Morgunblaðið - 21.04.2004, Side 12
FRÉTTIR
12 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR raskar eðli-
legri samkeppni á lánamarkaði. Sjóð-
urinn uppfyllir ekki skilyrði um fé-
lagsleg markmið, sem ákvæði
EES-samningsins setja fyrir stuðn-
ingi hins opinbera við slíka atvinnu-
starfsemi. Þetta eru meginniðurstöð-
ur nýrrar álitsgerðar Rannsóknar-
stofnunar í fjármálarétti við
Háskólann í Reykjavík um stöðu
Íbúðalánasjóðs gagnvart reglum
EES-samningsins, sem tekin var
saman að beiðni Samtaka banka og
verðbréfafyrirtækja (SBV), og kynnt
var á blaðamannafundi í gær. SBV
sendu í gær formlega kvörtun til Eft-
irlitsstofnunar EFTA, ESA, á
grundvelli niðurstöðu álitsgerðarinn-
ar.
Í álitsgerð Rannsóknarstofnunar-
innar segir að Íbúðalánasjóður sé í
eðli sínu lánastofnun í samkeppni við
fjármálafyrirtæki. Sjóðurinn veiti al-
menn lán til íbúðakaupa án þess að
þeir sem njóta þjónustunnar þurfi að
uppfylla sérstök skilyrði um fé-
lagslegar aðstæður, en það séu eink-
um hin almennu lán Íbúðalánasjóðs
sem fari í bága við EES-samninginn.
Sérreglur gildi fyrir alla
„Íbúðalánasjóður grundvallast á
lögum um húsnæðismál sem byggja
á séreignastefnu en ekki félagslegum
markmiðum, en reglur um almenn
lán sjóðsins skortir mikilvæg ein-
kenni félagslegra kerfa, sem miðast
við að aðstoða þá sem verr eru sett-
ir,“ segir í fréttatilkynningu frá SBV.
„Þannig getur sjóðurinn veitt hinum
efnameiri lán umfram þá sem minna
hafa. Sjóðurinn nýtur sérstakrar rík-
isábyrgðar á lánveitingum sínum og
þarf ekki að uppfylla þær stífu kröfur
sem settar eru um starfsemi lána-
stofnana í almennum lögum. Þá nýt-
ur sjóðurinn bæði skattfríðinda og
framlaga úr ríkissjóði. Vegna þess-
ara sérréttinda skapar sjóðurinn
augljóslega ójafnvægi í samkeppni á
íbúðalánamarkaði.“
Jóhannes Sigurðsson, forstöðu-
maður Rannsóknarstofnunar í fjár-
málarétti við Háskólann í Reykjavík,
gerði grein fyrir niðurstöðum álits-
gerðar stofnunarinnar á blaða-
mannafundinum í gær, en þess má
geta að hann var áður starfsmaður
ESA. Þetta er fyrsta þjónustuverk-
efnið sem stofnunin sendir frá sér.
Jóhannes segir að starfsemi
Íbúðalánasjóðs stangist á við greinar
númer 59 og 61 í EES-samningnum.
Í fyrstu málsgrein 59. greinar samn-
ingsins sé kveðið á um að ef atvinnu-
greinum séu veitt sérréttindi verði að
gæta þess að ekki sé brotið í bága við
önnur ákvæði EES-samningsins, t.d.
varðandi samkeppnisreglur og fjór-
frelsi. Sérreglur verði því að gilda
fyrir alla sem eru í sambærilegri að-
stöðu á svæðinu. Í annarri málsgrein
þessarar greinar samningsins sé hins
vegar kveðið á um að víkja megi frá
fyrstu málsgreininni, ef sú stofnun
sem um ræðir veitir þjónustu er hef-
ur almenna efnahagslega þýðingu.
Þetta þýði að umrædd stofnun sé að
veita þjónustu sem aðrir aðilar geti
ekki sinnt. Eins og staðan sé á fjár-
málamarkaði hér á landi í dag geti
fjármálastofnanir veitt sambærilega
þjónustu og Íbúðalánasjóður. Þess
vegna séu skilyrði 59. greinar EES-
samningsins ekki fyrir hendi.
90% lán veikja aðrar
fjármálastofnanir
Varðandi 61. grein EES-samn-
ingsins segir Jóhannes að þar sé
fjallað um að óheimilt sé að veita rík-
isaðstoð ef hún sé fallin til að raska
samkeppni. „Augljóst er að þau sér-
réttindi sem Íbúðalánasjóður nýtur
raska samkeppninni,“ segir hann.
