Pressan - 03.05.1990, Blaðsíða 11

Pressan - 03.05.1990, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 3. maí 1990 11 1| a siðkastið hafa orðið nokkrar umræður um sláandi lík vörumerki íslenskra og erlendra fyrirtækja og sífellt bætast fleiri dæmi við. Nýverið barst okkur í hendur merki salernishreinsiefnis sem ber heitið Blue M frá Closan og svipar því óneitanlega til M- táknsins sem Mikligarður notar. Við látum merkin tala sínu máli. . . omesikker íkning /OTn. &LUEM • tuwocrkfilkttcvlcttét ■•giver dcjliQ Ircktíurt • r«w;or cv> f riiKcr op •d»>sr.otir,v»»;nde. •. NYHED- MED KAIKUJSEH • OLUJF. M h'>«Jcr -tr>íi>ton og trisk i yna ud i sc? r*?ct ou • Or'aiiwjr0akt(5rKj,-hí« .kptwmnik . í:. 2ja, 3ja, 4ra herbergja íbúð óskast þarf að vera í miðborginni. Upplýsingar á skrifstofutíma 622928 á kvöldin 76436 ^^vær kosningaskrifstufur hafa verið opnaðar á Seltjarnarnesi, skrifstofa Nýs afls og skrifstofa Sjálfstæðisflokksins á Seltjarn- arnesi. Eins og allir vita er „Sel- tjarnarnesið lítið og lágt" og því ein- ungis nokkrir metrar milli húsanna. Geta starfsmenn skrifstofanna því fengið „lánað" hver hjá öðrum það sem vantar, eins og kaffi, kjörskrár og annað þvíumlíkt.. . c ^Vjálfstæðismenn í borginni eru orðnir mjög uggandi um möguleg áhrif ítrekaðra skoðanakannana sem sýna flokkinn með um 75% fylgi og allt að því alla borgarfuiltrú- ana nema einn. í þessu sambandi hefur það vakið mikla athygli að Morgunblaðið fékk tölvunarfræð- inginn Helga Tómasson til að vitna um að Sjálfstæðisflokkurinn væri í raun ekki með nema 45—55% fylgi og lá þar aðeins túlkun að baki en engar tölfræðilegar forsendur. Sjálf- stæðismenn óttast það nú mest að fjölmargir mögulegir kjósendur hans muni hreinlega ekki nenna á kjörstað, flokkurinn sé það gull- tryggður . . . c Wem kunnugt er hafa framboðs- aðilar í komandi sveitarstjórnar- kosningum undirritað samkomulag um að viðhafa ekki pólitískar aug- lýsingar fyrir kosningarnar. Slíkt samkomulag hafði verið gert fyrir þingkosningarnar 1987, en þá varð allt vitlaust þegar Framsóknar- flokkurinn braut samkomulagið og hinir fylgdu í kjöifarið. Nú var allt gert til að forða samningsbroti. Fyrst hittust framkvæmdastjórar og oddvitar listanna víðast hvar af landinu og skrifuðu undir. Síðan var baktrygging fengin með undirskrift formanna flokkanna, þeirra Þor- steins Pálssonar, Steingríms Hermannssonar, Jóns Baldvins Hannibalssonar, Ólafs Ragnars Grímssonar og Júlíusar Sóiness. Ekki var talin ástæða til að hafa full- trúa frá Flokki mannsins eða Græningjum með í ráðum, en fyrir Nýjan vettvang undirritaði plaggið Kristján Ari Arason. Frumkvæðið að samningum þessum átti Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og mun hafa komið frá honum fróm ósk um að samkomulagið næði einnig til þingkosninganna á næsta ári. Um það náðist ekki samstaða og mun það einkum hafa verið Kristján Ari sem stóð gegn því... V ið heyrum að hafnarstjórn Reykjavíkur sé með í skoðun hjá sér tillögur um að kanna möguleikann á að koma upp umskipunar- og fríverslunarhðfn í Reykjavík. Þessar stundirnar er hafnarstjóri að afla frekari gagna. Þá liggur fyrir að hafnarstjórn hefur lagst gegn ósk Gjðrva um aðstöðu fyrir flotkví í Reykjavíkurhöfn ... Allt ad 12 mánaða greiðslukjör Leisurewise þrekhjólin fást á einstökum afborgunarkjörum. Visa og Euro korthafar geta nýtt sér raðgreiðslur og fengið Leisurewise þrekhjól á allt að 12 mánaða afborgunum. Leisurewise þrekhjóiin eru búin ótnl kostum: • Tölvu sem mælir m. a. hjartslátt, vegalengd og kaloríubrennslu. • Sætið er stillanlegt, stöðugt og mjúkt. • Átaksþyngdin er stillanleg. • Ólar yfir ristar. • Jöfn spyrna. • Plastpúðar verja gólfið. Breska verslunarfélagið Faxafeni 10- Húsi Framtiðar k 108 Reykjavík 91-82265 LEISUREWISE 1000S áður 14.900,- LEISUREWISE OPIÐ LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL. 10-16 PROFILE áður 23.600,- nú 17.900,- stgr. nú 9.900,- stgr.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.