Morgunblaðið - 17.04.2004, Qupperneq 59
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 59
HELENA Ólafsdóttir, þjálfari A-
landsliðs kvenna í knattspyrnu, verð-
ur í Frakklandi 24. apríl næstkom-
andi og fylgist með leik Frakka og
Ungverja sem fram fer í Reims. Ung-
verjar og Frakkar eru næstu mót-
herjar Íslands í undankeppni EM, en
fyrir þá leiki mun íslenska liðið leika
vináttuleik gegn Englendingum. Ís-
lenska landsliðið mætir Ungverjum
ytra 29. maí og Frökkum á Laugar-
dalsvelli 2. júní.
RAINER Schönfelder, heimsbik-
armeistari í svigi karla frá Austur-
ríki, féll á lyfjaprófi sem hann fór í
eftir keppni í mars og á nú á hættu að
verða sviptur sigurlaunum sínum og
tign auk þess að verða dæmdur í
tveggja ára keppnisbann.
SIR Alex Ferguson, knattspyrnu-
stjóri Manchester United, hefur
ákveðið að senda markvörðinn Tim
Howard í veikindaleyfi sem þykir
sennilegt að standi út leiktíðina.
Howard hefur ekkert leikið með
ensku meisturunum síðasta mánuð-
inn eftir að hafa átt fast sæti í byrj-
unarliðinu frá því að keppnistímabilið
hófst í ágúst.
HOWARD þjáist af augnsjúkdómi
og mun hafa verið verri af honum síð-
ustu vikur en áður og þar af leiðandi
hefur hann ekki getað leikið með lið-
inu. Roy Carroll hefur staðið í marki
Manchester United í síðustu leikjum
og heldur stöðu sinni a.m.k. út leiktíð-
ina.
GORDON Strachan, sem sagði upp
starfi knattspyrnustjóra South-
ampton snemma á þessu ári þykir
verða sennilegur eftirmaður Berti
Vogts, landsliðsþjálfara Skota, þegar
samningurinn við Vogts rennur út
eftir tvö ár. Strachan hefur verið boð-
ið starf sem aðstoðarmaður Vogts og
það þykir vera fyrsta skrefið á þeirri
leið að hann taki við af Þjóðverjanum
sem skoskir knattspyrnuáhugamenn
hafa skiptar skoðanir á.
JAN Mølby, fyrrverandi leikmaður
Liverpool og danska landsliðsins, og
núverandi knattspyrnustjóri enska 3.
deildarliðsins Kidderminster, hefur
verið dæmdur í fjögurra leikja bann
og til greiðslu tæplega 200.000 kr.
sektar fyrir að hafa hellt úr skálum
reiði sinnar yfir dómara eftir kapp-
leik í febrúar.
UGO Ehiogu hefur framlengt
samning sinn við Middlesboro til árs-
ins 2007.
EKKERT verður af því að danski
landsliðsmaðurinn í handknattleik,
Kristian Gjessing, leiki með þýska
liðinu Flensburg á næstu leiktíð eins
og nýgerður samningur hans við fé-
lagið kveður á um. Ekkert pláss mun
vera fyrir Gjessing í stjörnum
prýddu liði Flensborgar og því talið
sennilegt að hann verði lánaður til
Altea á Spáni í eitt ár á meðan rýmk-
að verður til í röðum Flensborgar.
FÓLK
Því miður fjölgaði NBA-deildinleikjunum í fyrstu umferðinni
úr mest fimm leikjum í sjö til að
skapa meiri tekjur
fyrir ABC- og
ESPN-sjónvarps-
stöðvarnar, sem
borguðu deildinni
yfir markaðsverð
fyrir síðasta sjónvarpssamninginn.
Þetta mun draga keppnina enn á
langinn og var ekki á bætandi.
Í fyrstu umferðinni virðist sem
að öll liðin í hærri sætunum í
Austurdeildinni ættu að vinna
hrinur sínar. Indiana Pacers fer að
mínu mati létt með Boston Celtics
og ég held að hið sama verði upp á
teningnum hjá Detroit Pistons
gegn Milwaukee Bucks. New Jers-
ey Nets ætti að vinna nágranna-
slaginn við New York Knicks. All-
an Houston, leikmaður Knicks, er
á meiðslalista þessa dagana og
óvíst hvort hann getur tekið þátt í
úrslitakeppninni.
Í viðureign Miami Heat og New
Orleans Hornets getur allt gerst.
Reyndar er Jamal Mashburn, leik-
maður Hornets, úr leik vegna
meiðsla og hefur það mikil áhrif á
leik liðsins. Miami hefur komið
skemmtilega á óvart undir stjórn
fyrrum þjálfara New York Knicks,
Jeff Van Gundy, en þar hefur
Lamar Odom blómstrað undir
stjórn Gundy, en Miami vann 17 af
síðustu 21 leik liðsins á tímabilinu.
