Morgunblaðið - 21.04.2004, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 43
MESSUR Á MORGUN
Það kostar aðeins 830 kr. að senda skeyti og ekki nema 730 kr. ef þú pantar það
á netinu. Ef þú sendir fimm skeyti eða fleiri borgar þú aðeins 465 kr. fyrir hvert.
1446 - siminn.is
Pantaðu heillaóskaskeyti á fermingardaginn í síma 1446 eða á siminn.is
hamingjuóskir
Sendu
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
I
Y
D
D
A
/
si
a
.i
s
/
N
M
1
1
6
5
8
Bústaðakirkja. Starf aldraðra kl. 13–
16.30. Spilað, föndrað, helgistund og
gáta. Þeir sem óska eftir að láta sækja sig
fyrir samverustundirnar láti kirkjuverði vita
í síma 553 8500.
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10.
Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka
við fyrirbænum í síma 520 9700.
Grensáskirkja. Samverustund aldraðra kl.
14. Biblíulestur, bænagjörð, kaffi og
spjall.
Hallgrímskirkja. Morgunmessa kl. 8. Hug-
leiðing, altarisganga, léttur morgunverður.
Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10–
12. Samverustund fyrir 6 ára kl. 14.30.
Samverustund fyrir 7–9 ára kl. 15.30.
Samverustund fyrir 10–12 ára kl. 17. Tólf
sporin – andlegt ferðalag, sporafundur kl.
20.
Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11.
Súpa og brauð borið fram í Setrinu kl. 12.
Brids í Setrinu kl. 13–16. Kvöldbænir kl.
18.
Langholtskirkja. Kl. 12.10 Kyrrðarstund
og bænagjörð með orgelleik og sálma-
söng. Kl. 12.30 Súpa og brauð (kr. 300).
Kl. 13–16 Opið hús eldri borgara. Söngur,
tekið í spil, upplestur, föndur, spjall, kaffi-
sopi o.fl. Allir eldri borgarar velkomnir. Þeir
sem ekki komast á eigin vegum geta
hringt í kirkjuna og óskað eftir því að verða
sóttir. Síminn er 520 1300.
Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10
undir stjórn Aðalbjargar Helgadóttur. Nýjar
mömmur velkomnar með börnin sín.
Gönguhópurinn Sólarmegin leggur af stað
frá kirkjudyrum kl. 10.30 alla miðviku-
dagsmorgna. Kl. 14.10 kirkjuprakkarar,
starf fyrir 1.–4. bekk. Umsjón Aðalheiður
Helgadóttir, hjónin Kristjana H. Þorgeirs-
dóttir og Geir Brynjólfsson auk sr. Bjarna.
TTT-starf kl. 16.15. (5.–7. bekkur). Um-
sjón Þorkell Sigurbjörnsson.
Neskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12.
Umsjón Elínborg Lárusdóttir. Fyrirbæna-
messa kl. 12.15. Prestur sr. Örn Bárður
Jónsson. Í kjölfar messunnar verður borin
fram einföld máltíð gegn vægu gjaldi. 7
ára starf kl. 14.30. Sögur, söngur, leikir og
föndur.
Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund í hádeg-
inu kl. 12. Altarisganga. Léttur hádegis-
verður eftir stundina. Allir velkomnir.
Fríkirkjan í Reykjavík. Í hádegi er fólki
boðið til bænastunda í kapellu safnaðar-
ins á annarri hæð í safnaðarheimilinu.
Sérstök áhersla er lögð á bæn og íhugun,
en einnig flutt tónlist og textar til íhugunar.
Koma má bænarefnum á framfæri áður en
bænastund hefst.
Árbæjarkirkja. Kl. 12 kyrrðarstund í há-
deginu. Léttur málsverður í safnaðarheim-
ilinu að stundinni lokinni. Kl. 13–16 opið
hús í safnaðarheimilinu. Þorvaldur Hall-
dórsson kemur í heimsókn fyrsta miðviku-
dag hvers mánaðar.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl.
12. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur
málsverður í safnaðarheimilinu eftir
stundina.
Grafarvogskirkja. Helgistund í hádegi kl.
12. Fyrirbænir og altarisganga. Boðið er
upp á léttan hádegisverð á vægu verði að
lokinni stundinni. Prestar safnaðarins
þjóna fyrir altari, orgelleikari Hörður Braga-
son. Allir velkomnir. KFUM fyrir drengi 9–
12 ára í Grafarvogskirkju kl. 17.30–
18.30. Kirkjukrakkar í Rimaskóla kl.
17.30–18.30 fyrir 7–9 ára. TTT (tíu til tólf
ára) í Rimaskóla kl. 18.30–19.30. Æsku-
lýðsfélag í Engjaskóla kl. 20–22 fyrir 8.–9.
bekk.
Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10. TTT
(10–12 ára) starf kl. 17. Opinn sporafund-
ur Tólf sporanna kl. 20.
Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag
kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega
velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í
kirkjunni í síma 567 0110. SELA eldri
deild kl. 20–22.
Vídalínskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12
með Nönnu Guðrúnu í Vídalínskirkju.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung
börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn-
aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Kyrrð-
arstund í kirkjunni kl. 12, íhugun, orgel-
leikur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur
hádegisverður kl. 12.30 í Ljósbroti Strand-
bergs.
Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund í dag kl. 12. Góður kostur fyrir þá
sem vilja taka frá kyrrláta og helga stund í
erli dagsins til að öðlast ró í huga og frið í
hjarta. Hægt er að koma fyrirbænaefnum
til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Boðið er
upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu
að kyrrðarstund lokinni. Opið hús fyrir eldri
borgara í dag kl. 13. Verið velkomin í viku-
lega samveru í safnaðarheimili kirkjunnar í
spil, spjall, góðar kaffiveitingar og fleira.
Bessastaðasókn. Miðvikudagur er dagur
kirkjunnar í Haukshúsi. Foreldramorgnar
eru frá kl. 10–12. Þar koma saman for-
eldrar ungra barna á Álftanesi með börnin
og njóta þess að hittast og kynnast öðrum
foreldrum sem eru að fást við það sama,
uppeldi og umönnun ungra barna. Opið
hús eldri borgara er síðan frá kl. 13.00–
16.00. Dagskráin verður fjölbreytt en um-
fram allt eru þetta notalegar samveru-
stundir í hlýlegu umhverfi.
Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í
dag kl. 10–12.
Lágafellskirkja. AA-fundur kl. 20.30 í
Lágafellskirkju. Unnið í 12 sporunum.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 11
helgistund á Hraunbúðum. 17.30 TTT,
yngri og eldri, í Landakirkju. Sr. Fjölnir Ás-
björnsson og leiðtogarnir. Kl. 20 opið hús í
KFUM&K-heimilinu hjá Æskulýðsfélagi
Landakirkju og KFUM&K. Esther Bergs-
dóttir æskulýðsfulltrúi, sr. Fjölnir Ásbjörns-
son og leiðtogarnir.
Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21.
Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30
Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í
síma 565 3987.
Fríkirkjan Kefas. Samverustund unga
fólksins kl. 20.30. Samvera, lofgjörð,
fræðsla og lestur orðsins. Nánari upplýs-
ingar á www.kefas.is
Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58.
Samkoma í kvöld kl. 20. Hjartans bæn.
Sálmur 25. Ræðumaður Guðlaugur Gunn-
arsson, vitnisburðarsamkoma. Kaffiveit-
ingar eftir samkomuna. Allir velkomnir.
Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10–
12. Opið hús, kaffi og spjall. Safi fyrir
börnin. Biblíulestur í Akureyrarkirkju kl.
17.15. Persónur píslarsögunnar: Pétur
postuli – Jóh. 21:15–25. Umsjón sr. Guð-
mundur Guðmundsson.
Glerárkirkja. Hádegissamvera kl. 12. Org-
eltónar, sakramenti, fyrirbænir, léttar veit-
ingar á vægu verði í safnaðarsal.
Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 20 hjálp-
arflokkur, allar konur velkomnar.
Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Kl. 17
krakkastarf fyrir 3–9 ára. Kl. 18 starf fyrir
10–12 ára krakka (Skjaldberar).
Safnaðarstarf
Morgunblaðið/ÁsdísBústaðakirkja
Sumri fagnað í
Bústaðahverfi
ÁRLEG sumarhátíð í Betra lífs í
Bústaðahverfi verður haldin á sum-
ardaginn fyrsta. Kl. 12.30 verður
safnast saman við Grímsbæ þar sem
boðið verður upp á grillaðar pylsur.
Kl. 13.15 verður gengið í skrúð-
göngu í Bústaðakirkju, þar sem
verður samverstund. Ræðumaður
verður æringinn Sveppi, sem nú
sýnir á sér hina hliðina. Kór Kven-
félagsins Glæðurnar syngur undir
stjórn Sigurbjargar Hólmgríms-
dóttur, félagar úr hljómsveitinni
Vipera spila og syngja og Lúðra-
sveit Breiðagerðisskóla leikur und-
ir stjórn Odds Björnssonar.
Kl. 14.00 verður gengið í skrúð-
göngu niður í Vík þar sem
skemmtileg dagskrá er í boði fram
eftir degi. Þar verður íþróttamaður
Víkings krýndur, Idol-söngvarar úr
skólum í hverfinu koma fram, Lína
langsokkur kemur í heimsókn,
skátar verða með leiki og þrautir á
útisvæði og boðið verður upp á
sumarkaffi í Víkinni og margt
fleira er í boði.
Íbúar í Bústaðahverfi hafa sótt
þessar samverur vel undanfarin ár
og tekið virkan þátt í að fagna
sumri.
Það eru samtökin Betra líf í Bú-
staðahverfi sem annast um fram-
kvæmdina sem er samstarfsverk-
efni Bústaðakirkju, Víkings,
Skátafélagsins Garðbúa, Bústaða
ÍTR, Nemendafélags Réttó, for-
eldrafélaga Breiðagerðis- og Foss-
vogsskóla og Hverfaráðs.
Fyrsta guðsþjónustan
í Grafarholti
NÚ stendur mikið til og allir íbúar
Grafarholts kallaðir til leiks. Í til-
efni af sumardeginum fyrsta hefur
verið ákveðið að hafa fyrstu hverf-
isskemmtun Grafarholts þann dag-
inn. Búið er að leggja inn pöntun
um gott veður þannig að skólabörn
og fullorðnir geti safnast saman við
Ingunnarskóla og leggja þaðan af
stað kl.13.00 í skrúðgöngu með
lúðrablæstri. Áfangastaður er
Þórðarsveigur 3. Þar mun hefjast á
slaginu 14.00 helgistund í þjón-
ustusal.
Sóknarpresturinn Þór Hauksson
og sr. Sigrún Óskarsdóttir þjóna
þar fyrir altari. Organisti verður
Gunnar Gunnarsson. Sungnir verða
sálmar og sumarlög. Að lokinni
helgistundinni mun sóknarnefndin
bjóða upp á kaffi og ávaxtasafa og
meðlæti. Er það einlæg von sókn-
arnefndarinnar, sem stendur að
þessari hátíð, að sem flestir íbúar
Grafarholts sýni sig og sjái aðra.
Söngstund í Byggða-
safninu í Skógum
AÐ kvöldi sumardagsins fyrsta nk.,
22. apríl, kl. 20.30, verður efnt til
söngstundar í Byggðasafninu í
Skógum.
Athöfnin hefst með stuttri helgi-
stund í safnkirkjunni, sem séra
Haraldur M. Kristjánsson, prófast-
ur Skaftfellinga, annast. Eftir það
verður komið saman í gamla barna-
skólahúsinu frá Litla-Hvammi, þar
sem gömul ættjarðar- og sumarlög
verða leikin og sungin.
