Morgunblaðið - 17.04.2004, Síða 45

Morgunblaðið - 17.04.2004, Síða 45
húfu og tússa derið svart. Þetta var stúdentshúfa sem hann útbjó handa mér og krýndi mig síðan með. Eftir að skotvopnaskráin (sem allt- af var í bráðabirgðahúsnæði) flutti þar sem stjórnstöðin var áður, feng- um við öðru hverju gesti í morgun- kaffið, Rúnar, Pétur o.fl. góða gesti. Skarpi og þessir tveir reyttu af sér brandarana og var hlegið dátt. Við skiptumst á að koma með „bakkelsi“ á föstudögum til að laða þessa aðila að og oft var einhver sem setti „nammi“ í skál sem stóð oftast tóm á borðinu. Skarpi var í vegalögreglunni í mörg ár og kynnst mörgum mann- inum um landið. Hann var vel að sér í landafræði og þekkti nærri hverja þúfu og hól. Hann eignaðist marga vini gegnum það starf. Það er svo margt gott sem ég gæti sagt varðandi Skarphéðin Njálsson, en læt hér við sitja. Ég hef grun um að Skarpi kæri sig ekki um að ég eða aðrir skrifi um sig minningarorð, en það er hugboð sem ég læt lönd og leið. Ég og fjölskylda mín vottum Önnu eiginkonu Skarphéðins, börnum þeirra og öðrum ástvinum dýpstu samúð okkar. Megi Guð styrkja þau í sinni miklu sorg. Kveðja, María Helgadóttir. Ég vil í drottni sofna sætt, samviskustríðið allt er bætt, dauða-haldi ég drottin þríf, dýrstur gef þú mér eilíft líf. (Hallgr. Pét.) Skarphéðinn Njálsson, fyrrver- andi lögregluvarðstjóri, mætti á söngæfingu hjá Lögreglukór Reykja- víkur mánudaginn 5. apríl síðastlið- inn klukkan að verða 17. Æfingar kórsins standa venjulega yfir frá klukkan 17 til klukkan 19, en að þeim tíma liðnum halda kórmeðlimir hver til síns heima. Það gerðum við allir þetta mánudagskvöld, nema Skarp- héðinn, hann var fluttur í lok æfing- arinnar í sjúkrabifreið á bráðamót- töku Landspítalans, þar sem hann gekkst undir bráðaaðgerð, en hún dugði ekki til og hann yfirgaf þessa jarðvist þar nokkru síðar. Það lýkst svo vel upp fyrir manni, þegar at- burðir sem þessi gerast fyrir framan augu manns, hvað líf okkar mann- fólksins er óútreiknanlegt og svo langt frá því að vera eitthvað sem við höfum fast í hendi okkar eða fulla stjórn yfir. Stjórnunin fer fram ann- ars staðar, er í höndum þess sem allt vald hefur á himni og jörð, já, sjálfum höfundi og skapara alls þess sem lifir, guði. Skarphéðinn Njálsson, eða Skarpi, eins og við félagar hans köll- uðum hann jafnan innan okkar hóps, var aðeins 65 ára gamall, þegar hans kall kom, þegar hans stundaglas var tæmt hér í þessari jarðvistargöngu, sem við öll komum til með að ljúka með einum og öðrum hætti, þegar okkar glös tæmast. Skarphéðinn lét af störfum í lög- regluliði Reykjavíkur á síðustu haustdögum, eftir rúmlega 31 árs starfsferil sem lögreglumaður. Lengst af þessum tíma starfaði hann í lögregluliði höfuðborgarinnar, en fyrstu árin einnig úti á landi og þá að- allega í Keflavík. Hann náði því ekki löngum eftirlaunatíma, eins og hugur hans og áform hafa eflaust gert ráð fyrir, en þar kemur aftur að því sem fyrr er getið, að við ráðum engu um okkar framtíð. Við eigum aðeins fyrir víst og getum ráðið einhverju um hið líðandi augnablik, stundina núna, allt lengra í burtu er okkur hulið með öllu og getur farið á allt annan veg en okkur órar fyrir. Skarphéðinn hafði mikið yndi af tónlist og söng. Hann var búinn að vera virkur meðlimur í lögreglukór Reykjavíkur um langt árabil. Hann var í hópi okkar sem syngjum þar fyrsta tenór. Það er óhætt að segja að Skarpi hafi verið leiðandi og máttarstólpi í okkar hópi. Það er því stórt skarð höggvið í okkar raðir við fráfall Skarpa og verður það ekki fyllt auðveldlega eða á skjótan hátt. Skarphéðinn vann töluvert að félagsmálum á hinum ýmsu sviðum og var m. a. formaður Lögreglukórs Reykjavíkur um árabil og sinnti þeim starfa og öllu því amstri sem slíku fylgir af alúð og áhuga. Skarphéðinn var einnig meðlimur í öðrum söng- kór, eða Keflavíkurkórnum nú hin síðari ár. Hann