Pressan - 03.05.1990, Blaðsíða 25

Pressan - 03.05.1990, Blaðsíða 25
Fimmtudagur 3. maí 1990 25 siúkdómar og fólk Sjúkdómar i islenskum bók- menntum og dægurlögum Aðalhlutverk skáldanna hefur alltaf verið að lýsa raunveruleika eigin þjóðar. Á öllum tímum hafa skáld ort til þjóðarinnar og um hana. Bestu skáldin lifa í nútíman- um en standa þéttingsfast í fortíð- inni og sækja þangað hefðir og tungutak sem ekki mega glatast. Sjúkdómar og veikindi hafa alltaf verið skáldunum hugleikin enda eru þau óþyrmileg áminning um mannlegan forgengileika og hrörn- un. Sagt er að fáir skrifi betur um sjúkdóma og einkenni þeirra en ein- mitt skáldin. Enginn hefur lýst geð- sjúkdómum betur en Strindberg hinn sænski, sem segir frá fyrirbær- um úr hugarheimi sálsjúkra betur en margir lærðir höfundar þykkra kennslubóka í læknisfræði. Hann skildi tilveruna með augum skálds- ins og gat lýst henni þess vegna. Þekktar eru sjúkdómslýsingar úr ís- lendingasögum, Egla segir frá elli- hrumleika og elliglöpum Egils Skallagrímssonar og hann kvartar sáran undan bitrum örlögum sínum og náttúruleysi. I Sturlungu er lýst dauða Einars Skemmings úr blóð- nösum á ákaflega áhrifaríkan hátt. Frægar eru lýsingar Þórbergs Þórðarsonar á veikindum, hvernig honum fannst líkaminn allur undir- lagður af torkennilegum sjúkdóm- um sem enginn réð við. I bókum Halldórs Laxness eru listilegar frásagnir af veikindum Ólafs Kára- sonar og örlögum þessa drottins krossbera. Þar er lýst ömurlegri til- veru sjúklingsins á baðstofuloftinu, sem unir sér við að telja kvistina í þekjunni og lætur hugann reika um draumaheima. Ólafur var öryrki lið- innar aldar og margt í frásögninni af honum minnir á lýsingar nútíma- öryrkja á eigin einmanaleika og umkomuleysi. Veikindi Rósu í Sjálf- stæðu fólki eru annað dæmi um frá- sögn skálds af veikindum og óblíð- um örlögum lítilmagnans. Guð- bergur Bergsson lýsir í Músinni sem læðist lífi krabbameinssjúkl- ings og þeirra sem næstir honum standa á ógleymanlegan hátt. Veikindi og dœgurtónlist Dægurtónlist er óaðskiljanlegur hluti samtímamenningar hverrar þjóðar. Dægurlagatextar eru sungn- ir á góðri stundu og lifa síðan með þjóðinni í ótal rútubílaferðalögum og skíðaskálaferðum þar sem þeir hljóma meðan einhver getur haldið tóni og takti. Fáir textar lýsa þó sjúklingum eða sjúkdómum enda næsta óskemmtilegt að syngja um slíkt í aftursæti á rútubíl eða i róm- antískum vangadansi. Flestir text- anna fjalla um ýmiskonar kátínu og gleði (Nú liggur vel á mér eða I syngjandi sveiflu) eða um ástir og rómantík (Bláu augun þín, Þú og ég). Ýmsir textar lýsa þó íslenskum raunveruleika eins og hann gerist bitrastur. Þannig lýsir Freymóður Jóhannesson (12ti september) í Draumi fangans raunheimi inni- lokaðs manns á Litla-Hrauni sem lætur hugann reika til elskunnar sinnar, sem allt í einu stendur við rúmstokkinn hans og leiðir hann til frelsisins. í lögum sínum Litli tón- - listarmaðurinn og Við hliðið stend ég eftir ein lýsir hann átak- anlega mikilli bindingu barna við foreldra sína sem nútíma uppeldis- fræðingar myndu líta grunsemdar- augum. í laginu Einsi kaldi úr Eyj- unum eftir Jón Sigurðsson er lýst óforbetranlegum kvennabósa sem hleypur úr einu bólinu í annað í ör- væntingarfullri leit að hamingjunni. Nútíma geðlæknar skilgreina Casa- nova eins og Eir.sa kalda, sem ákaf- lega óöruggan einstakling, sem stöðugt efast um eigið ágæti. Hann reynir í örvinglan sinni að lappa upp á brotna sjálfsmyndina með því að komast upp í hjá sem flestum kon- um. Bjössi á mjólkurbílnum er annar slíkur, kvennamaður og öku- fantur, sem misnotar aðstöðu sína sem starfsmaður mjólkurbúanna og keyrir eins og Ijón á mjólkurbílnum og stefnir þannig fjármunum Sam- vinnuhreyfingarinnar í bráða hættu. Óhamingjusamur Keli Keli í kjallaranum