Pressan - 08.12.1988, Síða 20
20
Fimmtudagur 8. desember 1988
Var amma ekki á vinnumarkaði?
Elliglöp sjálfsagt, en meir og
meir fara í taugar mér setningar
sumar, sem sí og æ bylja á hlustum,
villa um fyrir fólki, hreinlega af-
skræma sannleikann. Tökum sem
dæmi setninguna: „Síðan konur
fóru út á vinnumarkaðinn.“ Við
hvað er átt? Sjaldan þarf að lesa
lengi, til þess að komast að því, að
þaðeru ekki ýkjamörg ár síðan slíkt
á að hal'a skeð. Væri eg barn myndi
eg álykta, að vinnumarkaður væri
eitthvað sem karlar einir hefðu séð
um hér áður, konum ekki trúað fyr-
ir eða talið sig of góðar til að hlýða
kalli á. Báðar ályktanirnar væru
rangar, og það er sú niðurstaða sem
ergir mig, vegna þeirra sem eru að
alast upp. Hvenær hefir konan ekki
verið á vinnumarkaði? Meðal
frumstæðra, þar sem streðverkin
eru á herðum konunnar, karlinn á
skokki með boga sinn og ör í leit að
dýri eða óvini, milli þess sem hann
liggur cða lá á meltunni í sólskin-
inu, hvort er á vinnumarkaði?
Nú komurn nær, tölum um afa og
ömmu. Annar afinn var sjómaður,
veiddi fisk, og þegar að landi kom
og arðinum var skipt, þá átti ein-
hver kviðmikill það mikið, að það
sem afi bar heim nægði engan veg-
inn l'yrir framfærslu fjölskyldu.
Amma varð að skúra í fínum hús-
um, varð að sitja á kvöldum og
sauma, gera flíkur, gera skó. Hún
gekk á stekk og streðaði við að
leggja fisk móti sólu, eða stóð niðri
í einhverjum skúrnum og beitti
línu. Var hún ekki á vinnumarkaði?
Nú eða hin amman í sveitinni.
Hún gekk til verka á túni og i hús-
um, breytti ullu í fat, l'alli í mat,
milli þess sem hún sá um krakka og
vinnulýð, stóð yfir pottum við hlóð-
ir. Var hún ekki á vinnumarkaði?
Það er ekki sanngjarnt að eg spyrji
aðeins, mér ber líka að svara. Og þá
fullyrði eg, að allt frá því að Eva
tældi Adam með eplinu forðum,
hafa þau staðið bæði, karl og kona,
á vinnumarkaði, og þar hefir hlutur
konunnar sízt verið minni en karls-
ins. Hitt er satt, ol'tast hefir hún
borið minna úr býtum, kannske að-
eins naumt skammtaðan grautinn,
en á vinnumarkaði hefir hún verið
samt. Því má ekki gleyma, að það
sem þjóðir greiða l'yrir vinnufram-
lag er cnginn mælikvarði á gildi
starfs. Það sannast jafnt á konum
og körlum, báðum kynjum. Svo
lengi sem við höfum verið á för,
hafa verið til herra og þrælar. Hér
áður fyrr voru hlekkir um háls og
l'ætur úr tágum, síðar járni, en nú
úr launaseðlum. Stigsmunur, ekk-
ert annað. Að halda því frarn, að
konur séu nú fyrst að ganga út á
vinnumarkaðinn, er því argasta
blekking, ekkert annað. Frystihúsið
hennar ömmu var sólbakaöur klett-
ur, eða þá kölakumbaldi niðri í vör;
bakaríið hennar var eldhúsbekkur-
inn; rjómabúíð hjallur; og vefstóll-
inn hennar og klæðaverkstæðið var
stofan, þar sem skólinn, dagheimil-
ið, sjúkradeildin og elliheimilið
voru lika. Hún streðaði þarna frá
morgni til kvölds, teygði úr dögum
sínum inní myrkur næturinnar. Svo
halda bullustrokkar, að konur séu
nú fyrst að ganga að hlið karla á
vinnumarkaði. Þær hafa allatíð
verið þar, verið með erfiðustu verk-
in á höndum, fjöregg þjóða.
