Morgunblaðið - 21.04.2004, Page 27
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 27
Við erum það sem við hugsum. Við getum
breytt lífinu til hins betra með því að þjálfa
huga okkar og vanda samskipti við aðra.
Hollir skyndibitar sem næra okkur á
raunhæfum lausnum og hagnýtum aðferðum
til að njóta lífsins.
SKYNDIBITAR FYRIR SÁLINA
eru í bókaklúbbi Sirrýar og á tilboðsverði
í öllum bókaverslunum Pennans og Máls
og menningar á 1.490 kr.
VINSÆLASTA
BÓKIN Í MARS
Skólavörðustíg
Sími 552 1122
salkaforlag.is
•
•
•
1
SÆTI Á metsölulista
AÐ jafnaði er það ekki lögfræðilegt
úrlausnarefni að velja nýjan starfs-
mann. Val á starfsmanni snýst um að
skilgreina starfið og kröfurnar sem
það gerir (starfsgreining), og nota
síðan ákveðnar upplýs-
ingar, svo sem um
menntun, reynslu og
aðra persónulega verð-
leika umsækjenda (for-
spárþætti), til að spá
fyrir um líklega
frammistöðu í starfinu.
Forspárþættina er
hægt að meta út frá
starfsferilskrá og með
öflun nýrra upplýsinga
í ráðningarferlinu.
Framkvæmd ís-
lensku jafnréttislag-
anna er í ógöngum.
Skoðanir eru iðulega mjög skiptar
um úrskurði umfjöllunaraðila kæru-
mála, þ.e. kærunefndar jafnrétt-
ismála og dómstóla, og telja má lík-
legt að í einhverjum tilfellum hafi
niðurstaða þessara aðila verið „röng“,
í þeim skilningi að úrskurðað er að
umsækjandi A sé hæfari en umsækj-
andi B, þegar umsækjandi B hefði í
raun staðið sig betur í starfinu. Meg-
inástæða þess er sú að þau gögn sem
hinir lögformlegu úrskurðaraðilar
leggja til grundvallar eru iðulega
mjög takmörkuð, og eiga lítið skylt
við mat stjórnandans sem tók hina
umdeildu ráðningarákvörðun. Þessir
aðilar líta í langflestum tilvikum fram
hjá stórum hluta þeirra forspárþátta
sem almennt eru notaðir við starfs-
mannaval, þ.e.a.s. þeim hluta sem lýt-
ur að persónulegum eiginleikum, við-
horfum, hugmyndum og fyrri
frammistöðu.
En hvernig skyldi
standa á því?
Skýringuna er ekki
að finna í jafnréttislög-
unum sjálfum. Í lög-
unum stendur ekkert
um hæfni umsækjenda,
né hvaða þætti megi
leggja til grundvallar
mati á henni. Lögin
segja einungis að at-
vinnurekendum sé
„óheimilt að mismuna
umsækjendum um starf
á grundvelli kynferðis“
og að atvinnurekandinn þurfi að sýna
fram á að „aðrar ástæður en kynferði
hafi legið til grundvallar ákvörðun
hans“ (24. gr.). Hvergi stendur að
ekki megi meta persónulega eig-
inleika eða að þeir séu ekki mál-
efnaleg ástæða. Umboðsmaður Al-
þingis hefur enn fremur sett fram þá
afstöðu að kærunefnd jafnréttismála
eigi að leggja til grundvallar sömu
sjónarmið og atvinnurekandinn gerði
við sína ákvörðunartöku, hafi þau á
annað borð verið málefnaleg og lög-
mæt (álit nr. 2214/1997). Ef þessum
tilmælum væri fylgt væri það mjög til
bóta, en er það mögulegt miðað við
þau vinnubrögð sem tíðkast við
starfsmannaval hér á landi?
Stjórnendur sem taka ákvarðanir
um nýráðningar og stöðuveitingar
eru yfirleitt löghlýðið fólk sem ekki
vill brjóta jafnréttislög. Þeirra mark-
mið er yfirleitt að fá besta starfs-
manninn til starfa. Þeir sem fá á sig
jafnréttiskæru og eru síðan taldir
hafa gerst brotlegir geta hins vegar
að vissu leyti sjálfum sér um kennt,
því vinnubrögðin í ráðningarferlinu
eru oft alls ekki nógu fagleg. Menn
vanrækja oft að skilgreina starfið
nógu vel, og mat á persónulegum eig-
inleikum og verðleikum er mjög
sjaldan skjalfest jafnóðum, þótt þetta
sama mat ráði síðan í mörgum til-
fellum úrslitum um ráðningu. Grein-
argerðir og rökstuðningur eru gjarna
sett á blað eftir á, þ.e. eftir að kæra er
komin fram eða þegar umsækjandi
óskar rökstuðnings. Slík gögn eru
auðvitað ekki mjög trúverðug, enda
oftast hunsuð af kærunefnd og dóm-
urum.