er andstæða þeirra félaganna, óforbetraiilegur kúristi sem situr sveittur við að læra þó allir séu úti í glöðum leik. Senni- lega hefur Keli verið ákaflega tauga- veiklað, stressað og bælt barn með miklar þráhyggjuhugmyndir. For- eldrarnir hafa gert alltof miklar kröfur til hans, rekið hann áfram með harðri hendi og þannig grafið undan sjálfstæði hans og trú á sjálf- an sig. I lok kvæðisins er Keli kom- inn í óhamingjusamt hjónaband og býr þar að fyrstu gerð. í laginu Síð- asti vagninn í Sogamýri er lýst manni sem missir af síðasta vagnin- um og kemst ekki heim til sín með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir andlega heilsu. Aðrir höfundar lýsa íslenskum veruleika eins og í laginu um Óla rokkara sem fjallar um sómakæran bónda í sveit sem tryll- ist þegar hann heyrir rokkmúsíkina, yfirgefur býlið og fer til borgarinnar til að rokka. Sennilega mundi þetta flokkast undir ófélagslega hegðun í andstöðu við ríkjandi hefðir og venjur og eflaust hefði Óli rokkari verið sendur í geðrannsókn á okkar tímum á vegum búnaðarfélagsins. Lóa litla á Brú er annað hversdags- legt dæmi úr raunveruleikanum um unga sveitastúlku sem giftist og flyt- ur til Reykjavíkur. í lok kvæðisins er því lýst hvernig Lóa hefur orðið neysluþjóðfélaginu að bráð, eigin- maðurinn vinnur hörðum höndum til að geta greitt fatareikningana, og hún gefur öðrum körlum hýrt auga. Ótal höfundar hafa sagt frá drykkju- mönnum í danslagatextum og jafn- vel raunum aðstandenda þeirra eins og í laginu Mamma grét, en þar er lýst örlögum ungs drykkjumanns sem drekkur í síbylju meðan mamma hans situr heima og grætur. Lagið endar svo á því að drykkju- fanturinn hættir að drekka (án þess að fara í meðferð) og mamma hans fer að gráta hamingjutárum og stundar vonandi Alanon-fundi af mikilli alúð. Megas og veikindin Af textahöfundum seinni ára hef ég þó mestar mætur á Magnúsi Þór Jónssyni, Megasi. Magnús þeysti inn í bókmenntasögu þjóðar- innar árið 1972 þegar hann gaf út fyrstu plötuna sína. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið og Magnús bæði horfið af spjöldum bókmenntasögunnar og birst þar aftur öllum að óvörum. Hann hefur öðrum fremur lýst íslenskum raun- veruleika tuttugustu aldarinnar; ruglinu, spennunni, kapphlaupinu og æsingnum. Hann hefur brugðið sér í allra kvikinda líki, drukkið með Birkiland, beðið á biðstofum emb- ættismanna og gengið niður stig- ann þegar lyfturnar í blokkinni bil- uðu. Sérstaða Magnúsar meðal ís- lenskra textahöfunda felst í yfir- burðaþekkingu hans á tungunni og bragfræði hennar. Bestur er Magnús þegar hann fer inn í heim geðsjúk- dómafræðinnar og lýsir hughrifun- um þaðan. í kvæðinu um Paradís- arfuglinn segir hann frá konu sem gjörist veik á geði svo gefa verður henni truntusól (truntusól = tryptosol = þekkt þunglyndislyf)og tungl. í Heilræðavísum lýsir hann svo raunheimi þunglyndissjúklings; ,,já, ef þú ert sligaður eymd þinnar stöðnunar og eyddir innheimar og sviðnir þeir þegja". Lausninni á þessari andlegu pínu lýsir síðan Magnús í þekktu kvæði sem heitir í Víðihlíð en þar gefur hann eftirfar- andi ráð: ,,Ef enginn þér sýnir sam- úð neina / og sorgirnar hlaðast að fyrir því,/ og ef enginn hræða til þín tekur / tillit né sýnir viðmót hlý, // þá valhoppaðu inní Víðihlíð, og vertu þar síðan alla tíð. (Víðihlíð var á þessum árum ein deild Kleppsspít- ala.) Þetta mun vera einhver fyrsta ábending til þjóðarinnar um að láta af fordómum gagnvart geðdeildum. En einhver torráðnasta hending Magnúsar um lækna og læknisfræði er úr þekktu kvæði um mannúðar- málfræðina, en þar segir: „Veiran sem veldur mannúðarmálæði er óþekkt/ mælti doktor-med haldinn geig og óvissu i húminu,/ en lækn- ingu þó hafa allmargir hlotið við misnotkun/ fíknimyndandi lyfsins: hver er sjálfum sér næstur í rúm- inu.