Morgunblaðið - 17.04.2004, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 17.04.2004, Qupperneq 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. FJARÐABYGGÐ hefur undirritað lánssamning að fjárhæð 550 millj- ónir króna til 20 ára við Íslands- banka. Fyrirhugað er að nýta lánið meðal annars til að fjármagna framkvæmdir sem framundan eru við höfn á Reyðarfirði auk annarra framkvæmda sveitarfélagsins á árinu. Umsjón með láninu af hálfu Ís- landsbanka er í höndum útibús bankans í Fjarðabyggð og fyrir- tækjaþjónustu bankans. Í fréttatilkynningu frá Íslands- banka segir að með undirritun láns- samningsins sé Ís- landsbanki orðinn stærsti lánveitandi Fjarðabyggðar. Mikill vöxtur hafi verið í starfsemi Ís- landsbanka á Reyð- arfirði að undanförnu en útibúið var opnað 7. nóvember 2003. Miklar tekjur fyrirsjáanlegar Guðmundur Bjarnason, bæjar- stjóri Fjarðabyggðar, segir að lánið sé til viðbótar öðru jafnháu láni sem sveitarfélagið hafi nýlega tekið. Ætlunin sé að nota hið nýja lán m.a. til hafnarframkvæmda við hið væntanlega álver á Reyðarfirði. Hluti lánsins verði einnig notaður til að fjármagna stækkun grunn- skólans á Reyðarfirði sem og til að ljúka stækkun grunnskólanna í Neskaupstað og á Eskifirði, svo og að hluta framkvæmdir við viðbygg- ingu leikskólans á Reyðarfirði, til að byggja nýja sundlaug á Eskifirði og til gatnaframkvæmda. Guðmundur segir augljóst að Fjarðabyggð hafi aldrei áður ráðist í nálægt því eins miklar fram- kvæmdir. „Við þurfum að skuld- setja sveitarfélagið gríðarlega mik- ið,“ segir Guðmundur. „Við fáum hins vegar miklar tekjur af álverinu og sjáum fram á að við munum geta greitt upp þær skuldir sem við setj- um sveitarfélagið í á næstu árum og áratugum.“ Elísabet Benediktsdóttir, útibús- stjóri Íslandsbanka, segir láns- samninginn skipta bankann miklu máli enda stutt síðan útibúið var opnað. „Samningurinn styður útibúið vel í áframhaldandi upp- byggingu á svæðinu.“ Fjarðabyggð tekur 550 milljónir króna að láni TUTTUGU og tveir hjúkrunar- fræðingar á skurðdeild Landspítala – háskólasjúkrahúss hafa sagt upp störfum vegna óánægju með nýtt vaktafyrirkomulag sem tekur gildi um næstu mánaðamót. Þá hafa þrír hjúkrunarfræðingar af fimm á göngudeild BUGL, Barna- og ung- lingageðdeildar, á Dalbraut sagt upp störfum og taka þær uppsagnir gildi 1. júlí nk. Eydís Sveinbjarnardóttir, sviðs- stjóri hjúkrunar á geðsviði, segir að vegna sparnaðaraðgerða hafi verið ákveðið að samræma fasta yfir- vinnu starfsfólks á geðsviði. Þetta hafi þýtt að hluti fastrar yfirvinnu hjúkrunarfræðinga á göngudeild hafi fallið niður en þrír þeirra ekki fallist á það. Eydís segir að gripið hafi verið til ýmissa aðgerða, m.a. hafi náðst samkomulag við fé- lagsráðgjafa og sálfræðinga að minnka við sig starfshlutfall. Að sögn Elínar Ýrar Halldórs- dóttur skurðhjúkrunarfræðings hefur breytt fyrirkomulag á skurð- deild í för með sér minni laun fyrir sömu vinnu en áður og nemur breytingin tugum þúsunda króna í sumum tilvikum. Að sögn Helgu Kristínar Einars- dóttur, sviðsstjóra hjúkrunar á svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusviði LSH, eru breyting- arnar hluti af sameiningarferli spít- alans. Verið sé að sameina vaktir á LSH í Fossvogi, við Hringbraut og á kvennadeild og hafi 84 starfs- menn fengið bréf 1. febrúar sl. þar sem tilkynnt var um breytingarnar. Viðræður og bréfaskrif við hjúkr- unarfræðinga hafi staðið yfir frá þeim tíma en skömmu fyrir páska hafi 22 þeirra óskað eftir að láta af störfum vegna skipulagsbreytinga. Fundað á mánudag Hefur fundur sviðsstjóra og hjúkrunarforstjóra með hjúkrunar- fræðingum verið boðaður síðdegis á mánudag. Að sögn Helgu Kristínar verður unnt að halda úti bráð- astarfsemi þrátt fyrir að hjúkrun- arfræðingar hverfi frá vinnu. Hins vegar verði sumarvaktakerfi tekið upp 1. maí í stað 1. júní ef af verður og starfandi skurðstofum fækkað úr 18 í 11. 