Morgunblaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Blue – Guilty Það er ekki hægt að segja að hinir bresku Blue-drengir geri stráka- bandalistinni mikinn greiða. Ímynd skiptir mjög miklu máli í þessum geira tón- listarinnar og ekki er Blue að dansa í þeim efnum. Þeir eru eins og hálf- vitar framan á plöt- unni, líta út fyrir að vera 35 ára en er síðan stillt upp sem sautján ára gúmmígæjum. Alveg hræðilega klobbalegt. Guilty er önnur plata Blue og er ger- sneydd öllu sem hægt er að kalla sjarmerandi, melódískt eða gríp- andi. Stýrið fram hjá þessari og leggið ykkur frekar eftir Westlife, NSYNC eða bara meisturunum sjálfum, Take That. Guilty er ömurlegt drasl. Leggið þessa sveit niður sem fyrst!  Courtney Love – America’s Sweetheart Þessi plata er ekki alslæm en samt er vart hægt að mæla með henni. Það örlar á sprettum, sérstaklega í upphafi, en þegar komið er fram í síð- ari hálfleik er bens- ínið búið. Sum lög- in eru meira að segja til hreinnar skammar, sér- staklega þegar litið er til fyrri afreka Love með hinni mjög svo góðu rokksveit, Hole. Biðin eftir þessari plötu hefurverið löng og vonbrigðin því þó nokkur. Love greyið er í tómu rugli þessa dagana og einkalífið í rúst. Vonandi nær hún að rífa sig upp úr þessu sem fyrst því hér er sorgleg hæfileika- sóun í gangi.  Erlendar plötur Arnar Eggert Thoroddsen T Í M I samanstendur af þeim Alex MacNeil, Birgi Erni Thoroddsen og Birgi Erni Steinarssyni. Tími er meira vettvangur en eiginlegt fyrirtæki eða samtök en þeir félagar segja blaðamanni að þeir hafi stofnað með sér þennan „hlut“ í þeim til- gangi að veita í gegnum hann hinum ýmsu hugð- arefnum sínum sem snúa að tímatengdum listum, og þá í sem víðustum skilningi. Tímalistir (e. „time based art“) eru allar þær listir sem gerast á tilteknu og afmörkuðu tímabili; s.s. tónlist, myndbandalist eða kvikmyndir (öfugt við þetta væru t.d. málverk). Þremenningarnir eru allir starfandi tónlist- armenn/listamenn. Alex er í Kimono, Birgir Örn Steinarsson eða Biggi er í Maus og Birgir Örn Thoroddsen eða Bibbi rekur einsmannssveitina Curver, er í Ghostigital ásamt Einari Erni Bene- diktssyni auk þess að vera mikilvirkur upp- tökustjóri. Þeir félagar kynntust við upptökur á fyrstu plötu Kimono, Mineur-Aggressif, sem út kom síðasta haust. Þar sáu Bibbi og Biggi um upptökur og tókst góður vinskapur með þeim og Alex. Í kjölfarið ákváðu þeir að sameina hljóðverin sín, en Alex og Biggi höfðu verið að reka hljóðverið The Office og Bibbi hafði um langa hríð verið með eigið hljóðver, Stúdíó Rusl. Í kjölfarið kviknaði sú hugmynd að búa til einhvers konar félag, sem væri einhvers konar regnhlíf yfir hljóðver, framleiðslufyrirtæki, útgáfufyrirtæki, tónleikahald og svo framvegis. „Hugmyndin er semsagt að þetta sé ákveðinn farvegur fyrir það sem okkur langar til að gera,“ segir Bibbi. Tími hefur t.d. haldið nokkra tónleika (stóð m.a. að sólótónleikum Lowliðans Alan Sparhawk síðasta haust) og stofnendurnir vinna í nýja hljóðverinu sínu að eigin efni og annarra. Tímakvöldin Þeir Tímamenn eru nú búnir að skipuleggja röð kvölda sem eru einskonar sambland af fyr- irlestrum, umræðukvöldum og tónlistarhlustun. Daníel Þorsteinsson, trymbill Maus og óhikað fremsti Beach Boys fræðingur landsins, ríður á vaðið í kvöld með því að ræða um Brian Wilson, höf- uðsnilling Beach Boys og framlag hans til popp- tónlistarsögunnar, ásamt því að spila hljóðdæmi. Þetta Beach Boys kvöld er „hlustunarkvöld“ en um þrjár gerðir kvölda er að ræða; en auk þessara kvölda eru kvikmyndasýningar („Tímabíó“) og fyr- irlestrar. Á meðal viðfangsefna eru þrjú hlust- unarkvöld þar sem hljómsveitirnar The Cure, Nurse With Wound og tónlistarformið „alt- country“ verður tekið fyrir; einnig fyrirlestrar um eðli hljóðs og myndbandalist og þá verður sýning á heimildarmynd um plötuklór („scratch“) þar sem plötusnúðurinn Gísli Galdur