Morgunblaðið - 21.04.2004, Page 46

Morgunblaðið - 21.04.2004, Page 46
ÍÞRÓTTIR 46 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu, skipað stúlkum 19 ára og yngri, fagnaði sætum sigri á Ungverjum í fyrsta leik sínum í milliriðli Evrópumóts 19 ára landsliða í Póllandi í gær, 4:0. Nína Ósk Kristinsdóttir, Val, skoraði tvö af mörk- um liðsins. Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV, skor- aði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu í upphafi leiks – hún hefur skorað 11 mörk í 12 leikjum fyrir 19 ára liðið. Síðan bættu þær Dóra Stefánsdóttir, Val, og Nína Ósk við tveimur mörkum við fyrir leikhlé. Nína Ósk skoraði fjórða markið í seinni hálfleik. Íslenska liðið mætir Póllandi á morgun og Þýskalandi á laug- ardaginn. Þýskaland burstaði Pólland, 9:0, í gær. Milliriðlarnir í EM eru fimm og fara sigurvegarar riðlanna í úrslitakeppnina í Finnlandi, ásamt tveimur þjóðum sem ná bestum árangri í öðru sæti. Gestgjafar Finnlands eru með átt- unda liðið í úrslitakeppninni, sem fer fram í júlí. Nína skoraði tvö í sigri gegn Ungverjalandi Nína Ósk DANSKI knattspyrnumaðurinn Simon Karkov hefur gengið frá samningi við FH-inga um að leika með þeim út þetta tímabil. Karkov, sem er 27 ára miðjumaður, kom til FH á mánudag en hann fékk sig lausan undan samningi frá danska úrvalsdeildarliðinu Herfölge áður en hann kom til landsins. „Okkur líst mjög vel á Karkov sem er góður fótboltamaður og ég á von á því að hann falli vel inn í okkar lið,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, við Morgunblaðið í gær. Danirnir Allan Borgvardt og Tommy Nielsen leika sem kunnugt er með FH-liðinu eins og í fyrra. FH, sem hafnaði í öðru sæti úrvalsdeildar- innar í fyrra, hefur þar með fengið tvo leik- menn fyrir komandi tímabil en hinn er Ármann Smári Björnsson úr Val. Einn leikmann vantar í hópinn frá í fyrra, Hermann Albertsson, en hann sleit krossband í hné og verður ekkert með í sumar. FH-ingar sömdu við Karkov ÍSLENSKIR sundmenn unnu 10 gullverðlaun, átta silfur og fimm brons á sterku sundmóti ung- linga í Lúxemborg um síðustu helgi, en mótið fór fram í hinni glæsilegu sundhöll sem kennd er við ólympíu og byggð var fyrir Smáþjóðaleikana 1995. Á mótinu kepptu alls 1.950 sundmenn frá 16 þjóðum þar sem fimm landslið og 48 félagslið tóku þátt. Íslenska liðið sem skipað var 21 sundmanni lenti í þriðja sæti á mótinu í keppni landsliða rétt á eftir heimamönnum og Finnum. Úr hópi íslensku sundmannanna unnu eftirtaldir til verðlauna; Sigrún Brá Sverrisdóttir vann tvenn gullverðlaun, Erla Dögg Haraldsdóttir ein gullverðlaun, eitt silfur og þrenn brons- verðlaun, Helena Ósk Ívarsdóttir tvö gull, Aþena Ragna Júl- íusdóttir eitt brons, Birkir Már Jónsson ein gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og tvenn brons- verðlaun, Guðni Emilsson tvenn gullverðlaun, Auður Sif Jóns- dóttir ein bronsverðlaun, Kjart- an Hrafnkelsson ein brons- verðlaun, Árni Már Árnason ein gullverðlaun og ein silf- urverðlaun, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir ein gullverðlaun og tvenn bronsverðlaun, Oddur Örnólfsson hlaut ein silf- urverðlaun. Erla