum árum hafa fjölmörg fé
lagasamtök haslað sér völl á því sviði með góðu
árangri.
Ótvíræð kaflaskil
Óhætt er að segja að með ákvörðun ríkisstjór
arinnar hafi orðið kaflaskil í þróunarsamvinnu
Stóraukin framlög t
Eftir Björn Inga Hrafnsson ’Óhætt er að segja að meðákvörðun ríkisstjórnarinnar
orðið kaflaskil í þróunarsam
vinnu Íslendinga. Ótal tækifæ
blasa við, hvarvetna bíða ve
efni og íbúar þróunarlandann
þurfa á slíkri samvinnu að
halda.‘
Þ
etta var tiltölulega einfalt hér fyrr
meir. Fæstir áttu hlutabréf, a.m.k.
svo nokkru næmi. Ævisparnaður
manna var húsnæðið og kannski fá-
einar krónur á bók. Síðan hefur allt
breyst. Stöðugt fleiri beina ævisparnaði sínum í
æ fjölbreyttara eignaform. Með batnandi lífs-
kjörum vex ekki einungis möguleikinn til þess
að eyða tekjum sínum, heldur líka til þess að
eyða þeim í sparnað. Gamla máltækið um að
græddur sé geymdur eyrir á svo sannarlega við.
Almenningur fjárfestir í hlutafé
Í svari við fyrirspurn minni á Alþingi upplýsti
fjármálaráðherra á sínum tíma að ótrúlegur
vöxtur hefði orðið í hópi þeirra sem keyptu sér
hlutabréf. Var þar líklega á ferðinni samtvinnun
almennrar hagnaðarvonar og þess að veittur var
skattaafsláttur þeim sem keyptu hlutabréf í til-
teknum hlutafélögum. Á einum áratug fjölgaði
þeim um helming sem nýttu sér þetta. Um fjöru-
tíu þúsund manns höfðu keypt sér hlut í fyr-
irtækjum árið 1990 en voru orðnir um 80 þúsund
sem það gerðu árið 1999, eða tæplega 40 prósent
framteljenda.
Þetta er gríðarleg breyting. Líklegt má telja
að á flestum heimilum landsins séu einstakling-
ar sem eigi hlutabréf. Fólk í öllum tekjuhópum
landsins á því mikilla hagsmuna að gæta. Hin
venjulegi einstaklingur treystir því að lög og
reglur landsins og almennt viðskiptasiðferði
tryggi hagsmuni hans. Menn festa fé sitt í fyr-
irtækjum í trausti þess að leikreglurnar séu
sanngjarnar og að menn hafi af þeim skjól. Í þá
átt hefur öll þróunin verið. Löggjöfin hefur mið-
að að því að treysta hag minni hluthafa, búa
þeim til sérstakt skjól.
Ákvæði um yfirtökuskyldu – þróunin
Fram til ársins 1998 höfðu ekki gilt bein
ákvæði um yfirtökuskyldu stórra hluthafa. En
með lögum um kauphallir sem voru samþykkt 6.
apríl það ár var slíkt ákvæði sett í lögin í fyrsta
sinn með beinum hætti. Þess ber þó að geta að í
lögum um einkahlutafélög og hlutafélög frá 1994
og 1995 var kveðið á um innlausn, ætti hluthafi
meira en 90% hlutafjár. Við lagasetninguna árið
1998 var horft til fordæma frá Evrópu og þeirrar
þróunar sem menn töldu sig merkja í evrópskri
lagasetningu. Í gildandi lögum um verðbréfa-
viðskipti sem sett voru hinn 6. mars í fyrra er
kveðið á um að yfirtökuskylda myndist við 40
p
a
e
m
r
t
l
Skýrar leikreglu
Eftir Einar K. Guðfinnsson
Hluthafar greiða atkvæði á aðalfundi. Greinarhöfun
TÆKNIFRJÓVGUN
OG EINKAREKSTUR
Morgunblaðið greindi frá því ígær að læknar tæknifrjóvg-unardeildar Landspítala –
háskólasjúkrahúss (LSH) hygðust
hefja einkarekstur utan spítalans í
haust, í kjölfar áforma um að loka
deildinni í sumar. Þrír læknar hafa
sagt upp störfum og vinna að undir-
búningi einkarekstrar, ásamt öðru
starfsfólki deildarinnar. Guðmundur
Arason, einn læknanna, benti í sam-
tali við Morgunblaðið réttilega á að
mikið óöryggi hefði ríkt í starfsemi
deildarinnar lengi, þar sem uppsagnir
og lokanir hefðu verið yfirvofandi.
Deildinni hefur verið lokað tímabund-
ið, með tilheyrandi hugarangri fyrir
viðskiptavini hennar, fólk sem þráir
að verða foreldrar en tekst það ekki
án aðstoðar. Jafnframt hafa hvað eftir
annað komið upp hugmyndir í sparn-
aðarvinnu stjórnenda Landspítalans
um að loka deildinni, skerða þjón-
ustuna eða innheimta hærra gjald af
viðskiptavinunum. Allt hefur þetta
orðið til þess að auka á óvissu fólks-
ins, sem sækir þjónustu til deildarinn-
ar, enda er biðlisti eftir meðferð lang-
ur, og það er líka skiljanlegt að
starfsfólkið sé orðið langþreytt á
ástandinu.
