Morgunblaðið - 17.04.2004, Side 41

Morgunblaðið - 17.04.2004, Side 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 41 Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Minningarkort 570 4000 Pantanir á netinu: www.redcross.is Rauði kross Íslands bregst við neyð jafnt innanlands sem utan og veitir aðstoð er gerir fólk hæfara til að takast á við erfiðleika og bregðast við áföllum. Þegar á reynir Rauði kross Íslands snöggt og óviðbúið. Síðasta sinn sem ég sá þig var fyrir jólin, þegar við náðum í jólatréð upp í Kjós, þá voru orðin fá en gaman var að sjá þig. Þér hefur oft verið lýst sem hlédrægum og rólegum manni sem ég myndi segja að passaði en þó oft er betra að þegja en að segja og þögnin er gullsins virði. Maður fann alltaf fyrir nærveru þinni þótt þú tjáðir þig ekki mikið og sú nær- vera var góð. Þér var vel við börn og ég man alltaf eftir því þegar ég var lítil að þegar við komum upp að Ingunnarstöðum þá fór ég alltaf upp til þín að heilsa upp á þig. Þú varst góður maður og frændi, þú munt alltaf lifa í minningunni. Elsku frændi, þakkar þér fyrir allt, hvíldu í friði og berðu kveðju til ömmu og afa. Skyldfólk kemur og fer og þannig lífið er. Við okkar fólk syrgjum og okkar sársauka byrgjum. Ég vona að allir hafi það gott, hvort sem lifandi eða látnir séu og hvar sem þeir eru. Þín frænka Elín Anna. Minningin um Einar er mér efst í huga núna því hann er svo nýfar- inn frá okkur og maður er varla búinn að átta sig á því að maður sjái hann aldrei aftur. Einar var hlédrægur og góður maður og vildi allt fyrir mann gera ef mann vantaði hjálp en var samt ákveðinn ef á það reyndi. Það var ekki fyrir hvern sem er að ná sam- skiptum við Einar en við sem vor- um svo góðir mátar og eiginlega mjög góðir vinir gátum talað um lífið og tilveruna. Hann var allar sínar frístundir á heimili mínu, hann ólst upp á sama stað og ég á Ingunnarstöðum í Brynjudal í Kjós. Hann kom alltaf um jól og páska og hafði það notalegt hjá okkur. Í sumarfríinu var hann mik- ið að hjálpa móður minni í heyskap og var ég mikið í kringum hann þar. Honum fannst gaman að horfa á Formúlu 1 kappaksturinn. Hann byrjaði að horfa á Formúluna með mér eitt skiptið þegar hann kom í sveitina um páskana fyrir nokkr- um árum og fannst þetta rosa spennandi og horfði á hverja tíma- töku og keppni á eftir annarri. Annað skiptið þegar ég og Einar vorum saman um helgi þá vöktum við fram á rauða nótt til að horfa á keppnina. Einar hélt með Michael Schumacher og Ferrari-liðinu eins og ég. Hann var rosalega glöggur á bíla og bílategundir og einnig traktora og vinnuvélar. Honum þótti gaman að fara í göngutúra og heimilishundurinn fylgdi honum alltaf í þá. Mér þótti rosalega gam- an að fara með honum og töluðum við mikið saman í þessum minn- isstæðum göngutúrum okkar. Minningin um þig mun alltaf vera í hjarta mínu hvert sem ég fer. Þinn frændi Brynjar Þór. ✝ Guðlaug Þor-steinsdóttir fæddist í Hólakoti Hálsasveit 12. ágúst 1914. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 12. apríl síðastliðinn eftir skamma legu þar. Guðlaug var yngst þriggja barna Þorsteins Þorsteins- sonar, f. 1871 á Sig- mundarstöðum í Hálsasveit, Árnason- ar frá Bjarnastöðum í Hvítársíðu og konu hans Guðrúnar Jóns- dóttur frá Vestri Leirárgörðum og Guðríðar Þorleifsdóttur, Gísla- sonar frá Uppsölum og konu hans Guðlaugar Magnúsdóttur frá Hamrakoti í Andakíl, en foreldrar hennar bjuggu þá á þriðja parti Snældubeinsstaða í Reykholtsdal, en fluttu að Sig- mundarstöðum í Hálsasveit árið eftir að hún fæddist. Systkini Guðlaugar voru Þorleifur bóndi Uppsölum, f. 1906, d. 1981, og Guðrún, f. 1910, d. 1996. Guðlaug var við nám í Héraðsskólan- um í Reykholti 1940- 41, og eftir það starfsstúlka þar um tíma. Þá var hún einnig nokkra vetur í Reykjavík við heim- ilisaðstoð. Eftir það flutti hún al- komin