Þá kom fram í máli Jóhannesar að
Rannsóknarstofnunin telur einnig að
starfsemi Íbúðalánasjóðs kunni að
brjóta gegn hluta af fjórfrelsis-
reglum EES-samningsins, þ.e. varð-
andi staðfesturétt, þjónustufrelsi og
frjálsa fjármagnsflutninga. Þessar
reglur mæli allar fyrir um að ekki
megi setja hindranir á það að geta
veitt þjónustu eða flutt peninga á
milli landa. Þau sérréttindi sem
Íbúðalánasjóði séu fengin, þ.e. ríkis-
ábyrgð á skuldbindingum og minni
kröfur til starfsskilyrða en hjá öðrum
lánastofnunum, t.d. eiginfjárkröfur
og kröfur um eiginfjárhlutfall, feli í
sér hindranir fyrir aðrar lánastofn-
anir til þess að veita íbúðalán á ís-
lenskum fjármagnsmarkaði.
Í álitsgerð Rannsóknarstofnunar í
fjármálarétti segir jafnframt að
áform um hækkun veðhlutfalls í allt
að 90% og hækkun hámarkslána séu
tvímælalaust til þess fallin að styrkja
enn frekar yfirburðastöðu Íbúða-
lánasjóðs á íslenskum íbúðalána-
markaði og veikja enn frekar stöðu
annarra fjármálaþjónustufyrirtækja
á þessum markaði. Þá verði ekki séð
að þessi áform hafi nokkra þá al-
mennu efnahagslegu þýðingu í skiln-
ingi 59. greinar EES-samningsins,
að réttlætt geti þær enn frekari og
ríkari takmarkanir á frjálsri sam-
keppni sem áform þessi muni óhjá-
kvæmilega hafa í för með sér.
Stjórnvöld hér á landi tilkynntu
fyrirhugaðar breytingar á hækkun
lánshlutfallsins í hinu opinbera hús-
næðislánakerfi til ESA í lok síðasta
árs. Niðurstöður ESA í því máli
liggja ekki fyrir.
Sambærileg kjör hjá bönkum
Guðjón Rúnarsson, framkvæmda-
stjóri SBV, sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær, að ef almenn lán
Íbúðalánasjóðs yrðu færð yfir til
banka og sparisjóða, myndi það end-
urspeglast í þjónustukjörum við-
skiptavina þeirra almennt, ekki ein-
vörðungu íbúðakaupenda, vegna
aukinna umsvifa. „Við erum ekki í
vafa um að íbúðakaupendur muni
eiga kost á lánakjörum sem eru í takt
við það sem þekkist í dag og að þau
muni frekar breytast til lækkunar en
hækkunar er fram líða stundir,“
sagði Guðjón.
SBV senda ESA formlega kvörtun vegna Íbúðalánasjóðs
Raskar eðlilegri
samkeppni
Morgunblaðið/Jim Smart
Í bága við EES-samninginn Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri SBV,
og Jóhannes Sigurðsson, forstöðumaður rannsóknarstofnunar í fjármála-
rétti við Háskólann í Reykjavík, segja almenn lán Íbúðalánasjóðs brjóta í
bága við ýmis ákvæði EES-samningsins.
LOKAFRÁGANGI samninga um
kaup Viva Ventures á 65% kjölfestu-
hlut í búlgarska símafyrirtækinu
BTC og lokagreiðslum fyrir hlutinn,
sem átti að inna af hendi í gær, hefur
verið frestað um tvo mánuði til 20.
júní. Carrera Global Investment
fjármagnar um fjórðung 65% hlut-
arins, en Carrera er í meirihlutaeigu
Björgólfs Thors Björgólfssonar og
aðrir íslenskir fjárfestar sem eiga
þar hlut eru Síminn, Burðarás og
Straumur fjárfestingarbanki.
Einkavæðingarnefnd í Búlgaríu
ákvað frestunina á þeim forsendum
að afla þyrfti frekari gagna frá stofn-
unum sem málið varðar. Líkt og áður
hefur komið fram, strandar lokafrá-
gangurinn á úthlutun farsímaleyfis,
sem er það þriðja sem úthlutað er í
Búlgaríu. Deilt hefur verið um hvort
eigi að selja BTC leyfið fyrir 54 millj-
ónir leva líkt og samið var um við
einkavæðingu félagsins eða hvort
eigi að bjóða það út og leyfa öðrum
að eiga þess kost að keppa um leyfið.
Búlgarska fjarskiptaeftirlitið hef-
ur reynt að koma sér undan að taka
þessa umdeildu ákvörðun og leitaði
umsagnar ríkisstjórnarinnar nýver-
ið. Ríkisstjórnin hefur nú svarað því
til að hún telji lagaheimild fyrir því í
einkavæðingarlöggjöf landsins að
BTC verði úthlutað farsímaleyfinu
án útboðs eða samkeppni við aðra.
Sem fyrr virðast líkurnar því miklar
á því að staðið verði við ákvæði
samningsins um úthlutun farsíma-
leyfis til BTC.
