Morgunblaðið - 21.04.2004, Síða 49

Morgunblaðið - 21.04.2004, Síða 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 49 Til sölu er rekstur Cafe-Mörk á Akranesi. Vinsæll skemmtistaður að Skólabraut 14 í miðbæ Akraness, bar/dansstaður, góð velta og hægur vandi að auka hana með því að færa út kvíarnar. Mjög góð aðsókn, mikill uppgangur á svæðinu og góðir tímar í vændum. Til greina kemur að selja húsnæðið með rekstrinum. Hafið samband við og fáið nánari upplýsingar. RE/MAX Vesturlandi sími 431 3232, adolf@remax.is CAFE-MÖRK AKRANESI Adolf Ásgrímsson - sími 431 3232/860 6198 Netfang: adolf@remax.is Fasteignasala: RE/MAX Vesturlandi 6,3 milljón virkir dílar sem með fjórðu kynslóð Super CCD HR gefa allt að 12,3 milljón díla myndir! Með tilkomu nýs myndstýrikerfis sem byggir á sérhannaðri ASIC IC flögu þá er vélin u.þ.b. 1,3 sekúndur að verða tökuklár! Og hún þarf aðeins 1,1 sekúndu milli ljósmynda! Topp kvikmyndataka: 640x480 dílar, 30 rammar á sekúndu! Hæfilega lítil, 195gr. Fjöldi tökuhátta og möguleika. Vélinni fylgir lithium endurhleðslu rafhlaða, vagga, straumbreytir, minniskort, hugbúnaður og snúrur fyrir tölvu og sjónvarp. Verð kr. 69.900,- Skipholti 31, Reykjavík, s: 568 0450 ı Kaupvangsstræti 1, Akureyri, s: 461 2850 Myndsmiðjan Egilsstöðum ı Framköllunarþjónustan Borgarnesi ı Filmverk Selfossi Ný stafræn vél – Finepix F610 Taktu þátt í ferðaleik Fujifilm til 01. maí 04. Ferðavinningur að verðmæti kr. 250.000. HELDUR ÁFRAM! ÞRÓUNIN Bæklingur á www.fujifilm.is DE PALACE, Hafnarstræti Hljómsveitin Touch í kvöld klukkan 22.00. Aðgangur ókeypis. Nýleg sveit sem sem leikur frumsamda tónlist. FJÖRUKRÁIN Hilmar Sverrisson frá 23.00–3.00. GAUKUR Á STÖNG Sóldögg og Á móti sól með sameig- inlega sumargleði. GRAND ROKK Vax leika í kvöld klukkan 23.00. KAFFI KRÓKUR, SAUÐÁRKRÓKI Kung Fu spila. KLÚBBURINN Við GULLINBRÚ Sagaklass. KRINGLUKRÁIN Eyjólfur Kristjánsson og Íslands eina von. LEIKHÚSKJALLARINN Plötusnúðarnir Gullfoss og Geysir. PLAYERS, Kópavogi Milljónamæringarnir, Páll Óskar, Bogomil Font og Raggi Bjarna. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is DARRYL Hannah er komin í leit- irnar eftir nokkrar fjarvistir úr bitastæðum hlutverkum, og hvar skyldi hún stinga upp hrokknum glókollinum annars staðar en í hlut- verki drápskvendis – þar sem ferill- inn hófst. Elle Driver – eða Kaliforníski fjallasnákurinn eins og félagar hennar kalla hana (Hannah) – er einn fyrrum samstarfsmannanna í leigumorðingjagenginu DiVAS, sem Brúðurin (Uma Thurman) eltir uppi í öllum heimshornum til að drepa. Brúðurin á harma að hefna og er Elle næst á aftökulistanum en hefndargöngunni lýkur í öðrum og síðari hluta Bana Billa – Kill Bill Vol. 2. Líkt og bíógestir muna lauk fyrri hluta þessa ómótstæðilega ofbeld- isfarsa þar sem Brúðurin hefur veg- ið morðhundana O-Ren Ishii (Lucy Liu) og Vernitu Green (Viveca A. Fox), og þá eru þrír enn eftirlifandi á listanum: Elle, Budd (Michael Madsen), og rúsínan í pylsuend- anum, sjálfur Billi (David Carrad- ine), brúðguminn sem taldi sig hafa komið Brúðinni fyrir kattarnef á brúðkaupsdegi þeirra. Áður en sá válegi atburður gerðist, vann Di- VAS-hópurinn saman undir stjórn Billa. Brúðurin hefur enga hug- mynd um hvers vegna mannsefnið vildi hana feiga og samstarfsmenn hennar sviku hana. Hitt veit hún upp á