Morgunblaðið - 21.04.2004, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2004 53
Á TVENNT er hægt að treysta í
þessum heimi, að fína og fræga
fólkinu er fyrirmunað að vera við
eina fjölina fellt þegar kemur að
ástarlífinu og að David Beckham
skiptir reglulega um klippingu
þannig að eftir sé tekið.
Og ljósmyndarar tóku svo sann-
arlega eftir því 19. apríl síðastliðinn
þegar Beckham-hjónin mættu til
einkasamkvæmis hjá fyrrum um-
boðsmanni Victoriu og Idol-mógúl
Simon Fuller sem haldið var í The
Royal Albert Hall í Lundúnum. Til-
efnið var að fyrirtæki Fullers, 19
Management, hefur verið 19 ár í
bransanum en á þeim tíma hefur
Fuller skapað m.a. Spice Girls, sem
Victoria var hluti af , S Club 7 og
Idol-stjörnuleitarþættina vinsælu.
Þar tók Victoria líka lagið.
En ljósmyndarar og blaðasnápar
voru með hugann við allt annað en
annars merkilegan áfanga í lífi
Fullers – nefnilega nýju klipp-
inguna hjá Beckham en hann er,
eins og sjá má á myndinni, búinn að
láta skera hár sitt svo um munar.
Aftur orðinn krúnurakaður. Sitt
sýnist hverjum um þá ákvörðun,
eins og flestar aðrar sem Beckham
blessaður tekur utan fótboltavall-
arins.
En má það vera að tilgangurinn
með þessari róttæku og skyndilegu
útlitsbreytingu sé örvæntingarfull
tilraun til að beina athyglinni frá
öðrum og miður skemmtilegri mál-
um sem blaðamenn hafa verið upp-
teknir af síðustu daga? Örugglega.
Yfirlýst ástæða fyrir útlitsbreyt-
ingunni ku þó vera sólgleraugna-
auglýsing sem hann á að leika í í
næstu viku.
Beckham skiptir um
ham – enn og aftur
AP
Maður margra hárgreiðslna. David Beckham hefur verið duglegri en flestir við að skipta um hárstíl enda verið tilraunadýr
hjá systur sinni hárgreiðslukonunni frá unglingsaldri. AP
Krúnurakaður koss: Beck-
ham-hjónunum virtist
mikið í mun að sýna öllum
hversu hamingjusamlega
gift þau eru þegar þau
mættu til einkasamkvæm-
isins á mánudag.
Hágæða
spennutryllir með
Angelinu Jolie,
Ethan Hawke og
Kiefer Sutherland
í aðalhlutverki.
SV. MBL
Án efa einn besti
spennuhrollur sem sést hefur í
bíó.
„The Dawn of the Dead“ er
hressandi hryllingur, sannkölluð
himnasending.
Þá er húmorinn aldrei langt undan.
Semsagt, eðalstöff. ”
Þ.Þ. Fréttablaðið.
Stranglega bönnuð
innan 16 ára.
Það vilja allir vera hún, en hún vil vera „frjáls“
eins og allir aðrir.
Sprenghlægileg rómantísk gamanmynd um
forsetadóttur í ævintýraleit!
Ævintýrahópurinn Ráðgáta hf er mætt
aftur til að leysa hin undarlegustu mál
eins og þeim einum er lagið!
SV. MBL
VE. DV
Ekki
eiga við
hattinn
hans
FJÖLSKYLDU DAGAR KR . 200 Í B ÍÓ 22 - 25 APRÍL
Á VALDAR MYNDIR DREKA FJÖLL • CAT IN THE HAT • HJÁLP ÉG ER FISKUR • LOONEY TUNES • THE HAUNTED MANSION
F r u m s ý n d e f t i r 1 6 d a g a
Fyrsta stórmynd sumarssins
Kötturinnmeð hattinn
Rafmagnaður
erótískur tryllir B.i. 16 ára
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 6 og 10. B.i.16 ára
ÁLFABAKKI
Kl. 4, 6, 8 og 10.15.
KRINGLAN
Sýnd kl. 10.15. B.i. 16 ára.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl.4. Ísl texti
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4. Ísl tal.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i 16
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8.
AKUREYRI
Sýnd kl. 10.
AKUREYRI
Sýnd kl. 8.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 10.
KRINGLAN
Sýnd kl. 10.15.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8, og 10.45.
AKUREYRI
Sýnd kl. 6 og 8
AKUREYRI
Kl. 6. Með ísl tali
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4 og 6. Með ísl tali
KRINGLAN
Sýnd kl. 6 og 8. Með ensku tali / Sýnd kl. 6. Með ísl tali
FORSÝNING
KRINGLAN
FORSÝNING KL. 8. B.i. 12 ára.