Morgunblaðið - 21.04.2004, Page 36

Morgunblaðið - 21.04.2004, Page 36
MINNINGAR 36 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Kveðja frá Félagi áhugamanna um sögu læknisfræðinnar Ólafur Bjarnason, prófessor og yfirlæknir, er látinn liðlega níræður að aldri. Hann á að baki farsælan starfsferil sem prófessor í meinafræði og rétt- arlæknisfræði, yfirlæknir Rannsókn- arstofu Háskólans í meinafræði og Krabbameinsskrár Krabbameins- félags Íslands. Hann var virtur vís- indamaður og birti niðurstöður sínar heima og erlendis. Hann var virkur í félagsmálum lækna, var formaður Læknafélags Íslands og ritstjóri Læknablaðsins um tíma. Öll störf sín vann hann af þekkingu, nákvæmni og eljusemi og afköst hans voru mikil. Auk hinna viðamiklu skyldu- og fé- lagsstarfa sinnti Ólafur Bjarnason sögu læknisfræðinnar. Hann tók þátt í stofnun Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar 1964 með Jóni Steffensen prófessor. Hann var frá byrjun ritari félagsins og gegndi því starfi í 27 ár. Á þeim tíma voru meg- inverkefni félagsins söfnun lækninga- ÓLAFUR BJARNASON ✝ Ólafur Bjarnasonfæddist á Akra- nesi 2. mars 1914. Hann lést á Hjúkrun- arheimilinu Sóltúni 2 hinn 5. apríl síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Hallgríms- kirkju 15. apríl. muna og uppbygging Lækningaminjasafns að Nesi þar sem fyrsta læknissetur og lyfjabúð landsins var. Einn hvati að stofnun félags- ins var að taka þátt í út- gáfu á riti um sögu læknisfræðinnar á Norðurlöndum – Nor- disk Medicinhistorisk Årsbok og féll það í hlut Ólafs að rita um árabil fréttir frá Íslandi. Þá tók Óafur þátt í byggja upp norrænt samstarf í lækningasögu og sótti norræn lækna- söguþing, m.a. í Stokkhólmi 1977 þar sem hann flutti erindi um farsóttir á Íslandi á 18. öld. Hann lagði hönd á plóg er félagið hélt norrænt lækna- söguþing í Reykjavík árið 1981. Öll störf í þágu félagsins vann Ólafur af trúmennsku og háttvísi sem honum var svo eiginleg og stuðlaði að fram- gangi mála. Ólafur fékkst einnig við rannsóknir í sögu læknisfræðinnar og ritaði greinar um sögu meinafræðirann- sókna á Íslandi frá 1760 og um holds- veiki á Íslandi. Ólafur var kjörinn heiðursfélagi í Félagi áhugamanna um sögu læknisfræðinnar árið 1991. Félag áhugamanna um sögu lækn- isfræðinnar vill þakka Ólafi Bjarna- syni fyrir farsæl störf í þess þágu og sendir aðstandendum hans samúðar- kveðjur. Atli Þór Ólason formaður. Þú Guðs míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvíli sætt, þó hverfi sólin bjarta ég halla mér að þínu föðurhjarta. (M. Joch.) Ég kynntist Ellu eins og hún var jafnan kölluð, eftir að hún giftist mági mínum Ingvari Ágústssyni. Hún tal- aði lítið um sín uppvaxtarár, svo þau ELÍNBORG SIGURÐARDÓTTIR ✝ Elínborg Sigurð-ardóttir fæddist í Reykjavík hinn 3. ágúst 1942. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 1. