Pressan - 03.05.1990, Blaðsíða 9

Pressan - 03.05.1990, Blaðsíða 9
9 Fimmtudagur 3. maí 1990 geta að Davíð Oddsson borgar- stjóri tengist þessum tveimur ættum náið, þar sem Astríður kona hans er dóttir Þorsteins Thorarensen og Unu Petersen. Ættin Thor- steinsson er skrifuð fyrir Austur- stræti 16 (Reykjavíkur apótek), þar sem fasteignamatið er í heild um 140 milljónir. Ættin Johnson (Ó. Johnson og Kaaber) er skrifuð fyrir Hafnarstræti 1, hvers fasteignamat er 110 milljónir, og sama ætt er að hluta eigandi Geysis hf., sem á Aðal- stræti 2 og er metið á 81 milljón. Og ættin Valfells er eigandinn að Hafnarstæti 15—17, þar sem m.a. er að finna Hornið og Svörtu pönnuna. Þrír þingmenn eiga fasteignir við göturnar sem skoðaðar voru, ýmist í heild eða að hluta, einir eða með öðrum. Guðrún Agnarsdóttir, fv. þingmaður, er ein af tíu ættingjum Hans Petersen sem skráðir eru fyrir áðurnefndum fasteignum. Geir H. Haarde er ásamt Kristjáni Stein- dórssyni skráður fyrir „Aðalstræti 3", þar sem Hlöllabar er. Matið hljóðar upp á 26 milljónir. Og Ás- geir Hannes Eiríksson er stjórn- arformaður Victors hf„ sem er eig- andi Laugavegs 33, 33a og 33b. Ymsa aðra fróðleiksmola má láta fljóta með. Herluf Clausen heild- sali er eigandinn að Laugavegi 95, þar sem áður var Skóverslun Þórðar Péturssonar. Fasteignamat samtals 33,5 milljónir. Knútur Bruun lög- fræðingur er skrifaður fyrir eigninni Lækjargötu 2, þar sem til húsa eru m.a. Viva strætó, framköllunarfyrir- tæki, Daman og Smáréttir. Þessi eign er metin á 70 milljónir'króna. Brennivín í húsakynnum KFUM Magnús Þorgeirsson hf„ einn stærsti eignaraðilinn í Flugleiðum og hvers stjórnarformaður er Leif- ur Magnússon, er eigandi Lauga- vegs 4 og Skólavörðustígs la, ásamt Þóri Skarphéðinssyni, Skarp- héðni Þórarinssyni og fleirum, en á hina síðarnefndu er einnig skráð eignin Skólavörðustígur 3. Lauga- vegur 10 og Laugavegur 28b eru skráð á Sjanghæ hf. og síðari eignin einnig á „Laugaveg 28b hf.“, þar sem stjórnarformaður er Bergur Guðnason lögfræðingur. Eignin Hafnarstræti 5 er skráð á Kaupvang hf„ þar sem í stjórn sitja Jón H. Bergs, fv. forstjóri SS, og Gísli V. Einarsson, sem mikið hefur verið í sviðsljósinu að undanförnu. Að lokum má geta þess að Austur- stræti 20, þar sem er gleraugna- verslun og Kaffi Hressó, er eign KFUM og er matið í heiid 118 millj- ónir. Aður var minnst á Davíð Odds- son og hann kemur aftur við sögu vegna Austurstrætis 18, sem var skráð á Stuðla hf. og Fjólu Ólafs- dóttur. Stuðlar heita nú Almenna bókafélagið hf„ þar sem borgar- stjórinn er varastjórnarmaður sam- kvæmt núgildandi hlutafélagaskrá. PRESSAN SK0ÐAR HNIGNANDI KJARNA B0RGARINNAR Heimsókn Pressunnar til fasteignamatsins leiðir i Ijós að eignarhald i gamla miðbænum er dreift, en nokkrir aðilar eiga óberandi stórar og/eða verðmætar eignir. Austurstræti 6,8 og 10 eru í eigu Leós Löve lögfræðings og þeirra Sverris Kristinssonar, Jóns Guðmundssonar, Birgis Páis Jónssonar og Sveins Björnssonar. Leó, Birgir og Jón eiga einnig Austurstæti 22b. Alls eru lóðirnar og fasteignirn- ar metnar á um 285 milljónir króna í fasteignamati. Lækjargata 2, þar sem til húsa eru m.a. Viva Strætó, Fram- köllun, Daman og Bókabúðin, er skráð eign Knúts Bruun lögfræðings. Heildarmatið er um 70 milljónir króna. Laugavegur 96, þar sem nú er Skóverslun Reykjavikur, áður Skóverslun Þórðar Péturssonar, er skráð eign Herlufs Clau- sen heildsala, metin á 33 milljónir. Til hægri er fasteign sem m.a. eiga Skúli G. Jóhannesson, Ásgeir Thoroddsen og Ing- ólfur Hjartarson. Þetta hús og lóðin eru skráð á Victor hf., hvers stjómarformaður er Asgeir H. Eiríksson þingmaður. Hafnarstræti 5, þar sem m.a. er að finna Veiðimanninn og Fimmuna, er í eigu Kaupvangs hf., þar sem í stjórn sitja Jón H. Bergs, fyrrum forstjóri SS, Stephan Steph- ensen og Gísli V. Einarsson margumræddur. Hafnarstræti 1 er í eigu „Hafnarstrætis 1 sf." og er fast- eignin með lóð metin á 110 milljónir. Stjórnin er hjá hlutafélagaskrá óbreytt frá 1959, þegar stjórnarmenn voru Guðrún, Örn, Hannes, Ólafur og Rafn Johnson.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.