Morgunblaðið - 21.04.2004, Side 17

Morgunblaðið - 21.04.2004, Side 17
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Jón Helgi hættir | Jón Helgi Björns- son, aðstoðarframkvæmdastjóri kjöt- vinnslufyrirtækisins Norðlenska mat- borðsins, hefur sagt starfi sínu lausu og mun hann láta af störfum um miðjan maí. Jón Helgi hefur undanfarin níu ár unn- ið að afurðasölumálum. Um tíma var hann forstöðumaður afurðasviðs Kaup- félags Þingeyinga á Húsavík og síðar Kjötiðju KÞ. Síðar var hann fram- kvæmdastjóri sláturhúsa Norðlenska og nú síðast aðstoðarframkvæmdastjóri Norðlenska. Þá hefur Jón Helgi verið formaður Landssambands sláturleyf- ishafa undanfarin tvö ár, en á aðalfundi þess í dag mun hann láta þar af for- mennsku. Í frétt frá fyrirtækinu er haft eftir Jóni Helga að tekist hafi að koma rekstri þess í gott jafnvægi og endurfjármögnun þess sé nú farsællega lokið.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Skólahljómsveit á myndbandi | Saga skólahljómsveitar Mosfellsbæjar er rakin í myndbandi sem kom út í tilefni af fjörutíu ára afmæli sveitarinnar, en skóla- hljómsveitin hefur löngum þótt öflug og skemmtileg. Saga sveitarinnar er rakin allt frá því að nokkrir pilt- ar úr Varmárskóla hófu æfingar og léku við vígslu Varmárlaugar árið 1964, þar til margefld hljómsveit lék á stór- tónleikum í tilefni af 40 ára afmælinu. Saga lúðrasveitarinnar tengist einnig sögu byggðarlags sem hefur tekið miklum breytingum á þessum tíma og gæti reynst afar áhugaverð fyrir fólk sem hefur fylgst með sveitinni í áranna rás eða tekið þátt í henni.    Á FUNDI íþrótta- og æskulýðsráðs Bol- ungarvíkur í síðustu viku var fjallað um sparkvallaátakið sem Knattspyrnusam- band Íslands stendur fyrir ásamt fleiri og þar samþykkt áskorun til bæjaryfirvalda um að óska eftir sparkvelli. „Íþrótta- og æskulýðs- ráð hvetur bæjaryfir- völd eindregið til að sækja um KSÍ-spark- völl. Sparkvallaátak KSÍ er einstakt tæki- færi fyrir Bolungarvík til að eignast skemmtilegt og öruggt leiksvæði sem nýta má til íþróttaiðkunar og við kennslu, þar sem möguleiki er á staðsetningu sparkvall- arins við grunnskólann. Þekkt er að Bol- víkingar hafa með samtakamætti sínum byggt upp glæsileg íþróttamannvirki á síð- ustu árum og því vill íþrótta- og æskulýðs- ráð hvetja bæjaryfirvöld til að skoða alla kosti varðandi byggingu sparkvallar.“ Frá þessu segir á fréttavef Bæjarins besta á Ísafirði. Vilja sparkvöll Hætt hefur verið viðSkíðastaðagöng-una á Akureyri vegna snjóleysis en Fossa- vatnsgangan á Ísafirði fer fram, þó líklega verði ekki gengin hefðbundin leið að þessu sinni, skv. frétt á fréttavef Bæjarins besta. Fjórar göngur mynda svokallaða Íslandsgöngu, tvær fyrrnefndu ásamt Tindastólsgöngunni á Sauðárkróki og Stranda- göngunni á Hólmavík, sem þegar hafa farið fram. Fyrir frammistöðu í göng- unum fjórum vinna kepp- endur sér inn stig og sem stendur eru Ísfirðingar í efstu sætum þriggja flokka af fjórum í Íslands- göngunni. Það eru þau Kristján Ásvaldsson og tvíburarnir knáu Einar og Auður Yngvabörn. Fossa- vatnsgangan fer fram þann 1. maí næstkomandi. Að ganga eð’ … Húsavík | Það var vor í lofti við Skjálfanda á dögunum og á slíkum stundum er fjaran undan Stangarbakkanum vinsæl meðal bæjarbúa og óspart notuð til útivistar. Hún er einnig notuð til leikja og þegar fréttarit- ari átti þar leið um voru ungar knattspyrnustúlk- ur úr Völsungi við æfing- ar í fjöruborðinu undir leiðsögn þjálfara síns Sveinbjörns Sigurðs- sonar. Það var mikill hamagangur í stúlkunum og þær eflaust fegnar því að komast aðeins út