Morgunblaðið - 21.04.2004, Page 24
LISTIR
24 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
L
istumræðan heldur
áfram og er mikið
vel, en helst sakna
ég þess að mynd-
listarmennirnir
sjálfir og fólk með
hjarta fyrir mynd-
list láti meira í sér heyra. Ástæðan er
nærtæk og hef ég margsinnis rakið
hana, er af sömu rótum og hik
margra við að mótmæla örlagaríkri
stefnumörkun í þjóðfélaginu af ótta
við hörð viðbrögð. Að stór orð kunni
að koma þeim illa í starfi og grafið
verði undan þeim, frami þeirra og
lífsafkoma í hættu. Ekki langt síðan
myndlistarmaður nokkur fékk hér í
blaðinu tiltal frá einum listsögufræð-
ingnum, sem vandaði honum sann-
arlega ekki kveðjurnar, líktist aðvör-
un til annarra ef þeir leyfðu sér þá
ósvinnu að vera á annarri skoðun en
löggiltir fræðingarnir. Þá er tilhneig-
ingin til alhæfingar ákveðinna stefnu-
marka ríkjandi í stjórnmálum sbr.
umræðuna um heimsþorpið, ásamt
því að í menntamálum og listfræðslu
er samhæfingin á oddinum víðast
hvar. Á síðustu áratugum hafa lista-
skólar á æðri stigum þ.e. akademíur
og listháskólar orðið æ einsleitari,
akademísk kennsla að eins konar
sandkassaleik eins og margur nefnir
það og listaháskólar að fyr-
irlestrasölum. Heimildir að utan
benda til þess að þolendur séu orðnir
langþreyttir á þessu og sagt frá skól-
um í Evrópu
hvar yfir
80% nem-
enda vilja
meiri fag-
lega kennslu
í líkingu við
þá sem búið
erað ryðja út af borðinu. Og fyrir ára-
tug eða svo var nýstofnuð akademía í
New York eftirsóttasti listaskóli
Bandaríkjanna.
Í ljósi þróunarinnar virðist sem
verið sé að búa til hráefni fyrir hinn
viðurkennda listamarkað og færa
valdið í hendur hinum alþjóðlegu list-
húsum og sýningarstjórum, en ger-
endurnir sjálfir skipta hins vegar
minna máli. Þetta hefur skeð á ein-
ungis rúmum þrem áratugum og kú-
vending orðið á þeim áður við-
urkenndu sannindum að ekki sé
hægt að kenna myndlist, hæfileik-
arnir hér einstaklingsbundnir, einnig
getan til að þroska þá sem fyrir eru. Í
350 ára sögu æðra listnáms innan
skólaveggja höfðu lærimeistararnir
staðið frammi fyrir þeim meintu
sannindum að ekki væri um við-
teknar staðreyndir að ræða svipað og
í raun og málvísindum heldur hug-
lægt og sértækt ástand, „um marg-
brotinn óáþreifanlegan vef andlegra
bylgjuhreyfinga og fíngerðs titrings
að ræða“ eins og Doris Lessing orð-
aði það, þó í öðru samhengi. Hef
margoft skilgreint þetta áður og eyði
ekki mörgum orðum í það hér, en
meginveigur lifandi leiðsagnar var
(og er) að veita innsýn í fagið, miðla
reynslu og yfirsýn, jafnframt kveikja
í nemendum með örvandi samræðu
um allt sem tengist viðföngunum
hverju sinni og lífinu allt um kring.
Líkja má þessu við hin gömlu sann-
indi um mælt og skrifað mál, að ef
einhver vill að orð hans hafi áhrif,
verður hinn sami að segja álit sitt
með fáum en skipulega og skörulega
framsettum orðum, þetta er mögu-
legt að kenna en andagiftina ekki.
Orð eru lík sólargeislum, því meir
sem þeir eru saman dregnir því
dýpra brenna þeir. Sólargeislarnir
svo hvorki sýnilegir né áþreifanlegir,
þó merkjanlegir og sannanlega til
staðar.