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Sig- urður Baldur Guð- mundsson og Guðný Sigfríður Jónsdóttir. Hálfsystkini Elín- borgar eru Símon, Þór og Sólrún. Elínborg giftist 3. des. 1960 Ingvari Ágústssyni, f. 8. febr. 1939 að Bjólu í Rang. Foreldrar hans voru Ágúst Kristinn Einarsson og Ingveldur Jóna Jónsdóttir. Elínborg og Ingv- ar bjuggu í Reykjavík fyrstu árin en síðar fluttu þau að Hellu. Þau slitu samvistum. Synir þeirra eru: Sigurður og Kristinn. Barnabörnin eru sex. Útför Elínborgar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. eru mér lítt kunn. Ella var glæsileg kona og hafði fágaða framkomu. Hún var myndarleg húsmóðir, átti fallegt heimili og allt var snyrtilegt og vel fyrir komið. Hún vand- aði öll sín störf. Eftir að Ella flutti að Hellu söng hún í kirkju- kór Oddakirkju. Hún hafði mjög góða sópran- rödd og hafði yndi af söng. Þökkum við gömlu kórfélagar henn- ar samstarfið á þeim árum. Ella var góð móðir og barnabörnin voru henni einkar kær. Sonardóttir hennar var fermd fyrir rúmu ári. Það var mikill gleðidagur í fjölskyldunni. Ella hefur átt við mikil veikindi að stríða undanfarin ár, en hún hefur barist eins og hetja. Dauðanum kveið hún ekki. Þó Ella og Ingvar hafi slitið samvistum fyrir mörgum árum, þá hefur hann reynst henni einstaklega vel í veikindum hennar. Fjölskyldan hefur staðið vel saman. Ég þakka samverustundir liðinna ára og sendi fjölskyldunni og systk- inum Ellu samúðarkveðjur. Stýr mínu fari heilu heim í höfn á friðarlandi. Þar mig í þinni gæslu geym ó, Guð minn allsvaldandi. (V. Briem.) Guðríður Bjarnadóttir. ✝ Jón Helgasonfæddist á Miðhús- um í Gnúpverja- hreppi 15. október 1919. Hann lést á Dvalarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri 13. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Kristrún Brynjólfs- dóttir, f. 4. febrúar 1881, d. 18. janúar 1968, og Helgi Jóns- son bóndi á Miðhús- um, f. 21. nóvember 1884, d. 1. október 1965. Jón var í miðið í hópi fimm barna Miðhús- ahjónanna, en þau voru; Brynjólf- ur, f. 12. ágúst 1914, d. 31. ágúst 1982, Þórarinn, f. 31. mars 1918, d. 29. desember 2002, Jón, f. 15. október 1919, Guðjón, f. 26. júní 1922, og Ingibjörg, f. 23. maí 1925. Jón ólst upp með foreldrum sínum og systkinum, hann tók virkan þátt í bústörfunum heima fyrir, gekk í Ásaskóla, eins og önnur börn í sveitinni og síðar, eða veturinn 1939- 1940 var hann við nám í Haukadals- skóla. Áður en hann tók við búi foreldra sinna að Miðhúsum stundaði hann kaupavinnu og vann ýmis önnur störf, meðal annars í bygg- ingarvinnu í Reykja- vík og við pípulagnir ásamt Guðjóni bróð- ur sínum. Jón gerist bóndi á Miðhúsum um miðjan sjötta áratug síðustu aldar og stundaði þar blandaðan búskap um tæp- lega hálfrar aldar skeið. Jón var ókvæntur, en sonur hans er Halldór B. Jónsson, f. 6. desember 1948, sérfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur, búsettur í Reykjavík. Móðir hans er Ingunn Halldórsdóttir frá Skaftholti í Gnúpverjahreppi. Útför Jóns Helgasonar fer fram frá Hrepp- hólakirkju í dag, síðasta vetrar- dag og hefst athöfnin klukkan 14. Í dag kveð ég kæran nágranna, hann Jón eða réttara sagt Nonna á Miðhúsum. Ég hef þekkt Nonna alla mína ævi þó hún sé ekki löng, og ég á margar góðar minningar um hann. Þegar ég var lítil stelpa var ég mjög dugleg að hjálpa honum með kindurnar á vorin og fannst það allt- af jafn gaman því lömbin voru alltaf svo skrautleg hjá honum. Ég hneykslaðist alltaf yfir því við pabba að hann ætti ekki