Kristín Björnsdóttir, organisti í
Mýrdal, annast undirleik og stjórn-
ar almennum söng viðstaddra, með
kór Skeiðflatarkirkju í Mýrdal, í
broddi fylkingar. Mikilvægt er að
allir sem unna söng í sumarbyrjun,
láti sig nú ekki vanta á þetta ár-
vissa söngkvöld í Skógum.
Eftir að raddböndin hafa verið
þanin, verður boðið upp á kaffi og
pönnukökur í Samgöngusafninu, í
boði safnsins og kórs Skeiðflat-
arkirkju.
Fjölmennum og syngjum saman.
Aðstandendur.
FRÉTTIR
NÝLEGA urðu breytingar hjá Ró-
berti bangsa þegar nýir eigendur
tóku við rekstri verslunarinnar og
var hún einnig flutt að Hlíðarsmára
12 í Kópavogi (í sama hús og Nings).
Nýir eigendur eru Halldóra G. Víg-
lundsdóttir og Margrét Ormsdóttir.
Í versluninni er seldur fatnaður fyrir
börn frá Diesel, Cars jeans, Lego,
Ticket to heaven, Rutzou og Bo
Dean. Einnig er úrval af sængur-
gjöfum og ýmiss konar fylgihlutum.
Þá er einnig í boði fatnaður á ung-
lingana og mömmurnar.
Í tilefni sumardagsins fyrsta fagn-
ar Róbert bangsi sumri og verður
opið kl. 12–17. Ýmis sumardags-
tilboð verða á fatnaði sem gilda
þennan eina dag. Boðið verður upp á
svala og pylsur auk þess sem Jóhann
Helgi & co ehf. munu kynnar rólur
frá Wicksteed í garðinn og/eða við
sumarbústaðinn, segir í fréttatil-
kynningu.
Sumarhátíð
Róberts bangsa
Stundin okkar eldri en
Nýjasta tækni og vísindi
Ranghermt var í Morgunblaðinu sl.
mánudag að þátturinn Nýjasta tækni
og vísindi væri elsti þátturinn í Sjón-
varpinu. Rétt mun vera að Stundin
okkar sé elsti þátturinn en sá þáttur
hóf göngu sína á jólum 1966.
LEIÐRÉTT
Sjögrens hópurinn verður með
fræðslufund í kvöld kl. 19.30 í hús-
næði Gigtarfélagsins, Ármúla 5,
annarri hæð. Björn Guðbjörnsson
gigtarsérfræðingur kynnir rann-
sókn á orsökum heilkennis Sjögrens,
sem nýlega er hafin á Rannsókn-
arstofu í gigtarsjúkdómum.
Í DAG
Kvöldganga Grasagarðsins og
Garðyrkjufélags Íslands verður á
morgun, sumardaginn fyrsta 22. apr-
íl, kl. 20 í Grasagarði Reykjavíkur í
Laugardal. Fyrstu vorblómin verða
skoðuð í fylgd Dóru Jakobsdóttur
grasafræðings. Kvöldgangan hefst í
hvíta lystihúsinu sem stendur sunnan
við garðskálann og er aðgangur
ókeypis. Nánari upplýsingar á
www.gardurinn.is.
Opið hús verður í Viðskiptahá-
skólanum á Bifröst sumardaginn
fyrsta, fimmtudaginn 22. apríl, kl. 13–
17. Nám, líf og starf í háskólaþorpinu
verður kynnt. Allar deildir Við-
skiptaháskólans verða með kynningu
og bjóða umsækjendum og öðrum
upp á viðtöl við deildarstjóra, náms-
ráðgjafa og kennara. Kynnt verður
nám, námsefni, verkefnavinna í
tengslum við atvinnulífið, möguleikar
til framhaldsnáms og störf að námi
loknu. Nemendur kynna vinnslu
verkefna, nám og störf á Bifröst.
Fulltrúar sveitarfélagsins kynna
Borgarbyggð sem búsetukost og
nemendur kynna félagslíf skólans.
Á MORGUN
♦♦♦