Pressan - 03.05.1990, Blaðsíða 20

Pressan - 03.05.1990, Blaðsíða 20
20 Fimmtudagur 3. maí 1990 brfdge Blekkingar sagnhafa í úrspili orka tvímælis. Stundum er við- leitnin gegnsæ; félagi þinn spilar t.d. út tvist — fjórða hæsta — í blindum sjástJsrjú hrök í litnum en þú heldur á AK43 og í fyrsta slag lætur sagnhafi drottninguna detta í von um að hún verði tekin sem einspil. í öðrum tilfellum er mýktin meiri: * Á9 V KG93 ♦ ÁG106 4» 1092 * G1042 * D876 V 64 V D102 ♦ 9742 ♦ 85 * Á65 * KD73 ♦ K53 V Á875 ♦ KD3 4» G84 Enginn á, S gefur og vekur á 1-grandi (12—14). Norður fann hjartasamleguna og sagnir end- uðu í 4-hjörtum. Vestur spilaði út tvist, drottning og kóngur. Tregur til að reiða sig alfarið á trompsvín- ingu, því ef hún mistækist yrðu laufslagirnir örugglega hirtir. ákvað sagnhafi að toppa hjartað. Ekki kom drottningin, en það var enn möguleiki að sá sem ætti hana héldi á þremur tíglum. Ef ekki, þá var hugsanlegt að auka líkurnar með blekkiíferð: Suður tók á tígulkóng, vestur lét tvistinn, spilaði tígli á ásinn og bað síðan um gosann úr blindum. Austur var ekki fyllilega á verði og kastaði spaða. Samningurinn var nú í höfn. Inn á spaðaás og laufi kastað í tígultíu. Vörnin átti að gera betur, þrátt fyrir fimi suðurs. í fyrsta lagi átti vestur að fylgja hátt-íágt í tíglinum til að sýna jafna tölu spila í litnum. Austur gat einnig séð af talningu að suður hlýtur að eiga fjögur lauf EF hann á tvíspil í tígli, og eitt nið- urkast kemur að engum notum. Hvor sem staðan er má af öryggi trompa þriðja tígulinn og skipta í lauf. skák Hólmganga viö Harrwitz Að sjálfsögðu gat ekki hjá því farið að Morphy lenti í alvarlegri keppni en léttum sýningarskákum í París. Mótherji hans í þeirri hólm- göngu var þýskur skákkappi, Daníel Harrwitz. Hann var fjórtán árum eldri en Morphy, þraut- reyndur skákmaður og reyndar einn af bestu skákmönnum Evrópu á þessum tíma. Hann var frá Breslau eins og Anderssen og hafði gert jafntefli við hann í ein- vígi 1848. Síðar hafði hann dvalist átta ár í London, gefið þar út skák- tímarit og sigrað ýmsa fremstu skákmenn, þeirra á meðal Löw- enthal, þótt mjótt væri á munum (+11-10=12). Nú hafði Harrwitz dvalist í París nokkur ár og var at- vinnumaður i skákinni, fremstur skákmanna í París og meðal hinna allrafremstu í Evrópu. Því var eðli- legt að þeir Morphy reyndu með sér. Þeir höfðu teflt eina létta skák sem Harrwitz vann en nú skyldu þeir tefla saman þar til annar hefði unnið sjö skákir. Fé var lagt undir, eins og venja var. Hólmgangan hófst ekki gæfulega fyrir Morphy, hann tapaði fyrstu tveimur skák- unum. í fyrri skákinni beitti Harr- witz drottningarbragði en Morphy kunni ekki jafn vel við sig í lokaðri taflstöðu og opinni. Þá skák tefldi Harrwitz