Hitt er satt, við tökum betur eftþ-
konum við störf nú en áður, af því
að við höfum látið ginna okkur til
að rífa veggi heimilanna niður,
þurfum jafnvel bíl milli hlóða og
búrs, svefnskála og stofu. Því sjá-
um við þær konurnar, oftar en fyrr,
á þanspretti við verk sín, því hlaup-
in milii þeirra hafa lengst. En að
þær hafi ekki verið við verk fyrr,
það er fásinna. Það er ekki aðeins
að erill þeirra sjáist nú betur, heldur
hefir og orðið önnur breyting á.
Konan á ekki lengur vefstólinn og
klæðið sem hún vefur; hún á ekki
strokkinn eða smjörið sem hún
skekur; hún á ekki aflann sem hún
gerir að í frystihúsinu; hún á ekki
leikvanginn sem hún ber barnið sitt
inná. Auðvitað gildir þetta lika um
karlinn. Hann er heldur ekki lengur
herra sinna eigin starfa.
í gamalli kennslubók stóð, að við
hefðum fyrst þjóða aflagt þræla-
hald. Eg man, hve stoltur eg var yfir
þessum orðum. En er þetta rétt? Er
það afnumið? Værum við þá svona
skjálfandi hrædd við atvinnuleysi
nú? Hefir einhver annar eignazt
það sem afi og amrna áttu? Skyldi
konan, sem telur uppúr launaum-
slagi sínu, ekki skilja reiði Stjarna
gamla, þegar eg hafði blekkt hann
fyrir ækið með mosa í stað brauðs.
Það hlýtur hún að gera hafi hún
tíma til að lesa blöð, horfa á sjón-
varp eða hlusta á útvarp, kynnast
blessunardöggvum þess auðs sem
þetta undarlega land steypir yfir
okkur í metskúrum ár eftir ár. Hún
hlýtur að skilja Stjarna gamla, reiði
hans, yfir rýrum hlut. En nú bið eg
hana að leggja við eyra og auga.
Hvað er það sem þau nema, þegar
streðkarlinn, maður hennar, kemur
heim? Undan hverju kvartar hann?
Hvað er í launaumslaginu hans? Er
hann afætan, sem hún þarf að berj-
ast við? Svo er, jú, sagt á málfund-
um og þingum. Að mér læðist hins
vegar sá grunur,. að afætan sé það
hagkerfi sem lagði, og er að leggja,
heimili í rúst, stela frá þeim sem þar
eiga heima. Flest óværa er svo smá,
að erfitt er að greina með berum
augum. Svo er og um þessa, sem þó
hafði afl til þess að færa starfsvang-
inn út af heimilunum, þykist ein
eiga hann síðan, selur að honum
aðgang. Áhrifa kvenna gætti mjög
á heimilum hér fyrrum, þær réðu
ríkjum. Síðan voru þær plataðar
niður úr hásætinu, ginntar með
mosa fyrir æki. í dag eykst áhugi
þeirra að losa um tjóðurbandið sem
sker að hálsi fastar en nokkru sinni.
Það er vel, ef það er ekki til þess að
ganga útá orrustuvöll við karla
sína, heldur til þess að reisa heimil-
in úr rúst, hvetja karlana til þess
með sér, leita uppi óværuna sem er
að naga undirstöður þjóðarinnar til
grunna. Þrælar verða þau lengi enn
karl og kona bæði, það þurfa þau
að skilja. Eg treysti hins vegar kon-
um betur til að finna leið til frelsis
en körlum. Þær hafa í börnum sín-
um framtíð heimsins í höndum.
Dag í nánd boðar aðventan. Þess
sjást líka merki í lífi þjóða. Konur
skipa fleiri og fleiri áhrifastöður.
Við hér böðum okkur í Ijóma gáfna
og kurteisi kvenforseta. Einhvers-
staðar las eg, að hún væri frábærust
auglýsing fyrir þorsk og annan
söluvarning. Sjálfum finnst mér
gáfaðri konu, þjóðarstolti, sýnd
óvirðing með slíku tali. Hún er tákn
menntar okkar og hugsjóna. Eg bíð
spenntur eftir að sjá heim allan
verða að augum og eyrum, er hún
frábiður sér tindátasýningar við
heimsóknir til erlendra þjóðhöfð-
ingja, biður þá að fela skothólkana,
leikföng sín, sýna sér heiðursvörð
ánægðra þegna.