kindur sem myndu fæða flekkótt lömb því þau væru miklu sætari og hann hló bara að mér og sagði að þetta væri matur en ekki skraut. Sú minning sem er mér sterkust er þegar ég var að hjálpa honum eitt vorið og hann þurfti að skreppa aðeins í búðina og sagði mér að telja allar bækurnar sem hann ætti og sagði að ég fengi tíu krónu fyrir hverja bók sem ég fyndi. Ég varð náttúrulega mjög áköf að leita að öllum þessum bókum og fór að leita á fullu. Þegar Nonni kom aftur spurði hann mig hvað þær væru margar og lét mig svo fá peninginn. Ég var mjög stolt af dagsverkinu og eyddi svo öllum peningunum í nammi daginn eftir en þannig eru bara krakkar. Við systkinin vorum mjög dugleg að heimsækja þá bræður, Nonna og Tóta, þegar þeir voru á Miðhúsum en það var alltaf ein árlega heim- sóknin sem toppaði allar hinar. Það var jólaheimsóknin á aðfangadag. Þá fann mamma til einhverjar smákök- ur og lagtertu og setti í sitthvort boxið fyrir þá bræður og síðan fórum við til ömmu og hún lét okkur fá flat- kökur. Þegar við vorum komin með þessar birgðir örkuðum við af stað yfir öll túnin. Við byrjuð alltaf á Tóta því við vissum að við myndum stoppa lengur hjá Nonna því hann vildi spjalla svo mikið. Þegar komið var til Nonna tók hann á móti okkur og varð alltaf jafn hissa þegar við rétt- um honum kökurnar og bauð okkur inn. Alltaf bauð hann manni mjólk eða gos og eitthvað með en þó oftast kex sem hlaut nafnið Nonnakex hjá okkur. Svo var spjallað í dálítinn tíma og síðan skellt sér heim í jóla- undirbúningin. Eitt haustið gaf hann okkur systk- inunum eina gimbur og auðvitað var hún flekkótt og hlaut nafnið Gjöf. Við vorum mjög stolt af henni enda átti hún yfirleitt flekkótt lömb. Eftir að Nonni hætti búskap kom hann yf- irleitt í heimsókn þegar sauðburður- inn var hjá okkur og fannst alltaf jafn gaman að sjá lömbin þótt þau væru öll hvít. Sérstaklega fannst honum gaman að sjá kindurnar sem voru undan Gjöf því þær eignuðust oftast þrjú lömb og jafnvel var hægt að sjá einhvern lit í þeim. Við höfum haldið við kindakyninu hans þó það sé í litlum mæli. Eftir að Nonni fór á Kumbaravog urðu samskiptin ekki eins mikil enda lengra að heimsækja hann. En oft varð mér hugsað til hans þar. Ég gæti skrifað miklu meira um hann Nonna því margar voru sam- verustundinar. Hvíldu í friði. Kristrún Oddsdóttir, Stöðulfelli. Með örfáum orðum viljum við minnast Jóns Helgasonar, fyrrver- andi bónda á Miðhúsum í Gnúpverja- hreppi, sem nú er fallinn frá. Það er sól og sumar í minningunni um Nonna á Miðhúsum. Fallegt bæj- arstæðið undir formfögru fjallinu, hlýlegt bæjarstæði, sem margir telja eitt það fegursta á Suðurlandi. Mannfjöldi í heyskap og bóndinn segir okkur, kaupstaðarfólkinu, fyrir verkum, hvert eigi að fara með hey- vagninn og hvar eigi að stafla hey- böggunum, sem anga svo einstak- lega vel. Þannig var það iðulega á árum áður, meðan Miðhúsabræður, Jón og Þórarinn, höfðu búskap, að við komum frá Selfossi og reyndum að hjálpa til á annatímum. Heyskap- urinn var alltaf skemmtilegastur og þá þurfti að nýta hverja stund á góð- viðrisdögum. Einnig var netaveiði- skapurinn í Þjórsá mikilvægur, vitja þurfti um netin reglulega og þá brosti