Morgunblaðið - 17.04.2004, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 17.04.2004, Qupperneq 40
MINNINGAR 40 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ H vort skiptir meira máli, aldur eða kyn? Þetta er auð- vitað asnaleg spurning, ég geri mér grein fyrir því. Undanfarið hef ég þó barist við að svara henni. Svo virðist sem þingmenn hafi einnig glímt við þessa sérkennilegu spurningu í utandagskrár- umræðum á Alþingi í gær. „Þetta er bara fínt hjá þér vina mín,“ ómaði úr símtólinu mínu um daginn eftir að einn viðmælandi minn hafði fengið að heyra það sem ég vildi fá að hafa eftir honum um tiltekið mál. Í öðru samtali fyrr um daginn hafði sami maður spurt mig hvað ég væri búin að starfa lengi við blaðamennsku. Ég sagði eins og er, ég hefði byrjað á Mogganum vorið 2001. Hann grínaðist eitthvað með það að ég gæti varla verið mjög gömul, sem var alveg rétt hjá honum þótt ég skildi ekki hvað það kom málinu við. Ég telst varla til reynslubolta í bransanum, tiltölulega nýskriðin úr háskóla og ekki með háan starfsaldur. Enda er reynsla þess eðlis að hún fæst ekki nema með tíð og tíma. Sama gildir um starfs- aldur. Stundum er ég spurð hvort ég telji mig líða fyrir það í starfi að vera kona. Svarið er ávallt nei, enda hef ég aldrei fundið fyrir því að njóta síður trausts viðmælenda, yfirmanna eða annarra fyrir þær sakir. Hins vegar virðist það stundum skipta viðmælendur mína máli að ég skuli vera ung. Aldur virðist skipta þá meira máli en kyn. Sem út af fyrir sig er jákvætt, því aldurinn hækkar en kyninu fæ ég ekki breytt. Forseti Alþingis, Halldór Blön- dal, og dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, eru sammála um að aldur skipti meira máli en kyn. Þeim finnst ekki mikilvægt að auka fjölbreytni í hæstarétti með því að jafna kynjahlutföll en vilja hins vegar ólmir auka hana með því að bæta ungum karlmanni í hóp dómara. Einhvers staðar heyrði ég að nýi hæstaréttardómarinn okkar, Ólaf- ur Börkur Þorvaldsson, væri 42 ára gamall. Hjördís Hákonardóttir er eitthvað eldri. Hún telst, eftir því sem ég kemst næst, miðaldra. Forseti Alþingis telur ekki mik- ilvægt að miðaldra konur setjist í hæstarétt. Þær eru fallnar á tíma. Fulltrúi nýrrar kynslóðar, ungi dómarinn sem er á sama aldri og allir ungu bankastjórarnir okkar, er hins vegar veigamikil viðbót við réttinn að hans mati. Ungan aldur Ólafs Barkar telur hann vega þyngra en kyn Hjördísar. Fátt hefur verið meira rætt síð- ustu daga en ummæli dóms- málaráðherra um að jafnrétt- islögin séu barn síns tíma. Þegar eitthvað kemst í hámæli, eins og segja má að þessi ummæli hafi gert, er oft gagnlítið að taka þátt í umræðunum. Ástæðan er sú að svo margir eru tilbúnir að tjá sig um málið að eftir smátíma er erfitt að bæta nokkru við. Sem betur fer gleymast þó oft- ast einhverjir punktar þegar jafn- mikill hamagangur verður út af svona ummælum. Margir hafa sagt það hneykslanlegt að dóms- málaráðherra skuli vilja senda kærunefndina heim og enn verra að honum þyki jafnréttislögin hall- ærisleg og úrelt. Endalaust er hægt að ræða þýðingu ummæl- anna og fólk getur tekið afstöðu með þeim eða gegn. En það að dómsmálaráðherra skuli hafa sagt þetta skiptir gríðarlega miklu máli. Sá punktur hefur ekki hlotið nægi- lega athygli, að mínu mati. Björn Bjarnason þurfti ekkert að bregð- ast svona harkalega við áliti kæru- nefndar jafnréttismála. Eins og frægt er orðið hafa álit