Morgunblaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 61
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 61
Dagskrá mótsins:
Mfl. karla: kl. 11.00 8 manna úrslit
Mfl. karla: kl. 11.45 4 manna úrslit
Mfl. karla: kl. 12.30 Úrslitaleikur
Mfl. kvenna kl. 11.45 4 kvenna úrslit
Mfl. kvenna kl. 12.30 Úrslitaleikur
Áhugafólk um borðtennis fjölmennið!
Íslandsmeistarinn
Guðmundur E.
Stephensen
Lokamót Grand Prix
mótaraða BTÍ 2004 í borðtennis
sunnudaginn 18. apríl
TBR-íþróttahúsið
FÓLK
EIÐUR Smári Guðjohnsen verður
væntanlega ekki með liði Chelsea í
dag þegar liðið tekur á móti Everton
í ensku úrvalsdeildinni. Eiður hefur
átt við veikindi að stríða í vikunni en
hann nældi sér í vírus og hefur legið
heima með hita undanfarna daga.
Juan Sebastian Veron, sem nýstig-
inn er upp úr erfiðum bakmeiðslum,
verður hvíldur í dag og þá eru
Claude Makelele, Emmanuel Petit,
Carlo Cudicini og Glen Johnson allir
á sjúkralistanum.
HERMANN Hreiðarsson verður á
sínum stað í vörn Charlton sem fær
Birmingham í heimsókn á The Vall-
ey í dag. Leikurinn er mikilvægur
fyrir bæði lið enda þau í baráttunni
um fjórða sætið í deildinni. Hermann
segir á heimasíðu Charlton að eftir
sigurinn á Liverpool hafi hann enn
trú á að Charlton geti náð 4. sætinu.
KEVIN Keegan knattspyrnustjóri
Manchester City vísar á bug þeim
vangaveltum um að veikindi hans í
baki kunni að verða til þess að hann
hætti störfum hjá félaginu í lok leik-
tíðarinnar. Keegan á tvö ár eftir af
fimm ára samningi sínum við City og
hann segir ekkert vera í spilunum
annað en að hann verði út samnings-
tímann hjá félaginu.
ROY Keane og Ruud Van Nistel-
rooy hafa hvorugir náð sér af
meiðslum og ólíklegt er að Sir Alex
Ferguson, knattspyrnustjóri Man-
chester United, tefli þeim fram í
leiknum gegn Portsmouth í dag.
Báðir hafa verið fjarri góðu gamni í
liði United í síðustu tveimur leikjum
en það hefur ekki komið að sök því
liðið hefur unnið báða leikina, Birm-
ingham, 2:1, og Everton, 1:0.
STEFAN Reuter, varnarmaður
Dortmund, leikur í dag sinn 500. leik
í þýsku Bundesligunni í knatt-
spyrnu, þegar Dortmund fær meist-
ara Bayern München í heimsókn á
Westfalen-völlinn í Dortmund. Að-
eins níu leikmenn hafa spilað fleiri
leiki í deildinni en Reuter.
FRANSKI knattspyrnumaðurinn
Bixente Lizarazu tilkynnti í gær að
hann myndi yfirgefa herbúðir þýsku
meistaranna í Bayern München í
sumar. Samningur Lizarazu við
Bæjara rennur út í sumar. Hann
vildi fá framlengingu en samninga-
viðræður milli hans og forráða-
manna Bayern fóru út um þúfur.
FIFA ákvað í gær að refsa lands-
liði Kamerúna fyrir að spila í ólög-
legum búningum í Afríkukeppninni.
Búningurinn var samfestingur og
það er ekki leyfilegt í reglum FIFA
en Kamerúnar hafa áður brotið regl-
ur hvað búninga varðar. Refsing
FIFA er tvenns konar. Annars vegar
hefja Kamerúnar undankeppni HM
með 6 stig í mínus og þá er þeim gert
að greiða 86 þúsund evrur í sekt.