und- ir bert loft eftir að hafa æft í íþróttahöllinni í all- an vetur. Morgunblaðið/Hafþór Efnilegar knattspyrnustúlkur: Ungar Völsungsstúlkur við æfingar í fjörunni við Húsavík. Knattspyrna æfð í fjörunni Til þess að halda sigvið guðspjöllin fráí gær er rétt að rifja upp stöku eftir Sveinbjörn Benteinsson á Draghálsi: Í upphafi var orðið og orðið var hjá þér; hvað af því hefur orðið er óljóst fyrir mér. Erfitt er að sökkva sér of- an í kveðskap, ortan út af guðspjöllunum, án þess að séra Matthías komi þar við sögu. Gaman væri ef einhver vissi tildrög þess- arar vísu hans: Ég veit, að þú átt harla góðan haus, en hræðist samt, að skrúfan enn sé laus, því skap þitt er svo fjarskalega feyrað, þú frændi þess, sem Pétur hjó af eyrað! Og nú er rétt að gefa Páli Ólafssyni orðið, en hann orti um Darvínskuna: Nú er ekki á verra von, villan um sig grefur; Kristur apa-kattar son kannski verið hefur. Enn af guðspjöllum pebl@mbl.is Mývatnssveit | Það er margt að gerast þessa dagana hjá Baðfélagi Mývatnssveitar. Það nýjasta er að gamla baðhúsið hefur verið fjarlægt af gufu- auga því sem gerði það að sannkallaðri heilsulind, svo sem þær þúsundir geta vottað sem þar hafa notið þess að láta þreytuna líða úr lúnum belg og komið þaðan út endur- nærðir á sál og líkama. Það var 1996 sem þá nýstofnað Baðfélag keypti trefjaplasthús og setti yfir öflugt gufuauga. Nokkru seinna var fengið ann- að trefjahús fyrir búnings- klefa. Þetta er á svæði þar sem Mývetningar hafa um aldir gert sér einhverja aðstöðu til að geta notið jarðbaða. Það sanna gamlar hleðslur á svæð- inu, sögur og sagnir. Nú eru breyttir tímar og nýjar byggingar, stærri og vandaðri en hinar fyrri, eru að taka á sig það form sem gest- um verður boðið í sumar. Hér eru þeir hressir í andanum, nýbúnir að fjarlægja gömlu aðstöðuna, Jón Ingi, Birgir, Þorgeir og Jóhann Friðrik. Morgunblaðið/BFH Gamla jarðbaðið horfið Mývatn SKIPULAGSSTOFNUN hefur fallist á fyrirhugaðar snjóflóðavarnir á Tröllagilja- svæði í Norðfirði í Fjarðabyggð. Í úrskurði Skipulagsstofnunar kemur fram að um er að ræða þriðja áfanga snjó- flóðavarna af sex til að verja byggðina á Norðfirði gegn ofanflóðum. en varnirnar fela í sér samspil stoðvirkja, keilna, þver- og leiðigarðs. Byggja þarf 620 metra langan og 16,5 til 18,5 m háan þvergarð um 100 metrum ofan við efstu íbúðarhús. Vestan þvergarðsins verður reistur 390 m langur og 17 m hár leiðigarður. Ofan þvergarðsins verða reist- ar 23 keilur sem verða um 10 m háar. Jafn- framt verða byggð upptakastoðvirki í Ytra- og Innra-Tröllagili. Framkvæmdasvæðið verður um 29 hektarar. Efni til framkvæmdarinnar sem er um 565.000 rúmmetrar verður fengið innan framkvæmdasvæðisins. Stefnt er að því að framkvæmdir geti hafist vorið 2004 og er heildarverktími áætlaður 3–4 ár. Kæra má úrskurðinn til umhverfisráð- herra og er kærufrestur til 26. maí næst- komandi. Fallist á áform um snjóflóða- varnir Tvær bílveltur | Tvær bílveltur urðu í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi í fyrradag, en ekki urðu alvarleg meiðsli á fólki. Í fyrra tilvikinu ók ökumaður bíls út- af á Holtavörðuheiði með þeim afleiðingum að bíllinn fór nokkrar veltur og end- astakkst. Ökumaðurinn var fluttur með lögreglubíl á Heilsugæsluna í Borgarnesi. Klukkan 14 ók annar ökumaður útaf og lenti bíll hans á hliðinni ofan í skurði. Öku- maður fékk höfuðhögg og missti meðvit- und í byrjun. Var hann fluttur á Heilsu- gæsluna í Borgarnesi. Báðir bílarnir skemmdust mikið og voru fjarlægðir með krana. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.