Pressan - 03.05.1990, Blaðsíða 16

Pressan - 03.05.1990, Blaðsíða 16
að standast „freistinguna". En þeir sitja líka oft uppi með sárt ennið að leikslokum, því það getur ýmislegt miður ánægjulegt komið fyrir grandalausa sveitamenn, sem ráfa í fylgd Bakkusar um skemmtana- hverfið Sóhó að næturlagi eða gefa sig grandalausir á tal við óprúttnar og vafasamar persónur á hótelbör- um eða krám. Þá er nú meira gaman að skreppa í leikhús. Heimsókn til London er eiginlega ekki fullkomin nema a.m.k. ein leikhúsferð sé á dagskrá. Framboðið er slíkt að allir hljóta að finna eitthvað við sitt hæfi. Það er ekki einu sinni nauðsynlegt að vera svo ýkja snjall í ensku til að njóta kvöldstundar í ensku leikhúsi, því nóg er af áhugaverðum söngleikj- um sem tiltölulega auðvelt er að fylgjast með. En það eru ekki bara túristar, sem fara í leikhús í London. Hinn óhugn- anlega unglegi söngvari Cliff Rich- ard brá sér t.d. á föstudaginn langa á verkið Jeffrey Bernard is Un- well með úrvalsleikaranum Tom Conti. Þetta er frábært stykki, en ekki fékk Cliff blessaður að vera i friði í leikhúsinu. Ljósmyndari nokkur þefaði hann uppi og tók í hléinu mynd af söngvaranum, sem birtist í blaði næsta dag. Myndin vakti mikla athygli, sem hafði ekk- ert með leikritið að gera. Menn stóðu á öndinni yfir því að Cliff var með dömu upp á arminn. Hann hef- ur nefnilega aldrei gengið í hjóna- band og ensk náfrænka Gróu á Leiti er alveg sannfærð um að hann sé samkynhneigður. Díana I gegnum að- dráttarlinsu Fjölmiðlafíklar hafa einnig úr miklu að moða í London, þar sem ódýrustu dagblöð kosta einungis um 20 krónur stykkið svo það er lít- ið mál að kaupa mörg á dag. Sum blöðin eru m.a.s. prentuð með nýrri tækni, sem tryggir að maður fær alls enga prentsvertu á fingurna við að fletta þeim. Jafnvel þó síður slíkra blaða séu stroknar með hvít- um hönskum gefa þær ekki frá sér svo mikið sem vott af svertu. Umfjöllunarefni blaðanna eru auðvitað afar fjölbreytt í þessu millj- ónasamfélagi og stjórnast af því hvaða hóps þau ætla sér að höfða til. Breska konungsfjölskyldan er t.d. sívinsæl meðal ákveðinna blaða. Svo vinsæl, að maður hlýtur að vorkenna vesalings fólkinu, sem ekki getur stigið fæti út fyrir dyr án þess að ljósmyndarar taki af því myndir við allar mögulegar og ómögulegar aðstæður. Dæmi: Díana prinsessa ákvað að skreppa með syni sína og móður í stutt sólar- frí um páskana. Fyrsta d'.ginn er auðvitað farið á ströndina, flatmag- að, synt og leikið í sandinum, en strax daginn eftir birtast myndir af þessu í bresku blöðunum. Díana í rauðu bíkíníi. Díana að synda í sjón- um. Díana undir stóru handklæði að baksa við að komast úr blautu bíkíníinu eftir sundsprett. Díana í brúnum sundbol. Díana byggir sandkastala með börnunum. Og svo framvegis.. . Ljósmyndarar blað- anna höfðu leigt sér báta, sem sigldu fram og aftur fyrir utan ströndina, og þar lágu þeir með all- ar bestu aðdráttarlinsurnar sínar í von um að prinsessan missti kannski annað brjóstið upp úr bíkínískálinni eða annað álíka „spennandi". En það gerðu fleiri en Ijósmyndar- ar Díönu lífið leitt í fríinu. Tengda- mamma, þ.e.a.s. Elísabet Breta- drottning, sendi skilaboð um að prinsessan og synir hennar ættu að koma aftur heim í tæka tíð til að vera við messu á páskadagsmorgun — og hananú. Það var því ekki um annað að ræða fyrir Díönu en setja sundíötin ofan í hinar konunglegu ferðatöskur og snúa heim til Bret- lands í snarhasti. Varðir og járngirtir pelsar Það var annars ekkert bíkíní-veð- ur í London um páskana, hitastigið „Pipulagningamenn taka 6 þús- und krónur á tímann" er yfirskrift þessarar teikningar. Og píparinn segir við húsmóðurina: „Takk, vin- an, en ég vil frekar fá kampavíns- glasl" Dagblaðsteiknarinn er að hæð- ast að nýstofnuðu pípulagninga- fyrirtæki, sem einungis hefur á að skipa snyrtilega klæddum pípu- lagningamönnum sem aldrei blóta í návist viðskiptavinarins. Til vinstri. Bresk tollyfirvöld stöðvuðu rétt fyrir páska útflutn- ing á gífurlega stórum (kjarn- orkujbyssuhólki, sem írakar höfðu látið smíða á Bretlandi. Teiknari eftirmiðdagsblaðsins Evening Standard sá þá fyrir sér óprúttinn karl á Trafalgar-torgi, sem býður hrekklausum útlendingi að kaupa súluna á torginu undir því yfirskini að þar sé um byssuhólk að ræða. írakar halda því nefnilega fram að byssan sé ekki byssa, heldur olíu- leiðsla. ''Admit it - that's ammunition for that Iraqi gun!" - Uppreisnir fanga voru mikið i fréttum á Bretlandi yfir páskana, en þeir héldu gjarnan til uppi á_ þökum