Morgunblaðið - 17.04.2004, Qupperneq 42
MINNINGAR
42 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, www.mosaik.is
MOSAIK
Veljið fallegan legstein
Vönduð vinna og frágangur
Sendum myndalista
Legsteinar
Elsku mamma. Í síð-
ustu viku rann upp dag-
urinn sem ég hef alltaf
óttast, dagurinn þegar
við urðum að kveðjast.
Þegar ég vaknaði þennan morgun og
leit út um gluggann varð ég mjög
hissa, vorið sem var byrjað að læðast
til okkar var skyndilega horfið og yfir
öllu lá þykkur jólasnjór. Mér fannst
þetta í senn fallegt og undarlegt.
Stuttu seinna hringdi síminn: Flýttu
þér yfir, Vala, mamma er eitthvað
veik. Ég hljóp yfir til þín en sá strax
að þú varst orðin alvarlega veik. Eftir
stuttan tíma á Borgarspítalanum var
þessu lokið. Fyrirvarinn var enginn,
þú varst alveg hress kvöldið áður,
komst yfir til mín og Óðins með gjöf
handa okkur, eitt af því sem þú gerðir
svo oft að „gauka“ að okkur hinu og
þessu.
Nú á þessum tímamótum í lífi okk-
ar Óðins kemur svo margt upp í hug-
ann, allt það sem við höfum brallað
saman, allt það sem þú gerðir fyrir
mig og allt það sem þú gerðir fyrir
hann Óðin minn. Litið til baka er
sterkasta tilfinningin án efa sú hvern-
ig þú varst alltaf, alltaf til staðar. Þú
varst alla tíð heimavinnandi og
heimakær. Tilfinningin að vita alltaf
af þér heima með nógan tíma til að
taka þátt í mínu lífi, hlusta og eða
hjálpa til var óneitanlega notaleg.
Við gerðum svo margt skemmtilegt
saman, eins og t.d. ferðirnar okkar í
heita lækinn á gömlu Hilman Hunter
druslunni okkar, ferðirnar til Spánar
saman, allir bíltúrarnir um Miðbæinn
og Þingholtin að skoða hús, allar ferð-
irnar í „Fossinn“ með nesti og kaffi á
brúsa. Þetta var þó flest í gamla daga.
Eftir að ég opnaði búðina og eftir að
Óðinn fæddist vorum við síst minna
saman. Þú studdir mig heilshugar í
þessu hvorutveggja. Þegar Noi opn-
aði hjálpaðir þú mér með svo ótal-
margt; saumaðir fallegu hengin fyrir
mátunarklefana, fórst í sendiferðir,
saumaðir föt og margt, margt fleira.
Svo þegar Óðinn fæddist passaðir þú
hann fyrir mig meðan ég var að vinna.
Aldrei kom neitt fyrir hann hjá þér,
VALGERÐUR
HANNESDÓTTIR
✝ Valgerður Hann-esdóttir fæddist í
Reykjavík 20. júlí
1931. Hún lést á gjör-
gæsludeild Landspít-
ala – háskólasjúkra-
húss í Fossvogi 1.
apríl síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Dómkirkj-
unni 13. apríl.
ekki ein einasta skráma
í tæp sjö ár. Já, hann
var í góðum og örugg-
um höndum hjá þér,
elsku mamma. Það sem
þú gerðir fyrir hann var
svo ótalmargt og gott að
erfitt er að velja úr. Mér
er samt efst í huga tím-
inn og þolinmæðin sem
þú gafst honum og það
sem þú kenndir honum
og það sem þú sagðir
honum.
Minningarnar eru
margar, þið að baka
brownies og piparkök-
ur, þið að útbúa úrklippubók með
fréttamyndum, þú að segja Óðni
Möggusögur meðan hann borðar
jarðarber og bláber með rjóma, þú að
kenna honum að sauma, þú að leyfa
honum að skoða allt gamla dótið og
ekki síst leikherbergið sem þú bjóst
til handa honum heima hjá þér og
kallaðir skrifstofuna hans.