FALUR Harðarson leikmaður og annar þjálfari Íslands
– og bikarmeistaraliðs Keflavíkur sagði í lokahófi fé-
lagsins á fimmtudaginn að hann myndi ekki leika fleiri
leiki með liðinu. Falur sem verður 36 ára síðar á þessu
ári hefur átt við þrálát hnémeiðsli að stríða undanfarin
misseri og lék lítið með liðinu í vetur. Falur afhenti
Gunnari Einarssyni, fyrirliða, keppnistreyju nr. 4 í
lokahófinu og mun Gunnar leika með fjarkann á bakinu
á næstu leiktíð. Falur hefur leikið 106 A-landsleiki, á
árunum 1989 -2000, og er í 9. sæti á lista yfir leikja-
hæstu landsliðsmenn frá upphafi. Hann hóf ferilinn
með Keflavík í efstu deild tímabilið 1986-1987. Hann
lék með háskólaliði í Bandaríkjunum 1991-1993, og
með KR í tvö tímabil, 1993-1995. Falur lék sem atvinnu-
maður í Finnlandi, 1999-2000, með liðinu Honka.
Falur er hættur
einnig útnefndir í gær en þeir eru
María Ben Erlingsdóttir úr Íslands-
meistaraliði Keflavíkur og Sævar
Haraldsson úr Haukum.
Úrvalslið 1. deildar kvenna er
þannig skipað: Hildur Sigurðardótt-
ir KR, Alda Leif Jónsdóttir ÍS, Sól-
veig Gunnlaugsdóttir Grindavík,
Birna Valgarðsdóttir Keflavík, Erla
Þorsteinsdóttir Keflavík.
Engin leikmaður úr Íslandsmeist-
araliði Keflavíkur er í úrvalsliði úr-
valsdeildar karla en það er þannig
skipað: Lárus Jónsson Hamri, Pálmi
Freyr Sigurgeirsson Breiðabliki,
Páll Axel Vilbergsson Grindavík,
Páll Kristinsson Njarðvík, Hlynur
Bæringsson Snæfelli.
Leifur bestur 6. árið í röð
Að auki voru fjölmargar aðrar við-
urkenningar veittar í hófinu í gær og
þar má nefna að Bárður Eyþórsson,
þjálfari Snæfells, og Gréta María
Grétarsdóttir, þjálfari KR, voru út-
nefnd þjálfarar ársins og skólastjór-
inn Leifur Sigfinnur Garðarsson
varð fyrir valinu sem dómari ársins.
Þetta er í sjötta árið í röð sem Leifur
er valinn sá besti og í áttunda sinn
sem hann hlítur þessa nafnbót.
Þetta er annað árið í röð semHildur Sigurðardóttir er út-
nefnd sem leikmaður ársins en hún
skoraði 18 stig að meðaltali í leik í
vetur en KR féll úr leik í und-
anúrslitum gegn ÍS.
Bestu ungu leikmennirnir voru
Morgunblaðið/Golli
Páll Axel Vilbergsson, fyrirliði Grindvíkinga, var besti leikmaður
ársins 2004 að mati leikmanna og þjálfara í úrvalsdeild.
Hildur og Páll Axel
leikmenn ársins
HILDUR Sigurðardóttir úr KR og Páll Axel Vilbergsson úr Grindavík
voru útnefnd bestu leikmenn ársins á lokahófi Körfuknattleiks-
sambands Íslands, KKÍ, sem fram fór á Hótel Sögu í gærkvöld. Það
eru leikmenn og þjálfarar sem standa að kjörinu. Þetta er annað ár-
ið í röð sem leikmaður úr liði Grindavíkur er efstur í þessu kjöri en
Helgi Jónas Guðfinnsson var leikmaður ársins í fyrra. Páll Axel, sem
skoraði 23,4 stig að meðaltali í vetur, hefur aldrei áður fengið þessa
viðurkenningu. Grindavík endaði í öðru sæti í deildarkeppninni en
féll úr leik í undanúrslitum gegn Íslandsmeistaraliði Keflavíkur.
Morgunblaðið/Sverrir
Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, er leikmaður ársins í 1. deild
kvenna annað árið í röð en hún er hér í leik gegn Keflavík.
ÍSLENSKI landsliðsmaðurinn Brenton Birmingham
sem leikið hefur með úrvalsdeildarliði Njarðvíkur
undanfarin misseri hefur samið við liðið á ný og
mun hann jafnframt vera aðstoðarþjálfari liðsins.
Einar Jóhannsson mun stýra liðinu á næsta ári en
hann var aðstoðarmaður Friðriks Ragnarssonar í
vetur, en Friðrik ákvað að snúa sér að öðrum verk-
efnum eftir að keppnistímabilinu lauk. Njarðvík féll
úr keppni gegn Snæfelli í undanúrslitum Íslands-
mótsins en liðið varð meistari í Hópbílabikarkeppn-
inni í vetur.
Brenton samdi
við Njarðvík á ný