Pressan - 08.12.1988, Page 6
HENGNGARNAR
Brot úr œviminningum Leifs Mullers, sem var sendur í
útrýmingarbúðir í Þýskalandi fyrir það eitt að hafa
œtlað heim til íslands.
Olýsanleg grimmd, þjáningar, miskunn
arleysi og mannleg niðurlæging urðu
hlutskipti Leifs og særðu hann þeim sár
um, sem aldrei greru og aldrei gátu
nriíih
Nýverið sencli bókaúlgáfan
Iðunn frá sér æviminningar
Leifs Mullers — Islendingsins,
sem varð á ungaaldri fyrir þeirri
hrœðilegu lífsreynslu að lenda I
fangabúðum I Þýskalandi.
PRESSAN fékk leyfi útgefanda
til að birta stuttan kafla lír bók-
inni, Býr Islendingur hér?, sem
Garðar Sverrisson skráði.
„Þriðju jólin mín hjá nasist-
um var ég alveg orðinn sljór
gagnvart ofbeldinu. Ég leit bara
á Þjóðverjana eins og hverja
aðra plágu sem legði menn að
velli eftir eigin lögmálum. Til-
finningadoðinn var ekkert sér-
kenni á mér. Þvert á móti var ég
lengur en margur annar að laga
mig að aðstæðunum. Auk þess
óttaðist ég enn dauðann, en það
var tilfinning sem margir voru
búnir að glata — ótrúlega marg-
ir.
í Sachsenhausen vorum við
skikkaðir til að fylgjast með af-
tökum félaga okkar. Þegar
dauðadæmdur fangi var leiddur
undir gálgann urðum við að
taka ofan og horfa á hann.
Þessir menn, sem ýmist höfðu
gert tilraun til flótta eða stolið
sér til matar, sýndu aldrei nein
inerki ótta eða geðshræringar.
Undantekningarlaust tóku þeir
örlögum sínum með æðruleysi
og ískaldri ró. SS lét fangana
hengja hver annan og voru það
þung spor fyrir þá sem þurftu
að ganga til þeirra verka. Þegar
þeir höfðu brugðið snörunni urn
háls félaga sinna var Iesin upp
tilkynning þar sem fram kom
fyrir hvað fanginn skyldi tekinn
af lífi. Að því búnu var annar
fangi Iátinn sparka standslánni
undan þeim dauðadæmda. Á
kveðjustundinni*hrópuðu menn
stundum hvatningarorð til okkar
sem stóðum og fylgdumst með.
Þeir báðu okkur að gefast ekki
upp, hrópuðu: „Leb wohl
Kammeraten!“ Síðan var slánni
sparkað.
Um leið og snaran hertist um
háls fangans hóf lúðrasveit stað-
arins að leika létt göngulög.
Leifur með Birnu, eiginkonu
sinni, og börnunum Björgu,
Mariu, Stefaníu, Leifi og Sveini.
Þegar fyrstu tónarnir bárust
vorum við reknir af stað og
látnir marséra framhjá gálgan-
urn. Um leið og við fórurn hjá
áttum við að horfa á líkið sent
hékk í snörunni. Ég horfði án
þess að sjá — hlustaði bara á
hljómlistina.
Hengingarnar voru alveg
hættar að koma við mig. Þegar
við stóðum á vellinum og biðum
þess að einhver yrði hengdur
vonaði ég bara að þeir drifu í
þessu svo viö kæmumst sem
fyrst inn í bragga. Áður en
þangað kæmi hlakkaði ég þó til
að heyra í lúðrasveitinni. Satt að
segja beið ég spenntur eftir að
heyra marsinn sem leikinn yrði
þegar aftökunni lyki. í allri
eymdinni var hljómlistin eins og
deyfilyf sem fékk mig til að
gleyma stund og stað. Ég naut
hennar og sá enga ástæðu til
annars þótt tilefnið væri eins
dapurlegt og hugsast gat. En
þarna var lífið allt svo ömurlegt
að það var engum til góðs að
neita sér um þá tilbreytingu sem
tónlistin var. Núna fara þó um
mig svolítið blendnar tilfinning-
ar þegar ég heyri göngumarsa,
til dæmis sautjánda júní og á
sumardaginn fyrsta. Þótt ekki sé
um sömu lögin að ræða þá vek-
ur stemmningin upp gamlar til-
finningar — ljúfsárar.
í fangabúðunum urðum við
að gera það besta úr hlutunum
og haga okkur á allan hátt eins
og við héldum að SS vildi að við
gerðum. En jafnvel þótt menn
væru allir af vilja gerðir gátu
þeir ekki siglt framhjá hverju
einasta skeri. Hjá SS var það
regla að hverjum þeim varð-
manni sem tókst að handsama
eða skjóta fanga á flótta var
gefið þriggja daga frí. Ekki voru
það þó alltaf raunverulegár
flóttatilraunir sent þeir kontu
upp um. Ef enginn reyndi að
flýja þá settu þeir bara flótta á
svið. Ein aðferðin var að taka
húfuna af einhverjum fanga og
kasta henni út fyrir svæðið sem
vinnuflokkur hans átti að vera
á. Þegar fanginn fór síðan að
sækja húfuna biðu þeir þar til
hann var kominn alla leið og
skutu hann þá í bakið. Önnur
aðferð sent mun erfiðara var að
sjá við fólst í að láta fanga
sækja eitthvað lauslegt í skógar-
jaðrinum, eitthvað sem engin
þörf var á. Maður á leið burt
frá vinnuflokki sínum að tilefn-
islausu hlaut að vera á flótta.