var því virkur söng- maður með tveimur kórum og sýnir það vel hve mikla ánægju og gleði tónlistin og söngurinn hefur gefið honum. Hér að leiðarlokum vil ég fyrir hönd okkar félaga hans í fyrsta tenór lögreglukórsins færa honum hjartan- legar þakkir fyrir vináttuna og sam- starfið allt, sem hefði þó mátt verða lengra. Ég óska Skarphéðni góðrar heimkomu og bið algóðan guð að styrkja eftirlifandi eiginkonu hans, börn og barnabörn, svo og alla aðra ættingja og vini í sorg þeirra. Kveð ég í Guði góðan lýð, gleðilegar þeim nætur býð, þakkandi öllum þeirra styrk, þjónustu, hjálp og kærleiks verk. (Hallgr. Pét.) Davíð B. Guðbjartsson, lögreglumaður og radd- formaður fyrsta tenórs. Við fráfall Skarphéðins Njálsson- ar, fyrrverandi lögregluvarðstjóra, kemur mér í hug samvinna okkar að málum vegna útgáfu og afturköllunar skotvopnaleyfa og brota á vopna- og veiðilögum þar sem við aðstoðuðum hvor annan eftir bestu getu. Hann lagði til þekkingu sína á skotveiði, skotvopnum og öðrum vopnum en ég lögfræðina. Ætíð brást hann fljótt við þegar ég vildi bera undir hann afgreiðslu mála vegna brota á þessum lögum og ég reyndi að gera sama þegar hann þurfti að bera undir mig lagaleg at- riði vegna leyfisveitinga. Sýnist mér að samstarf okkar hafi verið til fyrirmyndar að því er varðar samvinnu lögfræðinga og lögreglu- manna. Skarphéðinn sinnti starfi sínu af miklum áhuga og samvisku- semi allt þar til hann lét af störfum á síðasta ári og fór á eftirlaun. Þegar við höfðum tóm til ræddum við oft um ýmsar ferðaleiðir á landinu en Skarphéðinn þekkti vel til á lands- byggðinni frá því að hann var vega- lögreglumaður á árum áður. Miðlaði hann mér af margvíslegum fróðleik sínum um landið og gaf mér góð ráð til ferðalaga. Nú að leiðarlokum þakka ég Skarphéðni samfylgdina og votta fjölskyldu hans samúð mína. Þorsteinn Skúlason. Nú ertu fallinn frá, elsku afi. Mikið á ég eftir að sakna þín, sakna þess að smella kossi á kinn þína, hlusta á þig syngja og segja svo skemmtilega frá. Ég á eftir að sakna púkans í þér því mikið þótti þér gaman að stríða og gantast. Síðast þegar við hittumst var í sumarbústaðnum og áttum við þar góðar stundir saman. Mikið var spjallað og þú varst voða montinn af góðum kaupum á útsölu fyrr um dag- inn. Ekki vantaði upp á grínið og stríðnina í þessari ferð enda aldrei langt í púkann hjá þér. Ég hafði mik- ið gaman af að spila við þig og ömmu og auðvitað voru tekin nokkur spil, mikið fjör og ófá ráðin sem þú gafst mér varðandi spilamennskuna, sum góð, önnur ekki. Mikið var gaman. Þetta var í síðasta sinn sem ég hitti þig og ef ég hefði vitað það, elsku afi minn, þá hefði ég faðmað þig fastar, smellt á þig fleiri kossum og sagt þér hvað mér þykir ógurlega vænt um þig. Ég á eftir að sakna þín sárt, elsku afi minn. Allar mínar minningar um þig verða ávallt geymdar í hjarta mínu. Ég þakka þér samfylgdina og kveð þig að sinni. Vertu ekki grátinn við gröfina mína góða, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér – Gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. Þín afastelpa, Rakel. Þessir bekkir heimsóttu Morgun-blaðið í tengslum við verkefnið Dag-blöð í skólum. Dagblöð í skólum er samstarfsverkefni á vegum Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur sem Morgunblaðið tekur þátt í á hverju ári. Að lokinni verk- efnaviku þar sem nemendur vinna með dag-blöð á margvíslegan hátt í skól- anum koma þeir í kynnisheimsókn á Morg-unblaðið og fylgjast með því hvern- ig nútíma dagblað er búið til. Kærar þakkir fyrir komuna, krakkar! Morgunblaðið. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 45 Morgunblaðið/Eggert7. bekkur EH Langholtsskóla. Morgunblaðið/Jim Smart7. bekkur ÁÓ Seljaskóla. Morgunblaðið/Sverrir7. GSG Lækjarskóla. Morgunblaðið/Eggert 7. SP Fellaskóla. Morgunblaðið/Eggert 7. AA Fellaskóla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.