Dögg Haraldsdóttir var einungis þriðjungi úr sekúndu frá Ólympíulágmarki í 100 m bringusundi þegar hún synti vegalengdina á 1.13,62 mínútu. Komu heim með 23 verðlaun frá Lúxemborg ÞRÓTTARKONUR úr Reykjavík unnu í gærkvöld sinn fyrsta titil í meistaraflokki í sextán ár. Þær tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með því að leggja Neskaupstaðar- Þrótt að velli, 3:0, í öðrum úrslita- leik liðanna sem fram fór í Nes- kaupstað. Reykjavíkur-Þróttur vann fyrri leikinn á sínum heima- velli, einnig 3:0. Hrinurnar enduðu 25:23, 25:18 og 25:18 en bæði í fyrstu og þriðju hrinu náðu austanstúlkur ágætri forystu sem þær náðu ekki að halda. Petrún Jónsdóttir, þjálfari og leikmaður Þróttar R., er frá Nes- kaupstað eins og tveir aðrir leik- menn liðsins og þær tóku því við Ís- landsbikarnum á eigin heimavelli í leikslok í gærkvöld. Langþráður titill hjá Reykjavíkur-Þrótti KNATTSPYRNA Deildabikarkeppni Neðri deild karla, C-riðill: Tungubakkav.: Huginn - Afturelding ......19 BLAK Úrslitakeppni karla - fyrsti leikur: Ásgarður: Stjarnan - HK......................20.10 Í KVÖLD HANDKNATTLEIKUR Valur – Stjarnan 23:22 Hlíðarendi, Reykjavík, undanúrslit kvenna, fyrri leikur, þriðjudaginn 20. apríl 2004. Gangur leiksins: 0:1, 1:3, 3:3, 3:5, 5:6, 8:10, 11:10, 11:11, 12:11, 13:12, 13:14, 14:14, 14:17, 18:17, 18:18, 19:19, 21:19, 21:21, 23:21, 23:22. Mörk Vals: Sigurlaug Rúnarsdóttir 7, Árný Björg Ísberg 4, Gerður Beta Jóhannsdóttir 3, Elfa Björk Hreggviðsdóttir 3, Hafrún Kristjánsdóttir 2, Arna Grímsdóttir 1, Kol- brún Franklín 1, Ágústa Edda Björnsdóttir 1, Díana Guðjónsdóttir 1/1. Varin skot: Berglind Hansdóttir 19 (þar af fóru 10 aftur til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Þar af fékk Hafdís Kristjánsdóttir rautt spjald fyrir þrjár brottvísanir. Mörk Stjörnunnar: Rakel Dögg Braga- dóttir 7/5, Elísabet Gunnarsdóttir 5, Sól- veig Lára Kjærnested 4, Jóna Margrét Ragnarsdóttir 2, Hind Hannesdóttir 2, Kristín Clausen 1, Ásdís Sigurðardóttir 1. Varin skot: Jelena Jovanvic 26/2 (þar af fóru 14/1 aftur til mótherja). Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Ó. Pétursson. Áhorfendur: Um 280. Þýskaland Minden – Wilhelmshavener .................25:25 Staðan: Flensburg 30 25 2 3 981:787 52 Magdeburg 30 23 2 5 928:804 48 Lemgo 30 22 2 6 974:826 46 Kiel 29 22 2 5 946:775 46 Hamburg 30 21 1 8 833:772 43 Gummersb. 29 19 2 8 822:757 40 Essen 30 14 6 10 813:778 34 Wallau 30 12 4 14 910:920 28 Grosswallst. 30 11 6 13 733:784 28 Wetzlar 30 10 4 16 775:836 24 Nordhorn 30 11 2 17 887:896 24 Wilhelmshav. 30 9 5 16 800:833 23 Minden 30 9 2 19 781:881 20 Pfullingen 30 7 4 19 799:899 18 Stralsunder 30 8 1 21 675:819 17 Göppingen 30 8 1 21 772:840 17 Kr-Östringen 30 7 1 22 802:895 15 Eisenach 30 6 3 21 758:887 15 KNATTSPYRNA Deildabikar karla Efri deild, A-riðill: KR – Grindavík ........................................ 6:1 Kjartan Henry Finnbogason 40., 54., 80., Sigmundur Kristjánsson 22., 65., Sölvi Davíðsson 85. - Grétar Hjartarson 71. Staðan: KR 7 5 1 1 19:9 16 KA 6 4 1 1 15:4 13 Fylkir 6 4 0 2 14:12 12 Þór 6 3 0 3 8:10 9 Grindavík 7 3 0 4 11:19 9 Víkingur R. 6 2 2 2 8:8 8 Haukar 6 1 0 5 12:16 3 Njarðvík 6 1 0 5 8:17 3  KR, KA og Fylkir eru komin í 8-liða úr- slit. Deildabikar kvenna Neðri deild: HK/Víkingur – Fjölnir............................. 