Morgunblaðið - 21.04.2004, Page 10

Morgunblaðið - 21.04.2004, Page 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ „ÞAÐ er því miður staðreynd, þrátt fyrir að margt hafi lagast, að konum er enn þann dag í dag mismunað á grundvelli kynferðis síns,“ sagði Margrét Einarsdóttir, lögmaður og varaborgarfulltrúi, á fundi Landsnets sjálf- stæðisfkvenna, í Iðnó í gær. Sagði hún að með núgildandi jafnréttislögum, þ.e. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, sem samþykkt voru samhljóða á Al- þingi vorið 2000, væri verið að útfæra nánar það gríðarlega mikilvæga mannréttinda- ákvæði stjórnarskrárinnar að óheimilt væri að mismuna fólki á grundvelli kynferðis. „Það er því miður ennþá of mikið um það að konum séu greidd lægri laun, eingöngu af því að þær eru konur og að gengið sé fram hjá mjög hæfum konum við stöðuráðningar eða stöðuhækkanir og minna hæfur karlmaður ráðinn í þeirra stað. Í þessu felast brot á grundvallarmannréttindum kvenna og það þarf í lögum að banna þessa háttsemi og veita konum raunhæf úrræði til að halda þá ábyrga fyrir lögum sem brjóta á þeim með slíkum hætti,“ sagði hún enn fremur. Sigríður Anna Þórðardóttir alþingismaður talaði á sömu nótum. Hún sagði að við þyrft- um að horfast í augu við þá staðreynd að hér ríkti ekki jafnrétti í reynd. „Og meðan svo er, er algjörlega fráleitt að halda því fram að við þurfum ekki á jafnréttislögum að halda hér á landi.“ Margrét og Sigríður Anna voru frummæl- endur á fundi sjálfstæðiskvenna í gær en þriðji fyrirlesarinn var Kristinn Már Ársæls- son, stjórnarmaður í Heimdalli. Hann mælti gegn jafnréttislögunum og rökstuddi þá ályktun stjórnar Heimdallar að nema ætti lögin úr gildi. Hann lagði m.a. áherslu á að lögin væru það sem hann kallaði jafnstöðu- lög, en jafnstaða væri það þegar áhrif, völd og staða einhverra hópa, til dæmis kynja, í þjóð- félaginu væru jöfn. „Jafnstaðan nær þannig mun lengra en jafnrétti,“ útskýrði hann, en jafnrétti er, sagði hann, það að engum manni sé mismunað af löggjafanum vegna einhverra þátta á borð við aldur, kyn eða kynþátt. Kristinn sagði að slagorðið: „Minna en helmingur er ekki jafnrétti“, væri lýsandi fyrir markmið um jafnstöðu, það væri á hinn bóginn ekki lýsandi fyrir jafnrétti. Hann sagði að margir tryðu því að jafnstaða gæti orðið að veruleika í jafnréttisþjóðfélagi. Það væri þó ekki sjálfgefið. „Það er ekki gefið fyr- irfram að völd, áhrif og stöður í samfélaginu skiptist jafnt á milli kynjanna.“ Hann sagði að kyn ætti ekki að vera verðleiki, sem miðað væri við, til dæmis við ráðningar. Umrædd jafnréttislög gerðu hins vegar ráð fyrir því, þ.e. að kyn væri ákveðinn verðleiki. Kristinn sagði að í stað laganna væri nær að einblína á það sem hann kallaði formgerð samfélagsins; talað væri um að í henni væri eitthvert ferli í gangi sem mismunaði konum frekar en körl- um. „Ef það er markmið laganna að vinna gegn þessari formgerð þá er mjög ólíklegt að þau nái því.“ Uppeldi barna og félagsmótun, sagði hann, hefði mun meiri áhrif á formgerð samfélagsins en lög. Á jákvæð mismunun rétt á sér? Á eftir framsögum fóru fram almennar um- ræður um jafnréttislögin og sýndist sitt hverjum. Einkum var rætt um 22. gr. jafn- réttislaganna, sem kveður á um bann við mis- munun á grundvelli kynferðis. Af þeirri grein hefur svo verið leidd reglan um jákvæða mis- munun, eins og Margrét Einarsdóttir benti á, og kvaðst hún reyndar setja spurningar- merki við það ákvæði. „Í jákvæðri mismunun felst,“ sagði hún, „að ef karl og kona sem sækja um starf teljast eftir faglegt mat á hæfni þeirra vera jafnhæf þá eigi að ráða konuna ef konur eru í minnihluta í viðkom- andi starfi en karlinn ef karlar eru í minni- hluta.