// I sama kvæði lýsir Magnús auk þess ótal hagsmunafélögum sem mögulega eiga eftir að koma fram á sjónarsviðið þó síðar verði; útlimaöreigar, örkumlaöldung- ar, allsherjarsamtök allsleys- ingjanna. Eg heyrði í útvarpinu á dögunum að Magnús væri á leiðinni með nýja plötu. Til hamingju!! Vonandi er eitthvað á henni um ís- lenskan veruleika og helst um sjúk- dóma og lækningar, sem er hluti af okkur öllum eins og hver önnur úr- koma í grennd. ÓTTAR GUÐMUNDSSON f vann hann sig út úr þeirri óvissu. Það verða þáttaskil í lífi þessa manns upp úr 45 ára aldri, enda var breytingatími hjá honum árin 1988 og 1989. En hann hefur góða möguleika til að komast áfram og gæti átt eftir að verða nokkuð þekktur. Þetta er ástríðufullur maður og tímabilið frá 45 til 55 ára aldurs er viðburðaríkt í tilfinningamálum hans. Það er eins og hann finni á þeim árum að hann er frjáls og getur í auknum mæli lifað lífinu eftir eigin geðþótta. Þetta geta þannig orðið hans gæfuríkustu ár. Maðurinn þyrfti hins vegar að vera varkár í fjármálum og ganga vel frá öllu á því sviði á næstu tveimur árum. Og ef hann er óbundinn eru líkurá bindingu inn- an þriggja ára. lófalestur í þessari viku: (karl, fæddur 2.8. 1943) Þetta er viljasterkur maður, en rólegur að eðlisfari, dagfarsprúður og forðast deilur í lengstu lög. Hann er skyldurækinn, ræktar- samur við fjölskyidu sína og hefur sterka réttlætiskennd. Maðurinn hefur átt erfitt með að ákveða hvaða stefnu hann ætti að taka í lífinu, en smám saman draumar Ull i fat og mjólk i mat Áður fyrr þótti það ómissandi hverri húsfreyju að kunna að koma ull í fat og mjólk í mat. Það er að segja — búa til skyr og smjör og súr- mjólk og osta úr mjólkinni og föt úr ullinni. En hvaða hlutverk hefur þessi matur í draumum okkar? Nýlega var ég svo stálheppin að eignast gamla draumaráðningabók sem Margeir Jónsson, kennari og fræðimaður, tók saman á fyrri hluta aldarinnar. Þessi bók mun nú illfá- anleg. Hún byggir að mestu á ís- lenskum heimildum og þarna er ýmislegt um mjólkina sem um aldir var uppistaðan í matargerð hérlend- is. Þar segir að það sé fyrir ábata að drekka mjólk í draumi. Einnig að borða mjólkurgraut, það táknar einnig góða heilsu. Líka er jákvætt að sjá ílát með mjólk og bera eða flytja mjólk. En að spilla henni eða hella niður er eins og að líkum lætur fyrir óhöppum eða fjárhagslegu tjóni. Að borða ost segja sumir boða happ en aðrir telja það fyrir öfund og gæti það vel staðist, þar sem fólk er oft öfundað ef það verður fyrir óvæntu happi. Að drekka rjóma kvað vera fyrir hagnaði. Dreymi konur brjóst sín full af mjólk táknar það glæsta framtíð. Að sjá smjörskál var sagt fyrir því að dreymandinn fengi giftingartilboð, en þættist maður borða smjör ber ráðningum ekki saman. Sumir töldu það boða góða framtíð en aðrir ósamlyndi. Gæti hér komið að því sama og með ostinn. Ull fær einnig sína umsögn í þess- ari sjaldséðu bók. Sagt er að ef mann dreymi mikið af hvítri ull að vetrarlagi sé það fyrir snjókomu. Ég hef einnig heyrt þá ráðningu á draumum um hvítar gærur að haust- eða vetrarlagi. Að versla með ull er hér talið fyrir ábata og ánægju eins og að líkum lætur. Þykist mað- ur vera að vefa og gangi það vel boðar það að fyrirætlanir manns ganga vel. En ef voðin eða þræðirn- ir slitna veit það á lát vinar eða skyldmennis. Að fella voð — ljúka við hana — er sagt fyrir breytingum á högum manns eða jafnvel skamm- lífi. Að dreyma stóra hvíta voð er sagt fyrir snjókomu en sólskini ef hún er mjög glampandi. Og þá er bara að fara svolítið aftur í timann í draumum sínum svo mað- ur geti orðið aðnjótandi allrar þess- arar auðsældar. Líklega er enn heillavænlegra að fást við kúabú- skap í draumum sínum en fjárbú- skap.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.