fangelsa á meðan á andóf- inu stóð. Hér er gert grín að þessu, því nágrannakonan segir við eig- inkonu fyrrverandi fanga: „Hann virðist una sér vel þarna uppi frá því honum var sleppt út." „Viðurkenndu það bara — þetta er skot í stóru írösku byssunal' nr <iTAK “First of all let me say how grateful my friend is to Michael Grade and Channel 4...!” Það er bannað með lögum að leyfa talsmönnum ÍRA að tala í fjölmiðlum. Sjónvarpsstöðin Channel 4 sneri sig út úr þessu í páskavikunni, þegar þar var birt viðtal við einn af leiðtogum hryðjuverkasamtakanna. Leikari var látinn talsetja viðtalið, þannig að rödd ÍRA-mannsins heyrðist ekki, þó hann væri vissulega á skjánum. Á bakvið „búktalarann" stendur „Sniðgöngum lögin á Channel 4," en undir stendur: „Fyrir hönd félaga minna vil ég byrja á því að þakka sjónvarpsstjóranum og Stöð 4 fyrir.. .1" svipað og á íslandi síðastiiðið sumar og ský skyggðu oftast á sólina. Samt sást auðvitað engin kona í loðfeldi, því það er ekki lengur óhætt að klæðast slíkum flíkum á almanna- færi eftir mikinn áróður dýravernd- unarsinna. Útsala var á pelsum í stórverslun- inni Harrods, þar sem nú á að leggja loðfeldadeildina niður fyrir fullt og allt. En það var ekki auð- hlaupið að því að komast á útsöl- una. Við innganginn stóðu tveir stæltir og ófrýnilegir verðir, sem störðu með röntgenaugum á hvern þann sem gerðist svo djarfur að ská- skjóta augunum í átt að hinum glæsilegu loðfeldum. Skammt frá Harrods var hins veg- ar sérverslun með pelsa, sem alls ekki virtist standa til að loka. Samt var hún í raun rammlæst og einung- is skiltið fyrir ofan dyrnar gaf til kynna hvað þarna var á boðstólum. Járntjöld voru fyrir rúðunum og járnhurð með litlu opi var á milli hinna járnvörðu glugga. Á hurðinni var skilti, þar sem viðskiptavinir voru beðnir að hringja bjöllu ef þeir vildu láta hleypa sér inn til að versla! Páskaegg sem aldrei fyrr En það var ekki jafnerfitt að verða sér úti um páskaegg og pels. Sala á súkkulaðieggjum hefur aukist um heil 80% á örfáum árum og ástæðan rakin til aukinna barneigna á Bret- landi. Mikið er líka selt af algjörlega óætum eggjum, sem eru þá úr postulíni og stundum skreytt dýr- mætum eðalsteinum. Fínt fyrir þá ríku og feitu! Súkkulaðiegg voru til sölu í öllum stórverslunum og sælgætissjopp- um, en í blöðunum stóð að keypt hefðu verið fjögur egg á hvern ein- asta íbúa Bretlandseyja. (Þar stóð FINISH YOUR EASTER EGG HUNT AT TIFFANY & CO From our collcction of hand paintcd china eggs, £85-£250. Tiffany & Co. •260L1) BONDSTHEKT. LONIK)N WIX 3AA. TELEI'HONE 409 271)0 Þeir ríku og feitu kaupa postulíns- páskaegg meö ekta demöntum í stað súkkulaöieggja, en þau geta kostaö hundruö þúsunda króna. einnig að fólk, sem borðaði mikið af súkkulaði ásamt áfengi og osti, gæti átt von á hræðilegum höfuðverkjar- köstum um páskana!) Alvinsælustu eggin voru dökkbrún og áietr- uð með ljósu súkkulaði samkvæmt beiðni viðskiptavinarins. Þannig gátu strákar komið ástarjátningum til stelpna og ömmur og afar sent barnabörnunum skemmtileg skila- boð. Enda mynduðust mjög langar biðraðir alls staðar þar sem skrifað var á páskaegg. Ég átti leið framhjá slíkri biðröð í versluninni Selfridges við gamla, góða • Oxford-stræti, en þar gekk áritunin greinilega brösótt. Konan, sem var fremst í biðröðinni, átti í miklum erfiðleikum með að koma „leturstúlkunum" í skilning um hvað ætti að standa á páskaegginu. Hún baðaði að lokum út höndum og hvæsti „Vinnur enginn enskumæl- andi hérna!?“ Stúlkurnar, sem unnu við að áletra eggin, voru nefnilega útlendingar og skildu mest lítið í tungumálinu. Lífshamingjan I bókarformí Lundúnaferðin mín byrjaði með því að ég gluggaði í „What’s on in London”, en raunar nýttist ritið mér ekkert sérlega vel — fyrir utan síð- urnar með upplýsingum um kvik- mynda- og leikhús. Eg var einfald- lega ekki á höttunum eftir félags- skap og síst af öllu af þeirri gerð, sem auglýst er í slíkum biöðum. Á Heathrow-flugvelli rakst ég hins vegar á bók fyrir þá, sem eiga í einhverjum erfiðleikum með að finna hinn eina rétta eða þá einu jéttu og trúa því að bækur geti breytt lífinu með snöggum hókus-pókus. Bókin var á besta stað í flugvallarversluninni og bauð endanlega lausn á vandamálum einkalífsins: FINDING SOMEONE TO LOVE — Seek out your perfect partner and change your life (AÐ FINNA SÉR ÁSTVIN — Leitaðu uppi hinn fullkomna maka og breyttu lífi þínu). Höfundurinn nefnist Patsy Westcott, ef einhver hefur áhuga...

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.