Hvað er til ráða?
Vinnuveitendur sem vilja forðast
jafnréttiskærur (eða auka líkur á að
kærunefnd jafnréttismála og dóm-
stólar samþykki þeirra sjónarmið)
þurfa að vanda mun meira til ráðn-
ingarferlisins en almennt er gert. Í
fyrsta lagi þurfa þeir að skilgreina
starfið og kröfur til umsækjenda
mjög vandlega áður en starfið er aug-
lýst, en í því gæti til dæmis falist að
ákveða fyrir fram hvort áherslan
verði lögð á próf í Evrópurétti (við
ráðningu í starf hæstaréttardómara),
eða þekkingu á fjárhag og rekstri
leikhúsa (við ráðningu í starf leik-
hússtjóra). Í öðru lagi þurfa vinnu-
veitendur almennt að beita mun fag-
legri aðferðum við mat á
persónulegum eiginleikum umsækj-
enda, starfsþekkingu, viðhorfum,
hugmyndum, fyrri frammistöðu og
öðrum „huglægari“ verðleikum. Í því
gæti til dæmis falist að nota fyrirfram
ákveðnar spurningar og fyrir fram
mótaða tölulega matskvarða í við-
tölum, en einnig er hægt að bæta við
viðtölin öðru kerfisbundnu mati, s.s.
starfsæfingum, sýnishornum vinnu,
prófum, umsögnum eða mats-
miðstöðvum, sem einnig geta leitt til
niðurstöðu á tölulegu formi. Mat af
þessu tagi er vissulega að einhverju
leyti „huglægt“, en það er þó kerf-
isbundið og á tölulegu formi og ekki
undir áhrifum af þeirri staðreynd að
kæra er komin fram.
Ef gögn af þessu tagi lægju al-
mennt fyrir við lok ráðningarferlisins
væru komnar forsendur til að kæru-
nefnd og dómstólar hlýddu tilmælum
umboðsmanns Alþingis um að leggja
til grundvallar sömu sjónarmið og at-
vinnurekandinn, og myndi það bæta
framkvæmd jafnréttislaganna veru-
lega. Einnig myndi jafnréttiskærum
líklega fækka því umsækjendur sem
ganga í gegnum faglegt matsferli eru
ólíklegri til að telja að á þeim hafi ver-
ið brotið. Loks myndu bætt vinnu-
brögð leiða til betri árangurs í ráðn-
ingum almennt, til hagsbóta fyrir
samfélagið í heild.
Starfsmannaval
og jafnréttislög
Ásta Bjarnadóttir skrifar
um starfsmannaval
’Vinnuveitendur semvilja forðast jafnrétt-
iskærur … þurfa að
vanda mun meira til
ráðningarferlisins en
almennt er gert.‘
Ásta Bjarnadóttir
Höfundur er lektor við viðskiptadeild
Háskólans í Reykjavík og höfundur
bókarinnar Starfsmannaval (1996).
ATVINNUÞRÓUNARFÉLAG
Eyjafjarðar (AFE) gerði nýlega
samanburð á fjölda starfa hjá rík-
isvaldinu á höfuðborgarsvæðinu og
í Eyjafirði. Í fáum orðum voru nið-
urstöðurnar á þá leið að um 72%
ríkisstarfa eru á höfuðborgarsvæð-
inu en um 62,4% landsmanna búa
þar. Í Eyjafirði eru um 6,5% starf-
anna en þar búa um 7,6% lands-
manna. Ef jafna ætti þennan mun
þyrfti annaðhvort að
fjölga starfsmönnum á
vegum ríkisins í Eyja-
firði um 387 eða
fækka þeim á höf-
uðborgarsvæðinu um
3.180. Einhverjir gætu
talið að með þessu sé
AFE að krefjast 387
ríkisstarfa til Eyja-
fjarðar. Þannig er því
vitanlega ekki farið
frekar en að krafist sé
fækkunar á höf-
uðborgarsvæðinu til
jafns við Eyjafjörð.