„Við verðum að halda áfram að
vera hógværir og takast á við
verkefnin sem liggja fyrir með því
að berjast og gera hlutina með
einföldum hætti,“ segir Eddie Jon-
es, einn reyndasti leikmaður Heat
en hann var áður ein aðalstjarna
LA Lakers.
Indiana líklegt til afreka
Detroit og Indiana eru langsig-
urstranglegust í Austurdeildinni
og mun koma mjög á óvart ef það
verður ekki Indiana sem stendur
uppi sem sigurvegari þar í lokin.
Larry Bird, fyrrum leikmaður
Boston Celtic og fyrrum þjálfari
Indiana, er nú framkvæmdastjóri
Indiana og hefur hann greinilega
hitt naglann á höfuðið er hann
fékk Rick Carlisle, fyrrum félaga
sinn hjá Boston, til þess að þjálfa
liðið. Carlisle náði fínum árangri
hjá Pistons en var látinn taka pok-
ann sinn á þeim bænum en Bird
var ekki lengi að fá vin sinn til
þess að taka að sér lið Pacers sem
er eins og áður segir líklegt til
þess að leika til úrslita um titilinn.
Félagið hefur reyndar aldrei orðið
meistari.
Garnett er bjartsýnn
Hlutirnir eru þó nokkuð flóknari
í Vesturdeildinni.
Minnesota Timberwolves náði
efsta sætinu eftir riðlakeppnin og
ætti að fara nokkuð létt með
Denver Nuggets. Úlfarnir, með
Kevin Garnett fremstan í flokki,
hafa aldrei náð að komast í gegn-
um fyrstu umferð úrslitakeppninn-
ar en varnarleikur liðsins er allt
annar og betri en undanfarin ár.
Garnett segir að fortíðin sé ekki
vandamál liðsins í dag, nútíðin sé
það sem skipti öllu máli og telur
hann að liðið sé undir það búið að
ná alla leið að þessu sinni. Sér-
fræðingar vestanhafs eru flestir á
því að Garnett verði útnefndur
sem besti leikmaður deildarinnar,
MVP, í fyrsta sinn á sínum ferli.
Sömu sögu er að segja um leik-
seríu San Antonio Spurs og
Memphis Grizzlies. Hér ættu
meistararnir að vinna í fimm til
sex leikjum.
O’Neal þarf að spila vörn
Aðalbaráttan sýnist mér verða í
leikseríum Los Angeles Lakers
gegn Houston, Rockets og hjá
Sacramento Kings gegn Dallas
Mavericks.
Lakers virðist vera sigurstrang-
legra í sinni viðureign gegn Hou-
ston, en eftir allt sem gengið hefur
á hjá liðinu undanfarið er ekki
hægt að spá fyrir um hvort allt
smellur saman hjá stórstjörnunum
hjá Lakers. Lykillinn hér er hvor
Shaquille O’Neal spilar eins góða
vörn og við á Morgunblaðinu sáum
hann gera um daginn gegn Yao
Ming.
Ef hann leggur sig allan fram
sem þá verður staða Houston ekki
vænleg. Phil Jackson, þjálfari Lak-
ers, segir við CBS-sjónvarpsstöð-
ina að útlitið sé bjart. „Okkur líður
vel þessa stundina og við höfum
fengið byr í seglin í síðustu leikj-
unum fyrir úrslitakeppnina. Við
höfum mikið sjálfstraust og vitum
hvað þarf að gera til þess að fara
alla leið,“ sagði Jackson, en Lak-
ers unnu 14 af síðustu 17 leikjum
sínum á tímabilinu.
Er Webber betri uppi í stúku?
Flestir veðja á Sacramento gegn
Dallas, en hér eru tvö skemmtileg
sóknarlið sem eru hins vegar með
afleita vörn. Það lið sem hittir bet-
ur kemst í næstu umferð. Hér er
mesti möguleikinn á óvæntum úr-
slitum í Vesturdeildinni. Kings lék
gríðarlega vel í vetur allt þar til á
lokakafla tímabilsins þar sem liðið
tapaði átta af tólf leikjum. Rick
Adelman, þjálfari liðsins, segir við
CBS að ástandið sé ekki slæmt hjá
liðinu en hann hefur samt sem áð-
ur áhyggjur af rimmu liðsins gegn
Dallas. „Ég er furðu lostinn yfir
gengi okkar upp á síðkastið. Við
uppskerum eins og við sáum, svo
einfalt er það. Ég hef ekki hug-
mynd um hvernig við fórum að því
að klúðra okkar málum á loka-
sprettinum en menn verða að snúa
við blaðinu fyrir leikina gegn Dall-
as,“ sagði Adelman.
Chris Webber, aðalstjarna
Kings, lék aðeins 23 leiki í vetur
og eru margir á því að hann hafi
ekki bætt leik liðsins eftir að hann
fór að leika með því á ný. Það er
því gríðarlegt álag á Webber sem
hefur ekki átt sjö dagana sæla ut-
an vallar og þarf hann að sýna
hvað í honum býr í fyrstu umferð-
inni gegn Dallas.