nefnd- arinnar verið rengd nokkrum sinn- um af hæstarétti. Dóms- málaráðherra hefði einfaldlega getað látið hafa það eftir sér í fjöl- miðlum að hann „harmaði að álit nefndarinnar skyldi stangast á við hans ákvörðun …“ eða eitthvað í þá veru og bætt við að hann hefði talið sig vera að velja hæfasta ein- staklinginn í starfið. Líklegt verð- ur að teljast að álit kærunefnd- arinnar hefði engu að síður valdið fjaðrafoki og kallað á viðbrögð. En með lágstemmdari ummælum hefði dómsmálaráðherra vel getað dregið úr gagnrýni og forðast fjöl- miðlafárið. Með því að greina frá andstöðu sinni við tiltekin ákvæði jafnrétt- islaga tryggði Björn sér miklu meira andóf en annars hefði verið. Einmitt þess vegna eru ummælin, hversu fáránleg sem fólki kann að þykja þau, gleðitíðindi fyrir kjós- endur. Það er miklu betra að ráð- herra lýsi skoðun sinni en liggi á henni. Kjósendur eiga rétt á að vita að sá sem fer með ráðherra- vald í dómsmálum er ekki sáttur við þá löggjöf sem Alþingi kom sér saman um að setja um jafnan rétt kynjanna. Ef Björn Bjarnason hefði ein- faldlega gefið það út að hann harmaði álit kærunefndar, eins og ráðherrar gera gjarnan, þá hefði hann brugðist kjósendum. Marklaus ummæli eins og að fagna og harma eru leiðinleg. Sprengjur eins og sú sem dóms- málaráðherra varpaði með því að segja að jafnréttislögin séu barn síns tíma eru hins vegar bæði skemmtilegar og nauðsynlegar. Þótt dómsmálaráðherra hafi tekist að reita fjölmarga til reiði skiptir það ekki öllu máli. Aðalmálið er að hann gerði grein fyrir þessari af- stöðu sinni. Kjósendur eiga heimtingu á að heyra að Björn Bjarnason telur sig ekki þurfa að fara eftir lögum sem Alþingi hefur sett. Og kjósendur eiga heimtingu á að vita að Hall- dóri Blöndal þykja miðaldra konur ekki eins líklegar og ungir karl- menn til að hrista upp í hópi mið- aldra karlmanna. Án þessara upp- lýsinga er ómögulegt fyrir kjósendur að hrista upp í stjórn- arliðinu. Barn hvaða tíma? Forseti Alþingis og dómsmálaráðherra eru sammála um að aldur skipti meira máli en kyn. Þeim finnst ekki mikilvægt að auka fjölbreytni í hæstarétti með því að jafna kynjahlutföll en vilja hins veg- ar ólmir auka hana með því að bæta ungum karlmanni í hóp dómara. VIÐHORF Eftir Eyrúnu Magnúsdóttur eyrun@mbl.is ✝ Anna S. Guð-mundsdóttir fæddist í Fremra Seli í Hróarstungu 15. mars 1913. Hún lést á sjúkradeild Heilbrigðistofnun- arinnar á Seyðis- firði 13. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Ólína Ísleifsdóttir og Guð- mundur Jónsson, síðast búsett á Geirastöðum í Hró- arstungu í Norður- Múlasýslu. Systkini Önnu voru sex og er eitt eftirlif- andi. Maður Önnu var Jón Sigfinns- son, f. 11.8. 1902 á Aðalbóli í Jökuldal, d. 28.3. 1974. Börn Önnu og Jóns eru: 1) Mikael, f. 28.9. 1934, maki Lilja Ólafsdóttir, f. 2.9. 1938. Börn þeirra eru Anna, Sigurður (látinn), Sigfinnur, Ólafur og Valborg. 2) Lovísa, f. 8.7. 1937, maki Haf- steinn Steindórsson, f. 30.7. 