Morgunblaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 13 í boði í apríl og maí ÚR VERINU ● ÍSLANDSBANKI hefur ákveðið að lækka verðtryggða vexti frá og með deginum í dag um 0,1%. Í tilkynningu frá bankanum segir að hann hafi lækkað bæði verðtryggða og óverð- tryggða vexti frá apríl 2002. Verð- tryggðir útlánsvextir hafi á þessu tímabili lækkað um samtals 2,3% og kjörvextir skuldabréfa farið úr 7,75% í 5,45%. Innlánsvextir hafi lækkað minna og vaxtamunur því minnkað. Vextir verðtryggðra Sparileiða bankans lækka einnig um 0,1% en vextir á lífeyrissparnaðarreikningi og Framtíðarreikningi lækka ekki og eru nú 6,1%. Íslandsbanki lækkar vexti ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI ● MICROSOFT Windows XP og fjögur forrit í Microsoft Office 2003 verða brátt fáanleg á íslensku, samkvæmt til- kynningu frá Microsoft Íslandi. Elvar Þorkelsson, framkvæmda- stjóri Microsoft Íslandi, segir í til- kynningunni ánægjulegt að hægt verði að bjóða þessar vörur á ís- lensku þar sem þær hafi fram að þessu eingöngu verið fáanlegar í er- lendum útgáfum. Þess sé að vænta að Windows XP verði fáanlegt á ís- lensku í byrjun júní og að Office- forritin verði fáanleg í september. Þau forrit í Office 2003 sem verða þýdd yfir á íslensku eru Microsoft Word 2003, Microsoft Outlook 2003, Microsoft PowerPoint 2003 og Micro- soft Excel 2003. Verð íslenskuðu útgáfunnar verður hið sama og þeirrar ensku, sam- kvæmt tilkynningunni. Microsoft-hugbún- aður þýddur á íslensku Verslunarráð Íslands heldur morg- unverðarfund undir yfirskriftinni Er samkeppnisstaða íslenskra fyr- irtækja að versna? á Grand hóteli milli klukkan 8:15 og 9:45 í dag. Fundarstjóri er Erlendur Hjaltason forstjóri Eimskipafélagsins ehf. og ræðumenn eru Þór Sigfússon fram- kvæmdastjóri Verslunarráðsins, Pét- ur Blöndal alþingismaður og Bjarn- freður Ólafsson lögmaður Taxis lögmenn ehf. Þekkingarmiðlun stendur í dag fyr- ir námskeiði um lærdómsfyrirtækið á Nordica hóteli milli klukkan 9:00 og 13:00. Leiðbeinandi er Gylfi Dalmann Aðalsteinsson lektor við Háskóla Ís- lands. Ímark heldur í dag hádegisverð- arfund um markaðssetningu gagn- vart börnum og unglingum í Ársal Radisson SAS Hótels Sögu á milli klukkan 12:00 og 13:00. Fram- sögumenn eru Anna María Proppé framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, Halla Helgadóttir grafískur hönn- uður á auglýsingastofunni Fíton, Ket- ill B. Magnússon ráðgjafi hjá Síman- um og María Dungal, sérfræðingur á markaðssviði Landsbankans. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands heldur málstofu um hvernig greina megi stjórnun starfsmannamála í stofu 101 í Odda klukkan 12:15 í dag. Fyrirlesari er Inga Jóna Jónsdóttir lektor. Í DAG VANGAVELTUR um að Baugur leitaði leiða til að losa sig við 22% hlut sinn í bresku verslunarkeðjunni Big Food Group, BFG, urðu til þess að titringur skapaðist um hlutabréf í félaginu á mánudag, að því er segir í brezka blaðinu The Independent. Fjárfestar seldu óðara bréf sín og verðið lækkaði um 6% innan dagsins, fór í 123,75 pens. Verð bréfanna lækkaði enn í gær um alls 5,05% og var lokaverð þeirra 117 pens. Lækkunin á mánudag var, að sögn Independent, í hróplegu ósamræmi við verðþróun annarra bréfa í mat- vörugeiranum sem hækkuðu á mánudag. Í fréttinni segir að ekki þurfi að koma á óvart þótt Baugur selji bréf sín í BFG. Félagið hafi keypt mest af 22% hlut sínum á genginu 40 pens í október 