2:5 Staðan: Þór/KA/KS 3 3 0 0 22:6 9 HK/Víkingur 3 2 0 1 13:7 6 Fjölnir 2 1 1 0 9:6 4 Keflavík 2 0 1 1 7:8 1 Þróttur R. 2 0 0 2 5:7 0 Sindri 2 0 0 2 0:22 0 Meistaradeild Evrópu Undanúrslit, fyrri leikur: Mónakó – Chelsea.....................................3:1 Dado Prso 17., Fernando Morientes 78., Shabani Nonda 83 - Hernan Crespo 22. Rautt spjald: Vasilis Zikos (Mónakó) 52. - 15.000. England Úrvalsdeild: Manchester United – Charlton ...............2:0 Louis Saha 28., Gary Neville 65. - 67.477. Staðan: Arsenal 33 24 9 0 67:22 81 Chelsea 34 22 6 6 60:27 72 Man. Utd 34 22 5 7 61:32 71 Liverpool 34 13 11 10 48:36 50 Newcastle 33 12 14 7 45:33 50 Aston Villa 34 13 10 11 44:40 49 Charlton 34 13 9 12 44:43 48 Birmingham 34 12 11 11 40:42 47 Southampton 33 12 9 12 38:33 45 Fulham 34 12 9 13 47:44 45 Middlesbro 34 12 9 13 40:42 45 Bolton 34 11 11 12 40:51 44 Everton 34 9 12 13 42:47 39 Tottenham 34 11 5 18 42:54 38 Blackburn 34 10 7 17 48:57 37 Portsmouth 33 10 7 16 37:47 37 Man. City 34 7 13 14 47:50 34 Leeds 34 8 8 18 35:69 32 Leicester 34 5 13 16 41:59 28 Wolves 34 6 10 18 33:71 28 1. deild: Burnley – Wimbledon...............................2:0 Millwall – Watford ....................................1:2 Staða efstu og neðstu liða: Norwich 42 25 10 7 71:34 85 WBA 42 24 11 7 61:35 83 Sunderland 41 20 11 10 58:40 71 Ipswich 43 21 8 14 81:68 71 Wigan 43 18 15 10 59:43 69 West Ham 43 17 16 10 61:44 67 Millwall 43 17 15 11 54:45 66 Sheff. Utd 43 19 9 15 60:52 66 ------------------------------------- Rotherham 43 12 14 17 47:57 50 Burnley 43 12 14 17 58:72 50 Derby 43 12 13 18 51:65 49 Walsall 43 12 12 19 42:61 48 Gillingham 43 13 8 22 44:62 47 Bradford 43 10 6 27 38:64 36 Wimbledon 43 7 4 32 38:86 25  Bradford og Wimbledon eru fallin í 2. deild. 2. deild: Luton - Bournemouth...............................1:1 Oldham – Wrexham ..................................1:1 Staða efstu liða: Plymouth 43 23 12 8 78:40 81 QPR 43 20 17 6 76:42 77 Bristol City 43 21 12 10 55:36 75 Swindon 43 20 12 11 74:54 72 Brighton 43 20 10 13 60:43 70 Hartlepool 43 19 12 12 72:56 69 Port Vale 43 18 10 15 67:61 64 Luton 43 16 15 12 66:61 63 Bournem. 43 16 14 13 55:50 62 Skotland Bikarkeppnin, undanúrslit: Dunfermline – Inverness CT ...................3.2  Dunfermline mætir Celtic í úrslitaleik. Svíþjóð Kalmar – Hammarby............................... 1:2 Staða efstu liða: Malmö 3 2 1 0 10:2 7 Halmstad 3 2 1 0 6:2 7 Gautaborg 3 1 2 0 3:0 5 Djurgården 3 1 2 0 6:4 5 Örgryte 3 1 2 0 3:2 5 Hammarby 3 1 2 0 2:1 5 Austurríki Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Ried – Kärnten ......................................... 2:2  Ried sigraði í vítaspyrnukeppni. BLAK Konur, annar úrslitaleikur: Þróttur N. – Þróttur R............................. 0:3 (23:25, 18:25, 18:25)  Þróttur R. er Íslandsmeistari, 2:0. KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin 16-liða úrslit, leikir númer tvö: Vesturdeild: San Antonio – Memphis........................87:70  San Antonio er yfir 2:0. LA Lakers – Houston ...........................98:84  LA Lakers er yfir 2:0.  