að Uppsölum. Guðlaug dvaldist síðast á Dval- arheimili aldraðra í Borgarnesi. Útför Guðlaugar verður gerð frá Reykholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Mig langar í örfáum orðum að minnast Laugu en það var hún ætíð nefnd af samferðafólkinu. Hugurinn leitar aftur til ársins 1914 þegar hún fæddist á ein- hverju aumasta koti hér í sveit, en hafa ber það í huga að ekkert jarð- næði var svo aumt, að það væri ekki skárra en ekkert, það var og er mikils virði að hafa ábúð og vera sjálfs sín. Foreldrar Laugu höfðu áður bú- ið í Örnólfsdal í Þverárhlíð en flutt í Hólakot tveim árum áður en Lauga fæddist. En það voru gjarn- an örlög leiguliða á þeim árum, að vera á stöðugu ferðalagi milli jarða. Og því aðeins friður með jarðnæði að engan annan fýsti þar að búa, en mig grunar að svo hafi verið með Hólakotið. Það vissu allir að oft var þröngt í búi þar, þrjú ung börn, húsbóndinn ekki heilsuhraustur og kotið rýrt. Bústofninn var ekki mikill en fólk var ekki að gera meiri kröfur en svo að það hefði til hnífs og skeið- ar, sem tókst oftast ef tíðin var hagstæð, en lítið mátti út af bregða til að skortur yrði þótt sparlega væri með farið. Það er ekki ólíklegt að kröpp kjör í uppvexti hafi mótað Laugu og Guðrúnu systur hennar að sumu leyti, þeim var alla tíð mikið í mun að vera ekki upp á aðra komnar, skulda engum neitt og fara vel með það sem kynni að koma að gagni síðar. Lauga sagði reyndar að hana hefði ekki skort neitt og ætti að- eins góðar minningar frá æsku dögum og hún efaðist ekki um að allt var gert sem í valdi foreldr- anna var til að börnin hefðu það sem best. Eitt leikfang eignuðust þær systur í Hólakoti sem ekki var heimatilbúið, þetta var tuskubrúða sem vinnukona á næsta bæ færði þeim. Lauga sagði mér að henni hefði aldrei þótt gaman að brúðunni, kunni betur við leggi og völur. Í hlíðinni sunnan við bæinn ráku þær systur mikinn búskap, leggir voru litaðir og margir höfðu nöfn eins var um völur og kjálka. En leikir breyttust fljótt í lífs- baráttu á þessum árum og svo mun hafa verið með börnin í Hólakoti sem og víðar. Það má segja að alla tíð hafi allt snúist um dýr hjá Laugu en hún hafði mikið yndi af öllum dýrum. 1936 verða þáttaskil, Þorleifur bróðir hennar sem hafði um nokk- ura ára skeið verið í vinnumennsku annarsstaðar, kaupir þá Uppsali ágæta jörð í sömu sveit og þangað flyst allt heimilisfólkið úr Hólakoti, en síðan hefur ekki verið búið þar. Fyrst bjuggu þau í tvíbýli á móti fyrri ábúanda í lítilli baðstofu sem Þorleifur reisti en það var ekki fyrr en á sjötta áratugnum að byggður var nýr bær á Uppsölum. Lauga átti mjög góðar minning- ar um gamla bæinn, það var hlýr og vinalegur torfbær, og mikill munur á honum og Hólakotsbæn- um. Þorleifur bróðir Laugu var mikið að heiman við veiðar á vorin og oft fram á slátt, en hann sá um grenja- vinnslu og minkaveiðar á stóru svæði meðan heilsa leyfði. Þá sáu systurnar um búið sem varð fljótlega allstórt, auk þess sem oft voru aðkomumenn lang- tímum saman við smíðar þar sem allt þurfti að byggja upp. Oft voru unglingar til snúninga eins og altítt var til sveita á þessum árum, þann- ig að heimilishaldið var mikið ásamt vinnu við búið. Báðar gengu þær systur jafnt til verka úti og inni en þó var matseld meira á hendi Laugu ásamt því að sinna aldraðri móður sem átti skjól til æviloka hjá börnum sínum. Að loknu dagsverki var sest við að spinna og prjóna, en hannyrða þeirra mæðgna nutu margir og er ég einn þeirra. Lauga var listræn og hafði gam- an af kveðskap og tónlist, eink- anlega karlakóum og þrátt fyrir annríki gafst ætíð tími til að lest- urs góðra bóka. Árið 1981 deyr Þorleifur og um það leyti var heilsa Guðrúnar farin að versna, en áfram bjuggu syst- urnar með dálítið af sauðfé og hænsn. Þeim var í mun að halda jörðinni við þá jafnt landsgæðum