Pressan - 03.05.1990, Blaðsíða 23

Pressan - 03.05.1990, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 3. maí 1990 23 æjorfulltrúi á Seltjarnarnesi: c Hún vill lítið taia um stjórnmála- menn en þó finnst henni Steingrím- ur Hermannsson forsætisráðherra standa upp úr: „Mér finnst hann traustur og hafa sýnt mikla stjórn- kænsku.“ Á bæn á bekknum í höllinni Siv hefur verið sjúkraþjálfari hjá Víkingi, liðinu sem Árni bróðir hennar keppir með, og hún fór með- al annars með handknattleiksliðinu til Rússlands. Hún segir fyrstu kynni sín af því að vera sjúkraþjálfari á leik hafa verið nokkuð skondin: ,,Ég sat á bekknum og bað til Guðs að enginn myndi nú meiða sig svo ég þyrfti ekki að fara inn á. Sjálfsöryggið var ekki meira í þá daga! En hvað gerðist ekki? Þarna voru ríkissjónvarpið og Stöð 2 og ég hafði ekki einu sinni verið með lið- inu á æfingu. Og Kristján Sigmunds- son slasaðist í markinu. Ásgeir liðs- stjóri og ég hlupum inn á og höfðum vit á að skýla Kristjáni meðan við flettum hann klæðum og athuguð- um meiðslin. Hann hafði tognað á nára og meðan við sinntum honum fuku ýmsar háðsiegar glósur á mig úr áhorfendastúkunni. „Einhver stelpa komin inn á!“ og fleira í þeim dúr. En þessu vandist ég síðar, enda alin upp í því að konur geti allt það sem karlar geta. Við systurnar höf- um líka hagað okkur þannig; ég er eini kvensjúkraþjálfarinn á vinnu- staðnum og Ingunn systir mín er tannlæknir, sem er ekki alveg hefð- bundið kvennanám." í framsóknar- frakkanum á Rauða torginu En hafi Siv vakið athygli í Laugar- dalshöllinni á umræddum leik vakti hún þó meiri athygli í Moskvu. Þar gekk hún nefnilega um Rauða torg- ið, íklædd „græna Framsóknar- frakkanum", með rauða hanska og gult band um hárið: „og á eftir mér gengu 16 karlmenn"! segir hún hlæjandi. „Við sáum síðar að konur íklæddar fötum í skærum litum voru nefnilega það sem kallast „vafasamar konur" i Moskvu! En þetta var mjög merkileg ferð. Strák- arnir þorðu ekki að hætta á að borða rússneskan mat fyrir leikinn og tóku með sér íslenskan þorra- mat. Svo voru greidd atkvæði um hver ætti að búa til kartöflustöpp- una — og gettu hver var valinn?! Eg fékk lánað eldhúsið í íslenska sendi- ráðinu, fór með kartöflustöppuna yfir á hótelið okkar og fékk líka lán- að eldhúsið þar til að setja matinn á föt." Þegar Siv er spurð hvort hún gangi með þingmann í maganum svarar hún að bragði: „Það er alls ekki í huga mér núna. Hins vegar loka ég engum leiðum í sambandi við það í framtíðinni. Það fer alveg eftir því hvort mér finnst ég geti lát- ið gott af mér leiða þar. Mér sem leikmanni finnst Alþingi tiltölulega lokuð stofnun og lítið gert til að laða ungt fólk að stjórnmálum. Tíðar- andinn er þannig í dag að ungt fólk setur sig lítiö inn í stjórnmál og það finnst mér miður. Stundum held ég að það sé viljandi gert hjá ráða- mönnum þjóðarinnar að tala mál sem fáir skilja." Hún viðurkennir hikstalaust að það sé heilmikið mál að skila öllum hlutverkum vel: „Það vill til að Hún- bogi er rólegt barn. Hann fer stund- um með mér á fundi og er reyndar orðinn mjög fundafær, fimm ára gamall. Það kostar mikla skipulagn- ingu að koma öllu heim og saman, en ég held mér hafi tekist það. Ég á góða fjölskyldu að og auk Þorsteins, foreldra minna og systur hafa bræð- ur mínir Árni og Friðleifur verið hjálplegir með að passa Húnboga þegar með þarf." Eigum ekki að stefna að markaskorun eftir kosningarnar Framtíðina segir hún leggjast vel í sig og hún segist hlakka til að starfa í bæjarstjórn Seltjarnarness: „Ég held að við viljum öll láta gott af okkur leiða — bara með mismun- andi aðferðum. í kosningabaráttu segir fólk þetta og hitt sem höfðar til fjöldans, en ég held að þegar búið er að taka hefðbundnu frasana burt standi aðalatriðið eftir: það að fólk vinni saman, hvar í flokki sem það stendur. Eftir kosningar á málið ekki að vera það að víð séum eins og tvö fótboltalið sem eru að reyna að skora hvort hjá öðru, heldur að stefna að sama markinu. Og kannski á eftir að koma í Ijós að bæj- arstjórinn eigi eitthvað fleira sam- eiginlegt með mér en badminton- ið!" i if i 4 I' I

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.