Á síðustu öld komu fram vaxandi
efasemdir um vægi handverksins í
listsköpun, jafnvel Matisse fann hjá
sér ástæðu til að þruma yfir nem-
endum sínum um mikilvægi þjálf-
unar og aga svo snemma sem 1908,
sagði að enginn hefði fram að þessu
tapað á því að tileinka sér grunnatriði
handverksins. Eftir því sem leið á
öldina ruddu óformleg vinnubrögð
sér æ meira rúms og á síðustu þrem
áratugum má segja að tæknileg
færni og háleit viðhorf séu úti í kuld-
anum, en í staðinn komin upphafning
hins hugmyndafræðilega, einnig hinu
almenna og hversdagslega.
Fyrir nákvæmlega hálfri öld kom
Jón Stefánsson, nemandi Matisses,
inn á svipuð viðhorf hjá nú-
listamönnum tímanna í samræðum
við mig, var þá að ræða áhugaleysi
þeirra fyrir öðru en nýjustu stefnu-
mörkunum frá París, helst afmark-
aða geira þeirra, og tók fram ýmis
dæmi. Vildi meina að ef listamenn
einangruðu sig um of yrðu þeir leiðir
á hlutunum, misstu yfirsýn og dóm-
greind, við tæki áhugaleysi og inte-
lektúelt kjaftæði, var þá að höfða til
fræðismiðanna. Sjálfur fylgdist hann
vel með og hafði meðal annars skoðað
nýafstaðna sýningu á verkum Jean
Dewasne, frétti að sumir helstu
áhengendur óformlegra vinnubragða
í Danmörku hefðu ekki látið sjá sig.
Ekki svo einfalt að mennhafi nú höndlað sannleik-ann, séu loks færir um aðskilgreina listina sem
áþreifanlegan hlut til að mynda við
hlið verkfræði og annarra raunvís-
inda, um leið útskrifa fullgilda lista-
menn. Fyrir liggur að teningurinn
hefur sex hliðar, því breytir enginn
orðavaðall nýrri tíma heimspekinga.
Minnast má þess sem heimspeking-
urinn Nietsche hélt fram; „að veru-
leikinn væri flæði eða kaos (ring-
ulreið), eins konar rykagnir sem
flöktu um og ekki væri hægt að rök-
festa. Þetta kaos væri mögulegt að
skoða frá vinstri eða hægri, ofan frá
eða neðan, innan frá eða utan, en allt-
af væri það aðeins sjónarhorn skoð-
andans sem kæmi út úr slíkri tilraun
til að rökfesta veruleikann. Enginn
sannleikur væri til sem slíkur, aðeins
sjónarhorn sem síður ætti að einblína
á. Enginn ávinningur væri af því að
búa til lögmál um hvernig bæri að
horfa á heiminn heldur fælist sann-
leikurinn í því að tileinka sér sem
flest sjónarhorn
En þetta hefur einmitt skeð, í
fyrsta skipti í sögunni streymir fólk
úr listaskólum sem fullgildir verk-
fræðingar, afsakið listamenn (!), og
hafa sér til fulltigis harðsoðnar og
skjalfestar kenningar heimspekinga
og annarra fræðinga samtímalista. Í
gamla daga voru listakademíurnar
eins konar þjálfunarbúðir skynfær-
anna, mismunandi íhaldssamar en
hver sem vildi og hafði hæfileika til
gat sótt þangað mikinn tæknilegan
lærdóm í hinum ýmsu faglegu grein-
um. Til að mynda málun, teiknun,
grafík, veggmyndalist, innan þeirra
sums staðar einnig fagdeildir í gler-
list, leikmyndahönnun, kirkjulist, rít-
list o.fl. Hins vegar voru listiðn-
aðarskólarnir undirlagðir hinum
aðskiljanlegustu listrænu íðum svo
sem leirlist og fjölþættum geirum al-
mennrar hönnunar.
