Pressan - 03.05.1990, Blaðsíða 14

Pressan - 03.05.1990, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 3. maí 1990 UNAGREIÐENDUR GÍRÓ - NÝLEIÐ VIÐ SKIL Á STAÐGREIÐSLUFÉ - WmmBsm _ _<oó-SEÐ'Ul; —tléá"00 -* ” ' ' ' ' .' . .O^Tz ----------------------------------------------- Staðgreiðsla með gíróseðli Um mánaðamótin apríl/ maí 1990 var tekin í notkun sérstök gíróþjónusta fyrir skil á staðgreiðslufé. Þetta nýja fyrirkomulag er til hagsbóta fyrir launagreiðendur þar sem greiðslustöðum fjölgar til muna. Tvœrtegundir gfróseðla Um tvenns konargíróseðla er að ræða vegna skila á stað- greiðslufé: • Gíróseðill S1: „Skila- grein vegna launa- greiðslna." Þennan gíró- seðil nota launagreiðendur þegar skilað er stað- greiðslufé sem haldið hefur verið eftir af launagreiðsl- um til starfsmanna. • Gíróseðill S2: „Skila- grein vegna reiknaðs endurgjalds.“ Þessi gíró- seðill er eingöngu notaður þegar skilað er stað- greiðslufé vegna reiknaðra launa launagreiðandans sjálfs. Fyrirfram áritaðir gfróseðlar Launagreiðendum berast fyrirfram áritaðir gíróseðlar með upplýsingum um greið- anda og greiðslutímabil. Ef áritaðir gíróseðlar berast ekki má nálgast skilagreinar hjá innheimtumönnum stað- greiðslu og greiða þar. Hvarmágreiða? Með gírókerfi staðgreiðslu er launagreiðendum gert kleift að standa skil á greiðslu í öll- um bönkum, sparisjóðum og pósthúsum. Þessar greiðslu- stofnanir taka þó aðeins við gíróseðlum sem eru fyrirfram áritaðir af skattyfirvöldum en að öðrum kosti verður að inna greiðslu af hendi hjá inn- heimtumönnum staðgreiðslu. Gírókerfi staðgreiðslu nýtist ekki þegar misræmi er á miili greiðslu og þeirrar upphæðar sem tilgreind er á gíróseðlinum og það sama gildir ef gera þarf upp eldri skuld. í slíkum tilvik- um ber að snúa sér til inn- heimtumanna staðgreiðslu. Skilá sundurliðunum Auk innheimtumanna stað- greiðslu taka bankar, spari- sjóðir og pósthús á móti fylgi- gögnum með gíróskilagrein- um, þ.e. sundurliðun á stað- greiðslu launamanna. Launa- greiðendur eru jafnframt hvattir til að kynna sér kosti þess að skila þessum upplýs- ingum í tölvulæsu formi, þ.e. á gagnamiðli. Gjalddagi -eindagi Gjalddagi staðgreiðslufjár er 1. hvers mánaðar og ein- dagi 15. hvers mánaðar. Munið að gera skíl tímanlega! RSK RÍKISSKATTSTJÓRI framhald af fyrri síðu 3. fullyrðing: BJ telur nauösyn- legt ad ráda fleiri eftirlitsmenn til Reykjavíkurborgar og uelur í fram- haldi af því ,,Idnskólann viö Tjörnina" sem ,,sorglegt dœmi um bruna út frá rafmagni". Hið rétta: Upplýst var vid rann- sókn, að gamalt útvarpstœki olli þessum bruna. Bruni út frá raf- magni er í augum fjölmidla, al- mennings og jafnvel RER hvers konar bruni af völdum biladrar rafiagnar eda raftækis. A þessu er sá reginmunur, að raflögnin er eftirlitsskyld en gömul raftæki ekki. Enda gœti enginn eftirlitsaöili, hvorki RER né rafveita, fylgst með því aö hvert einasta raftœki landsmanna vœri ávallt í lagi. 4. fullyrðing: BJ segir ,,þriðj- ung allra bruna “ vera ,,af völd- um rafmagns". Hið rétta: Hér er bókstaflega farið með staðlausa stafi. Tala þessi (um 30%) virðist eiga upp- tök sín í skýrslu félagsmálaráðu- neytis um stöðu brunamála. Um- rœdd tafla tekur einungis til 10 stœrstu bruna sl. 8 ár. Skýrslur um alla bruna sl. 10 ár á svœði Slökkviliðs Reykjavíkur sýna ekki 30% bruna af völdum rafmagns, heldur um 19% og þó aðeins 6% vegna raflagna. Aftur er í fullyrðingu BJ bland- að saman raflögnum og raftœkj- um. Brunar sem snúa aö eftirlits- aðilum á svœöi RR eru því nær því að vera 6%, alls ekki 30% af heildarfjölda. 5. fullyrðing: Rafmagnsveita Reykjavíkur (RR) sinnir skoðun eldri lagna, einkum í íbúöarhús- um, verr en aörar veitur. Hið rétta: Reglugerö RER er u.þ.b. 20 ára gömul. Paö er alvar- legt umhugsunarefni fyrir raf- magnseftirlitsstjóra ríkisins, m.a. með nýjar reglugeröir í grannlönd- um í huga. Kaflinn um skoöun eldri lagna var aö vísu endurskoö- aður 1984, en mikill ágreiningur var um skoöun íbúöarhúsnœöis, RER tók þá ekkert tillit til tillagna hinna reyndustu manna, fulltrúa RR og RARIK. Undirritaöur hefur bent á að reglur þessar séu óraunhœfar, veiti falskt öryggi og slœvi vitund þeirra sem beri hina endanlegu ábyrgö, þ.e. eigenda raflagnanna. RR skoöar þó aö meöaltali um 700—800 eldri veitur, þ.á m. heim- ili, á hverju ári og vekur athygli notenda á öryggismálum, m.a. meö því aö senda frœöslurit til þeirra allra. Aörar veitur sinna gamalskoöun misjafnlega, nokkrar ná því aö fylgja reglugeröarbókstaf RER — en víða eru úrbætur eigenda litl- ar þrátt fyrir skoöanir og skýrslur. Þaö er miklu verra mál. Frœösl- una þarf því enn að auka. Ýkjur og ósannindi í HRÆÐSLU- greinum þjóna engum tilgangi. Látum fróöleik í FRÆDSLU- greinum koma í staöinn. Aðalsteinn Guðjohnsen rafmagnsstjóri Svar við athugasemd rafmagnsstjóra Reykjavíkur: Tölur PRESSUNNAR um slys af völdum rafmagns eru fengnar úr ársskýrslu RER. Þar stendur að öll þrjú dauðaslysin á árunum 1978—1979 hafi orðið af völdum lágspennu, — ekki háspennu. Hins vegar urðu blaðinu á þau mistök að prenta óstaðfesta frétt um að kona hefði Iátist af völd- um rafmagns í eldhúsi og vil ég biðja afsökunar á því. Þessar upplýsingar voru hvorki hraktar né staðfestar hjá RER. Að lokum vil ég minna á að tekið var fram í greininni að Raf- magnsveita Reykjavíkur er ekki eina veitan sem framfylgir ekki lögum um rafmagnseftirlit. Hinsvegar er Reykjavík nær- tækt dæmi, þar er vandamálið áberandi vegna mannfjöldans sem býr á þessu svæði. Björg Eva Erlendsdóttir

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.