mun halda stutta tölu. Fyrirlestrarnir eru í höndum Tímamanna sjálfra og svo fagmanna eftir aðstæðum og efnum. Kvöldin fara fram í fundarherbergi Klink og Bank (Brautarholti 1) og eru á miðvikudags- kvöldum á milli klukkan 21 og 23. Kvöldin verða auglýst nánar með veggspjöldum. Strákarnir segja að með þessum kvöldum sé ein- faldlega verið að ramma inn hlut sem á sér venju- legast stað í partíum eða á öldurhúsum. Þ.e. um- ræður um tónlist. Og alltaf séu einhverjir sem vilji pæla lengra og meira og kynna sér eitthvað nýtt. „Litlar plötubúðir hafa t.d. verið að leggjast af, en þar fara oft fram lifandi og upplýsandi umræður um tónlist,“ segir Alex. „Þetta er hugsað sem vett- vangur til að halda þessu upplýsingaflæði gang- andi.“ Strákarnir blása á það að hér sé verið að taka hlutina of alvarlega. „List er alvörumál,“ segir Bibbi og kímir. „Þessi kvöld eru líka sérstaklega gott tækifæri fyrir fólk að kynna sér eitthvað sem það vissi ekkert um áður. Það verður ekki grafalvarlegt form á þessu og þetta á alls ekki að vera lokaður sauma- klúbbur. Þeir sem t.d. héldu að Beach Boys væru bara einhverjar dúkkur í stuttbuxum koma út fróð- ari eftir kvöldið í kvöld.“ Framundan Annað sem framundan er hjá Tíma er að Alex fer í hljóðver í dag með harðkjarnasveitinni I Adapt að taka upp nýtt efni en einnig er ný plata með Kim- ono í burðarliðnum. Biggi er að taka upp plötu með Lokbrá og einnig ætla Dáðadrengir að fara að kíkja í hljóðver bráðlega. Á útgáfusviðinu er áætlað að gefa út eitthvað af þeim tónleikum sem Tími hefur staðið að. Hvað tón- leikahald varðar mun Tími skipuleggja stóra tón- leika í Klink og Bank í sumar og einnig er von á raf- tónlistarmanninum Console (Martin Gretschmann úr The Notwist) á næstunni. T í m i stendur fyrir Tímakvöldum í Klink og Bank Morgunblaðið/Emilía Tímamenn: Alex MacNeil, Birgir Örn Thoroddsen og Birgir Örn Steinarsson. Fyrsta Tímakvöldið, þar sem Daníel Þor- steinsson ræðir um Beach Boys, er í kvöld eins og áður segir og hefst það klukkan 21. Aðgangur er ókeypis. Orð í Tíma töluð Viggo Mortensen í magnaðri ævintýramynd byggð á sannri sögu! i í i i i ! Enginn trúir því að hann muni lifa af þetta villta og seiðandi ferðalag. i i í i lif f ill i i f l . Það vilja allir vera hún, en hún vil vera „frjáls“ eins og allir aðrir. Sprenghlægileg rómantísk gamanmynd um forsetadóttur í ævintýraleit!  Kvikmyndir.is FJÖLSKYLDU DAGAR KR . 200 Í B ÍÓ 22 - 25 APRÍL Á VALDAR MYNDIR BROTHEAR BER • AKUREYRI Sýnd kl. 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6, 8 og 10.. B.i.12 ára KRINGLAN Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 6 OG 8. Hann mun gera allt til að verða þú! Hágæða spennutryllir með Angelinu Jolie, Ethan Hawke og Kiefer Sutherland í aðalhlutverki. Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16. Forsýning kl. 8.30. Sýnd kl. 10. B.i. 16. Sýnd kl. 5.40 og 8. Enginn trúir því að hann muni lifa af þetta villta og seiðandi ferðalag. Viggo Mortensen í magnaðri ævintýramynd byggð á sannri sögu! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 ára. „Stórkostlegt kvikmyndaverk“ HL. MBL  SV. MBL  Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6. Með ísl taliSýnd kl. 10.30. Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 6 og 10 Ævintýrahópurinn Ráðgáta hf er mætt aftur til að leysa hin undarlegustu mál eins og þeim einum er lagið! Forsýning VG. DVÓHT Rás 2 „Frábærar reiðsenur, slagsmálatriði, geggjaðir búningar og vel útfærðar tæknibrellur“ Fréttablaðið i , l l i i, j i i l f i ll l i F r u m s ý n d e f t i r 1 6 d a g a Fyrsta stórmynd sumarssins FJÖLSKYLDUDAGAR 22 - 25 APRÍL KR. 200 Á VALDAR MYNDIR LOONEY TUNES • Ástríkur 2 •BROTHER BEAR Valin besta breska myndin á BAFTA verÐlaunahátíÐinni Í SNERTINGU VIÐTÓMIÐ SÖNN SAGA FrÁ ÓskarsverÐlaunahafanum Kevin MacDonald
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.