25 hjúkrunarfræðingar segja upp störfum Langflestir eru á skurðdeild LSH UPPSTEYPU fyrsta áfanga í húsaþyrping- unni 101 Skuggahverfi við Skúlagötu í Reykjavík er lokið og er áformað að afhenda fyrstu íbúðirnar kaupendum í haust. Að sögn Einars I. Halldórssonar framkvæmdastjóra 101 Skuggahverfis mun hverfið fullbyggt leiða til rúmlega 30% íbúafjölgunar í miðborg Reykjavíkur eða sem nemur 800 nýjum íbúum. Myndin er tekin út um eldhúsgluggann á einni íbúðinni sem gnæfir yfir Þingholtin í um 50 metra hæð yfir sjávarmáli. Mun byggingin vera ein hæsta íbúðabygging hérlendis./6 Morgunblaðið/Ásdís Íbúum í miðborginni fjölgar um 30%ÁTTA starfsmönnum Útgerðarfélags Akur- eyringa var sagt upp störfum í gær. Upp- sagnirnar taka gildi um næstu mánaðamót en umræddir starfsmenn hætta strax. Ákveðið hefur verið að sameina Útgerðar- félag Akureyringa og útgerðarfélagið Tjald undir nafni Brims og verður Guðmundur Kristjánsson, einn eigenda ÚA og Tjalds, forstjóri félagsins. Með þessari breytingu hverfur af sjónarsviðinu bæði nafn og tákn- merki Útgerðarfélags Akureyringa, en fyr- irtækið hefur verið með umfangsmikla starf- semi á sviði veiða og vinnslu á Akureyri í áratugi. Þeir sem sagt er upp eru þrír starfsmenn á skrifstofu félagsins, þrír tæknimenn, vinnslustjóri í landvinnslu og einn á útgerð- arsviði. Á fundi með starfsmönnum ÚA í gær var tilkynnt um þessar uppsagnir og frekari breytingar og kynnt nýtt skipurit félagsins. Guðmundur sagði það alltaf slæmt að þurfa að segja upp fólki en um væri að ræða hagræðingaraðgerðir í tengslum við fyrir- hugaðar breytingar. „Þetta er 400 manna fyrirtæki þannig að hér er um lítið hlutfall að ræða. Svona fyrirtæki eru alltaf í eilífum breytingum. Það er eðli framleiðslufyrir- tækja að taka breytingum en að öðrum kosti staðna þau,“ sagði Guðmundur. Rekstur ÚA og Tjalds verður sameinaður á næstu misserum og verður sameiginlegt fé- lag með átta skip í rekstri, bæði togara og báta. Jafnframt flyst allt bókhald Tjalds norður, að sögn Guðmundar. Morgunblaðið/Kristján Guðmundur Kristjánsson, einn eigenda ÚA og Tjalds og verðandi forstjóri Brims. Átta starfsmönnum ÚA sagt upp störfum ÚA og Tjald- ur hverfa undir Brim ERLENDIR bankar voru með stærri hlut- deild en íslenska bankakerfið af heildarlána- markaði á Ís- landi á síðasta ári. Hlutdeild erlendu bank- anna á lána- markaði var 29% en hlut- deild íslensku bankanna var 26%. Þetta kom fram í erindi Guðjóns Rún- arssonar, framkvæmdastjóra Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, SBV, á aðal- fundi samtakanna í gær. Sagði hann að þetta sýndi að íslensku bankarnir ættu í raunveru- legri samkeppni við erlenda banka. Guðjón sagði einnig eftirtektarvert að um- svif ríkisins á lánamarkaði næmu 19% þrátt fyrir einkavæðingu bankanna. Það hlutfall væri þó langtum hærra þegar eingöngu væri tiltekinn einstaklingslánamarkaður en hlut- deild Íbúðalánasjóðs er þar 53%. Erlendir bankar stærstir á lána- markaði hér    > &! #$ !  ?!! &! #$ !  "&' *.  :$0 +! *. +! *. #"  ! 1&$) *.  > ! 9## '  9 @' ! ) % , #*+& !  9 &  A#B  #   $ ! ##8&$) '  * GC HC HC  C IC  Brýnt að/12 ♦♦♦ ÞEGAR svo margir skurðhjúkr- unarfræðingar telja að þeir geti ekki starfað hjá okkur lengur er það auðvitað mikið áhyggjumál. Margir þeirra hafa mikla reynslu og dýrmæta þekkingu og erfitt getur orðið að finna fólk í staðinn. Það er í raun ekki til hér á landi,“ segir Anna Stefánsdóttir, fram- kvæmdastjóri hjúkrunar á Land- spítalanum, en vonast til þess að einhverjir hjúkrunarfræðingar muni endurskoða hug sinn. Anna bendir á að í sparnaðar- aðgerðum á Landspítalanum hafi stjórnendur orðið að hafa áhrif á starfs- og launakjör á fimmta hundrað starfsmanna. Því megi reikna með að einhverjir kjósi að yfirgefa vinnustaðinn. „Við höf- um orðið vör við ákveðna sorg meðal okkar starfsmanna vegna þessarar hertu rekstrarstöðu sem við erum í,“ segir Anna. Mikið áhyggjumál
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.