2002 og sé því á pappírunum með mjög vænan hagnað á kaupunum. Forsvarsmenn Baugs Group höfðu ekkert um málið að segja þeg- ar Morgunblaðið leitaði staðfesting- ar á þessu í gær. Þess má geta að svipaðar vangaveltur voru uppi fyrir um ári, var þá einnig talið að Baugur kynni að selja hlut sinn í BFG og inn- leysa ágóðann. Miðað við lokaverð bréfanna í gær nemur markaðsvirði eignarhlutar Baugs í BFG um 11,6 milljörðum króna. Og miðað við að meðalkaup- verð Baugs á hlutnum í BFG hafi verið um 40 pens, mundi ábatinn af sölunni líklega nema vel ríflega 7 milljörðum króna á núverandi gengi. Hæst fór gengi bréfanna í BFG í 183,75 pens í byrjun febrúar sl. og síðan þá hefur markaðsverðmæti hlutar Baugs lækkað um nærri 7 milljarða króna. Baugur sagður ætla út úr BFG ÚTGERÐARFYRIRTÆKIÐ Reka- vík ehf. í Bolungarvík hefur fest kaup á línuskipinu Albatros GK-60 frá Þor- birni-Fiskanesi hf. í Grindavík. Skip- inu fylgir 350 tonna þorskkvóti og 1.000 tonna rækjukvóti. Rekavík ehf. er dótturfyrirtæki Bakkavíkur hf. í Bolungarvík. Frá þessu er greint á fréttavef BB á Ísafirði. Þar segir enn fremur: „Meðal annarra hluthafa í Rekavík er útgerðarfyrirtækið Ós ehf. sem gerir út smábátana aflasælu Hrólf Einars- son ÍS og Guðmund Einarsson ÍS. Að sögn Agnars Ebeneserssonar, fram- kvæmdastjóra Bakkavíkur, tekur Rekavík ehf. nú yfir útgerðina sem Bakkavík hefur haft með höndum, þ.e. útgerð smábátanna Einars Hálf- dáns og Hafdísar auk annars af bát- um Óss ehf. Agnar vildi ekki gefa upp kaupverð Albatross. Hann segir að kaupin verði að hluta til fjármögnuð með eigin fé en Rekavík ehf. hafa nú verið lagðar til um 350 milljónir króna í hlutafé. Hann segir kaupin gerð til þess að styrkja hráefnisöflun Bakkavíkur ehf. til lengri tíma litið bæði í bolfiskvinnslu og rækju- vinnslu. Skipið verður gert út til línu- veiða enda búið beitningavél. Skipið verður afhent í lok maí. Skipstjóri hefur verið ráðinn aflamaðurinn Guð- mundur Einarsson sem um árabil hefur gert úr smábátinn Guðmund Einarsson ÍS en var áður m.a. stýri- maður á Guðbjörgu ÍS-46. Samkvæmt upplýsingum bb.is er ekki óraunhæft að ætla að kaupverð Albatross geti verið á bilinu 7–800 milljónir króna. Sem kunnugt er var Þorbjörn-Fiskanes hf. afskráð úr Kauphöll Íslands í kjölfar yfirtöku Þorbjarnarfjölskyldunnar svokölluðu á félaginu. Í kjölfarið virðist hafin mikil eignasala frá fyrirtækinu því í dag var einnig tilkynnt um sölu nóta- veiðiskipsins Grindvíkings með tölu- verðum aflaheimildum til Vest- mannaeyja. Að sögn fjölmiðla var söluverð Grindvíkings um tveir millj- arðar króna. Hafa skip og kvóti að verðmæti 2,8 milljarðar því verið seldir frá Grindavík í dag. Þorbjörn hf. sameinaðist á sínum tíma Bakka hf. í Bolungarvík og skömmu síðar hvarf aflakvóti og skip Bakka hf. til Grindavíkur. Með nokkurri einföldun má því segja að sá aflakvóti sé nú að hluta til að skila sér til baka. Skipið Albatros er ekki ókunnugt við Djúp. Það var smíðað í Flekkefjord í Nor- egi árið 1967 fyrir Hraðfrystihúsið Norðurtangann hf. og hét í fyrstu Guðbjartur Kristján ÍS-20 og síðan Orri ÍS-20. Skipið var síðan selt Bakka hf. í Bolungarvík og fékk þá nafnið Vinur ÍS. Síðar var skipið selt Fiskanesi hf. í Grindavík og fékk þá núverandi nafn. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Albatros seldur frá Grindavík Kaupverðið gæti verið 700 til 800 milljónir króna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.