Já, Óðinn var sannarlega glaður og
hamingjusamur þegar hann hljóp á
milli okkar og knúsaði okkur til skipt-
is og við reyndum sitt á hvað að halda
í hann og sögðum góðlátlega: Láttu
minn strák í friði, ég á hann, nei ég á
hann!
En þrátt fyrir allar góðu stundirn-
ar og alla þessa miklu samveru þrætt-
um við oft og undraðist ég það stund-
um hvers vegna við vorum alltaf
farnar að tala saman og hittast áður
en dagurinn var liðinn. Nú er ég
hugsa til baka er það svo yfirþyrm-
andi augljóst. Þú hafðir svo góða nær-
veru, elsku mamma. Rólegheitin, góð-
semin og traustið sem þú bjóst yfir
gerði nærveru þína svo eftirsóknar-
verða. Hvað mig varðar held ég að þú
hafir haft gaman af öllu mínu brölti og
brasi; hestamennskan, ferðalögin,
búðin, íbúðarkaupin, og stóri vinahóp-
urinn, þú hafðir gaman af að fylgjast
með þessu öllu og taka þátt í þessu
með þinni endalausu góðmennsku og
hjálpsemi.
Þegar ég settist niður til að skrifa
þessar línur fannst mér að ég þyrfti
að finna eitthvert fallegt ljóð eða sálm
til að lýsa því sem við áttum saman en
eftir stutta umhugsun komst ég að
þeirri niðurstöðu að ekkert skáld
hefði getað sagt á fegurri hátt eða lýst
betur því sem þessi þrjú orð segja um
okkar samfylgd: Þakklæti, ást, sökn-
uður.
Með þeim kveð ég þig, elsku
mamma
Þín
Vala.
Elsku systir mín er
látin. Hún barðist við
erfið veikindi í rúm
þrjú ár, var alltaf hress
og vongóð um bata en
að lokum varð hún að láta undan. Við
þóttum líkar og var oft tekinn feill á
okkur og hafði Gerða gaman af því.
Gerða á tvær dætur, Gunnrúnu sem
hún gekk með er kærasti hennar lést
í bílslysi, og Sveinbjörgu með Sig-
urði en það var stutt sambúð. Gerða
og Cesar eru búin að vera í sambúð í
16 ár. Gerða vann síðustu ár í mötu-
neyti Pósts og síma og kunni því vel.
Gerða var myndarleg húsmóðir og
átti falleg heimili og var alltaf fín og
flott. Hún naut þess að punta sig og
veit ég að sárt var að missa hárið oft í
lyfjameðferðinni. Gerða og Cesar
GERÐUR
SIGFÚSDÓTTIR
✝ Gerður Sigfús-dóttir fæddist í
Bergholti á Raufar-
höfn 6. júní 1939.
Hún lést á líknar-
deild Landspítalans í
Kópavogi 27. mars
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Garðakirkju 2.
apríl.
komu oft til Eyja og
voru hjá mér, og við
Rikki til þeirra þegar
við vorum í Reykjavík,
gátum við labbað á milli
húsa okkar. Þá var oft
spjallað yfir kaffibolla
og ráðgert að fara í
góðan bíltúr eða gera
eitthvað skemmtilegt.
Gerða átti átta barna-
börn og langömmubarn
á leiðinni. Var hún stolt
af því. Ég á níu barna-
börn og vorum við
montnar af að eiga
stórar fjölskyldur.
Ég sat hjá henni síðustu dagana
sem hún lifði og hugsaði hvað ég ætti
eftir að sakna hennar og bað Guð að
taka vel á móti henni. Svo hafa
mamma og pabbi tekið vel á móti
henni. Gerða og mamma bjuggu
saman í Bergholti í mörg ár og áttu
margar góðar stundir. Ég efa ekki að
það verða Bergholtsumræður hjá
þeim.