Kobe Bryant og Karl Malone voru áber- andi í sóknarleik Lakers, Bryant með 36 stig og Malone með 17 stig. Shaquille O’Neal, sem skoraði 7 stig, hefur aldrei áð- ur skorað eins fá stig í leik í úrslitakeppni en 1997 skoraði hann 11 stig gegn Utah. Sókn Garðbæinga var betri til aðbyrja með og Valsstúlkur meira á taugum en með bættri vörn kom sjálfstaustið og for- ysta. Þær fóru held- ur illa með færin í lok fyrri hálfleiks og strax eftir hlé, sem gestirnir nýttu sér til að ná 17:16 for- ystu en þegar þeir voru ótt og títt reknir af velli náði Valur 21:19 for- ystu. Garðbæingar gáfust ekki upp og jöfnuðu tvívegis tveggja marka forystu Vals er Jelena Jovanovic fór á kostum í marki Stjörnunnar en það dugði ekki til. „Við áttum í miklu basli framan af eftir að við lendum undir því þá þurftum við að elta þær og það tekur sinn toll en þetta hafðist með brjál- aðri baráttu,“ sagði Berglind mark- vörður eftir leikinn. „Ég get bara sagt fyrir mig að ég var mjög stress- uð í byrjun. Við ætluðum að passa Jónu Margréti sem helst tekur af skarið og er þeirra helsta skytta og loka fyrir sendingar inná línuna en helst að spila góða vörn og fá hraða- upphlaup, sem er okkar helsta vopn eins og allir vita“. Ásamt Berglindi áttu Gerður Beta Jóhannsdóttir og Árný Ísberg ágætan leik en best var Sigurlaug Rúnarsdóttir, sem kom inná er nokkuð var liðið á fyrri hálf- leikinn og dreif liðið áfram. Hafrún Kristjánsdóttir fékk lítið að beita sér því dómararnir dæmdu mikið á hana. „Við byrjum betur en höldum ekki út leikinn og þetta small ekki núna,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir úr Stjörnunni sem sýndi oft mjög góða takta á línunni. „Ég vil samt ekki kenna um reynsluleysi því við erum með gott lið. Við ætluðum að leggja alla áherslu á vörnina og síðan fá hraðaupphlaup upp úr því. Vörnin var góð þó að markvarslan hafi stundum verið betri og hraðaupp- hlaupin látið á sér standa. Við þurf- um að eflast við úrslitin og mæta bet- ur undirbúnar næst. Þá verðum við hafa betra aga í sóknarleiknum því við vorum drífa okkur alltof mikið.“ Sólveig Kjærnested var góð í horn- inu og Rakel Dögg Bragadóttir, Hind Hannesdóttir og Jóna Margrét Ragnarsdóttir voru ágætar en Jelena varði 27 skot. Varið á síðustu sek- úndu og Valur vann Morgunblaðið/Golli Valskonurnar Ágústa Edda Björnsdóttir og Anna M. Guð- mundsdóttir reyna að stöðva Stjörnustúlkuna Elísabetu Gunn- arsdóttur í leiknum að Hlíðarenda í gærkvöld. LÍTIÐ mátti útaf bregða að Hlíð- arenda í gærkvöldi þegar Stjarnan sótti Valsstúlkur heim í fyrsta leik í undanúrslitum Ís- landsmótsins. Valsstúlkur voru lengi að komast í gang, náðu sér síðan á strik en litlu munaði að Garðbæingum tækist að knýja fram úrslit í lokin. Það gekk ekki eftir og Valur vann 23:22 eftir að Berglind Hansdóttir í marki Vals varði á síðustu sekúndu. Næsti leikur liðanna er í Garðabæ í fimmtudaginn. Stefán Stefánsson skrifar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.