Pressan - 08.12.1988, Page 15
Fimmtudagur 8. desember 1988
15
spáin
vikuna 11. des. — 17. des.
(21. mars — 20. apríl)
í fjármálaspilinu hefuröu nokkuð góó
spil á hendi sem stendur. Spilaðu þó var-
lega þeim spilum sem þú hefur þannig
að málið flækist ekki um of. Einfaidleik-
inn er oft betri kostur. Ákveðió vandamál
á tilfinningasvióinu sem þú hefur átt við
að glima leysist smám saman en þú verð-
ur að sýna þolinmæði, enda vinnur hún
þrautir allar.
(21. apríl — 20. mai)
HÓpuraf fólki sem hefurákaflegafast-
mótaðarskoðanirog viðhprf verður til að
valda þér nokkrum vandraeðum i náinni
framtið. Gættu þin þó á að láta það ekki
skaprauna þérof mikið. Þú getur huggað
þig við að þessi vandræði eru tilfallandi.
Hinsvegarbendirallt til þess að nú neyð-
ist til að fresta nokkrum þeirra áætlana
sem þú hafðir i huga að útfæra.
ri (21. maí — 21. júni)
Þú ættir að halda þér fast við sett
markmiö og m.a. ættirðu ekki að láta mat
freista þín um of. Einhverjar breytingar i
einkalifinu eru fyrirsjáanlegar og þær
ættirðu að ræða viö einhvern af vinum
þinum sem þú berð fullt traust tií. Slikt
samtal og umræða gæti haft nokkuð
óvænt áhrif á þá þróun sem verður. Gott
ráð: Sýndu viljastyrk.
(22. jiíni — 22. jiiii)
Hvað varðar atvinnu þina skaldu
ganga til verka af raunsæi og skipulega.
Ef ekki geturðu ekki gert þér neinarvonir
um að komast yfir öll þau verkefni sem
þú hefur á þinni könnu. Trúlegt er að
þessi sömu verkefni viröist óleysanleg,
en skipulagning getur breytt miklu þar
um.
R (23. jiilí — 22. ágiisl)
Um þessar mundir gleðstu yfir því aö
hafa tækifæri á að taka upp samband við
gamlan vin sem þú hefurekki umgengist
mikið að undanförnu. Breytingar i einka-
lifinu eru yfirvofandi, standa jafnvel yfir,
og þörf þin fyrir utanaðkomandi inn-
blástur og uppörvun mun þar af leiðandi
aukast nokkuð.
3$
(23. ágiisl — 23. sepl.)
Aðstæóur þínar eru nokkuð flóknar
sem stendur og þvi miklar likur á að þú
gerir einhver mistök. Þess vegna verð-
urðu að veraafarvarkársem stendur, sér-
staklega á rómantiska sviðinu, ef þú vilt
komast heill frá átökum vikunnar. Við
ákveðnar kringumstæður mun maóur
sem þú þekkir reyna að leggja stein i
götu þína. Vertu ávarðbergi.
(24. sept. — 23. okt.)
Það eru töluverðar líkur á aó fjárhagur
þinn muni batna svo um munar á næst-
unni. Gríptu því gæsina meðan hún
gefst, farðu í gang með þær breytingar á
heimilinu sem þú hafðir hugsað þér að
framkvæma.
cC
duj
(24. okl. — 22. nóv.)
Þú nálgast stormasamt timabil í lifi
þinu. Ef þú nærð að einbeita þér aó þvi
. sem mikilvægast er, skilja smáatriðin
frá, muntu komast nokkuð vel í gegnum
vikuna.
it'S /23. nóv. — 21. des.)
Ekkert kæruleysi i fjármálum i þessari
viku. Hafðu taumhald áeyðslunni. Áófyr-
irséðu mannamóti muntu komast í sam-
band við manneskju sem getur haft mikil
áhrif á nánustu framtið þina.
m
(22. des. — 20. janáar)
Þreyta og of ,mikið álag veldur þér
nokkru hugarangri um þessar mundir en
þetta ætti að breytast fljótlega. Þú virð-
ist hafa á tilfinningunni að verk þin njóti
ekki þess skilnings og viðurkenningar
sem þérfinnsf þau eigatilkall tll. Þettaer
hinsvegar misskilningur hjá þér og
óræk sönnun þess að verk þin njóta vió-
urkenningarog velvildar kemurádaginn.