1935. Börn þeirra eru: Jóna Kristbjörg, Margrét, Inga Ósk, Guðmund- ur Þór og Steinunn. Barnabarnabörn Önnu eru 22 og eru barnabarnabarna- börnin alls fimm. Anna og Jón bjuggu allan sinn búskap á Seyðisfirði. Útför Önnu fer fram frá Seyð- isfjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku mamma mín. Nú þegar komið er að kveðjustund er margs að minnast og sakna. Gott var að koma til þín austur og munum við sakna þess að hafa ekki athvarf hjá þér lengur. Við Haddi þökkum þér allar góðar samverustundir sem við áttum með þér öll þessi ár, elsku mamma mín, takk fyrir allt. Við kveðjum þig með ljóði eftir pabba: Guð þig leiði sérhvert sinn sólarvegi alla. Verndarengill varstu minn og vissir mína galla. Hvar sem ég um foldu fer finn ég návist þína. Aldrei skal úr minni mér, mamma, ég þér týna. (Jón Sigfinnsson.) Lovísa. Elsku amma og langamma. Við hugsum til þín með hlýhug og ást og þökkum þér allar okkar sam- verustundir. Við kveðjum þig með söknuði. Guð geymi þig. „Lífið er mér ekki blakandi kertaljós sem brennur hægt niður. Það er dýrlegur kyndill sem ég hef fengið í hendur um stund. Og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að hann megi loga eins skært og hátíðlega og frekast er unnt, áður en ég rétti hann áfram til næstu kynslóðar.“ (G. B. Shaw). Inga og Eyþór. Það var sólskin og fallegt veður þegar síminn hringdi kl. rúmlega sjö að morgni. Það var pabbi að láta okkur vita að amma væri dáin. Það er erfitt að vera staddur í öðrum landshluta á svona stundu. Elsku amma, síðasta samtal okk- ar var á 91 árs afmælisdaginn þinn 15. mars síðastliðinn og mikið er ég þakklát fyrir það. Það eru margar góðar minningar sem koma upp í huga minn. Sunnudagskaffi hjá ömmu og afa í Magasíni, brúntertan góða, rjómapönnukökur og pönnukökur með sykri. Svo var það nammi- skálin uppi á ísskáp með brenndum bismark og kóngabrjóstsykri. Það var ekki leiðinlegt að fá að kíkja í hana og næla sér í mola. Það var líka gaman að fara upp á loft og skoða smíðaherbergið hans afa, gægjast síðan inn í búr sem var með tígullaga gati á hurðinni og fara svo inn í hjónaherbergi og leggjast upp í litla hvíta hjónarúm- ið. Svo voru það jólin bæði fyrir austan og eins þegar þú komst suð- ur og varst hjá okkur. Þér þótti gaman að spila og var oft tekið í spil. Þegar ég var svo komin með eigin fjölskyldu komum við austur í heimsókn á sumrin og alltaf tókstu vel á móti okkur. Elsku amma, við Gummi og krakkarnir, þau Haddi Már, Anna María, Lovísa Ýr og Sigríður Emma, þökkum þér fyrir sam- fylgdina í gegnum árin. Þín verður sárt saknað. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Jóna Kr. Það er alveg sama hvenær þess- ar fréttir koma til manns það er alltaf jafn erfitt að taka við þeim og sárt að sætta sig við þær. Elsku langamma mín Anna Sig- urbjörg Guðmundsdóttir (amma á Seyðó eins og ég kallaði þig), nú hefur þú lokið þínu hlutverki hérna meðal okkar, og vil ég fá að segja að ég mun alltaf elska þig fyrir að hafa verið jafn elskuleg, indæl, fal- leg, skemmtileg, glöð, hjarthlý, hjálpsöm og góð amma við mig. Þú munt alltaf eiga stað í mínu hjarta og ég mun elska þig og tala við þig áfram. Ég mun alltaf elska þig, langamma, þar sem þú verður og munt nú fylgjast með okkur við að reyna að feta í þín fótspor í lífinu sem er virðingarvert að stefna að. Takk, elsku langamma, fyrir að kenna mér svo margt gott til að miðla til annarra sem hefur nýst mér mikið á mínum uppvaxtarárum og gerir enn. Takk fyrir að vera svo góð vin- kona mín, elsku langamma, það var alltaf yndislegt að fá alla þína um- hyggju og hlýju sem var mér svo dýrmæt og hvatning fyrir mig til að gefa öðrum. Þú varst einstök og munt alltaf verða, og ég veit að þér líður miklu betur þar sem þú ert núna og vil ég biðja Guð um að vernda þig og styrkja orku þína og leiða þig í ei- lífðina þar sem við hittumst aftur þegar röðin kemur að mér. Ég elska þig