Að leiðarlokum þakka ég allar
ánægjustundirnar sem við áttum
saman og bið Guð að blessa fjöl-
skyldu hennar.
Þórdís systir.
✝ Kristín Erlends-dóttir fæddist á
Hvallátrum í Rauða-
sandshreppi í Vest-
ur-Barðastrandar-
sýslu 8. júní 1920.
Hún lést 11. apríl síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Erlend-
ur Kristjánsson,
bóndi á Hvallátrum,
og Ólafía Ásgerður
Ásgeirsdóttir.
Kristín ólst upp hjá
móður sinni á Hval-
látrum, en um 12 ára
aldur flutti hún til
prestshjónanna í Sauðlauksdal og
vann þar við hin ýmsu heimilis- og
sveitastörf, hún vann í frystihúsi
um tíma, eins var hún um tíma í
vist í Reykjavík en veturinn 1939
til 1940 var hún í Húsmæðraskól-
anum Ósk á Ísafirði. Sumarið
1941 réðst hún í kaupavinnu í
Brandshúsum í Gaulverjabæjar-
hreppi.
Hinn 4. júní 1942 giftist Kristín
Jóni Óskari Guðlaugssyni, f.
27.10. 1908, d. 22.9. 1974, bónda á
Eystri Hellum í Gaulverjabæjar-
hreppi í Árnessýslu. Þau eignuð-
ust fimm börn. Þau eru: 1) Erlend-
ur, f. 9.12. 1942, maki Halla
Kjartansdóttir og eiga þau tvo
syni og eitt barna-
barn. 2) Sigurjón
Gísli, f. 9.7. 1944, d.
4.5. 1995, hann átti
einn son. 3) Guðlaug
Kristín, f. 12.5. 1948,
maki a) Þórður Þór-
isson, d. 1976, maki
b) Guðberg Guð-
mundsson. Guðlaug
eignaðist fimm börn
og eru tvö þeirra á
lífi og barnabörnin
eru tvö. Áður átti
Guðberg þrjú börn,
barnabörnin eru sjö
og barnabarnabarn
er eitt. 4) Ólafur Ásgeir, f. 6.3.
1952, maki Sigrún Þórarinsdóttir
og eiga þau eina dóttur, börn Sig-
rúnar af fyrra hjónabandi eru tvö
og barnabarn er eitt. 5) Guðlaug-
ur Óskar, f. 4.4. 1957, maki Herdís
Einarsdóttir og eiga þau þrjú
börn. Þau bjuggu á Eystri Hellum
til ársins 1973 en þá fluttu þau til
Þorlákshafnar, Jón lést 1974.
Kristín bjó áfram í Þorlákshöfn,
síðast til heimilis í íbúðum aldr-
aðra á Egilsbraut 9.
Útför Kristínar fer fram frá
Þorlákskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30. Jarðsett
verður í Gaulverjabæjarkirkju-
garði.
Þá sól til viðar er sigin og sýsla dagsins
er hætt,
og máninn stillt er stiginn og stjörnuljósið
er glætt.
Þá hjúpað kyrrðin sig hefur um hauðrið
vær og djúp.
þá sætlega foldin sefur og sveipuð er
nætur hjúp.
(Þýð. V. Briem.)
Nú er sól Kristínar Erlendsdóttur
sigin til viðar og sýsla daganna er
hætt.