Gott ráð: Berðu höfuðiö hátt.
tU ■* (2i. janáar — 19. febráar)
Dæmigert fyrir árstimann. Þú hefur
mikiö að gera og annríkið veldur ýmsum
sviptingum. Af þessum sökum er árið-
andi að fara vel með tima og kraft. Frest-
aðu hluta þeirraverkefna sem liggja fyrir
ogeinbeittu þérþess í stað að þeim hlut-
um sem alls ekki geta beðiö.
(20. febráar — 20. mars)
Stjörnurnarsegjafyrirum tímabil sem
áaö verarómantískt. Þetta másamt ekki
verða til þess að þú verðir kærulaus og
leikir þér að eldinum. Alls ekki. Hugsaöu
til morgundagsins og gerðu ekki neitt
sem þú gætir séð eftir. Góð tíóindi munu
berast þér þessavikuna, tiðindi sem gera
þér léttara og varpa frá þér ýmsum
áhyggjum sem þú hefur haft að undan-
förnu. Fylgstu vel með manneskjum i
meyjarmerkinu.
í þessari viku:
Vor
(kona, fædd 4.4. 1939)
ÖRLAGALÍNAN (1):
Þessi kona vill njóta lífsins og
hún veit nákvæmlega hvaö hún vill.
Líf hennar gæti hafa verið örlaga-
ríkt og liklega hefur hún átt erfitt
með að stjórna því að öllu leyti.
Þetta er viðburðaríkt líf, en virðíst
sem sagt svolítið fyrirfram ákveðið.
í eðli sínu er konan ástriðufull og
ekki laus við stjórnsemi.
lófalestur
TILFINNINGALÍNAN (2):
Konan er hagsýn i fjármálum og fer
eigin leiðir. Það gætu hafa orðið
töluverðar breytingar á starfs- og
framkvæmdastefnu hennar á aldr-
inum 25 til 30 ára. Annar viðburða-
ríkur timi i lífi konunnar er síðan frá
því að hún er39 áraog frám til 54 ára
aldurs. Það sem eftir er ævinnar
verður henni auðveldara skeið en
hingað til, enda bendir ýmislegt til
að síðustu ár hafi verið henni allerf-
ið.
FÆÐINGARDAGURINN:
Ástin — og ástríður — skipta þessa
konu mjög miklu máli í lífinu. Hún
er undir sterkum áhrifum frá karl-
mönnum og fær lika frá þeim mik-
inn stuðning.
NÆSTKOMANDI ÁR, 1989:
Þetta verður gott ár i lifi þessarar
konu, sérstaklega i tengslum við
hvers konar ferðir og ferðalög. Það
verður henni líka hagstætt i vinnu.
Hún ætti hins vegar að sýna
fyllstu varkární, ef hún er beðin að
skrifa undir einhver skjöl, og hugsa
sig vel um áðuren hún segirskoðun
sina.
VILTU LÁTA LESA ÚR ÞÍNUM LÓFA?
Sendu þáTVÖ LJÓSRIT af hægri
hendinni(nemaþú skrifirmeð þeirri
vinstri) og skrifaðu lykilorð aftan á
blaðið, ásamt upplýsingum um
fæðingardag og kyn.
ungir pennar
Uppskurðir
Jón Óskar
Á heítum sumardegi I959 skar
ævintýramaðurinn, listmálarinn og
rithöfundurinn Brion Gysin blaða-
greinar niður í búta, og skeytti síðan
bútana saman á tilviljanakenndan
hátt. Útkoman varð ekki algert
bull, eins og flestir hefðu búist við,
heldur þvert á móti samhangandi
og fullkomlega markingarbært
ljóð, sem síðar var birt undir titlin-
um „Minutes to Go“. Það var meira
að segja lesið upp í BBC.
Gysin og bandaríski rithöfundur-
inn William Burroughs unnu sam-
an að fleiri slíkum tilraunum
snemma á 7. áratugnum. Þeir urðu
fyrstir til að nota þessa „cut-up“-
tækni markvisst og í stórum stíl.
Eða hvað?
Við gætum bent á að slík stór-
virki í bókmenntunum sem Les
Chants de Maldoror eftir Lautréa-
mont og The Waste Land eftir T.S.