Fullkominn misskilningur,sem haldið var fram afmyndlistarmanni og rit-höfundi í Lesbók 27. mars,
að mönnum hefði verið kennt, að
sköpunagáfan hefði fyrst og fremst
tekið sér bólfestu í fólki sem tengdist
háleitum listum og viðurkenndu
menningarstarfi. Einmitt skondið að
áþreifanlegasta dæmi þess að hæfi-
leikar voru það sem helst réð inntöku
í listakademíin fyrrum sá stað í Rúss-
landi Zarsins, en einsleit dýrkun nið-
ur á við hófst eftir byltingu bolsévika
og breiddist víða út. Ný viðhorf í
myndlist burtkústuð fyrir dagskip-
anir handhafa alsannleikans að ofan
og framsæknir myndlistarmenn áttu
fótum fjör að launa. Sköpunargáfan
er sem betur fer allstaðar merkj-
anleg, hjá háum sem lágum og ekki
síst í náttúrunni og guðdóminum, en
flestir geta þó verið sammála um að
nokkur eðlismunur sé á Harley Dav-
idson mótorhjóli og hlaupahjóli, einn-
ig magni sköpunargáfu í hverjum
einstaklingi, svona líkt og öðrum gáf-
um, fer síður eftir pólitík né þjóð-
félagsstöðu. Einnig að sumir eru há-
vaxnir jafnvel risar en aðrir
lágvaxnir jafnvel dvergar og svo allt
þar á milli. Þetta er sem betur fer
ekki hægt að staðla og hér er fjöl-
breytnin undrið mesta sem gefur líf-
inu gildi, raunar undirstaða þess, eig-
um við ekki að segja að jafnvel
Hólsfjallahangikjöt gengi trauðla í öll
mál.
Þetta sett fram hér því aðmargra áliti eru sam-tímalistir orðnar álíkaóskiljanlegar og leiðinlegar
og í lok áttunda áratugsins, þá sýn-
ingarsalir og söfn tilbúinna núvið-
horfa tæmdust, gjaldþrot blasti við
fjölmörgum listhúsum. Nýja mál-
verkið tók við með miklum látum, var
þá sem vatni væri veitt á eyðimörk.
Annað dæmi um viðsnúning stað-
reynda mátti lesa í annars þörfu og
ágætu skrifi listsögufræðings nokk-
urs í tímariti Máls og menningar. Hið
fyrsta að enginn útlendur sýning-
arstjóri kemur hingað til að leita að
myndlist sem hann þekkir í sínu
heimalandi. Þeim öfugsnúna fram-
slætti hef ég gert skil, en í framhaldi
hans er jafnframt saga út af fyrir sig
hvernig innlendir hremma og afgirða
slíka, kynna þeim hinn eina stóra-
sannleik í framsækinni íslenzkri list,
dæmin borðleggjandi. Listfræðing-
urinn hallast svo að því að minnkandi
aðsókn á sýningar sé myndlist-
armönnunum og innbyrðis deilum
þeirra á opinberum vettvangi að
kenna. Atlögum þeirra að listfræð-
ingum og öðrum svokölluðum
„stjórnendum“ myndlistarinnar og
vitleysislegar greinar um „útskúfun“
málverksins sem birtast með reglu-
legu millibili. Útskúfun málverksins
er nú engin séríslenzk móðursýki
heldur bláköld staðreynd á al-
þjóðagrundvelli, náði lengst á átt-
unda og tíunda áratug síðustu aldar,
en nú hefur aftur orðið vel merkj-
anlegur viðsnúingur. Þetta með inn-
byrðis deilur er að vísu alveg rétt en
hitt klára tjara. Listsögufræðing-
arnir í stjórnum safna og stærri list-
stofnanna hafa einmitt fengið lang-
þráð alræðisvald um hverjir fái inni
með sýningar og sumir þeirra mis-
notað gróflega, meðal annars hafnað
vel menntuðum og landsþekktum
málurum. Einn brá fæti fyrir List-
málarafélagið um árið, sem þó dró
fleiri gesti að Kjarvalsstöðum en aðr-
ir sýningarhópar og hafði innan vé-
banda sinna ýmsa þekktustu og
framsæknustu málara þjóðarinnar.