Eg bíð líka spenntur eftir, að ís-
lenzkum konum takist að breyta
okkur úr herrum og þrælum, geri
úr okkur systkin sem njóti, jafnt,
gjafa úr auðhirzlum landsins.
SR. SIGURÐUR
ÁSCEIR
JAKOBSSON
PÉTUR
ZOPHONÍASSON
VfKINGS
LÆKjARÆIT iV
SKVGGSJÁ - BÓKABÚÐ OLIVERS STEMS SF
ÞATTUR AF
SICURÐI SKURÐI
OC SKULA
SÝSLUMANNI
' SKUGGS.IA
FANGINN OG DÓMARINN
Þáttur af Sigurði skurði
og Skúla sýslumanni
Ásgeir Jakobsson
Svonefnd Skurðsmál hófust
með því, að 22. des. 1891
fannst lík manns á skafli á
Klofningsdal í Önundarfirði.
Mönnum þótti ekki einleikið
um dauða mannsins og féll
grunur á Sigurð Jóhannsson,
sem kallaður var skurdur, en
hann hafði verið á ferð með
þeim látna daginn áður á
Klofningsheiði. Skúla sýslu-
manni fórst rannsókn málsins
með þeim hætti, að af hlauzt
5 ára rimma, svo nefnd Skúla-
mál, og Sigurður skurður, sak-
laus, hefur verið talinn morð-
ingi í nær 100 ár. Skurðsmál
hafa aldrei verið rannsökuð
sérstaklega eftir frumgögnum
og aðstæðum á vettvangi fyrr
en hér.
VÍKINGSLÆKJARÆTTIV
Pétur Zophoníasson
Þetta er íjórða bindið af niðja-
tali Guðríðar Eyjólfsdóttur og
Bjarna Halldórssonar hrepp-
stjóra á Víkingslæk. Pétur
Zophoníasson tók niðjatalið
saman, en aðeins hluti þess
kom út á sínum tíma. í þessu
bindi eru i-, k: og l-liðir ættar-
innar, niðjar Ólafs og Gizurar
Bjamasona og Kristínar Bjama-
dóttur. í þessari nýju útgáfu
Víkingslækjarættar hefur tals-
verðu verið bætt við þau drög
Péturs, sem til voru í vélriti, og
auk þess er mikill fengur að
hinum mörgu myndum, sem
fylgja niðjatalinu. í næsta bindi
kemur svo h-liður, niðjar Stefáns
Bjarnasonar.
Siémjiú EÉu
Ljíxkmj
m\
KIR
ÞÓRÐUR KAKALI
Ásgeir Jakobsson
Þórður kakali Sighvatsson var
stórbrotin persóna, vitur
maður, viljafastur og mikill
hermaður, en um leið
mannlegur og vinsæll. Ásgeir
Jakobsson hefur hér ritað
sögu Þórðar kakala, eins
mesta foringja Sturlunga á
Sturlungaöld. Ásgeir rekur
söguna eftir þeim
sögubrotum, sem til eru
bókfest af honum hér og þar í
Sturlungusafninu, í Þórðar
sögu, í Islendinga sögu, í
Arons sögu Hjörleifssonar og
Þorgils sögu skarða og einnig í
Hákonar sögu. Gísli
Sigurðsson myndskreytti
bókina.
ANDSTÆÐUR
Sveinn frá Elivogum
Andstæður hefur að geyma
safn ljóða og vísna Sveins frá
Elivogum (1889-1945). Þessi
ljóð og vísur gefa glögga
mynd af Sveini og viðhorfum
hans til lífs, listar og sam-
ferðamanna. Sveinn var bjarg-
álna bóndi í Húnavatns- og
Skagafjarðarsýslu á fyrri hluta
þessarar aldar. Hann var eitt
minnisstæðasta alþýðuskáld
þessa lands og þótti mjög
minna á Bólu-Hjálmar í kveð-
skap sínum. Báðir bjuggu þeir
við óblíð ævikjör og fóru síst
varhluta af misskilningi sam-
tíðarmanna sinna.