Leyfið er afar þýðingarmikið fyrir
framtíð BTC og talið að einkavæð-
ingin standi og falli með því hvort
leyfið fæst. Nýlega var haft eftir Jo-
anna James, talsmanni Viva Vent-
ures, í búlgörskum fréttamiðli að
reynslan frá öðrum löndum sýndi að
með tilkomu þriðja og fjórða far-
símaleyfis á markaðnum gerðist
jafnan tvennt. Annars vegar lækkaði
verð þjónustunnar umtalsvert og
hins vegar fjölgaði notendum til
muna.
Þegar endanlega hefur verið
gengið frá einkavæðingarsamningn-
um munu 20% hlutafjár í BTC, sem
nú er í eigu ríkisins, verða seld á
hlutabréfamarkaði í kauphöllinni í
Sofia.
Kaupum á BTC frestað
Morgunblaðið/Nína Björk
Í TILEFNI af Viku bókarinnar
hefur Edda-útgáfa, í samstarfi við
sundstaði ÍTR, komið fyrir ljóðum
í öllum heitum pottum sundlauga
Reykjavíkur, sundgestum til and-
legrar upplyftingar. Ljóðin eru úr
ljóðabókinni Óðhalaringlu eftir
þau systkinin Þórarin og Sigrúnu
Eldjárn, sem kemur út hjá Vöku-
Helgafelli um hvítasunnuna. Þar
eru komnar saman í einni bók
bækurnar Óðfluga, Halastjarna
og Heimskringla. Fyrir tvær
þeirra hlutu Þórarinn og Sigrún
Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs
Reykjavíkur árin 1992 og 1998.
Þórarinn semur ljóðin en Sigrún
myndskreytir.
Ljóðin eru vatns- og vindheld
og fljóta um í pottunum. Mark-
miðið er að færa bókmenntirnar
til allra.
Morgunblaðið/Golli
Ljóð í heitum pottum
VERKEFNI sem snýst um að
lagafrumvörp skuli meta með tilliti
til fjárhagslegra áhrifa sveitarfé-
laga, en ekki bara hins opinbera,
verður framlengt um tvö ár. Fé-
lagsmálaráðherra lagði fram frum-
varp í ríkisstjórninni þess efnis í
gær.
„Þetta var tilraunaverkefni sem
laut að því að félagsmálaráðuneyti
og umhverfisráðuneyti létu gera
kostnaðarmat á frumvörpum sem
vörðuðu sveitarfélögin með tilliti til
hagsmuna þeirra. Ég lagði það til í
morgun að við myndum framlengja
þetta verkefni um tvö ár og að
menntamálaráðuneytið bættist í
hóp þessara ráðuneyta,“ segir Árni
Magnússon félagsmálaráðherra.
Verkefnið, sem unnið er í sam-
vinnu við Samband sveitarfélaga,
gerir ráð fyrir því að þegar frum-
varp frá einhverju þessara ráðu-
neyta er lagt fram á Alþingi sé um
leið lagt fram kostnaðarmat fyrir
sveitarfélögin þannig að þingmenn
geti gert sér grein fyrir hvaða
áhrif tiltekin frumvörp hafa á
rekstur sveitarfélaganna. Árni seg-
ir það vel við hæfi að mennta-
málaráðuneyti bætist í hóp ráðu-
neytanna sem taka þátt í
verkefninu, enda séu fjölmörg mál
á þess vegum sem snerti sveit-
arfélögin beint, eins og t.d. málefni
grunnskólanna. „Með þessu erum
við að gera raunverulega tilraun til
að leggja mat á kostnaðaráhrifin
með tilliti til hagsmuna sveitarfé-
laganna.“
Kostnaður við
frumvörp metinn
Ráðuneytin ætla að meta kostnað
sveitarfélaganna við ný lög
EKKI var farið fram á að fá
greiðslustöðvun Íslensku kvik-
myndasamsteypunnar framlengda
en hún rann rann út á þriðjudag og
er allt útlit fyrir að félagið muni
verða tekið til gjaldþrotaskipta.
Friðrik Þór Friðriksson, eigandi fyr-
irtækisins, segist telja að það verði
ofan á að fyrirtækið fari í gjaldþrot
nema eitthvert kraftaverk komi til.
Eins og kunnugt er hætti Ríkisút-
varpið við kaup á sýningarrétti 24
kvikmynda Íslensku kvikmynda-
samsteypunnar. Í kjölfarið voru
teknar upp viðræður við Íslenska út-
varpsfélagið um kaup á sýningar-
réttinum.
Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri
Norðurljósa, segir að á síðasta
stjórnarfundi félagsins hafi verið
ákveðið að fresta viðræðum um kaup
á kvikmyndaréttinum og því séu
engar samningaviðræður í gangi við
Íslensku kvikmyndasamsteypuna.
Íslenska kvikmyndasamsteypan
Allt útlit fyrir gjaldþrot