Morgunblaðið - 21.04.2004, Page 47

Morgunblaðið - 21.04.2004, Page 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 47 HERBERT Arnarson skrifaði í gær undir tveggja ára samn- ing um að þjálfa úrvalsdeild- arlið KR í körfuknattleik. Þetta verður frumraun Her- berts með meistaraflokki en hann hefur þjálfað drengja- flokk hjá KR undanfarin tvö ár og þjálfaði einnig yngri flokka hjá ÍR fyrir nokkrum árum. Herbert mun væntanlega ekki leika með KR-ingum en hann gat ekkert spilað á ný- liðnu tímabili vegna meiðsla. „Ég fer í speglun í lok maí og þá kemur í ljós hvort ferill minn sem leikmaður sé á enda eða ekki. Ég tek þetta starf að mér fyrst og fremst sem þjálf- ari, ekki sem leikmaður, en ég held að sjálfsögðu öllum dyr- um opnum ef ég verð fær um að spila sjálfur,“ sagði Herbert við Morgunblaðið í gær. Herbert með tveggja ára samning „ÞRÁTT fyrir harða mótspyrnu leikmanna Charlton tókst okkur að vinna góðan sigur sem ég er ánægður með,“ sagði Alex Fergu- son, knattspyrnustjóri Manchester United eftir að lið hans lagði Her- mann Hreiðarsson og samherja í Charlton, 2:0, á Old Trafford í gærkvöld. Louis Saha gerði fyrra markið á 28. mín., og Gary Neville innsiglaði sigurinn á 65. mín. Þetta var sjöunda mark Saha í þeim tíu leikjum sem hann hefur verið í byrjunarliði Manchester. „Við erum að ná okkur á strik eftir að hafa tapað niður þræðinum um tíma, það er afar mikilvæg staðreynd nú á lokasprettinum,“ sagði Ferguson en með sigrinum eru liðsmenn hans aðeins einu stigi á eftir Chelsea sem er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Her- mann lék allan leikinn með Charlton.  KEFLVÍKINGAR, nýliðarnir í úrvalsdeildinni í knattspyrnu, töp- uðu í gær fyrir danska 2. deildarlið- inu Holbæk, 1:0, í æfingaleik ytra. Þeir voru manni færri síðasta hálf- tímann eftir að Ólafur Ívar Jóns- son fékk rauða spjaldið. Serbarnir Sreten Djurovic og Sasa Komlenic, markvörður, léku síðari hálfleikinn með Keflavík en þeir eru til reynslu hjá liðinu í Danmörku.  GUNNAR Þór Gunnarsson, knattspyrnumaðurinn efnilegi hjá Fram, verður frá keppni næstu 8- 10 vikurnar vegna meiðsla, sam- kvæmt vef Fram, og verður því ekki leikfær fyrr en í lok júní. Gunnar Þór er 19 ára og lék 17 af 18 leikjum Safamýrarliðsins í úr- valsdeildinni í fyrra, alla í byrjun- arliði.  KJARTAN Henry Finnbogason, 17 ára unglingalandsliðsmaður, skoraði þrennu fyrir Íslandsmeist- ara KR sem unnu stórsigur á Grindavík, 6:1, í deildabikarnum í knattspyrnu í gærkvöld. Sigmund- ur Kristjánsson bætti við tveimur mörkum fyrir KR-inga. Leikið var á gervigrasvelli Leiknis í Efra- Breiðholti.  PÉTUR Hafliði Marteinsson lék allan leikinn með Hammarby sem sigraði Kalmar á útivelli, 2:1, í sænsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í gær. Hammarby komst með því í efri hluta deildarinnar en liðið hafði gert markalaus jafntefli í tveimur fyrstu leikjum sínum.  HELGI Kolviðsson lék síðustu 12 mínúturnar í venjulegum leiktíma og framlenginguna þegar Kärnten mætti Ried í 8-liða úrslitum aust- urrísku bikarkeppninnar í knatt- spyrnu í gærkvöld. Ried jafnaði, 2:2, í lok framlengingar og sigraði síðan í vítaspyrnukeppni.  GYLFI Gylfason skoraði fimm mörk fyrir Wilhelmshaven þegar liðið náði í eitt stig í heimsókn sinni til Minden, 25:25, í þýsku 1. deild- inni í handknattleik í gærkvöldi.  ÓLAFUR Sigurjónsson skoraði 9 mörk fyrir Tres de Mayo um helgina þegar liðið tapaði, 31:35, á heimavelli gegn Amenábar Za- rautz í spænsku 2. deildinni í hand- knattleik. Lið Ólafs og Hlyns Jó- hannessonar situr sem fastast á botni deildarinnar og verður nú að vinna þrjá síðustu leiki sína til að eiga möguleika á að forðast fall.  