“ Hún bætti því við að þetta væri ekki ákvæði um kynjakvóta eins og margir vildu meina. Margrét sagði að til væru rök bæði með og á móti jákvæðri mismunun. Hún kvaðst þó ekki ætla að fara nánar út í þau rök. „En ég hef þó áhyggjur af að þetta ákvæði hafi skað- að konur meira á vinnumarkaði en það hefur hjálpað þeim. Og ég tel því að ef Heimdallur hefði í ályktun sinni t.d. bara lagt til að af- nema ætti jákvæða mismunun þá hefði það verið málefnalegt og ágætt sjónarmið inn í jafnréttisumræðuna. En því miður gekk stjórnin mun lengra og hvetur í ályktun sinni þingmenn til að nema hreinlega lögin úr gildi, líka ákvæðin sem eru einungis sett til vernd- ar því að ekki sé gengið fram hjá hæfari kon- um við stöðuveitingar, hvort sem er hjá hinu opinbera eða á almennum vinnumarkaði, ein- göngu vegna þess að hún er kona.“ Einn fundargesta tók fram í umræðunni að hún væri á móti jákvæðri mismunun. Hún kvaðst eiga son og dóttur sem hefðu haft jöfn tækifæri til menntunar og til að ná árangri. „Þegar þau standa frammi fyrir því að sækja um starf, þá er hún valin af því að hún er kona, en honum hafnað,“ sagði hún og taldi það óréttlátt: „Við eigum ekki að hegna ungu fólki bara vegna þess að staða kvenna er slak- ari í dag heldur en við vildum.“ Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, annar fund- argestur, benti á skertan hlut kvenna í at- vinnulífi, í stjórnmálum og í fjölmiðlum. Spurði hún frummælendur hvort þessi rýri hlutur kvenna væri birtingarmynd þess að við værum ekki búin að ná raunverulegu jafn- rétti eða hvort hann væri birtingarmynd þess að konur væru síður hæfar en karlar. Margrét sagði í svari sínu að það væri aug- ljóst að ungar konur væru ekki minna hæfar en ungir karlar. Sagði hún ástæðuna fyrir rýrum hlut kvenna margþættan. „Ég held að hluti af skýringunni sé sá að konur þurfa enn þann dag í dag að leggja sig enn harðar fram en karlar og sanna sig enn þá meira til að komast jafn langt og þeir. En ég held að með fæðingarorlofslögunum og breyttu viðhorfi muni þetta lagast. Ég held að svarið við þess- ari stöðu felist ekki í jákvæðri mismunun,“ ítrekaði hún. Kristinn sagði það rétt að jafnstöðu hefði ekki verið náð; sums staðar væru konur í minnihluta og sums staðar karlar. „Ég held að við náum að breyta þessari stöðu best með því að einbeita okkur að formgerð samfélags- ins,“ sagði hann. Sigríður Anna sagði það fráleitt að ungar konur væru minna hæfar en ungir karlar. „Það er algjörlega fráleitt,“ sagði hún enda væru þær komnar með nákvæmlega sam- bærilega menntun og karlar. Sigríður Anna gerði síðan jákvæða mismunun að umtalsefni og spurði: „Hefur henni yfirhöfuð verið beitt í ríkum mæli? Ég tel að það sé alls ekki svo. Ef hún hefði verið virk og henni beitt í ríkum mæli, þá hlytu ýmsir hlutir að líta töluvert öðruvísi út í dag.“ Sigríður velti því einnig fyrir sér hvað það væri í samfélaginu sem leiddi til þess að kon- ur væru minna sýnilegar í stjórnmálum, í at- vinnulífi og í fjölmiðlum. Hún sagði að það hlyti að vera eitthvað sem lægi mjög djúpt í viðhorfum okkar og uppeldi. „Ég er ekki viss um að það verði raunverulegar breytingar fyrr en við náum tökum á þessum hlutum,“ sagði hún enn fremur. Eru jafnréttis- lögin úrelt? Jafnréttislögin voru rædd á fundi Landsnets sjálfstæð- iskvenna í Iðnó í gær. Arna Schram fylgdist með um- ræðunum en skiptar skoðanir voru á fundinum. arna@mbl.is RÍKISSAKSÓKNARI krafðist sak- fellingar og refsiþyngingar yfir tveimur sakborningum í málverka- fölsunarmálinu svokallaða þegar málflutningur hófst fyrir Hæstarétti í gær. Ákærðu eru Pétur Þór Gunn- arsson og Jónas Freydal Þorsteins- son, sem hlutu 6 og 4 mánaða skil- orðsbundið fangelsi í héraðsdómi í júlí 2003. Verjandi Péturs Þórs krafðist frávísunar málsins og sýknu til vara, en verjandi meðákærða flyt- ur varnarræðu sína í dag, miðviku- dag. Sakarefnið fyrir Hæstarétti hefur verið skorið talsvert niður frá því á héraðsdómsstigi og varðar nú 48 meintar falsanir á verkum meistara íslenskrar myndlistar á 20. öldinni. Fyrir héraðsdómi voru ákærðu sótt- ir til saka fyrir fjársvik og skjalafals vegna 102 mynda með því að hafa falsað eða látið falsa málverkin og selt þau sem verk íslenskra listanna á borð við Ásgrím Jónsson, Jóhann- es