Pressan


Pressan - 08.12.1988, Qupperneq 8

Pressan - 08.12.1988, Qupperneq 8
8 Fifrimtudagur 8. desember 1988 BBIBiWilBÍl«1— PRESSAN VIKUBLAÐ Á FIMMTUDÖGUM Útgefandi Blað hf. Framkvæmdastjóri Hákon Hákonar.son Ritstjóri Jónína Leósdóttir Fréttastjóri Ómar Friðriksson Auglýsingastjóri Hinrik Gunnar Hilmarsson Ritstjórn skrifstofur: Ármúla 38, sími: 68 18 66. Auglýsingasimi: 68 18 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 38, sími 68 18 66. Setning og umbrot: Filmurog prent. Prentun: Blaöaprent hf. Áskriftargjald: 400 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðu- blaðið: 800 kr. á mánuði. Verð í lausasölu: 100 kr. eintakiö. Á röngu róli Það er sorglegt hve fáir gefa verulega dýrmætar jóla- gjafir. Kannski dýrar, en ekki dýrmætar! Þetta tvennt fer nefnilega ekki endilega saman. Ef til vill sjaldnast. Eiginlega vitum við þetta öll. Við vitum mætavel að það er ekki verðmiðinn á gjöfinni, sem skiptir máli, heldur hugsunin á bakvið hana. Þetta er m.a.s. svo margtuggið að setningin er orðin að ofnotaðri klisju. En okkur virðist, þrátt fyrir það, algjörlega fyrirmunað að fara eftir henni. Við hömumst við að vinna — dagvinnu, eftirvinnu, helgarvinnu og aukavinnu — til þess að geta staðið undir jólaútgjöldunum með sóma, gefið sem glæsileg- astar gjafir og borðað sem bestan mat. Þó er þetta lík- lega sá versti jólaundirbúningur, sem hægt er að hugsa sér. Hann verður til þess að við missum allt verðmæta- mat í frumskógi efnishyggjunnar. En það er ekki bara verið að græða peninga fyrir jólin. Það fer líka dágóður tími í að eyða þeim. Jólaföt, jólagjafir, jólamatur, jólatré, jólaskraut. Allt kostar þetta sitt, bæði í fé og tíma. Og síðan er það baksturinn, laufabrauðið, hreingerningin, jólakortin og annað, sem menn sinna að loknum löngum vinnudegi. Þetta krefst þeirra klukkustunda og þeirrar orku, sem eftir er. Fólk kemst hreinlega ekki yfir meira í þessum annasama mánuði. Það grátlega við þetta allt saman er hins vegar sú stað- reynd, að líklega erum við flest á röngu róli í desember. Stundum er sagt að tíminn sé peningar. Þegar menn nota þá líkingu eiga þeir við fjármuni, en tíminn er einnig verðmætur í öðrum skilningi en beinhörðum seðlum. Hann er auðlind, sem hverju og einu okkar er gefin til að nýta sem best. En um magnið, sem við höfum úr að moða, vitum við ekkert. Á ég fjölda ára eftir eða gengur forðinn minn til þurrðar eftir nokkrar klukku- stundir? Því getur enginn svarað. Samt látum við eins og við höfum allan heimsins tíma fyrir okkur. „Eyðum“ honum í fánýta hluti í fáránlegri afneitun þess að fyrr eða síðar verður skammturinn okkar upp urinn. Og þá verður of seint að sjá að sér. Ef við leyfum okkur þann munað að staldra við eitt andartak í kapphlaupinu vitum við nefnilega flest hvað það er, sem mestu máli skiptir í lífinu. Og það er svo sannarlega ekki rándýrt jólaglingur. Við vitum líka hvernig við ættum að hegða okkur — bæði í yfirstand- andi jólamánuði og á öðrum árstímum. Því öll þekkjum við fólk, börn og fullorðna, sem við vildum geta gefið meira af tíma okkar, sjálfum okkur og þeiin til gleði og lífsfyllingar. Einstaklinga, sem þætti mun vænna um að fá heimsókn (eða vera boðið í heimsókn, bíltúr eða leik- húsferð) en að láta fleygja inn til sín pakka á Þorláks- messu. Fólk, sem þarfnast félagsskapar, athygli og hlýju, en ekki enn einnar postulínsstyttu, slæðu eða ilm- vatns. Við vitum þetta öll. En hvers vegna breytum við þá ekki samkvæmt því? Hjá skömmtimarvaldmii „Nú er komið að okkur góði!“ hin pressan „Mikið væri gaman að geta sungið í Morgunblaðiö." — Þorsteinn Gylfason í grein i Morg- unblaðinu. „Hún hleypur eitthvaö á sig blessunin." — Daviö Oddsson . borgarstjóri um Guðrúnu Helgadóttur, forseta samein- aðs þings, vegna bilastæða Alþingis. „Þetta á ekki aö vera svona, en það má vel vera aö einn og einn biti af ööru kjöti flækist meö í hakkavélina. Annars held ég aö þetta hljóti bara aö vera einhver vitleysa." — Óli J. Kristjánsson, kjötiðnaðar- maður i Kostakaup, i samtali við Tímann eftir að svina- og kindakjöt fannst í „nautahakki" verslunarinnar. „Ég legg þvi til i Ijósi lifsstefnu allra tegunda allra tima að þess- um hugaöa ísafjarðarstéttarbar- áttusel verði veitt laxaorðan við fyrsta tækifæri af forseta íslands við hátíðlega athöfn.“ — Magnús H. Skarphéðinsson í Vel- vakanda Morgunblaðsins í tilefni frétt- ar sama blaðs um.sel sem nagaði gat á laxeldiskvíar við (safjarðardjúp. „Ég hef sagt að þingmönnum sé ekki vandara að vinna milli jóla og nýárs en öðrum landsmönn- um.“ — Ólafur Ragnar Grimsson fjármála- ráðherra i DV. „Hver þekkir ekki sögurnar um að ráðherrar létu keyra bilhlöss af áfengi heim til sin er þeir létu af ráðherradómi?“ — Vikverji i Morgunblaðinu. „Fólk kaupirekki húsgögn eins og brauð....“ — Emil Hjartarson kaupmaður í sam- tali við Morgunblaðið. „Váts maður! Ég sé forsetann." — Úr grein eftir Agnesi Bragadóttur i „Ég verð að skilja bílinn eftir heima. “ — Guðrún Helgadóttir í DV. Morgunblaðinu. „Ég verð bara að berja þessa ákvörðun upp úr sjálfum mér.“ — Albert Guðmundsson um sendi- herrastöðuna í Paris í samtali við DV. „Millifærslur, atvinnutrygging- arsjóðir og skuldbreytingar jafn- gilda því að pissa i skóinn sinn...“ — Leiðari DV. er það sem kaninn kallar ,/hot stulf## i tónlistar- heiminum og hef aldrei verið betri.## — Kristján Jóhannsson óperusöngvari i samtali við Morgunblaðið.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.