Hugmyndir um einkarekstur á sviði
tæknifrjóvgunar hafa komið fram áð-
ur, en stjórnendur LSH lagzt gegn
þeim og heilbrigðisyfirvöld sömuleið-
is daufheyrzt við þeim. Það er hins
vegar ljóst að þessi mikilvæga og við-
kvæma þjónusta er fórnarlamb þess
vandræðagangs og úrræðaleysis sem
ríkt hefur í opinberri heilbrigðisþjón-
ustu undanfarin ár, ekki sízt á stærsta
sjúkrahúsi landsins. Þrengt er að
þjónustunni þannig að færri njóta
hennar, biðlistarnir lengjast og fram-
leiðni hámenntaðs starfsliðs minnkar,
en ekki næst samkomulag um að einn-
ig megi bjóða þjónustuna utan sjúkra-
hússins, þannig að þeir, sem vilja og
geta, hafi þann kost að greiða meira
fyrir hana og fá hana fyrr. Þannig
myndu þau pör, sem vildu njóta fullr-
ar niðurgreiðslu ríkisins á þjónust-
unni, jafnframt njóta góðs af með því
að biðlistar styttust og þau kæmust
fyrr að í tæknifrjóvgun.
Samtök viðskiptavina deildarinnar,
Tilvera, hafa til þessa lagzt gegn því
að þjónustan færðist af spítalanum
vegna þeirrar óvissu, sem það skap-
aði, og þess tíma, sem hugsanlega
færi til spillis fyrir fólk, sem má eng-
an tíma missa, vilji það eiga kost á að
eignast börn. Tilvera hefur farið fram
á að tæknifrjóvgunardeildinni yrði
lagt til nægt fé, þannig að hún gæti
veitt skjótari þjónustu. Þetta er full-
komlega skiljanleg afstaða, en fátt
bendir hins vegar til þess að ríkis-
valdið treysti sér til að finna þá pen-
inga, sem til þarf í núverandi kerfi.
Morgunblaðið hefur áður sett fram
þá skoðun að æskilegast væri að
tæknifrjóvgunarþjónusta væri veitt
bæði á LSH og á einkastofum, þannig
að fólk ætti áðurnefnt val. Áform
læknanna nú vekja hins vegar þá
spurningu, hvort þessi þjónusta sé
e.t.v. betur komin alfarið utan spít-
alaveggjanna. Læknarnir hyggjast
taka á leigu húsnæði, sem bjóða muni
upp á betri aðstöðu bæði fyrir sjúk-
linga og starfsmenn. Jafnframt
hyggjast þeir bjóða erlendum pörum
tæknifrjóvgunarþjónustu, sem til
þessa hefur ekki verið mögulegt
vegna aðstöðuleysis. Er mögulegt að
með því að færa þjónustuna út af hin-
um fjársvelta ríkisspítala megi bæta
þjónustuna, fá inn nýjar tekjur af út-
flutningi þjónustunnar, fjölga aðgerð-
um og lækka einingakostnað þannig
að bæði ríkissjóður og viðskiptavin-
irnir njóti góðs af? Ætla verður að
með fleiri aðgerðum náist fram aukin
hagkvæmni, þannig að ríkið gæti í
samningum sínum við einkarekna
tæknifrjóvgunarstöð krafizt þess að
fá afslátt eftir að tilteknum fjölda að-
gerða yrði náð, en kostnaðarþátttaka
notenda þjónustunnar yrði áfram
svipuð og verið hefur – jafnvel minni
ef raunverulegur sparnaður næst.
Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra gefur góð fyrirheit um það í
Morgunblaðinu í dag að hann muni
ræða möguleika á einkarekstri tækni-
frjóvgunarþjónustunnar. Hins vegar
er engin ástæða fyrir ráðherrann að
bíða eftir niðurstöðu einhverrar
nefndar með að hefja þær umræður;
sú þjónusta sem hér ræðir um er þess
eðlis að úrlausn þolir ekki bið.
Það er full ástæða til þess fyrir heil-
brigðisráðherra að skoða hvort brjót-
ast megi út úr þeim ógöngum og
óvissu, sem tæknifrjóvgunarþjónust-
an hefur verið í árum saman, með því
að láta reyna á kosti einkarekstrar-
ins. Ríkisreksturinn hefur ekki skilað
góðum árangri á þessu sviði.
FRAMTAK KSÍ
Það er þarft og virðingarvert fram-tak hjá Knattspyrnusambandi
Íslands að koma af stað átaki til þess
að koma upp sparkvöllum víðs vegar
um landið. Markmið KSÍ er að leggja
gervigras á 40-50 velli á þessu ári og
er talið, að kostnaður nemi alls um
500 milljónum króna.
KSÍ hefur aflað um 150 milljóna
króna frá Knattspyrnusambandi Evr-
ópu, fjórum fyrirtækjum, Eimskip,
Olís, KB-banka og Vátryggingafélagi
Íslands. En jafnframt er hugmyndin
að sveitarfélögin komi á móti með um
350 milljónir króna.
Á tímum, þegar foreldrar hafa
áhyggjur af þeim miklu hættum, sem
víða leynast á ferð barna og unglinga
og ungs fólks er þátttaka í íþróttum
einhver bezta forvörn sem til er
gagnvart þessum hættum. Sparkvell-
ir eru víða til en þar er oftast um að
ræða illa búna malarvelli. Það er aug-
ljóst að þeir verða miklu meira not-
aðir, þegar lagt hefur verið á þá
gervigras og komið fyrir góðri lýs-
ingu. Líkurnar á því að knattspyrnu-
snillingar framtíðarinnar stígi sín
fyrstu spor á slíkum völlum eru mikl-
ar.
Þetta framtak Knattspyrnusam-
bands Íslands er til fyrirmyndar, svo
og stuðningur þeirra fyrirtækja og
annarra aðila, sem þar koma við sögu.