Eliot eru að miklu leyti samsull úr
öðrum verkum, og að Tristan Tzara
dró orð úr hatti árið 1921 og kallaði
ljóð. Og þetta myndu Burroughs og
Gysin ekki hika við að viðurkenna.
En það er samt ekki það sem ég
vildi tala um.
í rauninni eru flestar hugsanir
okkar „cut-ups“. Hver skynjun,
hver minning er merkingarlaus í
sjálfri sér. Hún öðlast ekki merk-
ingu fyrr en hún hefur verið tengd
við aðrar slíkar skynjanir og minn-
ingar — sem aftur tengjast enn öðr-
um. Þetta erum við vön að kalla
hugtengsl.
Við hverja nýja skynjun myndast
mörg hugtengsl. Og þau eru öll til-
viljunum háð. Ein þessara nýju
tengsla notum við að vísu mest,
vegna þess að þau eru annaðhvort
gagnlegri eða kunnuglegri en hin —
en þau eru samt sem áður til að
byrja með alveg jafn tilviljana-
kennd.
Þetta er ástæðan fyrir því að til-
raunatextar þeirra Burroughs og
Gysins eru svo oft samhangandi og
virðast búa yfir djúpri, framandi
merkingu — þeir vekja einfaldlega
„sofandi“ hugtengsl, tengsl sem
lengi hafa verið til staðar en eru lítið
notuð.
En þegar búið er að skeyta þessa
tilraunatexta saman á annað borð
og koma þeim á pappir eru þeir í
rauninni nák væmlega sama eðlis og
venjulegur prósi sem við skeytum
saman í huganum og skrifum svo
niður. Báðir textarnir gefa einungis
upp eina röð hugsanatengsla, fylgja
bara einum vegi án þess að nefna
allar þvergöturnar, rétt eins og þetta
væri eina mögulega leiðin um þetta
landsvæði.
Hvernig getum við komist í
kringum þennan vanda?
Margir stórir gagnabankar eru
skipulagðir líkt og mannshugurinn.
Upplýsingum er komið fyrir í bút-
um eða á „spjöldum". Ef maður
kallar slíkt „spjald" fram á skerm-
inn fylgja því nokkur uppflettiorð
sem hægt er að nota til að kalla
önnur „spjöld". Þessi uppflettiorð
gegna svipuðu hlutverki i gagna-
bankanum og hugtengsl hjá okkur
— þau eru notuð til að mynda heil-
ar hugsanir, fá samhengi i upplýs-
ingarnar. Munurinn er sá að upp-
flettiorðin eru mun færri, ómeð-
færilegri og ósveigjanlegri en hug-
tengslin.
Hugsum okkur nú tölvu sem allir
hafa aðgang að og hefur nær ótak-
markaðar minnisgeymslur. Allir
geta hætt við gagnabankann upp-
lýsinguni og uppflettiorðum eins og
þá Iystir. Smátt og smátt verða
næstum jafnmiklar upplýsingar í
bankanum og allt mannkynið tjýr
yfir. Hér er þá lausnin komin.
Ef niig langar að korna orðum að
einhverri hugsun minni get ég byrj-
að að kalla spjald fram á skerminn,
litið á uppflettiorðin og fetað mig
áfram skref fyrjf skref, spjald fyrir
spjald. Ef mér finnst eitthvað
skorta á að uppflettiorðin á spjöld-
unum gefi rétta mynd af hugsana-
tengslum minum breyti ég þeim
bara. Þannig get ég gefið svo til ná-
kvæmlega rétta mynd af hugsun
minni, í það minnsta að svo miklu
leyti sem ég sjálfur vil.
Ég gæti líka reynt að búa til alger-
lega nýjar hugsanir með því að fikra
mig áfram á svipaðan hátt, en
fylgja nú uppflettiorðum sem ég
veit ekki hvert liggja og bæta inn
nýjum sem ég veit ekki hvað
merkja. Þegar jörðin og himin-
geimurinn verða fullkönnuð verður
ennþá eftir að kanna allar hugsanir
sem leynast í gagnabankanum og
bíða bara eftir að vera framkallaðar
— eða búnar til, hvort sem við vilj-
um heldur. ■