Pressan - 03.05.1990, Blaðsíða 8

Pressan - 03.05.1990, Blaðsíða 8
I f 8 í Reykjavikurborg miðri, nánar tiltek- ið á lóðinni Hafnarstræti 2, er sam- kvæmt fasteignaskrá oliugeymir og -plan. Þessar fasteignir eru metnar á samtals 932 þúsund krónur og eigand- inn sagður „Skelvinnsla Bolungarvikur hf.##. Engar upplýsingar eru til i hlutafé- lagaskrá um tilurð þessa hlutafélags, en hjá hagstof unni f engust þær upplýsingar að félag með þessu nafni hefði verið af- skráð i mars siðastliðnum, án þess að getið væri um eigendur. Simtal til Einars Guðfinnssonar hf. i Bolungarvik leiddi hins vegar i Ijós að þetta fyrirtæki er „deild i íshúsfélaginu##, sem er eitt af fyrirtækjum afkomenda Einars Guð- finnssonar! EFTIR: FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON - MYNDIR EINAR ÓLASON Miðbærinn hefur á undanförnum árum gefið talsvert eftir í sam- keppninni við stórmarkaði og þá serstaklega Kringluna. Kannski er það tímanna tákn að Bolungarvík- urveldið hefur nú afskráð skel- vinnslu sína í hjarta borgarinnar! Sumir hafa á orði að það sé varla hægt að versla í miðbænum lengur; fyrir utan að margt sé í niðurníðslu geti það kostað stórfé að fara þang- að vegna „ofsókna" stöðumæla- varða, lögreglu og kranabifreiða. Um leið hljóta eigendur lóða og fast- eigna í miðbænum að hafa áhyggjur af verðmæti eigna. Leó Löve, Silli og Valdi og varnarliðs- verktakar En hverjir eru þessir eigendur? Það virðist sýnt að fáir stórlaxar og stórfyrirtæki eiga lengur eignir við Laugaveg, Bankastræti, Austur- stræti, Aðalstræti, Hafnarstræti og Lækjargötu. Nema auðvitað bank- arnir. En heimsókn til fasteigna- matsins leiddi þó ýmislegt fróðlegt í Ijós. Meðal annars að Bolungarvíkur- veldið ætti plan í hjarta borgarinnar. Þá má heita athyglisvert að Leó Löve, lögfræðingur og fram- kvæmdastjóri Isafoldarprentsmiðj- unnar, á umtalsverðar eignir í Aust- urstræti. Hann á ásamt Birgi Páli Jónssyni og Sveini Björnssyni lóðina og fasteignina í Austurstræti 6 og hann á ásamt Sverri Kristins- syni og Jóni Guðmundssyni lóð- irnar og fasteignirnar við Austur- stræti 8 og 10. Loks eiga Leó, Birgir Páll og Jón lóðina og fasteignina við Austurstræti 22b. Samtals voru þess- ar lóðir og fasteignir metnar á 285 milljónir króna 1. desember sl. Siiii og Valdi sf. og afkomendur eigenda þess félags eiga einnig enn talsverðar fasteignir í miðbænum. Á félagið eða Sigurð, Sigríði og Þorkel Valdimarsson eru skráðar lóðirnar og fasteignirnar við Lauga- veg 11, Laugaveg43, Laugaveg 126, Laugaveg 146 (óbyggt land), Banka- Fimmtudagur 3. maí 1990 stræti 12, Austurstræti 17 og Aðal- stræti 10. Fasteignamatið nemur hundruðum milljóna, t.d. um 166 milljónir fyrir Austurstræti 17 ein- göngu. Varnarliðsverktakarnir Málara- verktakar Kefiavíkur hf. eru aðr- ir utanbæjaraðilar sem hafa séð sér hag í því að eignast húsnæði við Laugaveginn. Þeir eru aðilar að Keflavíkurverktökum, sem sjá um viðhald fyrir varnarliðið (um 600 milljónir króna á síðasta ári) og eiga ásamt Stjörnubíói hf. húsið við Laugaveg 96. Gamlar ættir, þingmenn og „braskarar" Ættin Thorarensen á nokkrar eignir á þessu svæði, m.a. Laugaveg 34a, Laugaveg 30 (hluta) og Lauga- veg 16 (Laugavegsapótek). Ættin Petersen (Hans Petersen) er skrifuð fyrir Bankastræti 4 og Skólastræti 1, sem samtals eru metin á um 105 milljónir króna. Þess má til gamans Þetta illa farna plan telst vera Hafnarstræti 2 og er skráður eigandi „Skelvinnsla Bolungarvíkur hf."l Þessi milljón króna eign er um leið í höndum afkomenda Ein- ars Guðfinnssonar, sem fyrir tveimur mánuðum afskráðu fyrirtækið. Það var eftir öðru að há-reykvískt fyrirbæri eins og Steindórsplanið skyldi vera eign Bolungar- víkurveldisins að hluta. Hús Ferðabæjar á Petrína Jónsdóttir, ekkja sonar Stein- dórs Einarssonar. Aðalstræti 7 með lóð er metið á um 200 milljónir króna og er eign Óla P. Friðþjófssonar framkvæmdastjóra og Eiríks Helgasonar stórkaupmanns. Við hliðina er Hall- ærisplanið og þar næst er Aðalstræti 3 en lóðin sú er í eigu Geirs H. Haarde þingmanns og Kristjáns Stein- dórssonar og er metin á 26 milljónir. Aðalstræti 4 er skráð eign „Aðalstrætis 4 hf.“. Engin ný stjórn hlutafélagsins hefur verið Fasteignin nær, Laugavegur 96, stendur á borgarlóð, en húsið eiga Stjörnubíó hf. og tilkynnt hlutafélagaskrá frá því árið 1941, en stjórnarmenn þessu samkvæmt eru Tryggvi varnarliðsverktakarnir Málaraverktakar Keflavíkur. Jfeigsson, Páll Asgeir Tryggvason sendiherra, Björn Ófeigsson heildsali og Ólafur Ófeigsson viðskiptafræðingur. Lóð og hús, þar sem m.a. er að finna ísbúð, Ullarhúsið og Ðuus-hús, eru metin á 66 milljónir.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.