hár að drápstólin verða ekki lögð á hilluna fyrr en hún hefur sent fjendur sína í snarkandi loga vítis. Í kvikmyndasögunni eiga háska- kvendi – femme fatale – sinn fasta sess en hafa sjaldan farið um í slík- um flokkum sem í tvíþáttungnum hans Quentins Tarantino. Mestur skaðræðisgripanna í Kill Bill er vissulega hin upprisna Brúður/ Svarta mamban, sem Uma Thur- man leikur ekki aðeins með svim- andi tilþrifum heldur skapaði hún persónuna í samvinnu við leikstjór- ann og handritshöfundinn Tar- antimo. Sem fyrr segir liggja O-Ren Ishii og Vernita Green þegar í valnum í Vol. 1., báðar eftirminnilegar í með- förum Liu og Fox. Morðkvendin í hópnum eru þrautþjálfuð í aust- urlenskum bardagaíþróttum, skot- fimi, skylmingum og þar fram eftir götunum og röðin komin að Hannah að sanna sig. Í byrjun var þess get- ið að leikkonan væri stödd við upp- haf ferils síns. Þótt ótrúlegt megi virðast er nánast aldarfjórðungur liðinn síðan þessi kattliðuga og glæsilega leikkona vakti heims- athygli sem Pris, hinn lífshættulegi róbot í kvenlíki í klassíkinni Blade Runner. Síðan hefur Hannah leikið í rösklega 50 myndum, flestum auð- gleymdum. Frammistaða hennar í hlutverki morðvargsins Elle Driver hefur potað leikkonunni aftur inn á beinu brautina. Hannah er með ein- ar þrjár myndir í takinu í dag, fer m.a. með hlutverk í Silver City (‘05), nýjasta verki Johns Sayles. Hættulegar konur kvikmyndanna þurfa ekkert nauðsynlega að kunna austurlenskar bardagaíþróttir eða meðhöndla byssur. Flestar láta kynþokkann og auðsveipa karlmenn vinna fyrir sig skítverkin. Slíkar sómakonur þekkjum við hvað best úr rökkurmyndunum góðu (film noir). Í þennan hóp flokkast einnig hin háhælaða og reykspúandi Breið- holts- Betty, sem rithöfundurinn Arnaldur Indriðason yrkir um í samnefndri metsölubók. Ein minnisstæðasta femme fatale kvikmyndasögunnar er Phyllis Dietrichson, sem Barbara Stanwyck túlkar gjörsamlega óaðfinnanlega í klassíkinni Double Indemnity eftir Billy Wilder. Byggð á skáldsögu James M. Caine um íðilfagra og út- smogna tæfu sem platar bláeygan tryggingasölumann sér til aðstoðar að losna við roskinn og vellauðugan eiginmann. Að launum býðst kóngs- ríkið og prinsessan. Caine er hins- vegar ekkert á því að láta slíkar áætlanir ganga upp. Annað ógleymanlegt uppáhald í þessum vafasama selskap er Bridget/Wedy, sem Linda Fior- entina holdi klæðir af óskamm- feilnum kynþokka í hinni bráð- snjöllu The Last Seduction eftir John Dahl. Bridget þráir auð og munað og etur saman körlunum í lífi sínu til að sitja ein að fúlgunni. Kathleen Turner leikur svellandi tálkvendi í nokkrum frábærum myndum. Standa fáar henni á sporði við að gera karlpening örvita af frygð og algjörum fíflum. Fyrst og fremst smábæjar- löggepilinn William Hurt í Body Heat (‘81). Þá ljáir hún teiknifígúrunni og glamor- gellunni Jessicu Rabbit rödd sína í Hver skellti skuldinni á Kalla kan- ínu? – Who Framed Roger Rabbitt? Eftirlætiseintökin í þessu vara- sama samfélagi kvendjöfla eru vita- skuld Jennifer Tilly og Gina Gershon, sjóðbullandi heitar og tví- kynhneigðar elskur sem gefa karlrembum langt nef. Ræna þá og drepa af meðfæddum yndisþokka sem setur allt af stað í Bound, óvið- jafnanlegu byrjendaverki Wach- owski-bræðra. Hannah og hin háskakvendin ÞRÁTT fyrir margar óánægju- raddir yfir þeirri ákvörðun að