Samanburðurinn var
gerður til að sýna
hvernig störfum á
vegum ríkisins er
skipt á milli þessara
tveggja þéttbýlustu
svæða landsins. Þess-
ar tölur voru hvergi
tiltækar því slíkur
samanburður hefur
aldrei verið gerður áð-
ur og er vert að spyrja
hvað veldur.
Mörgum finnst að
AFE eigi einungis að
einbeita sér að einkageiranum og
sleppa því er snýr að ríkisvaldinu.
Félag eins og AFE sem starfar að
atvinnu- og byggðamálum mun og
getur ekki hundsað stærsta leik-
anda í íslensku efnahagslífi og lang-
stærsta vinnuveitanda landsins sem
landsmenn allir halda uppi. Það
skiptir gríðarlegu máli fyrir þróun
byggðar í landinu hvar störfum á
vegum þess er fundinn staður,
fjöldinn er það mikill. Ætli það sé
tilviljun að þensla á íslenskum
vinnumarkaði og atvinnuástand hafi
verið best þar sem fjöldi ríkisstarfa
er langmestur og aukningin verið
mest á liðnum árum, höfuðborg-
arsvæðinu?
Ójöfn samkeppnisstaða
frá hendi ríkisins?
Ef litið er á rannsóknastofnanir at-
vinnuveganna kemur í ljós að allar
þeirra eru með höfuðstöðvar á höf-
uðborgarsvæðinu. Langstærstur
hluti starfsmannanna er einnig
staðsettur þar en lágmarks starfs-
mannafjöldi er í útibúum m.a. í
Eyjafirði.
Við hjá AFE höfum skynjað það í
starfi okkar með smærri fyr-
irtækjum hve stór hindrun það er
að þurfa alltaf að sækja þjónustu
þessara stofnana til höfuðborg-
arinnar. Það er því eðlilegt að spurt
sé hvort samkeppnisstaða fyr-
irtækja, hvað þetta varðar, sé veru-
lega ójöfn frá hendi ríkisins og þar
af leiðandi samkeppnisstaða bæja
og landsvæða? Þetta ætti að vera
umhugsunarefni því það er ekki
einungis heilbrigð samkeppni á
milli einstaklinga, fyrirtækja og
ríkja sem bæta lífskjörin heldur
einnig og ekki síst
heilbrigð samkeppni á
milli bæja innan sömu
landa. Óheilbrigð sam-
keppni á þessu sviði
eins og öðrum grefur
undan lífskjörum alls
fólks í landinu, um það
ætti enginn að efast.
Er núverandi staða
skynsamleg?
Mín skoðun er sú að
það væri þjóðhagslega
hagkvæmara að finna
ákveðnum störfum rík-
isins stað annars stað-
ar en á höfuðborg-
arsvæðinu. Upp í
hugann koma störf
sem tengjast atvinnu-
lífi landsbyggðarinnar
og þau ættu að vera í
meiri nálægð við at-
vinnugreinarnar sem
þær þjónusta. Það er
umhugsunarefni í
þessu sambandi hvers
vegna 90% opinberra
starfa í sjávarútvegi
eru á höfuðborg-
arsvæðinu þegar 90% kvótans eru
annarsstaðar en þar. Fyrirtækin
myndu hagnast á að hafa störfin í
nærumhverfinu og áhrif viðkom-
andi stofnana á fyrirtækin og at-
vinnugreinarnar myndu án efa
aukast. Báðir aðilar stæðu sterkari
eftir og þar af leiðandi þjóðfélagið
allt.
Það hefur verið nöturlegt að
horfa á eftir fyrrum skólafélögum
mínum úr Háskólanum á Akureyri
hverfa til starfa hjá ríkinu í
Reykjavík. Oftast einstaklingar sem
vildu búa í Eyjafirði og störf sem
hefði allt eins mátt vinna þar. Það
er því grátbroslegt þegar menn
sem vilja láta taka sig alvarlega
kasta fram fullyrðingum um að
fækkun opinberra starfa styrki at-
vinnulífið á viðkomandi stöðum. Á
blómaskeiði hinnar ágætu frjáls-
hyggju á Íslandi er það allsérstök
staðreynd að atvinnulífið er öfl-
ugast þar sem ríkisstarfsmenn eru
hlutfallslega langflestir, á höf-
uðborgarsvæðinu.
Staðsetning
ríkisstarfa
Halldór Ragnar Gíslason
skrifar um atvinnumál
Halldór Ragnar
Gíslason
’Það skiptirgríðarlegu máli
fyrir þróun
byggðar í land-
inu hvar störf-
um á vegum
þess er fundinn
staður…‘
Höfundur er starfsmaður At-
vinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.