WATFORD nær gulltryggðu sæti sitt í ensku 1. deildinni í knatt- spyrnu í gærkvöld með því að sigra Millwall á útivelli, 2:1. Heiðar Helguson lék ekki með vegna meiðsla en Ray Lewington, knatt- spyrnustjóri Watford, sagði á vef félagsins í gær að hann vonaðist eftir Heiðari í næsta leik, gegn Norwich á laugardag. FÓLK Eiður Smári Guðjohnsen kom inní lið Chelsea að nýju en hann missti af leik liðsins gegn Everton síðasta laugardag vegna veikinda. Hann og Hernan Crespo léku í fremstu víglínu og Eiður Smári var mjög ógnandi allan tímann. Hann lagði upp jöfnunarmark Chelsea, 1:1, á 22. mínútu og var tvívegis nálægt því að skora í síðari hálfleiknum. Dado Prso kom Mónakó yfir á 16. mínútu en franska liðið varð fyrir miklu áfalli snemma í síðari hálfleik. Þá fékk gríski varnarmaðurinn Vas- ilis Zikos rauða spjaldið eftir við- skipti við Claude Makelele. Zikos ýtti á höfuð Frakkans, sem hafði klappað honum á kinnina, og Makel- ele féll með tilþrifum. „Skammarleg framkoma hjá Makelele,“ sagði fréttavefur BBC í umfjöllun sinni um leikinn í gærkvöld. Chelsea sótti stíft eftir þetta og Claudio Ranieri setti meiri þunga í sóknarleik sinn með því að senda Jimmy Floyd Hasselbaink til leiks en bæði Eiður og Crespo léku allan tímann. En Fernando Morientes skoraði glæsilegt mark eftir skyndi- sókn 13 mínútum fyrir leikslok, 2:1, og varamaðurinn Shabani Nonda skoraði þriðja markið rétt á eftir, með sinni fyrstu snertingu, nýkom- inn inn á sem varamaður. „Þetta eru stórkostleg úrslit, okk- ar menn voru frábærir. Þeir léku til sigurs með hjartanu og þurftu að grípa til krafta sem ég býst við að sumir vissu ekki að þeir byggju yfir. Það er virkilega gott að ná tveggja marka forskoti í svona viðureign, ég hefði verið fyllilega sáttur við eins marks sigur. Við eigum annan bar- daga fyrir höndum en mætum von- góðir til hans,“ sagði Didier Deschamps, þjálfari Mónakó og fyrrum leikmaður Chelsea. Tapið er mér að kenna Claudio Ranieri, knattspyrnu- stjóri Chelsea, tók á sig alla sök vegna ósigursins, en innáskiptingar hans í síðari hálfleik reyndust ekki vel. „Ég bætti við þriðja sóknar- manninum því ég vildi knýja fram sigur þar sem við vorum manni fleiri. En á síðasta stundarfjórðungnum misstum við þráðinn. Allir ætluðu að bjarga málunum, en reyndu of mikið sjálfir í stað þess að koma boltanum á sóknarmennina þrjá. En þetta er ekki þeirra sök, tapið er mér að kenna. Þessar breytingar áttu fullan rétt á sér, ég var viss um að þær myndu skila árangri, en þær gengu ekki upp,“ sagði Ranieri. Claude Makelele verður ekki með Chelsea í seinni leiknum þar sem hann tekur út bann vegna gulra spjalda. Þá má búast við því að Marcel Desailly, varnarmanninum reynda hjá Chelsea, verði refsað en hann sló Fernando Morientes án þess að dómarinn sæi atvikið. Reuters Hernan Crespo faðmar Eið Smára Guðjohnsen að sér eftir að Eiður Smári lagði upp jöfnunarmark Chelsea fyrir hann í Mónakó í gærkvöld. En það var skammvinn sæla því Mónakó sigraði, 3:1. Tíu Mónakómenn léku Chelsea grátt MÓNAKÓ stendur vel að vígi í undanúrslitum Meistaradeildar Evr- ópu í knattspyrnu eftir frækinn sigur á Chelsea, 3:1, í fyrri viðureign liðanna sem fram fór í furstadæminu í gærkvöld. Leikmenn Mónakó voru manni færri mestallan síðari hálfleik og áttu lengi í vök að verj- ast gegn enska liðinu en skoruðu síðan tvívegis á síðasta stundar- fjórðungnum. Liðin mætast aftur á Stamford Bridge í London 5. maí og þá þarf Chelsea að sigra með minnst tveggja marka mun til að komast í úrslitaleik keppninnar í Schalke í Þýskalandi 26. maí. THIERRY Henry, miðherji Arsen- al, er efstur á blaði í keppninni um Gullskóinn í Evrópu. Hann hefur skorað 29 mörk í 32 deildar- leikjum, eða fjórum meira en Brasilíumaðurinn Ailton hjá Werd- er Bremen í Þýskalandi og fimm meira en Ronaldo hjá Real Madrid. Leikmenn sem leika í deildar- keppni í Englandi, Frakklandi, Þýskalandi, á Ítalíu og Spáni fá tvö stig fyrir mörkin sem þeir skora. Henry skoraði fjögur mörk gegn Leeds sl. föstudag, en þá voru liðin 13 ár síðan leikmaður Arsenal skoraði fjögur mörk í leik í deild- arkeppninni – Ian Wright gegn Everton í desember 1991, 4:2. Henry varð einnig fyrsti leik- maðurinn til að skora þrennu í tveimur leikjum í röð síðan Doug Lishman vann það afrek í nóvem- ber 1951. Henry skoraði þrjú mörk gegn Liverpool í leiknum á undan Leeds. Hann hefur skorað 150 mörk og skaust upp fyrir John Radford, sem skoraði 149. Henry er í þriðja sæti yfir markahæstu leikmenn Arsenal. Fyrir ofan hann er Cliff Bastin, sem skoraði 178 mörk í 396 leikjum, og Ian Wright sem skor- aði 185 í 288 leikjum. Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, segir Henry, sem er aðeins 26 ára, besta knattspyrnu- mann heims og fullyrðir að hann eigi eftir að skora miklu fleiri mörk fyrir Arsenal. Henry hefur sett stefnuna á Gullskó Evrópu Öruggt á Old Trafford

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.