Morgunn lífsins leið á Hvallátrum í
Vestur-Barðastrandarsýslu þar sem
hún var fædd og uppalin. Þar var mik-
ið mannlíf á þeim tíma og mikil um-
sýsla við sjávarfang, fuglatekju og
sveitastörf. Kristín minntist oft þess-
ara daga með nokkurri eftirsjá, með-
an lífið var enn þá ævintýri og fram-
tíðin óráðin gáta. Í fjörunni var alltaf
eitthvað spennandi á seyði, hafið var
matarkista heimilanna og Bjargið,
fullt af fugli og eggjum, bæði gaf og
tók. Nálægðin við þessa stórbrotnu
náttúru mótaði sál barnsins og fylgdi
henni alla ævi. Árið 1942 giftist hún
Jóni Óskari Guðlaugssyni bónda á
Eystri-Hellum í Gaulverjabæjar-
hreppi og nú tók við húsmóðurstarf
og uppeldi barnanna sem urðu fimm.
Störf í sunnlenskri sveit, Flóinn
sléttur og vítt til allra átta í algerri
andstöðu við fjöllin fyrir vestan. En
tíminn er ótrúlega fljótur að líða, fyrr
en varði voru börnin flogin úr hreiðr-
inu, heilsu Jóns var tekið að hraka og
árið 1973 fluttu þau til Þorlákshafnar
þar sem tveir synir þeirra voru orðnir
heimilisfastir. Árið eftir lést Jón og
eftir það hélt hún heimili í nokkur ár
með Sigurjóni syni sínum á Lýsu-
bergi 3. Hann lést árið 1995. Árið
1980 hafði hún eignast íbúð í Sam-
byggð 10 og bjó þar í nokkur ár, en
fluttist síðan í íbúðir aldraðra á Egils-
braut 9 þar sem hún bjó til æviloka.
Kristín var vinsæl og vinamörg
hvar sem hún var. Hún var forkur til
vinnu og fólk mátti passa sig að hafa
við henni, hvort sem hún vann við
slátt á engjunum í Gaulverjabæjar-
hreppnum eða í frystihúsinu í Þor-
lákshöfn.
Sama mátti segja um heimilisstörf-
in, dugnaðurinn var alls staðar samur.
Það skipti ekki máli þó fjórir eða
fimm bættust óvænt við í hádegismat-
inn, það var nóg til handa öllum og
rúmlega það. Hún naut þess að gefa
fólki að borða. Hún var afar gjafmild.
Hún var félagsvera og vildi hafa fólk í
kringum sig, sérstaklega börnin og
barnabörnin og helst þurfti hún að sjá
eitthvað af sínu fólki á hverjum degi.
Ef það brást sá hún engan þann dag,
eins og hún orðaði það.
Kristín andaðist á páskadag 11.
apríl sl. Eftir stutta legu á sjúkrahúsi.
„Jesús sagði: Ég er upprisan og líf-
ið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt
hann deyi.“ (Jóh. 11. 25.)
Hvíl í friði.
Kveðja frá syni og tengdadóttur.
Erlendur og Halla.
Elsku mamma. Lífið gaf þér það
sem þú gafst því. Ég minnist þess
þegar lítil skófla barst í hendur mér,
þá var ég stoltur lítill hnokki sem
trítlaði á eftir afa til að moka flórinn.
Ævinlega mun ég minnast þeirra
gleðistunda sem þú gafst mér, elsku
amma. Farnist þér vel, á ferð þinni til
þíns heima.
Í þriðja lagi hugun hrein,
hér veitist mér á allra grein:
Guðs sonar hold því greftrað var,
greftrun minni til virðingar.
(Hallgr. Pét.)
Þórir Þórðarson.
Elsku mamma hefði mettað allan
heiminn hefði hún getað. Hún fékk
það í arf frá foreldrahúsum að enginn
skyldi svangur út fara sem hana sótti
heim.
Gestrisni hennar og gjafmildi var
mikil. Hún geymdi aldrei til morguns
það sem hægt var að gera í dag, enda
sagði hún oft að hika væri sama og
tapa. Fyrstu skref mín í sveitinni voru
þau að allt sem mamma gerði, vildi ég
einnig gera, ég gleymi því t.d. aldrei
þegar ég mátti fara með þér á næsta
bæ. Þá varð ég að vera dugleg og
klára það verk sem þú settir mér fyr-
ir, og síðan skoppaði ég lítil hnáta á
þúfum á eftir þér, en þú varst alltaf
skrefinu á undan. Af þessu lærði ég að
koma mér út í lífið sem þú gafst mér.