Einn daginn gerðist það að
fangi neitaði að æða svona er-
indisleysu að skógarjaðrinum —
vissi til hvers leikurinn var gerð-
ur. Hann var þá skotinn um-
svifalaust fyrir að óhlýðnast fyr-
irmælum.
Þegar ég fór frá Grini bað ég
Guð um að hjálpa mér. Þá átti
ég enn eftir svolítið af barnatrú
minni. Nú er hún horfin. Löngu
horfin. í Sachsenhausen var
ekkert sem minnti mig á almátt-
ugan Guð. Ef liann var til þá
var hann einhvers staðar annars
staðar — einhvers staðar langt í
burtu. Hjá okkur var lífið að-
eins hrár og kaldur raunveru-
leiki. Hver dagur var enn frekari
staðfesting á þessum raunveru-
leika, þeirri staðreynd að þarna
gátum við ekki treyst á neitt
nema okkur sjálfa. Sá sem ætl-
aði að lifa varð að halda ró
sinni og hlýða skilyrðislaust eins
og skepna. Hver dagur var eins
og nýtt verkefni sem fyrir okkur
var lagt. Til að leysa það urðum
við að leggja kalt mat á kring-
umstæður okkar hverju sinni.
Mér fannst auðveldara að ná
áttum eftir að ég lagði til hliðar
þá trú að til væri algóður Guð
sem vekti yfir hverju fótmáli
mínu. Þegar ég leit í kringum
mig, leit á ungu drengina sem
voru að hrynja niður úr þrælk-
un, fannst mér hugmyndin um
almáttugan Guð hrein vitfirring.
Langflestir brugðust við á svip-
aðan hátt og ég, hættu smám
saman að bíða eftir því að Guð
kæmi og hjálpaði okkur. Allan
þann tíma sem ég var í Sachsen-
hausen hitti ég aðeins einn
mann sem hélt fast í trú sína.
Þetta var strákur á mínum aldri,
norskur, vandaður og mjög til-
finninganæmur. Fyrstu dagana
reyndi hann að finna trúarlega
skýringu á harðræðinu sem við
urðunt að þola. Með tilvitnun í
Biblíuna setti hann fram ein-
hverja skýringu sem ég ntan
ekki lengur hver var. En þegar
hann kynntist betur hryllingnum
í kringum sig fór hann að efast
urn nálægð Guðs. í stað þess að
taka því sem að höndum bar var
hann sífellt að ásaka Guð, ásaka
hann fyrir að grípa ekki í taum-
ana. Það var sorglegt hlutskipti.
Á síðustu árum hef ég tekið
upp svolítið samband við gömlu
félagana mína frá Sachsenhaus-
en. Okkur ber öllum saman um
að lífið í búðunum hafi gert
okkur að meiri raunsæismönn-
Dr. E. Holzlöhner, prófessor i
læknisfræði við háskólann i
Kiel, og dr. Sigmund Rascher
sjást hér ásamt fanga, sem þeir
láta iiggja i isvatni til að geta
kannað kuldaþolið.
um. Eins og ég hafa þeir furðað
sig á ýmsum þeim bókum og
kvikmyndum sem gerðar hafa
verið um lífið í fangabúðum
nasista
— frásögnum af fólki sem vakn-
aði til vitundar um nálægð
Guðs og hugsaði mest um örlög
samfanga sinna, fólki sem lifði
samkvæmt kenningum og hug-
sjónum, hélt stolti sínu og reisn
í stað þess að laga sig að að-
stæðum. Svona sögur geta vafa-
laust verið heillandi en þær auð-
velda engum skilning á fanga-
búðum nasista. Andrúmsloftið
þar var allt öðruvísi. Hugsanir
okkar voru ekki svona háleitar.
Þetta var allt hrárra — miklu
hrárra. Við vorum eins og
skepnur, lifðum eins og skepnur
og hlýddum eins og skepnur.
Öðruvísi værum við ekki til frá-
sagnar. Því miður.
Ég mun aldrei geta lýst því
með orðum hvernig andrúmsloft
dauðans setti mark sitt á allt líf-
ið í Sachsenhausen. Surnir hlutir
voru þar sjaldan eða aldrei
ræddir. Einn þeirra var reykur-
inn sent dag eftir dag lá eins og
ský yfir búðunum. Lyktin af
honum var sætkennd og væmin,
ekki beinlínis vond en ntjög
þrúgandi. Hún var þrúgandi
vegna þess að þetta var brælan
af líkum féiaga okkar. Frá lik-
brennslunni dróst reykurinn oft
eins og slæða eftir jörðinni.
Ónotalegast var þetta þegar við
vorum í liðskönnun og þurftum
að anda að okkur reyknum. Þá
fann ég mest fyrir því hverskon-
ar staður Sachsenhausen var í
raun og veru. Það var lamandi
tilfinning. Þessi eilífa bræla
minnti okkur stöðugt á nálægð
dauðans. Enginn sagði þó neitt.
Það var ekkert hægt að
segja.“ ■