Reuters
Shaquille O’Neal, miðherji Los Angeles Lakers, getur látið mikið
að sér kveða undir körfunni en þarf að leika vörnina af meiri
hörku ætli liðið sér að fara alla leið í úrslitakeppni NBA-deild-
arinnar þetta árið, en O’Neal er afar mikilvægur hlekkur liðsins.
Nær Spurs
að verja
titilinn?
ÚRSLITAKEPPNI NBA-deildarinnar í körfuknattleik hefst með látum
í dag í Bandaríkjunum og miklar vangaveltur eru meðal körfubolta-
spekúlanta um hvaða lið muni á endanum standa uppi sem sig-
urvegari. Flestir halda að það lið muni koma úr Vesturdeild og að
það verði annaðhvort meistararnir frá San Antonio, úlfarnir frá
Minnesota eða stjörnulið Los Angeles Lakers.
Gunnar
Valgeirsson
skrifar frá
Los Angeles
ARSENE Wenger, knatt-
spyrnustjóri Arsenal, get-
ur verið hjá félaginu eins
lengi og hann vill, þess
vegna til æviloka, það er
alveg undir honum komið.
Þetta segir Peter Hill-
Wood, stjórnarformaður
Arsenal, sem er í sjöunda
himni með það starf sem
Wenger hefur skilað hjá
Lundúnafélaginu á síðustu
átta árum. „Wenger hefur
unnið stórkostlegt starf
hjá Arsenal,“ segir Wood
sem hefur verið stuðnings-
maður Arsenal frá blautu
barnsbeini.
„Ég hef komið á High-
bury á kappleiki frá því ég
var barn og þetta lið sem
Wenger hefur púslað sam-
an núna er án efa það
sterkasta og besta sem fé-
lagið hefur nokkurn tím-
ann átt,“ segir Woods sem
segist hrífast að því
hversu vel Wenger hefur
tekist til við að koma Ars-
enal-liðinu inn á rétta
braut eftir tvö slæm töp á
viðkvæmum tíma, fyrir
Manchester United í bik-
arkeppninni og fyrir
Chelsea í Meistaradeild
Evrópu á heimavelli. Ekk-
ert fái stöðvað Arsenal að
enska meistaratitlinum.
Wenger getur verið á
Highbury ævilangt
GUÐMUNDUR E. Steph-
ensen hefur samið við sænska
úrvalsdeildarliðið í borð-
tennis, Malmö FF, til eins árs
og mun leika með liðinu á
næstu leiktíð. Malmö er eitt
af sterkustu liðum sænsku
deildarinnar og er þessa dag-
ana að leika til úrslita um
meistaratitilinn gegn Halms-
tad, og er staðan jöfn 1:1 í því
einvígi.
Með Malmö leika danski
landsliðsmaðurinn Martin
Monrad, Kínverjinn Tian
Zichao og Svíinn Cyprian
Asamoah. Kínverjinn Hu Wei
Xin er þjálfari karlaliðs
Malmö en yfirþjálfari félags-
ins, Svíinn Peter Sarts, er
landi er sterkasta deildin
þessa stundina en sú sænska
er í sama gæðaflokki og sú
franska og belgíska. Samn-
ingurinn er til eins árs og ég
set að sjálfsögðu stefnuna á
að komast enn lengra og þá
hlýtur Þýskaland að vera
næsta skref. Ég er ekki at-
vinnumaður í þeim skilningi
en félagið mun aðstoða mig
við ýmislegt og ég er sáttur
við samninginn,“ sagði Guð-
mundur en hann hefur fagn-
að Íslandsmeistaratitlinum
undanfarin 11 ár og hefur
hækkað um 140 sæti á heims-
listanum á undanförnu ári en
þar er hann í 185. sæti.
„Ég mun taka þátt í úr-
tökumóti fyrir Ólympíu-
leikana 13.–16. maí en það
mót fer fram í Innsbruck í
Austurríki. Þar komast að-
eins 3 áfram til Aþenu en ég
mun gera mitt besta á því
móti,“ sagði Guðmundur en
hann mun leika gegn kín-
verskum landsliðsmanni í
sjónvarpseinvígi í kínverska
ríkissjónvarpinu 24. júní
skammt utan við Peking.
jafnframt landsliðsþjálfari
Dana. Guðmundur, sem verð-
ur 22 ára í júní á þessu ári,
hefur leikið með norska lið-
inu B-72 í vetur en hann hef-
ur verið búsettur í Malmö
undanfarið ár og æft með fé-
laginu sem hann hefur nú
samið við.
Guðmundur sagði í gær að
það væri gríðarlegt stökk að
leika með Malmö frá því sem
hann væri vanur með norska
liðinu B-72. „Ég mun leika í
einni af sterkustu deild í Evr-
ópu, með einu af sterkustu
liðum í Svíþjóð og ég tel að
þetta sé gríðarlega mikilvægt
tækifæri fyrir mig sem leik-
mann. Fyrsta deildin í Þýska-
Guðmundur Stephensen
samdi við Malmö FF
Guðmundur
Stephensen