sem hús- um. Lauga varð nú meira og meira bundin yfir Guðrúnu sem var farin af sliti, og síðustu árin rúmföst, og við bættist að á þeim tíma fór Lauga að missa sjón, og var því fljótlega öllum búskap sjálfhætt. Þegar hér er komið sögu naut Lauga aðstoðar heimilisþjónustu til að annast systur sína, og urðu þær systur þeirrar gæfu aðnjót- andi að hafa sömu manneskjuna sér til aðstoðar meðan þess þurfti með, og að öðrum ólöstuðum á Kristfríður Björnsdóttir húsfreyja á Hofsstöðum sérstakar þakkir skilið fyrir þá óeigingjörnu hjálp sem hún veitti þá og síðar eftir að Lauga varð ein. Einnig vil ég nefna frænku hennar Ragnhildi Þor- steinsdóttur á Úlfsstöðum sem sá að miklu leyti um aðdrætti fyrir Laugu eftir að ferðir mjólkurbíla lögðust af. Eftir að Guðrún lést bjó Lauga ein á Uppsölum og nokkur síðustu árin alblind. Við nágrannarnir reyndum eftir föngum að aðstoða hana en það var ótrúlegt hvað hún gat bjargað sér sjálf og kom sér þá vel hve minnug hún var. En að lokum fór þó svo snemma árs 2002 að hún datt og braut bein í mjöðm. Fór hún þá á sjúkrahús og var þar um sinn en þaðan fór hún á dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi og þar dvaldi hún við gott atlæti. Hún sagði reyndar að sér leiddist að vera í Borgarnesi, en það kom engum á óvart sem til hennar þekktu, enda nánast ákveð- ið að svo yrði áður en hún fór þangað til dvalar. Nú snemma í apríl hrakaði henni og var flutt á sjúkrahúsið á Akranesi og lést þar að kvöldi annars dags páska. Starfsfólki öllu á dvalarheimilinu og sjúkrahúsinu vil ég þakka hve vel það reyndist henni. Lauga var vel gefin og eins og áður er sagt listfeng og handlagin. Hún fékkst nokkuð við saumaskap fyrir aðra og prjónaði mikið bæði fyrir heimilið og til sölu. Hún var fíngerð kona og átti mjög hægt með að hreyfa sig, hún unni öllu lífi með einni undantekn- ingu þó, það var minkurinn. Vegna starfa Þorleifs við veiðar var Sveinn heitinn Einarsson veiði- stjóri nokkuð tíður gestur á Upp- sölum, Lauga hafði mikið dálæti á Sveini eins og allir sem honum kynntust, Sveinn úvegaði henni nokkra minkaboga og stundaði Lauga veiðar með þeim svo lengi sem sjón og heilsa leyfðu. Þeir voru margir minkarnir sem hún veiddi, þetta átti vel við hana enda gaf þetta henni tilefni til að rölta um hagana og njóta útiveru, tína fallega steina og njóta þess að upplifa vorið eins og hún orðaði það. Og eitt er víst að mörg eru sporin hennar upp í Hnausum og með Reykjadalsánni. Lauga var ekki allra, og mörgum fannst viðmót hennar fráhrindandi, og víst gat svo verið. Hún sagði meiningu sína umbúðalaust við alla, en talaði ekki á bak. En þeim sem hún tók var hún sannur vinur og undir niðri var hún hlý og við- kvæm. Ég tel að það hafi verið forrétt- indi að hafa átt samleið með Upp- salafólkinu, en nú er það allt horfið yfir móðuna miklu, en ekkert þeirra systkina giftist og áttu þau engin börn. Lauga bað þess sérstaklega, að þess yrði getið yrði hennar minnst að fram kæmi að hún hefði aldrei verið við karlmann kennd, þetta ber þó ekki að skilja svo að hún hafi haft eitthvað á móti karlmönn- um, raunin var reyndar sú að henni líkuðu þeir betur en kvenfólk, en hafði einfaldlega engin not fyrir þá. Lauga fylgdist vel með þjóðmál- um án þess þó að geta talist póli- tísk, gladdist yfir framförum og var óhrædd að tileinka sér þær nýjungar sem að gagni gætu komið við það sem hún var að fást við. Ég vil með þessum fátæklegu orðum þakka fyrir allt sem þetta góða fólk á Uppsölum var mér og mínum. Ég veit að það er nú allt aftur saman á æðra stigi, og Lauga komin með sjónina aftur. Þessi fjölskylda var stór hluti af þessu litla samfélagi hér, en þó að- eins lítill hluti stórrar ættar sem enn byggir þetta hérað. Megi sá er yfir okkur vakir blessa og varðveita Laugu og hennar fólk og minningu þeirra. Snorri