EF MÖNNUM væri hlátur í hug
myndu þeir brosa út í bæði að
vængjabusli æðstu ráðamanna
vegna símtals, sem forsætisráðherra
Íslands átti við Bush herforingja
sinn og Halldórs á dögunum.
Tildrög þessa símtals blasa við öll-
um, sem nenna að fylgjast með for-
dildinni og vilja hafa það sem sann-
ara reynist, þótt smáu ríði.
Auðvitað bar málið
þann veg að, að utan-
ríkisráðuneytið hefir
samband við kollega
vestanhafs, og óskar
eftir að forsætisráð-
herra nái tali af Bush,
þegar okkar maður
væri þar staddur, þótt
í öðrum erindagjörð-
um væri. Í ljós kemur
að á því eru ekki tök,
líka vegna þess sjálf-
sagt að Bandaríkja-
forseti myndi þá daga
hafa sem mest að
vinna við að efla frið í
Austurlöndum nær
með vini sínum Sharon
hinum vígfúsa. Í þess
stað er boðið upp á
símhringingu og ekki
valinn til þess tími af
verri endanum: Undir-
eins og trúarhetjan
Bush kæmi frá bæna-
gerð í kjallara Hvíta
hússins, þar sem hann
ráðslagar við Guð sinn
um dagskrá komandi
dags – og tekur við fyrirmælum að
ofan.
Að öllu gamni slepptu er auðvitað
alls ekkert við því að segja þótt Bush
gefist ekki kostur á að tala við öll
mikilmenni, sem knýja dyra. En lík-
lega hafa íslenzkir talið að forsætis-
ráðherra væri settur niður í augum
þjóðarinnar með slíkri afgreiðslu.
Og þessvegna var farið í heimsku-
legan feluleik og reynt að láta líta
svo út sem Bush hafi haft frumkvæði
að því að hringja í Davíð. Þótt utan-
ríkisráðherra neitaði því í umræðum
í alþingi að formlegar viðræður
myndu fara fram á milli samherj-
anna í Írak, tók hann fram samdæg-
urs að honum hafi verið kunnugt um
símhringinuna, en talið að frétt um
hana ætti að koma frá þeim, sem
hringt var í.
Þegar svo Davíð upplýsir um sam-
talið tekur hann fram að upphring-
ingin hafi ,,komið sér þægilega á
óvart“!
Og Morgunblaðið auðvitað um leið
í ani að taka þátt í skrípaleiknum.
Segir í leiðara 16. apríl að: ,,Frum-
kvæði Bush að því að hringja í for-
sætisráðherra Íslands“ sé afar mik-
ilvægt.
Undirlægjuhátturinn
fellur að öllum síðum.
Milli þessara herra
allra saman slitnar ekki
slefan í þeim efnum. Þó
er það sýnu dapurleg-
ast að íslenzkir ráða-
menn skuli vera svo au-
virðilegar undirlægjur
stríðsóðrar valdaklíku
Bush Bandaríkja-
forseta, sem raun ber
glöggt vitni. Til þess
m.a. að borga á sig
vegna nýrra samninga
um varnarmál Íslands
rufu þeir þá eiða lands
síns og þjóðar, að Ís-
lendingar myndu aldrei
fara með ófriði á hend-
ur öðrum þjóðum. Fyrir
þann verknað þakkaði
stríðsherrann Bush for-
sætirráðherra alúðlega
í símtalinu fræga.
Þessum afbrotum og
lögbrotum íslenzkra
ráðamanna til viðbótar
er frá því að segja að
svo virðist nú málum komið, að her-
förin á hendur Írökum ætli að verða
hörmuleg mistök og afglöp meiri en
orð fái lýst. Sem ávallt áður verða
þeir harðast úti sem sízt skyldi: Sak-
lausir borgarar, börn og gam-
almenni, sem vígdrekar valta nú yfir
og enginn sér fyrir endann á.
En undirlægjurnar íslenzku halda
áfram að bugta sig og beygja fyrir
amerísku máttarvöldunum. Eftir
herlúðrablæstri herranna vestra
dansa íslenzku tindátarnir á tánum.
Undirlægjur
Sverrir Hermannsson
skrifar um samskipti Bush
og forsætisráðherra
Sverrir Hermannsson
’Þegar svoDavíð upplýsir
um samtalið
tekur hann fram
að upphring-
ingin hafi ,,kom-
ið sér þægilega
á óvart“!‘
Höfundur er fv. form.
Frjálslynda flokksins.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111