S. Kjarval, Nínu Tryggvadóttur og fleiri. Bogi Nilsson ríkissaksóknari taldi hin meintu brot ákærðu skaðleg fyr- ir viðskipti á listaverkamarkaðnum og bætti við að vegna mikils umfangs hefði háttsemin skaðað íslenska lista- og menningarsögu. Ríkissak- sóknari taldi framburð ákærða Pét- urs Þórs í málinu hafa yfir sér tals- verðan ósennileikablæ og sagði ákæruvaldið ekki fella sig við sýknu héraðsdóms af langflestum ákæru- liðum. Taldi ríkissaksóknari að ákærði hefði falsað, látið falsa eða hafi mátt vita að umræd verk væru fölsuð. Ekki væri bókhaldsgögnum til að dreifa vegna viðskipta með þau, en gera yrði kröfu til þess að menn í viðskiptum héldu bókhald. Þá bæri ákærði fyrir minnisleysi vegna við- skiptanna og ómögulegt væri að fá hjá honum gögn frá Gallerí Borg á sama tíma og dönsk uppboðsfyrir- tæki létu þau í té vandræðalítið. Þá hefðu rannsóknir sýnt alkýð í olíu- málverkum, sem þætti grunsamlegt þar sem slíkt fylliefni hefði ekki ver- ið komið fram á þeim tíma sem um- ræddar myndir voru málaðar. Segir að reynt hafi verið að rýra réttarstöðu ákærða Ragnar Aðalsteinsson verjandi Péturs Þórs sagði í varnarræðu sinni að ríkissaksóknari hefði reynt að rýra réttarstöðu ákærða með því m.a. að ekkert samráð hefði verið haft við verjendur um aðgang að gögnum. Þá hefði verjandinn haft frumkvæði að því að koma viðbót- arágripum málsins til Hæstaréttar og þyrfti rétturinn jafnframt að líta til allra gagna en ekki einvörðungu viðbótarágripa, þar sem mikilvæg sönnunargögn væru ekki í þeim. Sagði verjandinn að sakarefnið nú væri aðeins 38% af upphaflegu sak- arefni frá því ríkislögreglustjóri höfðaði málið og væri þessi minnkun til marks um að ríkissaksóknari gerði sér ljóst að ríkislögreglustjóri hefði farið offari gegn ákærða í hér- aðsdómi. Minnti verjandinn enn- fremur á að ákærði hefði haft sýknu- hlutfall upp á 96% í héraði. Þá gagnrýndi hann að ríkislög- reglustjóri skyldi velja út þrjú kærð málverk árið 1998 og ákæra fyrir þau, þrátt fyrir að að vera með tugi kærðra verka í rannsókn, í því skyni að fá leiðbeiningar hjá Hæstarétti hvernig skyldi haga málssókn síðar gegn ákærða. Ekki mætti hluta í sundur rýmkuð brot og prófa sig áfram gegn ákærða árum saman, heldur ætti hann rétt á réttlátri málsmerðferð og afgreiðslu sinna mála í einu lagi. Með því að velja brot og geyma önnur til síðari tíma og ákæra hvað eftir annað væri verið að brjóta á rétti ákærða og stíga stórt skref í átt til lögregluríkis. Þá gagnrýndi verjandinn máls- meðferð á héraðsdómstigi með því að vitni ákæruvaldsins hefði lesið upp utanréttarskjöl og fengið hjálp frá ákæruvaldi sem hefði veifað gögnum framan í vitni. Þá hefði ekki verið kallaðir til dómkvaddir mats- menn til að meta málverkin heldur hefði ákæruvaldið ráðið vitni sem sérfræðivitni og greitt þeim fyrir ráðgjöfina, ýmist persónulega eða vinnuveitendum þeirra. Skipti þetta milljónum króna. Þá væri þetta í fyrsta skipi í lögreglurannsóknum þar sem vitni og jafnframt starfs- menn kærenda (listasafna) væru lát- in veita sérfræðiráðgjöf um leið og kærunum væri fylgt eftir. Þá hefði ákæruvaldið beðið vitnin um tillögur um rannsóknaraðgerðir og vitnin unnið saman í hópum. Verjandinn sagði framgöngu ákæruvalds einkum hafa miðast að því af fá sigur í málinu, enda hefði rannsóknin kostað milljónatugi. Hefði þetta haft í för með sér ítrekuð brot á lögum um meðferð opinberra mála, þar sem segir m.a að ákærandi skuli vinna að því að hið sanna og rétta komi í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og sektar. Málflutningur saksóknara og verjanda í málverkafölsunarmálinu í Hæstarétti í gær Segir meint brot hafa valdið skaða Verjandi krefst frávísunar Morgunblaðið/Jim Smart Verjendur sakborninga við upphaf málflutnings í gær, Karl Georg Sigurbjörnsson hrl., Sigríður Rut Júlíusdóttir hdl. og Ragnar Aðalsteinsson hrl. Málflutningur heldur áfram í dag, en þá ljúka verjendur málflutningi sínum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.