Morgunblaðið - 21.04.2004, Page 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 9
Kringlunni, s. 588 1680
iðunn
tískuverslun
kvartbuxur
Kringlunni, sími 588 1680.
Seltjarnarnesi, sími 561 1680.
tískuverslun
iðunn
Stretch
gallabuxur
fást í 4 lengdum
Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222.
www.feminin.is
Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16.
Mikið úrval
af fatnaði frá
Str. 36-56
ÍT ferðir - Laugardal
sími 588 9900
itferdir@itferdir.is - www.itferdir.is
Gönguferðir á Spáni
5. júní í 1-2 vikur
PÝRENAFJÖLLIN - LÚXUSGANGA
Tvær ólíkar gönguferðir
England – Ísland 5. júní
Beint leiguflug til
Manchester 4.-6. júní
3ja-5 stjörnu hótel, miði á leikinn, Guðni Bergs o.fl.
Knattspyrnuskóli Bobby Charlton
Í júní með ENGLAND-ÍSLAND
8-10 dagar um verslunarmannahelgina
Yfir 1.000 ánægð íslensk ungmenni s.l. 10 ár!
kynna
Ferðaávísun
EFTIR því sem komist verður
næst, er sjóbirtingur enn í ánum
fyrir austan og enn er að veiðast.
Hins vegar hefur verið fremur svalt
á landinu að undanförnu og hafa
menn því e.t.v. ekki staðið eins stíft
við veiðiskapinn og ella.
Það síðasta sem við fréttum af
sjóbirtingsslóðum var frá Ytri-
Rangá, neðan Ægissíðufoss þar sem
veitt er á flugu og fiski sleppt, enda
mest þar af hrygningarfiski á ferð.
Þar voru menn nýverið, stoppuðu
stutt, en nógu lengi þó til að landa
12 fiskum. Athygli vakti að tveir
voru mjög stórir, eða 84–85 cm, sem
er ávísun á 14–16 punda fiska í
bestum holdum. Þá voru einnig
nokkrir á að giska 4 til 7 pund að
mati Stefáns Sigurðssonar, sem var
einn þeirra er stóðu í veiðiskapnum.
Bleikjan að gefa sig
Staðbundna bleikjan í Soginu og
Brúará hefur verið að gefa sig að
undanförnu og höfum við fregnað
að menn hafi fengið allt að tíu fiska
yfir daginn, sem er nokkuð góður
afli snemma að vori. Bæði virka
kúlupúpur og straumflugur vel, en
bleikjan er mest 2–3 pund á báðum
stöðum. Helst að fregnir berist frá
Seli og Spóastöðum í Brúará, en frá
Bíldsfelli í Soginu. Mikið vatn hefur
verið í Soginu í vor og kalt í lofti.
Við slíkar aðstæður er mesti
straumþungi vatnsins niður með
austurlandinu, þ.e.a.s. Ásgarðs-
megin, en vatn hægara að vestan,
Bíldsfellsmegin. Kenningin er sú að
þetta skipti miklu máli, a.m.k. virð-
ist bleikjan sækja meira í vest-
urlandið.
Þá hafa einnig nýverið borist
fregnir af góðum afla úr Tungulæk,
Vatnamótum og einn sem brá sér í
Vífilsstaðavatn fyrir skemmst var
með tólf bleikjur, flestar um pundið,
á stuttum tíma.
Enn víða líflegt
Morgunblaðið/Golli
Hressir kappar með flotta bleikju úr Brúará.
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
var yfir meðallagi alla sumarmánuð-
ina. Þó að það hafi verið tvöfalt úr-
komumagn í júní þá skiptir máli hve-
nær úrkoman fellur. Ef hún fellur á
daginn þá hreinsast loftið en ef hún
fellur á nóttunni hefur hún lítil áhrif
fyrir þá sem þjást af ofnæmi,“ segir
Margrét.
Ofnæmistilvikum fjölgar
Að sögn Unnar Steinu Björnsdótt-
ur ofnæmislæknis hefur tíðni frjóof-
næmis aukist hér á landi. „Við fund-
um greinilega fyrir því í fyrra að fólk
var verr haldið af ofnæmi. Frjótíma-
bilið kom fyrr og stóð lengur. Tíðni
frjóofnæmis er að aukast, hún hefur
verið að færast nær því sem er í lönd-
unum í kringum okkur og sjúkdóm-
arnir eru að verða verri. Við erum far-
in að sjá fólk sem hreinlega kemst
ekki út fyrir hússins dyr á sumrin,“
segir Unnur Steina.
Hún segir að í kjölfar hlýindasum-
ars eins og síðasta sumars, þar sem
mikið af frjókornum eru á sveimi, geti
þeim sem þjást af ofnæmi fjölgað þar
sem fólk geti þróað með sér næmi fyr-
ir frjóum. „Svo kemur það í ljós í sum-
ar hvort fleiri hafa næmst. Það eru ef-
laust margir sem hafa næmst í fyrra
og fá síðan einkenni núna.“
Unnur Steina segir að hlýr og sól-
ríkur sumardagur með léttum and-
vara sé verstur fyrir þann sem þjáist
af frjóofnæmi. Í hlýindum og sól séu
frjókornin flest og andvarinn blási
þeim svo inn í nef, munn og augu.
Hún segir ýmislegt til ráða til að
stemma stigu við ofnæminu, t.d. ættu
þeir sem hafi frjóofnæmi ekki að
hengja út þvott þar sem frjókornin
setjist á hann. Þá sé nauðsynlegt að
skola af sér frjókornin í sturtunni fyr-
ir svefninn og þvo þau af höndunum
jafnóðum. Góð sólgleraugu sem hlífa
augunum við frjókornum komi einnig
í góðar þarfir.