Jón breitt þegar komið var heim með fimm til sex væna laxa eft- ir nóttina. Um sauðburðinn og einnig réttirnar var mikið umleikis, en Jóni bónda var einstaklega umhugað um kindurnar sínar og hann átti fallegt fé, sem hann annaðist af alúð. Land Miðhúsa, fjallið, áin og hólminn, og umhverfið allt var honum hugstætt og hann naut þess ríkulega að búa á þessari fallegu jörð. Hann var líka hjálpsamur og ráða- góður, eins og þegar við fengum landskika hjá þeim bræðrum, Þór- arni og Jóni undir sumarbústað í Miðhúsalandi, þá gekk hann með okkur um jörðina og benti á fallega staði þar sem sumarhús gæti farið vel. Jón tók ævinlega vel á móti gest- um sínum og notalegt var að setjast í eldhúskrókinn hjá honum og rök- ræða um lífsins gagn og nauðsynjar. Oftar en ekki komu þá stjórnmálin til tals og lá Jón ekki á skoðunum sínum, var sannur framsóknarmaður og hélt mjög fram þeirra málstað. Þá var ekki síðra að setjast með honum inn í stofu og fylgjast með fótbolta í sjónvarpinu, en það gerðum við iðu- lega áður en við fengum sjónvarp í sumarbústaðinn okkar í Miðásum. Þegar litið er yfir farinn veg er margs að minnast og margs sem ber að þakka, en fyrst og fremst erum við þakklát fyrir margar og ógleym- anlegar samverustundir sem fjöl- skylda okkar átti með Nonna á Mið- húsum. Síðustu misserin dvaldi Jón á Dvalarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri og naut þar góðrar umönnunar frábærs starfsfólks, sem vert er að þakka. Við kveðjum Jón Helgason með hlýhug og virðingu, hann hafði þægi- lega viðveru og við geymum margar og góðar minningar um hann. Syni hans, systur og bróður vottum við samúð. Hafdís Marvinsdóttir og Valdimar Bragason. Kær nágranni og vinur Jón á Mið- húsum hefur kvatt þessa jarðvist, saddur lífdaga. Þegar horft er um öxl og litið er yfir tíman síðustu 85 ár er margt breytt í sögu lands og þjóð- ar og aðdáunarvert hvað sú kynslóð sem nú er á efri árum hefur gengið í gegnum miklar breytingar. Tímar sem við yngri menn fáum vart skilið hvernig hægt var að komast af og til dagsins í dag þar sem allt byggist á hraða og þráðlausum samskiptum. Í þessu umhverfi ólst Jón upp að allt var unnið með handverkfærum og hesti, þessir tímar voru erfiðir en líka dýrmætur sjóður seinni tíma til þess að bera saman tímana tvenna og líka til þess að kunna að meta þau þægindi sem við búum við í dag, sem við yngra fólk teljum svo sjálfsögð. Jón á Miðhúsum var um margt ein- stakur maður, var fljótur að tileinka sér tækniframfarir jafnóðum og þær bárust til að létta störfin, hann lifði vel á sínu búi þótt það hafi aldrei tal- ist stórt en hann gerði sér grein fyrir því að stærðin var ekki fyrir öllu heldur að hver einstaklingur skilaði því besta sem hann gat. Ein forsenda þess var að afla nægra heyja fyrir búpeninginn. Jón var mikill hey- skaparmaður, veðurglöggur, útsjón- arsamur og nákvæmur. Sjaldan hraktist hey hjá honum en hann náði líka að þurrka töðuna betur en flestir aðrir. Ég man ekki eftir að hafa séð að það hafi hitnað í heyi hjá honum. Skepnuhirðingar fórust honum með afbrigðum vel úr hendi, vel fóðraðar, hreinar og sællegar skepnur sá mað- ur alltaf hjá honum. Einstaklega var hann