Þá fékk nýlátinn málari ekki þann
draum sinn uppfylltan að halda yf-
irlitssýningu að Kjarvalsstöðum í til-
efni 75 ára afmælis síns, hins vegar
merkileg veggskreyting eftir hann
brotin niður, si sona. Mætti frekar
draga þá ályktun að eitthvert sam-
ræmi væri á milli þess að eftir að al-
ræðisvaldinu var komið á hefur að-
sókn enn minnkað. Einneigin að
nýútskrifuðu prófgráðufólki, blautu á
bak við bæði eyrun er helst haldið á
lofti ásamt markaðsóðum gervimarx-
istum. Hvað árásir á listsögufræð-
inga og sýningarstjóra snertir er að
mestu um almenna gagnrýni að
ræða, en hér eru þeir yfirmáta hör-
undsárir, einkum hefur það farið í
taugarnar á þeim að skrifari hafnar
því að nefna þá listfræðinga, og er al-
gjör þráhyggja hjá viðkomandi list-
sögufræðingi.
Látum söguna tala og þánærtækast að byrja áLeonardo da Vinci (1452–1519), hann var ekki ein-
ungis málari, myndhöggvari, teiknari
og arkitekt, heldur einnig vís-
indamaður, náttúrurannsakandi,
uppfinningamaður og listfræðingur
(kunstteoritiker), síleitandi að nýjum
aðferðum og skilgreina þær. Hér lík-
ast til kominn fyrsti listfræðingurinn
eftir að svonefnt æðra handverk var
skilgreint sem list; listhugtakið varð
til. Leonardo var orðinn gamall mað-
ur er Giorgio Vasari (1511–74) var að
vaxa úr grasi, hann var málari, arki-
tekt og rithöfundur. Þeim eðla manni
á heimurinn greinarbestu heimildir
um listamenn endurreisnar að þakka,
eins og margur veit. Giorgio Vasari
getur þannig talist fyrsti listsögu-
fræðingurinn, löngu seinna kemur
Denis Diderot (1730–84) til sögunnar,
hann var rithöfundur, heimspekingur
og einn helstur andi upplýsingastefn-
unnar. Með skrifum sínum um Par-
ísarsaloninn (dönsk útgáfa 1997:
Salonerne 1759–1781), lagði hann
grunn að seinni tíma listrýni. Á þá
leið greinast vel að merkja hugtökin;
listfræðingur, listsögufræðingur og
listrýnir, og vel merkjanleg skil á
milli. Þetta má undirstrika með því
að helstu bógar Bauhaus, eins og
Paul Klee, Vassily Kandinsky og Jo-
hannes Itten eru allir skilgreindir
sem málarar og listfræðingar
(kunsteoritekarar) í uppslátt-
arbókum, en enginn heilvita maður
léti sér detta í hug að nefna þá list-
sögufræðinga, enda sagnfræðin ekki
þeirra grein, ei heldur Leonardos. Í
ljósi þessa tel ég þá sem hafa lært á
bókina og hlustað á fyrirlestra öllu
nær sagnfræðinni en að grúska sjálf-
ir í hlutunum og koma fram með nýj-
ar kenningar byggðum á djúpum og
áralöngum rannsóknum. Koma þá
ósjálfrátt upp í hugann 40 ára rann-
sóknir Goethes á kraftbirtingi lit-
arins hverjum og einum í sjálfum sér,
jafnframt skynrænum áhrifamætti
innbyrðis samsetningar þeirra. Í ljósi
þessa alls fæ ég með engu móti skilið
hvers vegna menn eru að afneita hin-
um rétta menntunargrunni sínum
hér uppi á Íslandi, en kenna sig við
mjög svo frábrugðinn vettvang. Heit-
ir það kannski að villa á sér heimildir
og stinga heila menntunargrunni
myndlistarinnar í vasann, blekkja fá-
fróðan almenning?
Að það sé árás á menntunargrunn-
inn stenst í öllu falli ekki, og und-
arlegt að kveinka sér út af réttri skil-
greiningu á hugtakinu Art Historian,
Historien d’ Art og Kunsthistoriker,
eins og það heitir á öðrum málum.
Utan við rammann
SJÓNSPEGILL
Bragi
Ásgeirsson
bragi@internet.is
Leonardo da Vinci: Uppkast að minnismerki um Francesco Sforza, um
1493. Fyrsti listfræðingurinn eftir að listhugtakið varð til?
Giorgio Vasari: Perseus frelsar Andrómedu, 1572, olía á tré, (hluti), Flór-
ens, Palazzo Vecchio. Fyrsti listsögufræðingurinn eftir endurfæðinguna?