Ég vil einnig minnast þess, að þegar
ég þurfti þín við, varst þú ávallt til
staðar enda þekktir þú ekki annað og
verð ég þér ævilega þakklát fyrir það,
elsku mamma.
Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér,
vaka láttu mig eins í þér,
sálin vaki, þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(Hallgr. Pét.)
Guðlaug Kristín Jónsdóttir.
Elsku tengdamamma. Fyrir mér
varst þú þessi þögla persóna, sem
fannst nú ekki mikið til koma, þótt þú
legðir hönd á plóginn. Ég er afar
stoltur yfir þeim árum sem ég fékk að
vera í návist þinni. Það er svo margt
sem ég vildi pára hér, en ég segi bara
að eitt er víst að ég trúi því sem Krist-
ur sagði, að það væri mörg herbergi í
húsi föður hans og eitt þeirra tilheyrir
þér. Hvíl þú í friði.
Ókvíðinn er ég nú,
af því ég hef þá trú,
miskunn Guðs sálu mína,
mun taka í vöktun sína.
(Hallgr. Pét.)
Guðber Guðmundsson.
Elsku amma, það er erfitt að þurfa
að kveðja þig eftir öll þau góðu ár sem
þú varst með okkur. Það var alltaf
jafnnotalegt að koma í heimsókn til
þín og ekki spillti það nú fyrir ef ný-
bakaðar pönnukökur voru á boðstól-
um. Við munum svo vel eftir því þegar
þú áttir heima í blokkinni hvernig við
krakkarnir runnum á pönnukökuilm-
inn sem smaug út um eldhúsglugg-
ann. Þá var maður ekki lengi að láta
segjast, því ekki máttu pönnukökurn-
ar kólna. Alltaf var þér svo umhugað
um okkur og hafðir áhyggjur, ef við
vorum til dæmis ein heima, hvort við
fengjum nú örugglega nóg að borða
eða hvort þú gætir gefið okkur eitt-
hvað, þó að ekki væri nema súkku-
laðistykki. Maður þurfti allavega ekki
að hafa áhyggjur af því að koma
svangur úr heimsókn frá þér. Ekki
má heldur gleyma öllum ullarsokkun-
um sem þú prjónaðir, alltaf vantaði
ullarsokka þótt sokkaskúffan væri
full.
Allir þessir smáu en kæru hlutir
eru okkur ofarlega í huga þegar við
hugsum til baka og þótt svo skrokk-
urinn hafi ekki verið upp á sitt besta
síðustu árin var aldrei bilbug á þér að
finna. Þú varst löngu hætt að baka en
bakaðir samt og löngu hætt að prjóna
en prjónaðir samt.
Nú ert þú farin en allar góðu minn-
ingarnar lifa. Þær munum við ávallt
geyma í hjörtum okkar.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
Jón Óskar Guðlaugsson, Davíð
Þór Guðlaugsson og Kristín
Dís Guðlaugsdóttir.
Elsku amma. Ég kveð þig nú, elsku
amma mín, með trega en samt með
fögnuði í hjarta mínu, því ég veit að
erfitt var fyrir þig að kveðja okkur.
En nú ert þú hjá allri dýrðinni sem
við trúum á, og er ég því sátt við það.
En ég mun geyma að eilífu þá fögru
stund, sem við áttum saman með
Birgittu Ósk.
Takk fyrir allt, elsku amma.
Ó, Jesú séu orðin þín
andláts síðasta huggun mín,
sál minni verði þá sælan vís
með sjálfum þér í paradís.
(Hallgr. Pét.)
Þóra Ósk Guðjónsdóttir.
KRISTÍN
ERLENDSDÓTTIR