kljúfa Bana Billa – Kill Bill í tvennt, Volume 1. og Volume 2., fékk fyrri myndin frábærar við- tökur hjá almenningi og jafnvel enn rausnarlegri hjá gagnrýn- endum sem almennt hófu hana til skýjanna. Tuðarar skáru sig úr og urðu hjáróma því Tarantino geyst- ist fram á tjaldið fullur af filmræn- um fítonsanda sem minnir á hans bestu verk. Rýnar og aðdáendur leikstjórans hafa því beðið með óþreyju eftir seinni hlutanum (Vol.2.), og í stuttu máli hafa dómarnir nánast allir verið á einn veg vestanhafs, þar sem sýningar hófust sl. föstu- dag – óslitin sigurganga. Nokkrar vefsíður taka saman dóma kvikmyndagagnrýnenda vítt og breitt og gefa síðan myndum meðaltalseinkunn samkvæmt nið- urstöðunni. Tvær þær vinsælustu, Metacritic og Rotten Tomatoes, eru því e.k. loftvog sem segir til um hvaða hug margir og misjafnir gagnrýnendur bera til myndanna. Niðurstöðurnar eru nánast eins hvað seinni myndina varðar, enda gagnrýnendakjarninn svipaður. Þriðja vefsíðan, IMDb, birtir hins vegar dóma notenda sinna þannig að heildarmyndin liggur ljós fyrir ef maður skoðar niðurstöðurnar þrjár. Almenningur og gagnrýn- endur hafa þetta að segja um myndirnar (19.4.):  IMDb - M.C. - R.T = Meðaltal: Vol. 1. 8,3 - 68 - 84 = 7,8 Vol 2. 8,5 - 80 - 87 = 8,4 Þá höfum við það, vísindin hafa talað: Framhaldsmyndin er sig- urvegari á öllum vígstöðvum og meðaleinkunnin miklum mun betri en hjá fyrirrennaranum. Það kæmi ekki á óvart þótt Vol. 2. hirti nokk- ur óskarsverðlaun að ári, líkt og framhaldsmyndin Hilmir snýr heim. Vol. 1. var hunsuð við ósk- arsverðlaunatilnefninguna í ár; nú má búast við að Akademían bæti ráð sitt og heiðri Tarantino, Thur- man, listræna stjórnendur, sviðs- og búningahönnuði og sjálfsagt nokkra til viðbótar með tilnefn- ingum, a.m.k. Og þá eru eftir þrír LITLU munaði að íslenska brennivínið yrði í stóru hlut- verki í seinni Kill Bill-mynd- inni. Þannig er að Heba Þóris- dóttir, sem var förðunarmeist- ari myndanna beggja, gaf vini sínum Quentin Tarantino flösku af Black Death, sem er alþjóðlega útgáfan af brenni- víninu. Tarantino gæddi sér á inni- haldinu ásamt einum leikara myndarinnar, Michael Mad- sen, á góðum degi áður en tök- ur hófust og líkaði það vel. Þar sem persónan sem Madsen leikur í myndinni, Böddi bróð- ir Billa, er ansi gefin fyrir sop- ann, ákváðu þeir því í samein- ingu, Tarantino og Madsen, að Böddi myndi velja að drekka „Icelandic schnapps“ í mynd- inni. Í myndinni á líka að sjást í flösku með hauskúpunni frægu, vörumerki Svarta- dauða. Hins vegar var klippt í burtu á síðustu stundu sam- ræða milli Bödda og kvendjöf- ulsins Elle Driver (Darryl Hannah) þar sem hann mærir þennan „íslenska snafs“. Heba gaf Tarantino flösku af hinu eiginlega íslenska brennivíni en hann kaus að nota Svartadauðann, náttúr- lega vegna þess að honum þótti hauskúpan svo flott. Þessi umrædda lofræða Tar- antinos um íslenska brennivín- ið skilaði sér því ekki á end- anum en fastlega má búast við því að hún verði á endanum gerð opinber í einhverri lengri mynddiskaútgáfu af myndinni. Svarti- dauði klipptur út Bana Billa 2 - Kill Bill vol 2 hefur göngu sína í Smárabíói og Regn- boganum í dag Leikstjóri: Quentin Tarantino Aðalleikarar: Uma Thurman, David Carradine, Michael Mad- sen, Daryl Hannah. saebjorn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.