H. Jóhannesson. Elsku vinkona. Komið er að sól- setri lífs þíns og vil ég minnast þín í nokkrum orðum. Það voru for- réttindi mín sem barns að stíga mín fyrstu skref og eiga mín fyrstu ár í nálægð við þig. Ég á Kolslæk og þú á Uppsölum. Ófáar ferðirnar fór ég á milli bæja til að vera sam- vistum við þig. Þú sagðir mér endalausar sögur af tröllum, álfum, huldufólki, vættum og fornhetjum. Þú kenndir mér ljóð og vísur og brýndir fyrir mér þjóðararfinn og bý ég að því alltaf. Þú kenndir mér að alltaf ætti maður að vera góður við dýr, sagð- ir það lítinn manndóm að vera vondur við þau. Mér fannst allt sem þú sagðir rétt, þú varst bara best. Ég man hvað það var gott að koma að Uppsölum, setjast á eld- húsbekkinn og láta spjalla við sig, sjá svo borðið fyllast af bakkelsi, jólakökum, snúðum, kleinum, ást- arpungum og loks þessum yndis- legu pönnukökum sem ilmuðu af vanillu. Svo var raðað í mann þar til maður mátti vart mæla. En þá var ekki allt búið enn. Aldrei fór ég tómhent frá Uppsölum, alltaf frammi við dyr stakkstu í lófa minn suðusúkkulaði, brjóstsykri eða aurum, kysstir mig svo á vang- ann og sagðir mér að koma fljótt aftur. Ég man ullarsokkana, vett- lingana, ég man flétturnar á höfði þér, broddstafinn þinn, flókaskóna, heitt súkkulaði, jóla- og afmælis- gjafir sem voru engu líkar, ég man umvandanir þínar og vinnulúnar hendur þerra tár mín og tak- markalausa góðmennsku þína gagnvart mér. En allt tekur enda og sæluvist minni í Hálsasveit lauk 2. júní 1977 er við fluttum úr sveit- inni. Ég man það alltaf. Snemma morguns lögðum við af stað. Við brúsapallinn á Uppsölum varst þú. Þú stoppaðir bílinn okkar og sagð- ist ætla að eiga við mig orð. Þú sagðir að nú yrði lengra á milli okkar og að við skyldum skrifast á. Þú sagðir mér að hafa ekki áhyggj- ur af Flekku minni, þú tækir hana til þín í haust þegar hún kæmi af fjalli. Þú gafst mér heilræði og svo grétum við saman þarna á brúsa- pallinum þar til ég var tekin úr fangi þér og haldið var áfram. Mig langaði ekki vitund í þessa nýju sveit sem var svo óralangt í burtu frá Hálsasveitinni. Þar var svo sannarlega heldur engin Lauga á Uppsölum til að kenna manni og fræða. Ég fæ þér aldrei fullþakkað, elsku Lauga mín. Ég hugsa oft um það eftir að ég varð móðir þvílíkra forréttinda ég naut að eiga þig að, og finnst mér oft á tíðum að dætur mínar séu svo fátækar að þessu leyti því enga Laugu sína eiga þær. Þær hlusta með andakt á mig segja sögur og minningar mínar um þig. Þú spurðir mig, ekki fyrir svo löngu, því ég gerði það. Ég svaraði og sagði: „Sagan mín, er líka sagan þín. Ég man þegar ég hringdi og sagði þér að ég ætlaði að láta yngstu dóttur mína heita í höfuðið á þér, það varð þögn í símanum og svo sagðir þú: „Ég á það ekki skil- ið, er það ekki alltof mikið?“ Ég svaraði og sagði: „Ef ekki þú, hver þá?“ Svo kom ég með þá litlu um sumarið til þín, þú straukst henni allri og klappaðir og þá í fyrsta skipti í þrjátíu ár mátti ég taka af þér mynd. Mynd af þér og mér með dætrum mínum. Þegar ég svo fór, seinna um daginn, stakkstu aurum og súkkulaði að okkur öllum dömunum, tókst svo í hönd mína og sagðir: „Hulda, gættu hennar vel, lífið er ekki alltaf ljúft.“ Þú vildir á Uppsölum vera eins lengi og hægt væri, og helst lengur. Svo- leiðis var það líka, þökk sé Auga- staðafólki og Hofsstaðafólki sem þú sagðir að væri þvílíkt öðling- sfólk að varla fyndist í hvaða sveit sem væri. Ég efast ekki um að svo sé Lauga mín. Elsku Lauga mín, ég kveð þig í bili og þakka þér ára- langa tryggð, bréfaskriftir og vin- skap hérna megin, í þeirri fullvissu að þegar ég legg í þá ferð sem þú nú ert farin í verðir þú með þeim fyrstu sem ég hitti við brúsapallinn hinum megin. Elsku Lauga mín, takk fyrir að vera til. Hulda Jónsdóttir. GUÐLAUG ÞORSTEINSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.