natin að hjúkra þeim skepnum sem ekki voru heilbrigðar og var maður oft undrandi hvað hann náði að halda lífi í lömbum á vorin sem ekki fæddust heil og lagði hann oft mikið á sig til að halda lífi í þeim. Þessarar umönnunar nutu líka fleiri tegundir en bústofninn því ég held að öll náttúran hafi notið ríkulega umönnunar Jóns. Sem nágranni var Jón einstakur, hjálpsamur þegar hann taldi sín vera þörf, athugull og glöggur. Við sem vorum nágrannar hans alla tíð litum á það sem forrét- indi að hafa mátt eiga hann sem ná- granna, við værum mun fátækari af reynslu ef við hefðum ekki kynnst honum. Eitt var það sem einkenndi Jón var snyrtimennska hans, bæði í gripahúsum og innan bæjar og hefði maður getað haldið að hann hefði aldrei haft annað að gera en að taka til og pússa í kringum sig en það var öðru nær því oft voru langir vinnu- dagarnir hjá einhleypum bóndanum. Einu hafði hann sérstaklega ánægju af en það var að veiða í Þjórsá bæði í net og á stöng. Þar kom glögg- skyggni og útsjónarsemi hans sér vel því það var eins og hann vissi alltaf hvenær það þýddi að reyna að leggja net eða kasta færi fyrir lax. Margar á maður minningarnar um Jón á Mið- húsum sem gott er að eiga og rifja upp þegar maður þarf að leita í reynslusjóð sinn því margt sagði hann manni sem hann upplifði og tók eftir í kringum sig sem eru algildar staðreyndir en nútímamaðurinn tek- ur lítt eftir. Nú hin síðari ár var heilsu Jóns farið að hraka einkum hreyfigeta hans því liðirnir í mjöðm- unum og hnjánum voru að bila en hans andlega heilsa hélt sér að mestu. Fyrir einu og hálfu ári var það ekki umflúið að hafa vistaskipti og fékk hann pláss á Kumbaravogi. Þar undi hann hag sínum vel því hann naut góðrar umönnunar starfs- fólksins þar, einnig sá hann út um gluggann í herberginu sínu bæði kindur og hross sem gladdi hann mikið og sagði hann oft frá því. Að lokum vil ég þakka Jóni á Mið- húsum allt sem hann hefur frætt mig og hjálpað mér og mínum í gegnum árin. Aðstandendum sendi ég mínar samúðarkveðjur. Oddur og Hrafnhildur Stöðulfelli. Í dag kveðjum við Jón, eða hann Nonna í sveitinni eins og við köll- uðum hann alltaf. Móðir okkar var ráðskona hjá honum á Miðhúsum með okkur lítil nokkur sumur. Eftir það vorum við svo lánsöm að geta fengið að vera þar í sveit á hverju sumri í barnæskunni og fram að unglingsárunum. Við hlökkuðum alltaf til að komast þangað strax eftir skólann. Þessi tími er okkur ógleym- anlegur. Að fá að komast í sveitasæl- una úr borgarlífinu eru forréttindi fyrir krakka á þessum aldri. Sauð- burðurinn, smalamennskan, mjalt- irnar og heyskapurinn. Það var alltaf svo gott að koma í heimsókn. Það var ætíð gestkvæmt á Mið- húsum enda Nonni gestrisinn maður og barngóður. Handlaginn var hann og afar duglegur. Þetta var eins og annað heimili okkar, og litum við á Nonna eins og okkar annan föður. Minningin um þig, Nonni í sveit- inni, mun ætíð lifa í huga okkar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðar kraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Með hlýhug segjum við takk fyrir allt, elsku Nonni. Arna Jóna og Guðjón Broddi. JÓN HELGASON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.