Morgunblaðið - 21.04.2004, Síða 16
Betri kjör,meiri yfirsýn og aukin þjónusta í Vild
Nú bjóðum við viðskiptavinum okkar að vera með
tryggingar og bankaþjónustu á sama stað. Kynntu
þér kosti Vildar í síma 440 4000, í næsta útibúi
Íslandsbanka eða á isb.is.
Starfsmaður mánaðarins!
þann hátt að þess gerðist ekki þörf,
stjórnarskrársáttmálinn breytti ekki
grundvelli þess sambands sem Bret-
land ætti við ESB sem eitt aðildar-
ríkjanna. Í gær sneri hann hins vegar
við blaðinu. Réttlæti hann U-beygj-
una með því að segja að svo margar
„goðsagnir“ væru á kreiki um þau
áhrif sem sáttmálinn hefði að ástæða
væri til að taka hann til gagngerrar
skoðunar, þannig að fólk gerði sér
grein fyrir staðreyndum málsins.
Nefndi Blair í þessu sambandi að
sumir virtust halda að samþykkt
stjórnarskrársáttmálans þýddi að El-
ísabet Englandsdrottning yrði ekki
lengur þjóðhöfðingi Breta og að Bret-
ar yrðu neyddir til að taka upp hægri
umferð. Hann fordæmdi það sem
hann kallaði „sífellda herferð, sem ég
verð þó að viðurkenna að hefur að
mörgu leyti haft tilætluð áhrif, and-
stæðinga ESB sem á sér það mark-
mið að telja fólki trú um að Evrópu-
samruninn sé samsæri beint gegn
bresku þjóðinni“.
Staðreyndin væri sú, sagði Blair, að
ESB væri „samstarf sem skapað var
fyrir okkur og aðra þannig að við gæt-
um fylgt eftir okkar þjóðarhagsmun-
um með sem bestum hætti í sam-
tengdum heimi nútímans“.
„Tökum þessa rimmu“
Athygli vakti að Blair
setti málið þannig fram
að þjóðin myndi ekki
aðeins greiða at-
kvæði um stjórn-
arskrársáttmál-
ann sjálfan
heldur um
stöðu Bret-
lands í Evrópu
og raunar heim-
inum öllum.
Sagði Blair að at-
kvæði yrðu greidd
um sáttmálann en að
„mun meira væri und-
ir“.
„Það er kominn tími til að
svara þeirri spurningu í eitt
TONY Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, tilkynnti í gær að haldin yrði
þjóðaratkvæðagreiðsla í landinu um
stjórnarskrársáttmála Evrópusam-
bandsins (ESB) sem líklegt er að leið-
togar ESB-ríkjanna leggi í grundvall-
aratriðum blessun sína yfir á fundi í
júní. Um er að ræða alger umskipti á
afstöðu breska Verkamannaflokksins
í þessum efnum en Blair hefur jafnan
sagt, að engin þörf væri á því að
leggja sáttmálann í dóm kjósenda.
Blair tilkynnti um ákvörðunina á
breska þinginu en orðrómur hefur
verið á kreiki síðustu dagana um að
von væri á þessum sinnaskiptum af
hálfu ráðherrans. Fram kom hjá Blair
í gær að breska þingið myndi fyrst fá
tækifæri til að ræða málið. „En svo
skulum við leyfa almenningi að hafa
lokaorðið,“ sagði Blair.
Ekki kom fram hvenær halda ætti
atkvæðagreiðsluna eða hvert yrði
orðalag þeirrar spurningar sem lögð
yrði fyrir bresku þjóðina. Stjórnmála-
skýrendur telja hins vegar líklegt að
atkvæðagreiðslan verði haldin fljót-
lega eftir næstu þingkosningar, sem
líklegt er að fari fram einhvern tím-
ann á fyrri hluta næsta árs.
Og stjórnmálaskýrendur eru sam-
mála um að Blair yrði vart vært í
embætti ef breskur almenningur
hafnaði stjórnarskrársáttmálanum í
þjóðaratkvæðagreiðslunni. Því er
Blair að taka umtalsverða pólitíska
áhættu með viðsnúningi sínum nú.
Of margar „goðsagnir“ á kreiki
Tíu ný ríki munu ganga formlega í
ESB 1. maí nk. og verða aðildarríkin
þá alls tuttugu og fimm. Öll þurfa þau
að leggja blessun sína yfir stjórnar-
skrársáttmálann en aðeins Danmörk,
Írland og Lúxemborg hafa tilkynnt að
haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla
um málið. Líklegt er þó að fleiri fylgi í
kjölfarið, m.a. Holland, Pólland,
Ítalía, Spánn og Portúgal.
Blair hefur fram til þessa svarað
háværum kröfum breskra íhalds-
manna um þjóðaratkvæðagreiðslu á
skipti fyrir öll hvort þessi þjóð, Bret-
land, vilji vera í forgrunni og í forystu
ákvarðanatöku á vettvangi ESB eða
ekki. Það er kominn tími til að ákveða
hvort okkar bíði framtíð þar sem við
erum leiðandi þjóð í Evrópusamstarf-
inu eða hvort við verðum jaðarþjóð í
Evrópu,“ sagði Blair. „Leyfum Evr-
ópuandstæðingunum, hvers sönnu
áformum við munum fletta ofan af,
færa rök fyrir máli sínu,“ bætti Blair
við. „Leyfum þeim okkar sem teljum
Bretland eiga að vera hluti af Evrópu,
ekki af því að við trúum á Evrópu sér-
staklega, heldur af því að við trúum á
Bretland, að færa rök fyrir okkar
máli. Tökum málið fyrir. Tökum
þessa rimmu.“
Þykir sumpartinn snjallt hjá for-
sætisráðherranum að setja málin í
þennan búning, sáttmálinn sjálfur sé
tæknilegt atriði sem fáir skilji til hlít-
ar en að með þessu verði breskur al-
menningur látinn standa frammi fyrir
öllu stærri spurningu, þar sem afleið-
ingarnar gætu orðið miklar ef niður-
staðan yrði neikvæð.