ágætlega og er rétt að líta á hana sem dæmi um skák- styrk hans. Harrwitz — Morphy Fyrsta einvígisskákin I d4 d5 2 c4 e6 3 Rc3 Rf6 4 Bf4 a6 5 e3 c5 6 Rf3 Rc6 7 a3 cd4 8 ed4 dc4 9 Bxc4 b5 10 Bd3 Bb7 II 0-0 Be7 12 Be5 0 0 13 De2 Rd5 14 Bg3 Kh8 15 Hfel Bf6 16 De4 g6 17 Rxd5 Dxd5 18 Dxd5 ed5 19 Re5 Had8 20 Rxc6 Bxc6 21 Hacl Hc8 22 Bd6 Hg8 23 Be5 Kg7 24 f4 Bd7 25 Kf2 h6 26 Ke3 Hxcl 27 Hxcl Hc8 28 Hc5 Bxe5 29 fe5 Be6 30 a4 ba4 31 Bxa6 Hb8 32 Hb5 Hd8 33 Hb6 Ha8 34 Kd2 Bc8 35 Bxc8 Hxc8 36 Hb5 Ha8 37 Hxd5 a3 38 ba3 Hxa3 39 Hc5 Kf8 40 Ke2 Ke7 41 d5 Kd7 42 Hc6 h5 43 Hf6 Ke7 44 d6+ Ke8 45 e6 fe6 46 Hxe6+ Kf7 47 d7 Ha8 48 Hd6 Ke7 49 Hxg6 Kxd7 50 Hg5 Hh8 51 Kf3 Ke6 52 Kg3 h4+ 53 Kg4 h3 54 g3 Kf6 55 Hh5 og Morphy gafst upp. í síðari skákinni teflir Morphy óvenjulega kærulaust, lætur spilla peðastöðu sinni og fórnar peði, að því er virðist í von um sókn sem ekkert verður úr, og lætur að lok- um króa af sér mann. Þessi töp vöktu að vonum mikla athygli, sumir kenndu hinu Ijúfa lífi Parísar um, aðrir töldu að hér hefði Morphy hitt fyrir ofjarl sinn. Sjálf- ur hafði hann ekki mörg orð um þetta en sagði aðeins við vini sína: „Hann vinnur ekki fleiri skákir af mér.“ Næstu skákir tefldi hann svo af feiknalegri einbeitni og vann hverja af annarri. Harrwitz fór fram á frest og bar við lasleika þegar hann var búinn að tapa fjór- um skákum í röð, fékk hann, en tapaði enn þegar tekið var til að nýju. Þá gafst hann upp og hafði þá aðeins tekist að halda einu sinni jafntefli í sex skákum. Harrwitz — Morphy Þriðja einvígisskákin I d4 f5 2 c4 e6 3 Rc3 Rf6 4 Bg5 Bb4 5 Db3 c5 6 d5 e5 7 e3 0-0 8 Bd3 d6 9 Re2 h6 10 Bxf6 Dxf6 II a3 Bxc3+ 12 Dxc3 Rd7 13 0-0 Dg6 14 b4 b6 15 f3 h5 16 Bc2 Bb7 17 Ba4 Df7 18 Bxd7 Dxd7 19 bc5 bc5 20 f4 e4 21 Habl Ba6 22 Hfcl Da4 23 Rg3 h4 24 Rfl Hab8 25 Rd2 Hb6 26 Hxb6 ab6 27 Db3 Dxb3 28 Rxb3 b5 29 cb5 Bxb5 30 Ra5 Ha8 31 Rb7 Ha6 32 Hc3 Kf8 33 Rd8 Bd7 34 Hb3 Ke7 35 Hb8 c4 36 Kf2 c3 37 Ke2 Hxa3 38 Rc6+ Bxc6 39 dc6 c2 40 Kd2 Hc3! a b c d e f g h 41 Kcl Hxc6 42 Hb3 Kf6 43 Ha3 g5 44 g3 hg3 45 hg3 gf4 46 gf4 Kg6 47 Ha5 Hc5 48 Ha6 Hc3 49 Hxd6+ Kh5 50 Hd2 Kg4 51 Hg2+ Kf3 52 Hg5 Hc5 53 Hh5 Kxe3 54 Hh4 Kf3 og vann. GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 17 18 19 Verölaunakrossgáta nr. 84 Skilafrestur er til 12. maí og aö þessu sirmi er unglingabók í verð- laun. Töff týpa á föstu eftir Andrés Indriðason. Máí ogmenning getur bókina út. Utanáskriftin er að venju PRESSAN, krossgáta nr. 84, Ármúla 36, 108 Reykjavík. Verðlaunahafi 82. krossgátu erJón Gunnarsson, Melavegi 5, Hvammstanga. Hann fœrsenda Ijóðabók eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur, sem heitir einfaldlega Ljóð. Mál og menning gefur bókina út.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.