alltaf, amma á Seyðó. hvíldu í friði og Guðs faðmi. Ég sendi að lokum öllum að- standendum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja og vernda alla þína nánustu, börn þín og afkom- endur á þessum erfiðu tímum og færa þeim ljós og frið. Hafsteinn Már (Haddi Már). ANNA S. GUÐMUNDSDÓTTIR Það er sárt að þurfa að kveðja þig og hugsa til þess að fá ekki að hitta þig aftur en það er huggun að eiga fullt af minningum um þig sem gleymast aldrei. Ég minnist EINAR BJÖRNSSON ✝ Einar Björnssonfæddist í Reykja- vík 24. maí 1952. Hann lést á Reykja- lundi 5. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Björn Lúthersson bóndi á Ingunnarstöðum í Kjós, f. 28. mars 1917, d. 26. janúar 1998, og Arndís Ein- arsdóttir húsfreyja, f. 27. ágúst 1919, d. 9. ágúst 2001. Systk- ini Einars eru Guðný Guðrún Björnsdótt- ir, f. 28. janúar 1942, Kristín Björnsdóttir, f. 21 ágúst 1948, Lárus Björnsson, f. 13. maí 1958, og Finnbogi Björnsson, f. 4. ágúst 1959. Einar ólst upp á Ingunnarstöð- um í Brynjudal. Hann vann þar öll almenn sveitastörf. Síðustu 16 ár- in bjó hann á Reykjalundi og starfaði þar við plastiðnað. Útför Einars fer fram frá Reynivallakirkju í Kjós í dag og hefst athöfn klukkan 14. þín sem stóra bróður og áttum við margar gleðistundir saman. Þú varst kannski ekki maður margra orða en samt vissir þú alltaf svörin við ótal spurn- ingum sem leituðu á hugann um lífið og til- veruna þegar ég var lítil stelpa að alast upp í sveitinni á Ing- unnarstöðum. Alltaf var líka stutt í brosið og sáum við líka oft spaugilegu hliðina á tilverunni. Alveg frá því ég man eftir mér hafðir þú tíma til að hafa ofan af fyrir litlu stelpunni hennar Stínu hvort sem það var að renna sér á snjóþotu í snjónum á vetrum eða ærslast í heyinu í hlöðunni á sumrin. Sér- staklega er mér þó kær minningin þegar þú kenndir mér á skauta. Á túninu niðri á eyri æfðum við þangað til ég hafði ná tökum á skautalistinni, takmarkið hjá mér var auðvitað að geta farið eins hratt og þú. Á tunglskinsbjörtum kvöldum í Brynjudalnum röltum við saman niður að á til að renna okkur saman. Þegar svo var komin þreyta í litla fætur, lögðumst við saman í snjóinn og þú sýndir mér norðurljósin og sagðir mér hvað stjörnurnar hétu. Í dag ylja þessar minningar í sorgmæddu hjarta og ég er þakklát fyrir allar góðu stundirnar okkar saman í sveitinni. Þó við værum bæði flutt til Reykjavíkur ég í framhaldsskóla og þú til vinnu á Reykjalundi þá eyddum við alltaf jólunum saman á æskuheimili okkar að Ingunnar- stöðum hjá afa og ömmu. Þá var oft mikið spjallað yfir kakóinu hennar ömmu á aðfangadagskvöld það var ekki fyrr en ég var komin með mann norður í landi að við eyddum hátíðinni ekki saman. Ég á eftir að sakna þessara stunda en þær mun ég alltaf geyma í hjarta mínu og þakka Guði fyrir að fá að kynnast þér svona vel frá því ég var barn fram á fullorðinsár. Ég vona, elsku Einar minn, að þér líði vel á nýja staðnum og ég veit samt að þú átt eftir að fylgjast áfram með litlu stelpunni frá Ingunnar- stöðum. Hvíl þú í friði hjá Guði. Enn vér skulum skilja skaparans að vilja, hver fer heim til sín. Lát oss aftur langa, lífsins Herra að ganga hingað heim til þín. Og þó vér ei hittumst hér, gef oss fund á gleðistundu, Guð, í ríki þínu. (V. Briem.) Arndís Björk. Kæri Einar. Mér finnst þetta al- veg ótrúlegt og óraunverulegt að þú sért farinn, þetta var alltof
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.