„Fólk þarf að byrja að nota viðeig-
andi lyf áður en tímabilið hefst. Ann-
ars þarf alltaf minna og minna af frjó-
kornum til að valda einkennum,“
segir Unnur Steina og á þar við svo-
kallaða nefstera sem þeir sem eru illa
haldnir af ofnæmi þurfa að nota og
fást gegn lyfseðli. „Einkennin eru
misalvarleg. Sumir þurfa öll lyf, en
aðrir þurfa bara lausasölulyf,“ segir
hún.
Lausasölulyf við frjókornaofnæmi
eru flest svokölluð andhistamín og
seld í töfluformi. Töflurnar eru þá
teknar að morgni dags til að fyrir-
byggja einkenni. Einnig eru seld
nefsprey og augndropar sem notaðir
eru eftir að einkenni gera vart við sig.
SUMARIÐ 2003 var það næst frjó-
ríkasta frá upphafi frjómælinga á Ís-
landi. Birkifrjó hafa aldrei verið jafn-
mörg og í fyrra, en þau dreifast mest
um andrúmsloftið þegar sólríkt er.
Svo virðist sem frjótímabilið hefjist
stöðugt fyrr hér á landi.
„Ef hitinn heldur áfram að vera yfir
meðallagi þá gæti það orðið til þess að
sumarið sem við eigum í vændum
verði svipað og í fyrra,“ segir Margrét
Hallsdóttir, jarðfræðingur á Náttúru-
fræðstofnun, en hún hélt erindi um
„Frjókornasumarið mikla 2003“ á
Hrafnaþingi stofnunarinnar nýverið.
„Ég tel að birkifrjóin verði ekki
eins mörg því það virðist vera sveifla í
framleiðslu birkifrjóa frá ári til árs.
Birkifrjó og grasfrjó eru þekkt sem
mjög skæðir ofnæmisvaldar.“ Mar-
grét segir mest vera af birki-, gras- og
súrufrjóum í andrúmsloftinu og flesta
sem þjást af frjóofnæmi hafa ofnæmi
fyrir þessum tegundum, þótt ofnæmi
fyrir öðrum tegundum eins og t.d.
víði- eða asparfrjóum, þekkist.
Margrét segir að hlýindi síðasta
sumars hafi haft mest að segja um
aukningu frjókorna í loftinu. „Hitinn
Frjótíminn byrjar stöðugt fyrr
-./ -/ -/0 -/1 -/2 -// -% -%0
%%%
.%%
3%%
!%%
$%%
%
4*
5""(
45" (
" 467
8(
4*((
Í fyrra fóru birkifrjó að mælast 19.
apríl, um mánuði fyrr en vanalega.
LAGÐAR hafa verið fram tillögur
að sérstakri aðgerðaáætlun um
hvernig brugðist skuli við þegar
erlend börn eru hér á landi án um-
sjár. Dómsmálaráðherra kynnti
skýrslu starfshóps sem samdi að-
gerðaáætlunina um málefni er-
lendra vegalausra barna á ríkis-
stjórnarfundi í gær.
Samkvæmt upplýsingum ráðu-
neytisins er í skýrslunni sett fram
ítarleg greining á hlutverkum og
ábyrgð þeirra aðila sem koma að
hverju máli, en það eru lögregla,
Útlendingastofnun, barnaverndar-
nefndir og Rauði kross Íslands,
auk félagsþjónustu Reykjanesbæj-
ar, sem tekur að sér umönnun
barnanna skv. aðgerðaáætluninni.
Finna uppruna barnanna og
sameina þau fjölskyldu þeirra
Ekki eru fyrir hendi skýrar
reglur hér á landi eða samræmd
áætlun um hvernig með mál af
þessu tagi skuli farið, en leyst hef-
ur verið úr þeim málum, sem kom-
ið hafa upp, á grundvelli gildandi
útlendinga- og barnaverndarlög-
gjafar og í samvinnu þeirra aðila
sem að málunum hafa komið.
„Í skýrslunni kemur fram að
meginverkefni stjórnvalda varð-
andi erlend börn sem stödd eru
hér á landi án foreldra eða forsjár-
aðila, sé að finna uppruna þeirra
og sameina þau fjölskyldu þeirra í
heimalandi með öruggum hætti.
Nauðsynlegt sé að meðferð mál-
anna taki eins skamman tíma og
nokkur kostur er á og að var-
anlegar lausnir á ráðstöfun
barnanna komi til framkvæmda
eins fljótt og auðið er.
Ef ekki reynist unnt að sameina
barn og fjölskyldu þess í heima-
landinu á ný, þarf að finna því við-
eigandi frambúðarheimili hér á
landi. Lagt er til að það verði í
höndum barnaverndaryfirvalda en
Útlendingastofnun getur veitt
barni dvalarleyfi af mannúðar-
ástæðum við slíkar aðstæður eða
hæli ef barn á rétt á hæli á grund-
velli Flóttamannasamningsins.
Starfshópurinn leggur til að kostn-
aður af slíkri fósturráðstöfun til
lengri tíma greiðist úr ríkissjóði,
en til þess þarf að gera breytingu
á barnaverndarlögum, nr. 80/
2002,“ segir í frétt frá dómsmála-
ráðuneytinu.
Aðgerðaáætlun
vegna erlendra
vegalausra barna
Skýrsla starfshóps dómsmálaráðherra