Kosið um Evrópumál 1975
Sumir Evrópusinnar telja að sinna-
skipti Blairs nú hafi meira með það að
gera að Verkamannaflokkurinn horf-
ir fram á að gjalda afhroð í kosningum
til Evrópuþingsins í sumar fremur en
að forsætisráðherrann hafi hagsmuni
Bretlands í Evrópu í reynd í huga.
Ákvörðunin nú sé meira taktísk frem-
ur en til marks um að Blair sé al-
mennt fylgjandi því að leggja mál í
dóm kjósenda með þjóðaratkvæða-
greiðslum.
Skoðanakannanir sýna að mikill
meirihluti almennings hefur efasemd-
ir um frekari Evrópusamruna og því
þykir líklegt að mjótt verði á munum í
atkvæðagreiðslu um stjórnarskrár-
sáttmálann.
Þjóðaratkvæðagreiðsla hefur að-
eins einu sinni áður verið haldin í
Bretlandi. Það var árið 1975 og
Verkamannaflokkurinn var þá einnig
við stjórn. Voru breskir kjósendur
beðnir um að skera úr um hvort Bret-
land ætti áfram að vera hluti Evrópu-
bandalagsins sem þá var. Tveir af
hverjum þremur kjósendum svöruðu
þeirri spurningu játandi.
Boðar þjóðaratkvæða-
greiðslu um Evrópumál
Alger umskipti á stefnu Blairs og Verkamannaflokksins
Tony Blair
London. AFP, AP.
’Það er kominn tímitil að svara þeirri
spurningu í eitt
skipti fyrir öll hvort
þessi þjóð, Bretland,
vilji vera í forgrunni
og í forystu ákvarð-
anatöku á vettvangi
ESB eða ekki. ‘
ERLENT
16 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÓVISSA ríkir um framtíðina á Jan
Mayen en norski herinn vill leggja
niður Loran-C-stöðina þar og
hætta þá um leið að flytja þangað
búnað og starfsfólk. Óttast sumir,
að þetta verði til að kynda undir
kröfum annarra þjóða, til dæmis
Íslendinga, til fiskimiða við eyna.
Jan Mayen heyrir undir fylkis-
stjórann á Norðlandi í Noregi og
hefur hann fært þetta mál í tal við
Kjell Magne Bondevik forsætis-
ráðherra. Segist hann óttast, að
hverfi herinn á braut, muni verða
útilokað að halda þar uppi ein-
hverri starfsemi. Bendir hann
meðal annars á, að æ algengara sé,
að stór ferðamannaskip leggi leið
sína til eyjarinnar. Sagði frá þessu
á fréttavef norska ríkisútvarpsins.
Hafnlaus og oft umlukt ís
Stöðvarstjórinn á Jan Mayen,
John Arvid Volden, segist ekki
hafa fengið neina formlega tilkynn-
ingu um, að stöðin verði lögð niður
en kveðst þó vita, að rætt sé um að
gera það á næsta ári.
Fylkisstjórinn segir, að margar
norskar rannsóknarstofnanir hafi
áhuga á starfseminni á Jan Mayen
og undir það tekur talsmaður Veð-
urfræði- og hafrannsóknastofnun-
arinnar í Björgvin. Hann og einnig
talsmaður norsku Norðurskauts-
stofnunarinnar benda hins vegar á,
að sá galli sé á gjöf Njarðar, að á
Jan Mayen sé engin höfn auk þess
sem ís loki oft öllum siglingaleið-
um.
Geir Knutsc, formaður
landshlutaráðsins fyrir Norðland
og Norður-Þrændalög, segir aftur,
að margt fleira sé í húfi á Jan
Mayen.
„Íslendingar hafa mótmælt yf-
irráðum okkar yfir auðlindum þar
og æ fleiri ríki krefjast þess að fá
að stunda þar fiskveiðar. Mér
finnst, að norska ríkið og þar með
herinn eigi að gæta hagsmuna okk-
ar á þessu svæði.“
Jan Mayen er 373 ferkm stór
eldfjallaeyja, um 1.000 km vestur
af Bodø í Noregi og 500 km norð-
austur af Íslandi.
Norski herinn vill
fara frá Jan Mayen
Sumir Norðmenn óttast aukna
kröfu Íslendinga til eyjarinnar
AP
UNG kona skrifar árnaðaróskir til argentínska fótboltagoðsins Diego
Maradona en hann er enn á gjörgæsludeild sjúkrahúss í Buenos Aires. Sagt
er, að hann hafi fengið hjartaáfall, en læknar segja að hann svari vel með-
ferð og sé heldur að braggast. Á miðunum stendur meðal annars: „Gefðu
okkur hjarta þitt aftur“, „Ekki gefast upp“ og fleira í þeim dúr.
AP
Beðið fyrir Maradona